Akureyri


Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 6

Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 6
6 6. tölublað 4. árgangur 13. febrúar 2014 #ferkantað Ferkantað kjöt í ferkantað brauð Taktu mynd af ferköntuðum hlutum og póstaðu þeim á Instagram merkt #ferkantað Vikulega drögum við út ferkantaða ljósmyndara og gefum þeim ferkantaða hamborgara. #ferkantað #ferkantad Bræður berjast – Björn hirðir ekki um álit Aðalsteins Aðalsteinn Árni Baldursson, for- maður verkalýðsfélagsins Framsýnar, hefur deilt hart á forystu ASÍ undan- farið. Hann hefur m.a. brigslað Birni Snæbjörnssyni um trúverðugleika með því að spyrja hvort Birni sé treystandi til að gæta hagsmuna láglaunahópa á sama tíma og Björn hafi þeg- ið launahækk- un upp á 374%. Björn Snæ- björnsson er for- maður Einingar- Iðju á Akureyri og einnig formaður Starfsgreina- sambans Íslands. „Sérstakur dagur, fundur með svokölluðum félögum í verkalýðs- hreyfingunni. Formaður SGS, Björn Snæbjörnsson, telur ekki hægt að starfa með formanni Framsýnar og Vl. Akraness og safnar liði. Þeir séu með of miklar kröfur fyrir hönd verkafólks, heilar kr. 20.000 á mánuði,“ skrifaði Aðalsteinn Árni á Facebook síðu sína. „Það þýðir að laun verka- fólks hækki úr kr. 192.000 í kr. 212.000 á mánuði. Þetta er ófært segir vin- ur litla manns- ins frá Akur- eyri, maðurinn sem fékk 374% launahækkun á síðasta aðalfundi Stapa, lífeyrissjóðs. Hann var með um kr. 42.000 á mánuði og hefur nú 160.000 á mánuði. Eru hans félagsmenn virkilega ánægðir með þetta, maðurinn sem barðist fyrir því að félagsmenn Einingar samþykktu 2,8% launahækkun. Ef svo er, skil ég ekki verkalýðsbaráttu á Íslnadi, því miður,“ skrifaði Aðal- steinn Árni. SPURT UM TRÚVERÐUGLEIKA Akureyri vikublað sendi Birni fyrir- spurn vegna málsins og spurði hvort trúverðugleiki hans stæði samur í ljósi ummæla Aðalsteins og upplýs- inga. Í svari frá Birni Snæbjörnssyni segir að á ársfundi Stapa vorið 2013 hafi verið lagðar fram tvær tillögur um stjórnarlaun, önnur frá þrem- ur launþegafulltrúum í stjórninni um að stjórnarlaun hækkuðu úr kr. 42.000 í kr. 60.000 á mánuði, og hafi tillagan verið samþykkt fyrir fund- inn af öllum formönnum félaganna, þar á meðal formanni Framsýnar á Húsavík, sem eigi aðild að sjóðnum á Norður og Austurlandi. Þrír at- vinnurekendur í stjórn Stapa hafi komið með aðra tillögu um að hækka stjórnarlaunin í 80.000 krónur. „Ég, ásamt öðrum formönnum stéttarfélaganna, lögðumst gegn þeirri tillögu, en þar sem hún gekk lengra var hún borin upp fyrst, (skv. gildandi reglum). Hún var samþykkt með rúmlega 50% atkvæða í leyni- legri atkvæðagreiðslu. Þetta var ekki í anda þess sem ég hafði hugsað,“ segir Björn. „Þegar stjórnarkjöri var lokið báðu félagar mínir í stjórninni mig að taka að mér formennskuna þar sem ég hafði mesta reynslu í stjórn- arsetu í lífeyrissjóðnum. Skv. reglum sjóðsins hefur for- maður stjórnar tvöföld stjórnarlaun og því er sú staða uppi nú. Stjórn- arformennskan stendur yfir í eitt ár, þannig að á ársfundinum í vor mun ég verða aftur almennur stjórnar- maður í eitt ár, en þá verður mínu kjörtímabili lokið. Þess skal getið að stjórnarmaður frá Einingu-Iðju í lífeyrissjóðnum Stapa er kosinn á aðalfundi félagsins annað hvert ár,“ segir Björn. VILJI FÉLAGSMANNA RÁÐI En hvað segir Björn Snæbjörnsson við því að hann vilji ekki hækka laun félagsmanna Einingar-Iðju um 20.000 krónur? „Ég