Akureyri


Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 20

Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 20
20 6. tölublað 4. árgangur 13. febrúar 2014 Verður snjókarlinn snjókerling? Í dag hefst vetrar- og útivistarhá- tíðin Éljagangur á Akureyri. Dagný Reykjalín, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri Bleks ehf, er í hópi þeirra sem hafa unnið ötullega að því að hátíðin takist sem best og laði að sér sem flesta gesti í bæinn auk þess að skemmta þeim íbúum sem fyrir eru. Í viðtali við blaðið seg- ir Dagný frá hátíðinni fram undan, aðkomu þeirra að Vísindabók Villa sem sló rækilega í gegn fyrir jólin og spyr hvenær við fáum “Betri Ak- ureyri”? Blek er „skapandi norðlensk aug- lýsingastofa“ eins og segir í undirtitli fyrirtækisins. Dagný rekur stofuna í félagi við Guðrúnu Hilmisdóttur sem er einnig grafískur hönnuður og báðar eru þær frá Hauganesi við Eyjafjörð. Þær útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands rétt eftir alda- mótin og hafa einmitt þurft að vera dálítið skapandi og hugsa út fyrir svæðið til að ná sér í næg verkefni. Það kemur á daginn síðar í spjallinu að flest verkefni Bleks eru sótt út fyrir Eyjafjörð. Með í Éljagangi frá upphafi En hver er þáttur Dagnýjar og co í Éljagangi? „Éljagangur er haldinn núna fjórða árið í röð. Akureyrarstofa og fleiri aðilar komu að máli við okkur árið 2011 varðandi útlit og mark- aðssetningu á nýrri, fjölbreyttri vetr- arhátíð. Við komum með grafískar tillögur og hugmynd að nafni sem var allt samþykkt. Síðan hefur þetta þróast og við höfum tekið virkan þátt í undirbúningi síðan. Okkar þáttur er að kynna hátíðina og klæða hana í búning en mjög margir koma að hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Markmiðið var að byrja smátt þannig að fyrstu árin yrðu notuð til undirbúnings á því sem yrði svo í framtíðinni mun stærri hátíð, að smyrja tannhjólin og festa Akur- eyri í sessi sem vetrarparadís. Það er líka mikilvægt að gera eitthvað skemmtilegt á þessum árstíma og fá svolítið líf í bæinn. Í ár erum við mjög heppin með mikinn snjó, bæði í fjöllunum og í byggð. Það er fullt af flottu fólki og sjálfboðaliðum sem vinna að því að Éljagangur geti orðið að veruleika og þeim ber að þakka. Snjókarlinn fluttur til Meðal viðburða á Éljagangi í ár eru V-Power sleðaspyrnan sem verður í Hlíðarfjalli og hefur alltaf haft mikið aðdráttarafl, bretta- og skíðakeppni, sleðaferðir, gönguskíði, brettagarð- ur á Ráðhústorginu, ískross, ferðir fyrir vélsleðamenn, námskeið og margt, margt fleira. Eitt helsta tákn vetrarbæjarins Akureyri er risastór snjókarl sem staðið hefur á Ráðhús- torgi. Í ár verður hann fluttur til af praktískum ástæðum suður á flöt- ina fyrir neðan Samkomuhúsið og stækkaður til muna. En er kannski kominn tími á snjókerlingu en ekki alltaf snjókarl? „Það er mjög góð spurning og alls ekki útilokað að breyting verði. Það skýrist á föstudag [á morgun] þegar kynntar verða niðurstöðu úr nafna- samkeppni frá almenningi. Það er mikill áhugi á að gefa fyrirbærinu nafn og núna í byrjun vikunnar eru komnar hátt á annað hundrað til- lögur, þær koma frá öllu landinu og ekki síst af suðurhorninu, gaman að því. Margar tillögurnar eru kven- kyns heiti þannig að það er aldrei að vita hvað verður. Við tökum við tillögunum og sendum þær án nafns höfundar til Akureyrarstofu og fulltrúar þar munu svo velja bestu tillöguna. Úrslitin verða svo kynnt bæði í Föstudagsþættinum á N4 og á www.eljagangur.is.“ Frá Éljagangi og snjókarlinum sem kannski skiptir um kyn - eða verður e.t.v. bara kynlaus síðar - fær- um við okkur yfir í verkefnastöðu auglýsingastofa á Akureyri. Dagný segir næg verkefni í boði fyrir þá sem leiti þeirra á landsvísu. „Flest verkefni okkar koma að sunnan. Viðskiptavinir okkar þar eru ekki feimnir að leita norður til okkar. Kannski hjálpar að við Guðrún höf- um reynslu af því að vinna bæði í Reykjavík og í útlöndum. Þegar við störfuðum fyrir sunnan lærðum við að staðsetning skiptir ekki máli ef maður kann að nýta sér hina raf- rænu möguleika. Við hittum ekkert endilega oftar þá sem við vinnum fyrir hér norðanlands en viðskipta- vinina fyrir sunnan. Það segir sína sögu. Verkefnin sem við tökum að okk- ur eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Við gerum heildarútlit fyrir fyrir- tæki, vefi, umbúðir, bækur og svo auðvitað bæklinga osfrv. Við fengum mjög skemmtilegt verkefni á síðasta ári þar sem við hönnuðum algerlega nýtt útlit fyrir Hótel Varmahlíð í samvinnu við Svanhildi hótelstýru, allt frá nýju lógói, vef og markaðs- gögnum að litavali á veggjum inn- anhúss. Það heppnaðist mjög vel og við erum afar stoltar með útkomuna. DAGNÝ REYKJA- LÍN ER höfundur „Éljagangs“ í þeim skilningi að auglýsingastof- an hennar kom með tillöguna að nafngiftinni. Myndin er tekin þegar vinna við snjóbrettasvæði á ráðhústorgi var að hefjast. NÓG AÐ GERA hjá Guðrúnu og Dagnýu á Blek. Einn lykillinn að því er að vera opin fyrir verkefnum á landsvísu.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.