Akureyri


Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 8
8 6. tölublað 4. árgangur 13. febrúar 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST fær Amtsbókasafnið á Akureyri fyrir að þar er ekki lengur hægt að njóta kyrrðar og rólegheita vegna hávaða í öðrum gestum. Þetta skrifar akureyrsk kona í bréfi til blaðsins. „Í mínum huga er bókasafn staður þar sem fólk getur komið og notið þess að grúska, lesa og gleyma sér í, en slíkt er orðið erfitt í okkar ágæta safni vegna þess að börn á öllum aldri fá að framkvæma þar allan þann hávaða, hróp og köll sem börnum eru eðlislæg. Mér finnst nauðsynlegt að kenna ungum börnum að bókasafn sé og eigi að vera kyrrðarstaður, að það sé ekki viðeigandi að vera þar með sama hávaða og í leik og starfi utan þess. Ég er mjög hrifin af heimsóknum leikskólahópa í safnið, en það verður jafnframt að gæta tillitssemi við aðra gesti safnsins,“ skrifar konan. Mér finnst að það mætti LOFA starfsfólk 10/11 fyrir skemmtilega framkomu. Svo segir í bréfi til bðalsins. „Alltaf enda þau samtölin á “eigðu góðan dag” og þetta segja þau með bros á vör.“ LOF fær Skautahöllin á Akureyri en þar er í boði frábær skemmtun fyrir börn og fullorðna. Svo mælir gestkomandi kona sem uppgötvaði þessa “lítt þekktu perlu Akureyrar” eins og konan orðar það. LOF fær ríkisstjórnin, því hún er að gera góða hluti. Þetta segir karl á Dalvík sem segist alltaf kjósa Framsóknarflokkinn. Karlinn hringdi í blaðið og taldi að „allt hefði hér farið á hausinn“ ef hinn ungi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði ekki komið þjóðinni til bjargar. Ekki væri verra að SDG væri fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. LOF fá allir sem standa að Éljagangi og verður spennandi að sjá hvernig hátíðin tekst til. Þetta segir veitingamaður á Akureyri. Hann telur það mjög til bóta að færa til snjókarlinn frá Ráðhústorginu að flötinni neðan Samkomuhússins. Nú fáist betra leik- og athafnapláss á Ráðhústorginu og hægt verði að búa til mun stærri snjókarl en áður... AKUREYRI VIKUBLAÐ 6. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2013 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND BÆJARHÁTÍÐIN ÉLJAGANGUR HEFST í dag og mun eftilvill bera nafn með rentu. Myndin er tekin á þriðjudag í hinu bjarta norðri! Völundur AÐSEND GREIN GUÐRÚN HARPA SKRIFAR Vilja höggva skarð í Listagilið Það er dapurlegt til þess að hugsa að stjórn Akureyrarstofu, sem fer með stjórn menningar-, ferða-, markaðs- og atvinnumál Akureyrarbæjar í umboði bæjarstjórnar, skuli hafa ákveðið að selja Deigluna og gestavinnustofuna. Gestavinnustofan er gluggi Akureyrar út í heim. Erlendir og innlendir listamenn koma til bæjarins og greiða leigu fyrir dvöl sína í Listagilinu. Af hverju á að loka fyrir þessi mik- ilvægu tengsl núna? Þrátt fyrir varnaðarorð stjórnar Myndlist- arfélagsins kaus stjórn Akur- eyrarstofu að fela Fasteignum Akureyrar að selja húsnæðið í sparnaðarskyni. Það var meiri reisn yfir forsvarsmönn- um Akureyrarbæjar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þá sameinuðust stjórnmálamenn, listafólk og áhugasam- ir listunnendur um að blása lífi í þau reisuleg og fögru hús í Grófargili, sem lokið höfðu hlutverki sínu þegar iðnað- arstarfsemi SÍS og KEA var færð í hent- ugra húsnæði í jaðri bæjarins. Þá hófst endurreisn Gilsins - Listagilið varð til; myndlistarskóli, listasafn, gestavinnu- stofa, fjölmörg gallerý og margvísleg rými mynduðu sterka heild. Öflug starfsemi sem auðgað hefur lista- og menningarlífið í bænum. Þessu megum við ekki glutra niður vegna skammsýni þeirra sem ráða ferðinni. Akureyrarbær á fjórðungshlut í Kaupvangsstræti 23. Þann 24. mars 1992 var undirritaður samningur Akureyrabæjar og Gilfélags- ins. Þá fékk félagið umráðarétt yfir eignarhlut bæjarins. Ak- ureyrarbær og menntamála- ráðuneytið veittu styrki til uppbyggingarinnar auk þess sem íslenskir listamenn sýndu hug sinn í verki með því