Akureyri


Akureyri - 08.05.2014, Side 14

Akureyri - 08.05.2014, Side 14
14 17. tölublað 4. árgangur 8. maí 2014 Pollapönk í Hofi Í raun voru tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands, Tónlistarskólans á Akureyri og rokkhljómsveitarinnar Pollapönks harla merkilegur atburð- ur. Þó ekki fyrir tónlistina, sem þar var flutt, heldur fyrir það mjög svo lofsverða framtak, sem í tónleikunum fólst, en það var að koma á svið gífur- legum fjölda upprennandi tónlistar- manna; nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri, og virkja krafta þeirra í tónlistarflutningi – í öguðum samleik – undir stjórn alvöru hljómsveitarstjóra – Guðmundar Óla Gunnarssonar – í flutningi hljómsveitarútsetningar, sem unnin var af Daníeli Þorsteinssyni. Auk hinna ungu flytjenda tóku, svo sem til styrkingar og leiðsagnar, ellefu þjálfaðir hljóðfæraleikarar úr sinfóní- unni þátt í flutningi. Á sviðinu í Eldborgarsal Menn- ingarhússins Hofs voru um tvo hund- ruð og fimmtíu flytjendur; hljóð- færaleikarar og kór. Sviðið var líka setið og staðið, þar sem sætt og stætt var og var sannarlega ánægjulegt á að horfa, þó ekki væri nema á fjöld- ann. Þó var það ekki síður prúðleik- inn og öguð framkoman, sem athygli og ánægju vakti. Því hefur iðulega verið haldið fram, að nám í tónlist og iðkun henn- ar sé mótandi menntun, sem skili sé ekki einungis í getu í hljóðfæraleiks og/eða söng, heldur ekki síður í al- mennri háttvísi, ögun og marksækni, sem hafi áhrif á mun víðara sviði. Öll framkoma barnanna og unglinganna, sem fylltu þétt sett svið Eldborgar, rennir stoðum undir það, að eitthvað sé til í ofannefndri skoðun. Það þarf eitthvað mikið til til að halda þeirri reglu, þeirri einbeitingu, þeirri ákveðni að skila sínu svo vel sem unnt er, sem ríkti á tónleikunum. Er það ef til vill einmitt tónlistarnámið, ögunin og ein- beitingin, sem það krefst – og þá ekki síst í samleik, þar sem allir verða að vinna saman að því að skapa og skila. Efnið, sem flutt var, var allt sótt i smiðju rokksveitarinnar Pollapönk; lög eftir meðlimi sveitarinnar. Hún, skipuð Arnari Gíslasyni, Guðna Finnssyni, Haraldi Frey Gíslasyni og Heiðari Erni Kristjánssyni, var í nokkru forystuhlutverki á tónleik- unum, svo sem vonlegt var. Sveitin sver sig í eðli sitt. Hún er rokksveit, rafmögnuð og nokkuð hávær, en þó allprúðlega það, eða svo mjög, að aðrir flytjendur – hundruðin – höfðu líka tök á að njóta sín og láta ljós sitt skína. Þar komu ekki síst til útsetn- ingar Daníels Þorsteinssonar, sem í allmörgum tilfellum fólu í sér fallega hluta falda hinum mörgu. Óverulegur svipur var á mörgum útsetninganna og það kannski að vonum, þar sem lögin buðu mörg hver ekki upp á mik- ið. Undantekningar voru þó nokkr- ar og þær vel þess virði, að getið sé. Þar má nefna útsetninguna á laginu „Enginn kemur að sækja mig“, þar sem útsetjaranum tókst skemmtilega að prjóna angurværð inn í tónferðina, og „Keyrða kynslóðin“, en í þeirri út- setningu mátti nema fimlegar hljóð- líkingar, sem gáfu ánægjulegan lit. Þá má nefna lagið „Gemmér gsm“, en þar má ef til vill halda því fram, að einna best hafi til tekist ekki síst í blásurum, en þeir náðu sem næst jazzískum blæ, sem lét ánægjulega í eyrum. Loks má ekki láta ógetið útsetningarinnar á laginu „Reynir“, rólegu lagi og nokkuð hugljúfu, sem gaf Daníeli Þorsteinssyni kost á því að skjóta inn fallegum sóló-hlutum, sem lyftu útsetningunni mikið. Rokksveitin Pollapönk er á leið í „Eurovision“ og mun flytja þar lag, sem sveitin kallar „Enga for- dóma“. Efni textans er uppbyggilegt og áheyrendur í sal Eldborgar virt- ust kunna hann í það minnsta að nokkru. Margir þeirra voru ungir að árum og tóku undir af innlifun, þegar félagarnir í Pollapönki hvöttu þá til þess. Þessir ungu áheyrend- ur hafa væntanlega margir hverjir ekki átt tíðar komur á sinfóníska tónleika í Hofi. Þeir komu þarna og vonandi koma þeir aftur, þegar þeir hafa fundið og numið þá ánægju, sem felst því að hlýða á fullaskip- aða hljómsveit í hljómgóðum sal. Einnig í þessu er akkur fólgin – því að ná til nýrra áheyrenda, en það er ómissandi hluti af tónlistarupp- eldi upprennandi kynslóðar. Einmitt þetta hlýtur að hafa verið markmiðið með framtaki aðstandenda tónleik- anna. Sé rétt til getið, var hér vel til fundið og vonandi svo, að hliðstæðir tónleikar verði árlegur viðburður. a Heyrst hefur HEYRST HEFUR að Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Orri Harðarson rói á ný mið sem listamaður senn án þess að hann hyggist draga saman seglin á tónlistarsviðinu. Hefur heyrst að Orri sé búinn að skrifa undir samning við ónefnt bókaforlag um skáldsögu sem komi út í haust. Þetta verður fyrsta skáldverkið sem Orri sendir frá sér en hann skrifaði Alkasamfélagið sem kom út árið 2008 og hlaut fyrir hana Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar. HEYRST HEFUR að í næstu viku sé von á stefnuskrám stjórnmálaflokk- anna sem bjóða fram til kosninganna í lok mánaðarins. Dögun reið á vaðið og sendi fjölmiðlum sína stefnu eins og lesa má í blaðði dagsins en minna er um stefnuskrár enn sem komið er frá öðrum flokkum. Verður spennandi að sjá hvað kemur úr kafinu – hvort það að vera glaður og jákvæður er eitt allsherjar stefnumál eða hvað? HEYRST HEFUR að um 1000 blakarar víðs vegar af landinu hafi lagt Akureyri undir sig um síðustu helgi. Þá fór fram blakmót víðs vegar um Norðurland þar sem slagorð ungmennafélaganna að vera með sveif yfir vötnum fremur en keppnisharka. Hefur heyrst að þessi stóri blakhópur hafi skemmt sér vel í hvívetna og engin vandræði komið upp. Hefur heyrst að Hannes Garðarsson og fleiri góðir skipuleggjendur eigi þarna lof skilið... Haukur Ágústsson Skrifar tónleikagagnrýni

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.