Akureyri


Akureyri - 08.05.2014, Qupperneq 4

Akureyri - 08.05.2014, Qupperneq 4
4 17. tölublað 4. árgangur 8. maí 2014 Bærinn fái að njóta veiðigjalda Dögun, stjórnmálasamtök um rétt- læti sanngirni og lýðræði, hefur lagt fram stefnuáherslur. Dögun bauð fram til þingkosninga árið 2013 án þess að fá þingmann en brýtur blað með framboði í sveitarstjórnarkosn- ingum nú með þátttöku sinni á Akur- eyri. Fimm efstu sætin skipa: » Hlín Bolladóttir kennari » Inga Björk Harðardóttir gullsmiður » Erling Yngvason tannlæknir » Michael Jón Clarke tónlistarmaður » Sigurbjörg Árnadóttir ráðgjafi. Í áherslupunktum framboðsins kemur fram að Dögun skilgreini sig hvorki til hægri né vinstri í hefð- bundnum skilningi en leggi af stað með gleði og bjartsýni að leiðarljósi. Meðal stefnumála eru að sveitar- félög njóti auðlindagjalda af sjáv- arútvegi og orkuvinnslu og með hlutdeild sveitarfélaga/landshluta í eðlilegri skattheimtu á ferðaþjón- ustuna, sem sé stærsta vaxtargrein samtímans. M.a. með því að uppræta svarta starfsemi, hækka fasteigna- gjöld á gistiíbúðum/frítímaíbúðum og taka skatt af skemmtiferðaskipa- gestum og farþegaflutningum. Gjaldfríar skólamáltíðir verði innleiddar í öllum skólum og unnið verði að því að öll börn fái aukin tækifæri til að leggja stund á íþróttir, listir og árangursmiðaða tómstund – án verulegrar gjaldtöku - og í nánu samhengi við skóladaginn. BÆJARSTJÓRN AKUREYR- AR BEITI SÉR FYRIR: Flugsamgöngum til Evrópu allt árið – með því að flugvellir NA-lands verði markaðssettir og reknir í sérstöku félagi Leitað verði sátta um hagkvæma staðsetningu flugvallar í eða við Reykjavík – t.d. á Álftanesi - og horf- ið af braut illdeilna milli Reykjavík- ur og landsbyggðarinnar. Sérstakt átak þarf til að tryggja hagkvæmni og virka samkeppni í rekstri innan- landsflugs þannig að miðaverð lækki umtalsvert og geti nýst almenningi til hagsbóta. Hafin verði enduruppbygging á Sjúkrahúsinu á Akureyri og snúið af braut niðurskurðar og skerðingar á þjónustu í landshlutanum. Fjölga þarf sérgreinum og bæta aðstöðu og tækjakost þannig að unnt verði að ráða fleiri sérfræðinga og tryggja að sjúkrahúsið standi undir nafni sem varasjúkrahús fyrir LSH. Kalla þarf um leið eftir beinni aðild bæjaryfir- valda og sveitarstjórna í landshlut- anum að skipulagi heilbrigðisþjón- ustunnar í heild. Unnið verði að víðtæku fjöl- þjóðlegu samráði um þjónustu og björgunarmiðstöð fyrir hafsvæðið til Grænlands og til NA af landinu – og varanleg staðsetning þyrlusveitar og strandgæslu á Akureyri og við Eyjafjörð Margfölduðum stuðningi við nýsköpun og fjárfestingar í vaxtar- greinum og þekkingariðnaði. Sérstakt átak verði gert til að tryggja áframhaldandi aðgengi að sérfræðilæknum í barna- og ung- lingageðlækningum. -BÞ Engin reiðhjól í strætó Frá og með 1. maí sl. var hætt að flytja reiðhjól með strætó á Akureyri. Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, segir að þetta sé fyrst og fremst gert vegna þess að reiðhjólin hafi valdið öðrum farþegum umtalsverðum óþægind- um enda hafi oft og tíðum verið heldur of mörg reiðhjól í hverri ferð. Einnig virðist nokkuð hafa verið um það að hjólafólk á öllum aldri geri sér það til skemmtunar að renna nið- ur brekkurnar á stálfákum sínum en taki síðan strætó til baka upp eftir og fari jafnvel nokkrar þannig ferðir á dag. Þetta háttarlag veldur öðrum ama og því er Strætisvögnum Akur- eyrar nauðugur sá kostur að hætta að veita þessa þjónustu. Hörð viðbrögð hafa þegar orðið við þjónustuskerðingunni. Á frétta- vefnum akureyrivikublad.is lýsa margir bæjarbúar óánægju með að geta ekki lengið kippt reiðhjólum með um borð í strætó. Orðið aftur- för kemur það ítrekað fram og ljóst að ákvörðunin vekur afar blendin viðbrögð. Valgarður Júlíusson segir: „Þetta er aðför að börnum, ungling- um og eldra fólki... Eða réttara sagt: ÖLLUM.