að gefa listaverk sem seld voru til styrktar málefninu. Gilfélagar hófu uppbyggingu og endurgerð hús- næðisins. Hugmyndin var að nýta hús- næðið fyrir fjölþætta listastarfsemi og innrétta gestavinnustofu fyrir innlenda og erlenda listamenn til styttri dvalar. Frá upphafi var tilgreint í ársreikningi, framlag félagsmanna og sjálfboðavinna annars vegar og rekstrarstyrkur Akur- eyrarbæjar hins vegar. Listamenn hafa lagt mikið að mörk- um í gegnum tíðina. Starf þeirra í þágu samfélagsins í Listagilinu er því miður vanmetið og nú er svo komið að skiln- ingsleysi yfirvalda hamlar eðlilegri þró- un hér á Akureyri og þolinmæði margra á þrotum. Það er áhyggjuefni hversu óbilgjörn Akureyrarstofa er í afstöðu sinni varðandi Listagilið, sem er verð- mætt vörumerki fyrir Akureyri. Það tjón sem eignasalan mun hafa í för með sér er óafturkræft. Stjórn Myndlistafélagsins skorar á bæjaryfirvöld að falla frá fyrirhugaðri sölu og hvetur Íslendinga til að standa vörð um Listagilið. Höfundur er formaður Myndlistafélagsins. Úthýst frá áhrifum? Kannski er til marks um að mikið vanti upp á jafnrétti að allar þær konur sem hafa setið í bæjarstjórn Akureyrar þetta kjörtímabil hyggist víkja af vettvangi. Að jafnaði tekur tíma að ná fótfestu og völdum í íslensku samfélagi. Flokkarnir eru uppeld- isbúðir fyrir ráðafólk þar sem nýliðar byrja á gólfinu, vinna sig smám saman upp og ná e.t.v. alla leið í ráðherrastól með tíð og tíma. Vitaskuld eru frávik frá þessu en skjótur frami innan stjórnmálaflokks verður sjaldnast nema í þökk helstu forystu. Sú forysta er að jafnaði karllæg. Konurnar sem hætta allar í bæjarstjórn Akureyrar hafa orðið sér úti um dýrmæta reynslu. Hún mun ekki nýtast þeim sjálfum eða samfélaginu á vogarskálum framtíðarinnar innan stjórnmálaheimsins ef þær snúa ekki aftur síðar. Konur hafa mikið að gera. Þær eru margar hverjar nauðbeygðar til að taka aðra vakt heima hjá sér eftir að atvinnustarfsdegi lýkur. Rann- sóknir sýna að konur vinna stærstan hluta þess mikla sjálfboðavinnustarfs sem þarf til að halda smáum samfélögum saman. Þær starfa í klúbbum sem láta sig málefni líðandi stundar varða. Þær sjá fremur en karlar um ættingja á gamals aldri. Þær huga fremur að góðum málum en karlar. Þær eru fremur en karlar boðnar og búnar til að vera börnum sú stoð og stytta sem þarf. Rannsóknir sýna líka að þátttaka kvenna í almennum heimilisstörfum en mun meiri en karla að jafnaði. Sum heimili státa vissulega af fullu jafnrétti en að jafnaði axla konur meiri ábyrð í hinu ósýnilega og hinu ólaunaða en karlar. Þær sjá oft um að skapa aðstæður svo meginfyrirvinna heimilisins, karlinn, geti haft fullt svigrúm til atvinnu og launaðra starfa. Launamunur kynjanna virðist inngróinn, körlum í hag. Þetta kann allt að auka líkur á brottfalli kvenna í áhrifastöðum. Það er ömurlegt, því þá vélar ráðafólk ekki um framtíð okkar samfélags þannig að spegli allan hópinn heldur verður áfram viðhaldið kynlægri slagsíðu í áherslum. Karlar munu halda áfram að ráða. Pólitískar ákvarðanir munu fremur taka mið af ákvörðunum karla en kvenna meðan konur standa yfir bala með óhreinum þvotti eða hjúkra afa gamla heima. Skammt er síðan kona steig fram og kvartaði und- an kynbundnum og kerfisbundnum móðgunum læknis á hennar vinnustað. Samfélagið var fljótt að skjóta sendiboðann, hlusta ekki á skilaboðin heldur grýta konuna. Hin stórskaðlega tugga að konur séu konum verstar hafa verið notaðar um þetta mál eftir að aðrar konur á vinnustaðnum tóku málstað karlsins. Ekki er þó hægt að útiloka að afstaða samstarfskvenna byggist á því að konur hafi neyðst til að læra að þeim vegni sem hópi örlítið skár ef þær taki þátt í samfé- laginu á forsendum karlsins. Annars verði þeim úthýst. Björn Þorláksson Það var meiri reisn yfir forsvarsmönnum Akureyrarbæjar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar.GUÐRÚN HARPA ÖRVARSDÓTTIR

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.