Akureyri


Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 12

Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 12
12 6. tölublað 4. árgangur 13. febrúar 2014 Nemendur áhyggjufullir vegna yfirvofandi kennaraverkfalls Mikill fjöldi nemenda, bæði úr VMA og MA, safnaðist saman í Kvosinni sl. fimmtudag þar sem tilefnið var að koma saman og styðja kjarabaráttu kennara. Sumir nemendur höfðu á orði í samtölum við blaðamann Ak- ureyrar vikublaðs, sem var á staðnum, að það þyrfti nokkuð til að nemend- ur VMA og MA sameinuðust undir einu þaki, ótilneyddir, en málstað- urinn væri góður! Engan ríg mátti greina milli skólanna á fundinum heldur 100% samstöðu. Formað- ur nemendaráðs VMA, Hólmfríður Lilja Birgisdóttir formaður Þórdunu, sagði í samtali við blaðið að hinn mikli fjöldi sameinaðra nemenda VMA og MA væri frábær og mun meiri en skipuleggjendur fundarins sáu fyrir. Ítrekað kom fram í máli þeirra sem tjáðu sig á fundinum, að þótt það kynni að vera freistandi við fyrstu sýn að fá nokkurra daga frí í skólanum ef kæmi til verkfalls væri full ástæða fyrir nemendur að hafa miklar áhyggjur af afleiðingum langs verkfalls. Var vitnað í söguna, brottfall og fleira þeirri skoðun til stuðnings. Meðal þeirra sem tjáðu sig á fundinum var Kristinn Örn Magn- ússon, Diddi. Hann leggur stund á húsasmíði í VMA. Kom fram í máli hans að langt verkfall gæti gjöreyði- lagt fyrir honum námsferilinn og öll framtíðarplön. Hann þyrfti alla önn- ina nú til að smíða sitt sumarhús, klára lokaverkefnið. Þá fyrst gæti hann sótt um að komast á samning. Afleiðingar verkfalls fyrir þá sem legðu stund á bóknám væru miklar en skaðinn gæti orðið enn meiri hjá þeim sem stunduðu verknám. a Ekki munur á ham- borgara og nemanda? Hér á eftir fara nokkrar tilvitnanir í nemendur á samstöð- ufundinum: NEMENDUR LÉTTIR, EN undir krauma áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. MIKILL FJÖLDI SÓTTI fundinn og var hvert sæti nýtt eins og sjá má af myndinni. „Það er réttur okkar að stunda nám, ég vil ekki horfa á skólastsykini okkar veslast upp, ég vil ekki verkfall, þótt það sé réttur kennara, ég trúi ekki að nokkur horfi þannig á það að langt verkfall verði frí. Þetta verður öm- urlegur tími og við verðum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það.“ „Ef kennaraverkfallið verður tveir mánuðir eða lengra er önnin og námsárið allt stórskaddað, jafnvel ónýtt. Það yrði reynt að kenna okkur alla laugardaga fram á sumar og prófum splæst saman með vondum árangri. Við myndum kannski ná að útskrifast en við fengjum verri menntun og yrðum verr búin fyrir framhaldsnám. Það er skylda ríkisins að uppfylla samning sinn við okkur.“ „Kennarastarfið er eitt mikilvægasta starf í heiminum. Mér finnst ekki sanngjarnt að laun þeirra séu þannig að þeiri eigi varla til hnífs og skeiðar.“ „Við verðum að styðja við bakið á kennurum, þeir hafa ekki bara kennt okkur það sem læra má af bók heldur líka umbyrðarlyndi, stutt við bakið á okkur á erfiðum tím- um og margt fleira.“ „Þetta snýst um launaleiðréttingu en ekki hækkun.“ „Það er yfirvofandi verkfall, það er alveg á hreinu.“ „Getum við ekki krafist þess að stjórnmálamenn tali meira um þessa alvarlegu stöðu?“ „Er eðlilegt ef ég legði fyrir mig kennslu og myndi helga mig því að uppfræða fólk, að ég sem kennari fengi sömu laun og sá sem steikir hamborgara?“

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.