Akureyri


Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 4

Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 4
4 23. tölublað 4. árgangur 19. júní 2014 Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla Misstu eina krónu af hverjum fimm Um síðustu helgi brautskráðust 326 kandídatar frá Háskólanum á Akureyri. Athöfnin fór í fyrsta sinn fram í húsakynnum skólans. Háskólaárið 2013-2014 stunduðu um 1700 nemendur nám á þremur fræðasviðum við Háskólann á Ak- ureyri. Af þessum hópi hafa margir stundað fjarnám fyrir milligöngu háskólasetra og símenntunarmið- stöðva víða um land. Konur eru í miklum meiri hluta þeirra sem brautskráðust eða 253 á móti 73 körlum. Fram kom í ræðu fráfarandi rektors, Stefáns B. Sigurðssonar, að niðurskurður hefði einkennt allt skólastarf eftir hrun en með sam- stilltu átaki nær allra starfsmanna skólans hafi tekist að halda fleyinu stöðugu. „Stöðugt var leitað nýrra leiða til lækka rekstrarkostnað- inn. Ein leiðin sem notuð var, var að ráða ekki í stöður sem losna og leggja starfsálagið á þá starfsmenn sem eftir voru. Nú er svo komið að við höfum misst eina krónu af hverjum fimm en þrátt fyrir það hefur okkur tekist að greiða upp þær skuldir sem á okkur hvíldu.“ EINN BEST REKNI SKÓLINN „Ég fullyrði að skólinn er í dag einn best rekni háskólinn á Íslandi þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður, en ég vil leggja áherslu á að lengra verð- ur ekki gengið.Við trúum því ein- læglega að botninum sé náð hvað þetta varðar,“ bætti rektor við í út- skriftarræðu sinni. Á höfuðborgarsvæðinu eru um 30% íbúa með háskólamenntun og talið er að það þurfi að auka þann fjölda. Á landsbyggðinni eru einungis um 20% íbúa með há- skólapróf „og þar þarf því held- ur betur að efla menntunarstig- ið“, sagði rektor. Allt bendir til að þörfin sé hvað mest fyrir aukna tæknimenntun. Efla þarf iðn- menntun á framhaldsskólastigi á landsbyggðinni og síðan byggja upp möguleika á áframhaldandi tækninámi á háskólastigi t.d. hér við HA. Ekki er vafi að það mun um leið, efla sókn karla í háskóla- nám en hún hefur farið ört minnk- andi undanfarin ár. Að sjálfsögðu er þetta um leið tækifæri til að efla þátttöku kvenna í tækninámi. En við eigum ekki síður að leggja áherslu á að efla þátttöku karla í hefðbundnum kvennagreinum, eins og hjúkrunar- og kennara- fræðum,“ sagði rektor. a Kirkjugestir í spreng Akureyrarkirkju er ekki sýnd til- hlýðileg virðing sem ferðamanna- staðar að sögn sr. Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests. Í pistli sem Svavar hefur birt segir að þótt ferðamenn heimsæki kirkjuna árlega í tugþúsundatali og þeim fjölgi ár frá ári sé aðstaðan til að taka á móti þeim óviðunandi. „Til dæmis er aðeins eitt salerni í kirkj- unni. Akureyrarkirkja er afar vin- sæl til kirkjulegra athafna og þau sem lagt hafa á sig göngu upp tröppurnar til að skoða kirkjuna þurfa stundum að bíða úti drykk- langa stund áður en þau komast inn,“ segir Svavar. Akureyrarkirkja er einn vinsæl- asti viðkomustaður ferðamanna á Akureyri. Kirkjan blasir við far- þegum skemmtiferðaskipa þegar þau sigla inn á pollinn þar sem hún gnæfir yfir miðbænum með sína tvo turna. Húsið sjálft er listaverk utan sem innan og fagurt dæmi um byggingarlist höfundarins, Guð- jóns Samúelssonar að sögn Svavars. Ferðamannaprestur sér um að taka á móti ferðamönnunum, veitir fræðslu um kirkjuna og svarar fyr- irspurnum. Auk þess er presturinn til viðtals því stundum hafa þessir gestir bæjarins fengið vondar frétt- ir að heiman eða finna hjá sér þörf til að spjalla þegar gengið er inn í kyrrð helgidómsins. Ferðamanna- presturinn sér líka um helgihald fyrir þau sem þess óska, að sögn Svavars. Upphaflega var þetta starf til- raunaverkefni í samstarfi Biskups- stofu, Eyjafjarðarprófastsdæmis og Akureyrarsóknar. Þegar til- rauninni lauk leitaði söfnuðurinn til fyrirtækja og stofnana á Akur- eyri sem tengjast ferðaþjónustu um að styrkja starfið fjárhagslega. Héraðssjóður Eyjafjarðarprófasts- dæmis leggur líka sitt af mörkum. Þannig hefur það verið fjármagnað síðustu árin. „Þegar talað er um að efla Ak- ureyri sem ferðamannabæ þarf ekki síður að bæta það sem þegar er til staðar en að búa til eitthvað nýtt. Aðstaða ferðafólks við Ak- ureyrarkirkju er eitt af því sem nauðsynlegt er að bæta. Fjölga þarf snyrtingum við kirkjuna og koma upp einhverju húsaskjóli fyr- ir ferðamennina, t. d. litlu kaffihúsi. Ennfremur mætti auka enn starfið í kirkjunni í þágu þessara gesta okk- ar. Lengi hafa Sumartónleikar ver- ið á dagskrá í Akureyrarkirkju en fram hafa komið hugmyndir um að fjölga tónleikunum enda er góður hljómburður í kirkjunni og prýði- leg hljóðfæri. „Síðast en ekki síst - og fyrst og fremst - er kirkjan þó helgidómur. Þar á að bjóða upp á helgihald og kyrrðarstundir sem höfða til fólks með ólíkan trúar- og menningar- legan bakgrunn. Þjónustan við ferðafólk í Akur- eyrarkirkju er ekki einkamál kirkj- unnar. Það skiptir öllu máli fyrir ferðamannabæinn Akureyri að gestir hans fái góða þjónustu, hafi góða upplifun af að heimsækja við- komustaði í bænum og haldi síðan heim með góðar minningar. Þess vegna er þjónusta við ferðafólk í Akureyrarkirkju mál sem samfé- lagið allt ætti að láta sér annt um,“ segir Svavar Alfreðsson sóknar- prestur á Akureyri. a NÝÚTSKRIFAÐUR HÓPUR AF félagsvís- indasviði Háskólans á Akureyri.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.