stóð að kröfugerð Starfs- greinasambands Íslands, sem fulltrúi Einingar-Iðju, og vann að sjálfsögðu af fullum heilindum að þeirri kröfu- gerð. Það kom hins vegar á daginn að allt var fast í viðræðum á milli SGS og SA og var þá reynt að finna ein- hverjar leiðir til að ná saman samn- ingi til skamms tíma. Niðurstaðan varð sú, sem menn kusu svo um og var felld hjá um 50% félagsmanna ASÍ. Við, sem sitjum sem fulltrúar Einingar-Iðju í samninganefndinni hefðum að sjálfsögðu viljað fá 20.000 króna hækkun á taxtana, og meira en það, en samningar geta aldrei orðið bara ósk annars aðilans. Samn- ingar eru samningar milli aðila Fulltrúar Einingar-Iðju lögðu samninginn hlutlaust fyrir sína félags- menn með þeirri einu hvatningu að þeir tækju þátt í atkvæðagreiðslunni. Þegar samningurinn hjá okkur var felldur, boðuðum við til tveggja funda, annars með aðalsamninganefnd fé- lagsins, sem 57 manns eiga sæti í, og hins með trúnaðarmönnum í þeim greinum sem féllu undir almenna samninginn. Gerð var skoðanakönn- um hjá þeim sem mættu um ástæður þess að samningurinn var felldur. 60 manns tóku þátt í könnuninni. Gert var ráð fyrir fleiri en einni ástæðu. Niðurstaðan var: 87% töldu að launin hækkuðu ekki nóg, 87% töluðu um að skatt- leysismörkin hefðu ekki hækkað og 60% töldu að það hefði verið van- traust á að verðlag og verðbólga mundi lækka.“ EKKI VIÐKVÆMUR FYR- IR ÁLITI AÐALSTEINS Björn segir að í könnuninni hafi einnig verið spurt hvort menn treystu sömu aðilum til að fara aft- ur og reyna að ná betri samningi og hafi þá 96% sagt að samningamenn hefðu fullt traust til þess. Einnig hafi verið spurt hvort Eining-Iðja ætti að reyna að semja í samfloti við aðra. Flestir hafi sagt að Eining-Iðja ætti að vera í samfloti með þeim er vildu reyna á síðasta samning, í öðru sæti að allir sem felldu innan ASÍ ættu að vera saman og í þriðja sæti að lands- byggðin í SGS ætti að vera saman. „Ég tel að miðað við þessi svör njótum við í viðræðunefnd Einingar- Iðju trausts félagsmanna. Hvað formönnum annarra félaga eða félagsmönnum í öðrum stéttar- félögum finnst um mig læt ég þá al- farið um,“ segir Björn Snæbjörnsson. Reykvískt fyrirtæki kaup- ir 50% í Arctic Tours Special Tours, sem staðsett er við gömlu höfnina í Reykjavík og sér- hæfir sig í sjóferðum fyrir ferðamenn, hefur keypt helmingshlut í Arctic Sea Tours á Dalvík. Freyr Antonsson stofnaði Arctic Seatours árið 2009 en hann mun áfram sjá um rekstur Arct- ic Sea Tours og starfa þar sem fram- kvæmdastjóri. Hvalaskoðunarferðir eru uppistaðan í starfseminni. „Við viljum bjóða fleiri ævin- týraferðir á sjó í Eyjafirði og það var okkar markmið að fá einhvern í lið með okkur til að framkvæma það,“ segir Freyr Antonsson fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum Arctic Sea Tours „Við erum þegar með nokkrar ferðir á teikniborðinu á Eyjafirði, allt frá Akureyri og út undir Grímsey. Það er aukin umferð um Dalvík og um Tröllaskagann þar sem leið fjölda ferðamanna liggur ár hvert, og hefur verið mikil og vaxandi uppbygging í ferðaþjónustu á þessum slóðum síðastliðin ár,“ segir Hjörtur Hin- riksson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Special Tours. a TÍMAMÓT HJÁ DALVÍSKA félaginu Arctic Sea Tours. AÐALSTEINN ÁRNI: Hjólar í formann Einingar-Iðju. BJÖRN SNÆ- BJÖRNSSON: Fékk 374% launa- hækkun, en ekki mér að kenna, segir hann.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.