“ -BÞ Tungumálaerfiðleikar hafa skapað vanda við gangagerð í Vaðlaheiði Innlendum starfsmönnum í Vaðlaheiðargöngum hefur hríðfækk- að m.a. vegna samskiptavanda sem á sér rætur í tungumálaerfiðleikum og vinnuaðstæðum. Starfsmaður segir að aðeins fjórir Íslendingar vinni nú inni í fjallinu á vegum verktakans Ósafls við gerð ganganna. Ein rök þess að fara í Vaðlaheiðar- göng var að göngin yrðu innspýting fyrir atvinnulíf í samdrættinum í kjölfar efnahagshrunsins. Hilm- ar Brynjólfsson vélamaður sagði í Akureyri vikublaði fyrir skemmstu að hann hefði hætt störfum eftir að sprengt var inni í göngunum án þess að hann fengi viðvörun. Það var í þriðja skipti sem sprengt var á sama tíma og Hilmar var inni í göngunum. Hilmar sagði ýmsan ann- an vanda steðja að starfsmönnum. Fleiri starfsmenn sem blaðið hefur rætt við hafa tekið undir það. Fyrirtækin Ósafl er meginverk- taki fyrir evrópska fyrirtækið Marti og ÍAV. Verkkaupi er Vaðlaheiðar- göng. Valgeir Bergmann, fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, kannast við að til ágreinings hafi komið. Hann telur að brugðist hafi verið við umkvörtunum, m.a. í því skyni að auka öryggi starfsmanna. Eitt af því sem starfsmenn hafa nefnt er að sjóðheitt vatn hafi skapað mikinn vanda fyrir starfsmenn inni í fjallinu. M.a. hefur Akureyri vikublað upplýsingar um að tekist hafi verið á um hver eigi að greiða fatnað starfs- manna vegna hitans. Starfsmönnum fannst svo heitt og erfitt að vinna þar sem hitinn var mestur að þeir vildu vera berir að ofan. Því var hafnað vegna kröfu um að starfsmenn bæru endurskinsmerki í þágu öryggis. Þá fóru starfsmenn fram á að vinnu- veitandi keypti létt föt á þá. Því var hafnað. Valgeir Bergmann segir að ef það hefði orðið mjög kalt í göngun- um og menn hefðu þurft að kaupa kuldagalla þá væri vart verkkaupa að standa straum af slíkum kostnaði. Starfsmaður sem ekki vill kom fram undir nafni af ótta við af- leiðingar segist ósáttur við lítil viðbrögð verkalýðsfélaga og Vinnu- eftirlits þrátt fyrir tíðar kvartanir frá starfsmönnum. Vandi hafi ítrekað verið hundsaður með þeim afleiðing- um að starfsmenn með sjálfsvirðingu hætti störfum. Eftir að undirverk- tökum hafi verið falið að taka eina vakt yfir af Ósafli séu aðeins fjórir íslenskir starfsmenn Ósafls eftir inni í göngunum. „Þar sem þessar stofnanir, verka- lýðsfélögin og Vinnueftirlitið, hafa sofið á verðinum er svo komið að íslenskir starfsmenn eru að hverfa frá þessu verkefni. Það koma er- lendir starfsmenn í okkar stað og mér finnst til háborinnar skammar hvernig þetta hefur þróast,“ segir starfsmaðurinn. Spurður um þetta atriði segir Val- geir Bergmann að hann sé sammála því að of mikil starfsmannavelta hafi einkennt framkvæmdina. Einn heimildarmanna blaðsins segir að að íslenskum starfsmönnum finnist erfitt að vinna undir erlendum yfirmönnum. Ekki síst vegna margs konar tungumálaerfiðleika sem hafi verið vandamál frá því að sprengi- vinna hófst. Gert er ráð fyrir að göngin verði tilbúin í árslok 2016. Kostnaður er áætlaður 11,5 milljarðar króna. Ekki náðist í talsmann Ósafls við vinnslu fréttarinnar. -BÞ Skárri tittlingaskítur fyrir norðan en sunnan Akureyrarbær vill koma á framfæri vegna frétta um að tímakaup í vinnu- skólanum sé tittlingaskítur sem ekki auki sjálfsvirðingu ungmenna, að tímakaup með orlofi í vinnuskólan- um á Akureyri sumarið 2013 hafi þó verið hærra en í flestum sambærileg- um sveitarfélögum. Þannig fengu til að mynda 16 ára unglingar á Akur- eyri 609 kr. á tímann og áttu kost á vinnu í 144 klukkustundir á meðan 16 ára unglingar í Reykjavík gátu unnið í 105 klukkustundir og buðust aðeins 582 kr. í tímakaup. Kópavogur greiðir vinnuskóla- börnum bestu launin. -BÞ ÍSLENDINGUM SEM STARFA inni í Vaðlaheiði hefur fækkað nokkuð, skýring er sögð tungumálavandi milli íslenskra starfsmanna og erlendra. Ein rökin fyrir gerð ganganna voru að þau væru staðbundin atvinnuskapandi aðgerð á krepputímum. HLÍN BOLLADÓTTIR KENNARI leiðir listann. Völundur

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.