Akureyri


Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 14

Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 14
14 6. tölublað 4. árgangur 13. febrúar 2014 Heyrst hefur HEYRST HEFUR að aldrei aldrei hafi íbúð Blaðamannafélags Íslands á Akureyri orðið vettvangur alheimsfréttar fyrr en í síðustu viku. Hefur heyrst að Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, hafi dvalið í fríi í íbúðinni, notið skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og lífsins almennt þegar skyndiboð barst frá alþjóðlegri sjónvarpsstöð um að taka þátt í beinni útsendingu frá RT America. Hefur heyrst að Kristinn hafi nánast þurft að taka Ómar Ragnarsson á þetta, hafi haft örskamman tíma til að rífa sig úr skíðadressinu og klæðast skyrtu og jakka að ofan. Sá hluti fatanna sem ekki sást í útsendingunni hafi hins vegar ekki verið samkvæmisklæðnaður. Hefur heyrst að þrátt fyrir þessar aðstæður hafi Kristinn staðið sig vel í útsendingunni sem varpaði houm beint frá Akureyri í gegnum skype en umræðan snerist um völd og valdníðslu, Snowden og árásir á blaðamenn. „Shooting the Messenger“ bar á góma Kristins sem líkti ofsóknum gegn blaðamönnum helst við mcCartyisma. HEYRST HEFUR að einstaka Akureyringi hafi misboðið þau ummæli Hildar Eirar Bolladóttur prests að engu skipti hvort Jesús var hommi eða ekki, það sé bara frá- bært ef hann hafi verið hommi. Hefur heyrst að fyrrum yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, Daníel Snorrason, hafi sagt á samskiptaþræði að Hildur Eir ætti að hypja sig úr hempunni... HEYRST HEFUR að Óli Stef, Ólafur Stefánsson handboltastjarna, hafi verið orðhepp- inn þegar hann gleymdi íþróttaskóm á Akureyri Backpackers sl. föstudag. Blaðamaður Akureyrar vikublað sat í veitingasal Backpackers þegar Óli kom askvaðandi af götunni og spurði starfsmann hvort skórnir hefðu fundist. Fékk já við og létti greinilega. Brosti svo kankvíslega og spurði hvort skórnir hefðu kannski verið settir í sóttkví? Fékk það svar að þeir hefðu verið settir í poka. Hafði landsliðsfyrirliðinn þá á orði að það hefði verið skynsamleg lausn... HEYRST HEFUR að tónlistarmaðurinn ástsæli, Valmar Valjatos, hafi lent í fjórum árekstrum á einum mánuði. Í öllum tilvikum var Valmar í rétti nema einu. Þá tók mark á stefnuljósi sem annar ökumaður gaf og þar með skullu bílar saman. Hefur heyrst að Valmar sé mjög ósáttur við að hafa verið dæmdur í 66% órétti í því máli og hyggist fara lengra með niðurstöðuna, enda sé erfitt að aka í umferðinni ef ekkert sé að marka stefnuljós... Enginn krafta- verkakúr Út er komin bókin 30 dagar Leið til betri lífsstíls. Höfundur er Akureyr- ingurinn Davíð Kristinsson. Í bókinni er kynnt mataræði, „enginn kraftaverka- eða sveltikúr“ að sögn höfundar heldur áhrifa- rík leið til að bæta heilsuna, koma jafnvægi á blóðsykurinn, vinna gegn ýmsum kvillum og öðlast aukna vellíðan og orku. „Þetta má gera með því að borða hreint fæði og útiloka mat sem gæti haft slæm áhrif á líkamsstarfsemina. Hér er að finna fróðleik um jákvæð og neikvæð áhrif mismunandi fæðu, leiðbeiningar um hvað á að borða og hvað skal forðast, sem og grunn- matseðil fyrir 30 daga en einnig fitubrennslumatseðil og framhalds- matseðil. Hér eru líka hátt á annað hundrað uppskriftir að hollum og girnilegum réttum, innkaupalistar og útskýringar þar sem farið er yfir dag- ana 30, skref fyrir skref. Einnig er í bókinni ítarleg líkamsræktaráætlun í myndum, máli og töflum,“ segir Davíð. Um það hvers vegna hann skrif- aði bókina segir höfundur. „Bók- in er skrifuð fyrir almenning með það í huga að sem flestir geti nýtt sér bókina. Mér fannst vanta bók um hreint mataræði á markaðinn. Bók sem væri einfalt að fara eftir og innihéldi bæði uppskriftir, fróðleik og æfingar.