Akureyri


Akureyri - 08.05.2014, Page 20

Akureyri - 08.05.2014, Page 20
20 17. tölublað 4. árgangur 8. maí 2014 Persónulegt landslag Síðastliðinn mánudag var opnuð samsýn- ing meir en 40 listamanna í Verksmiðjunni á Hjalteyri, þar sem áður var iðnaðarstarf- semi. Akureyri vikublað slóst í för með þeim Dominuque og Sébastien og fékk að njóta leiðsagnar frönsku myndlistarkennaranna um ganga Verksmiðjunnar. Með te í bolla gengu þeir milli verkanna og ræddu hug- myndir nemenda jafnt sem fullskapaðra lista- manna. Þegar blaðið spurði hvernig mætti lýsa tilgangi svona fjölbreyttrar samsýningar í einni setningu var svarið að eitt markmið myndlistarkennara væri að laða fram hið persónulega í myndlistarnemanum, öll verk- in væru einhvers konar sýn eða hugmynd þar sem væri samsömun milli verksins og lista- mannsins. Landslag, umhverfi, sjálfbærni, húmor og kreddur koma þar m.a. við sögu. „Æfin endist varla til að fanga landslagið umhverfis listrýmið en við höfðum viku til þess að finna okkar stað á svæðinu. Það virð- ist hvorki styttra, né síður spennandi,” segja þeir frönsku félagar. Innblástur sýningarinnar er sóttur í ýmisskonar landslag í nágrenni Verksmiðjunnar og er forvitnilegt að kynnast framandi sjónarhorni á þá náttúru sem okkur Íslendingum er kunn. Eitt listaverkanna í Verksmiðjunni gerir grín að því að aðeins sé hægt að kaupa áfengi í einni búð á Akureyri og ekki alla daga vikunn- ar! Furðuleg staðreynd í huga Frakka. Önnur verk spyrja spurninga um samband hins nátt- úrulega og ónáttúrulega þegar kemur að gróðri og grasi. Strigafrumskógur er enn eitt verkið, myndlist þar sem gestir sýningarinnar verða hluti strigans þar sem þeir ganga um undir og milli verkanna, ómálaðra. Ljós og skuggar, lykt af löngu horfnum fiski sem yfirskrift sýningar er kennd við og stundum hljóðmyndir munu enn auka galdurinn í listsmiðjunni. Ævintýrið má rekja til þess að Gústav Geir Bollason sem er nokkurs konar skapari átaksins hitti annan frönsku prófessoranna í Frakklandi fyrir tveimur áratugum. Afrakstur- inn er fjölþjóðleg sköpunarsmiðja sem standa mun fram 20. maí um helgar kl. 14:00 -17:00, á öðrum dögum eftir samkomulagi. Sjálfur vill Gústav Geir ekki gera mikið úr eigin þætti en viðurkennir að síðustu vikur hafi verið annasamar enda nokkurt umfang fólgið í því að hafa tugi erlendra gesta við listsköpun hér fyrir norðan og augljóslega gjaldeyrisskap- andi þótt enginn á Hjalteyri nenni að ræða peninga. Nóg er nú samt um það... TEXTI Björn Þorláksson MYNDIR Völundur Jónsson HÚMOR OG GALSKAPUR einkennir sum verkanna, önnur eru alvarlegri.SÉBASTIEN MONTÉRO: FINNST Verksmiðjan á Hjalteyri vera magnað rými. STRIGAFRUMSKÓGUR. Gestir sýningarinnar verða hluti verksins þar sem þeir ganga um undir og milli striganna, ómálaðra.

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.