Akureyri


Akureyri - 12.06.2014, Blaðsíða 2

Akureyri - 12.06.2014, Blaðsíða 2
2 22. tölublað 4. árgangur 12. júní 2014 Kynntu þér BELLAVISTA á www.gengurvel.is Á H R I F A R Í K LEIÐ TIL AÐ VIÐHALDA G Ó Ð R I S J Ó N BELLAVISTA er eitt öflugasta fæðubótarefnið á markaðnum fyrir sjónina. Náttúrulegir plöntukjarnar ásamt vítamínum og steinefnum sem gegna mikil- vægu hlutverki í að viðhalda góðri og skarpri sjón langt fram eftir aldri. Í BELLAVISTA er hátt hlutfall af bláberjaþykkni og lúteini. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna Bjart yfir þessum meirihluta „Það er bjart yfir bænum í dag og verður bjart næstu fjögur árin á meðan þessi meirihluti starfar, sagði Guðmundur Baldvin Guð- mundsson, verðandi for- maður bæjarráðs þegar fulltrúar L-listans, Sam- fylkingar og Framsóknar- flokks kynntu nýjan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Á blaðamannafundi sl. þriðjudag kom fram að Matthías Rögnvalds- son verður forseti bæjar- stjórnar en Guðmundur Baldvin formaður bæj- arráðs. Samfylking fær umboð til að stýra fjór- um nefndum af átta og verður Logi Már Einarsson formaður Akur- eyrarstofu. Hann boðar breytingar. Til skoðunar er að kljúfa atvinnu- málin burt frá stofunni. Þá fái Ak- ureyrarstofa aukið kynningarhlut- verk. „Við munum tefla fram nýrri hugsun og því besta liði sem í boði er,“ sagði Logi Már. Kært virtist með bæjarfull- trúunum sex sem munu mynda meirihlutann næstu fjögur árin. Nokkuð var rætt hvers vegna þessir þrír flokkar hefðu sniðgengið Sjálfstæðisflokkinn, sig- urvegara kosninganna. Fram kom að Logi Már og Guðmundur Baldvin höfðu horft til samstarfs fyrir kosningar, enda ríki gott traust milli þeirra. Matthías Rögnvaldsson hjá L-list- anum sagði vilja kjósenda L-listans fremur þann að vinna með Fram- sókn og Samfylkingu en Sjálfstæð- isflokknum. „Ég held þetta verði mjög farsæl ákvörðun, við leggjum áherslu á að við erum eitt lið.“ Þá kom fram á fundinum að sjálfstæð- ismenn hefðu horft til meirihluta- samstarfs með Framsókn og Bjartri framtíð. Oddvitar flokkanna segja að eitt brýnasta forgangsmálið nú við stjórnun Akureyrar sé að koma heilsugæslumálum Akureyringa í lag. Eins og Akureyri Vikublað fjall- aði um í síðustu viku er ófremdar- ástand innan Heilsugæslustöðvar bæjarins. M.a. verða þingmenn kjördæmisins kallaðir á fund til að ræða framtíð heilbrigðismála sem og fleiri mál sem brenna á fólki, s.s. rafmagnsflutninga. FÉLAGSLEGT RÉTTLÆTI 18. júní næstkomandi verður meirihlutasamningur formlega kynntur en í málefnaskrá segir m.a.: „Við leggjum áherslu á félagslegt réttlæti og viljum berjast fyrir því allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoð- ana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.Þetta ætlum við að hafa að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Við viljum virkja íbúa til lýð- ræðislegrar þátttöku og gera stjórnsýsluna skilvirkari m.a. með aukinni rafrænni stjórnsýslu, ein- faldari og skýrari verkferlum og virkara samtali við bæjarbúa. Lögð verður aukin áhersla á langtíma áætlanagerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og for- gangsröðun verkefna. Við viljum auka fjölbreytni atvinnulífsins og munum beita okkur fyrir frekari samvinnu skóla og atvinnulífs. Þá ætlum við að bæta samstarf og samráð við starfsfólk sveitarfélags- ins, fjölga tækifærum til starfsþró- unar og öðrum leiðum sem efla þá í starfi. Við teljum nauðsynlegt að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við fjárhagsá- ætlanagerð munum við miða að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa. Bæjarfélag sem býr yfir fjöl- breyttu atvinnulífi, góðum skólum, líflegri menningu og öflugu íþrótta- lífi er líklegt til að laða að sér nýtt fólk og halda í þann mannauð sem fyrir er. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að Akureyri megi áfram styrkjast og dafna.“ Eiríkur Björn Björgvinsson verður áfram bæjarstjóri. -BÞ Áfangasigur í baráttunni um fóstur barnanna Foreldrar barnanna sem dæmd voru í 12 mánaða fóstur hjá vanda- lausum 9. maí sl í Héraðsdómi Norð- urlands eystra segja að áfanga- sigur hafi unnist í baráttu þeirra við barnaverndaryfirvöld. Eins og Akureyri vikublað hefur fjallað um er úrskurður barnaverndaryfir- valda sem staðfestur var fyrir dómi umdeildur. Foreldrar hafa sagt að betra væri að fóstra börnin hjá ættingjum en vandalausum eins og úrskurðað var um. Eldra barnið, 14 ára gamall drengur strauk úr fóstr- inu og er nú með samþykki barna- verndaryfirvalda kominn suður til Reykjavíkur til náins ættingja annars foreldranna. Vonir ættingja og foreldra barnanna standa til að systir drengsins, sem er níu ára, fái einnig flutning burt af fósturheim- ili sínu til bróður síns svo systkinin geti verið saman. Hæstiréttur mun á næstu mánuð- um úrskurða hvort barnaverndaryf- irvöld hafi brotið meðalhófsreglu í málinu en löglært fólk hefur sagt að svo kunni að vera. Ýmsir hafa stig- ið fram og talið vafasamt að dæma börn í fóstur í t.d. trássi við vilja yfirgeðlæknis á Akureyri. Börnun- um hefur samkvæmt þeim skjölum sem Akureyri vikublað hefur undir höndum aldrei stafað ógn af móð- ur sinni og þau vilja búa hjá henni, auk þess sem faðirinn vill hafa þau. Hermt hefur verið að nýgreind ein- hverfa annars barnsins og andlegir erfiðleikar móður hafi mætt for- dómum og skilningsleysi hjá barna- verndaryfirvöldum. Eitt meginum- kvörtunarefni yfirvalda er dræm mæting barnanna tveggja í skóla. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur kvörtunarbréfum rignt inn á Barnaverndarstofu vegna málsins. -BÞ BÆJARFULLTRÚARNIR SEX SEM skipa munu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar 2014-2018. Í minnihluta sitja þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks, einn frá VG og einn frá Bjartri framtíð. Völundur EIRÍKUR BJÖRN BJÖRGVINSSON

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.