“ Davíð hefur starfað sem einka- þjálfari í 15 ár og sérmenntað sig sem næringar- og lífsstílsþjálfari. Hann rekur nú Heilsuþjálfun ehf. á Akureyri ásamt eiginkonu sinni. a AÐSEND GREIN BENEDIKT SIGURÐARSON Sorpvæðing íbúðahverfa og horfin tré Í snjóum skammdegisins hef ég farið ofurlítið um hverfi Akureyrar. Tvennu hef ég veitt sérstaka eftirtekt. Hið fyrra er hvernig bæjaryfirvöld hafa skapað aldeilis ömurlega að- komu að fjölmörgum húsum með því að mæla svo fyrir að sorptunnur skuli varða aðkomu og innganginn að íbúðarhúsum. Heilar íbúðagötur eru þannig rammaðar inn af sorp- tunnum – sem standa mismunandi skakkar og útúrfullar og faðma snjóinn. Ég hef haft efasemdir um þessa sorpvæðingu – líka þótt sett séu lok á blokkirnar sem steyptar hafa verið utan um tunnurnar. Ekki lítur nú betur út þegar raðhús og fjölbýli stækka sorpílátin og sundur- leitir gámar eru það fyrsta sem mætir gestum sem að húsunum koma. Undarlegir skilmálar, satt að segja – að áskilja til- tekna stystu fjarlægð sorp- íláta frá götu. Það var áður kannski hálf-umhendis að setja allar sorptunnur bak- við hús í kjallaratröppur eða í kjallarakompur – vegna þess hversu erfitt gat verið að sækja sorpið og koma því á bíla til losunar. Sorpílátið er það fyrsta sem mætir gestum og gangandi og sama þótt menn hafi þokkalegan vilja til að ganga vel um sitt sorp þá verður þetta aldrei annað en óyndisleg að- koma. Þegar heilar götur eru varð- aðar sorpi er bærinn búinn að breyta um ásýnd, er ekki lengur hreinn og snyrtilegur. Ég óttast að í þessa breytingu hafi ekki verið ráðist vegna sérstakrar tillitssemi við starfsmenn Akur- eyrarbæjar - sem lengi sinntu sorp- hirðunni – og grunar miklu frekar að rekja megi hana til verktakavæð- ingarinnar sem krefst þess að hægt sé að hagnast að einhverju marki með verktökunni. Horfin tré og endurvakinn skaf- renningur Á Akureyri hefur trjágróður þrifist sérstaklega vel eftir því sem gerist á Íslandi. Eldri hverfin hafa orðið skjólsæl og römmuð í grænt allt sumarið. Sérstaklega hefur Alaska- öspin orðið vöxtugleg – en sennilega gróðursett miklu þéttar á árunum milli 1960 og 1990 heldur en seinna var ráð- lagt - enda vöxturinn langt umfram björtustu vonir ræktunarfólks. Vindálag og veðrun húsa hefur minnk- að stórlega - og það er skjól bæði sumar og vetur. Skaf- renningurinn var hættur að ríkja á vetrarhríðum. Það var ekki bara Innbærinn og Eyrin, og Neðri-Brekkan heldur voru Glerár- hverfið Lundahverfið og Síðuhverfið býsna gróin. Um nokkurra ára skeið hefur geysað hér í bænum eitthvert óskilj- anlegt fár – og áróður gegn trjágróðri í görðum. Sérstaklega hafa aspirnar orðið illa úti í áróðrinum. Þær hafa verið miskunnarlaust toppklipptar og felldar. Rökstuðningurinn hefur verið að það sé kominn skuggi í allan garðinn eða að þær séu að eyðileggja frárennslið. Á síðustu misserum hef ég veitt því athygli að fleiri og fleiri garðar sem áður voru skjólsælir og grónir líta nú út eins og á svæðum sem hafa orðið fyrir hamförum. Myndir frá Chernobyl og hrjáðum svæðum SA- Asíu minna mann á hvernig skelf- ingar leika gróður og eyðileggja allt sem fyrir verður. Nú eru því miður aðeins örfáar stóru aspirnar eftir við Hamarsstíginn og eftir því sem grisjunin gengur lengra þeim mun hættara er á að þau tré sem eftir standa stök falli í stórviðrum allra árstíða. Akureyri er klárlega ekki sami græni, skjólsæli bærinn eft- ir þessar hamfarir. Hér er kominn tími til að staldra við áður en miklu lengra verður gengið. Já; og er samt ekki alveg örugg- lega bannað á Akureyri að fella tré yfir tiltekinni hæð nema með leyfi byggingafulltrúa? Kannski leyfir byggingafulltrúi að hvaða tré sem er sé sagað niður? Kannski er einmitt stefnan að rýma sem mest af trjám úr görðum til að sorptunnuvæðingin blasi sem allra best við? Eða vilja yfirvöldin að gamall skafrenningur nái aftur völdum í íbúðahverfum á Akureyri þannig að meira verði að gera við snjómoksturinn? Hvað á maður svo sem að halda? Höfundur er framkvæmdastjóri ... garðar sem áður voru skjólsælir og grónir líta nú út eins og á svæðum sem hafa orðið fyrir hamförum. BENEDIKT SIGURÐARSON

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.