Akureyri


Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 8
8 23. tölublað 4. árgangur 19. júní 2014 Eru m a ð ta ka u pp n ý úr fyrir vori ð! Bæði frjálslyndur og íhaldssamur „Ég hef köllun til kirkjulegrar þjón- ustu og er að leita að brauði sem ég get hugsað mér að þjóna. Ég hef alltaf verið afskaplega hrifinn af Akureyri og bróðir minn er bú- settur fyrir norðan þannig að þarna á ég fjölskyldu. Ég er því ekki bláó- kunnugur á Akureyri og þegar ég sá auglýsta stöðu prests með reynslu af barna- og æskulýðsstarfi þá sló ég til og sótti um,“ segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur, en hann er meðal átta umsækjenda um stöðu prests í Glerárprestakalli og ná- grannabyggðum. ERFITT FYRIR ÓVÍGÐA KARLA Eiginkona Davíðs Þórs sótti um stöðu aðstoðarskólastjóra Tónlist- arskólans á Akureyri. Hún fékk ekki en hefur augun opin. Spurð- ur hvort Davíð Þór sé bjartsýnn á að fá brauðið í Glerársókn, neitar hann því. En bætir við: „ Það eru margir mjög hæfir umsækjendur um þessa stöðu en ég held ég komi ekkert síður til greina en aðrir. Það er alltaf erfitt fyrir óvígðan mann að sækja um svona brauð, vinnu- reglur valnefndar eru þannig. Það þarf fast brauð til að fá vígslu, kirkjan vígir fólk til að þjóna ákveðnum embættum, þú þarft að fá embætti til að fá vígslu og það er mjög agressív jafnréttisáætlun í gangi innan kirkjunnar, ef karl og kona teljast jafnhæf skal velja konuna. Það er því mjög erfitt fyrir óvígða karlguðfræðinga að fá emb- ætti ef þeir hafa ekki mikla reynslu af kirkjulegri þjónustu en svo er hitt að vilji sóknarbarna hefur líka mikið að segja.“ BÆÐI RÓTTÆKUR OG ÍHALDSSAMUR Í SENN Davíð Þór er fyrrum grínisti og hefur leikið töluvert. Hann braut blað sem Radíus-bróðir, var einn lykilmanna í útvarpsþættinum vin- sæla, Orð skuldu standa, og tekur virkan þátt í samfélagsumræðu. Hann segist þó ekki róttækari en margir aðrir prestar. Einhverra hluta vegna, rati skrif hans oft inn á vefmiðla, kannski vegna þess að hann þyki mjög opinber persóna. Hann segist alltaf leggja áherslu á samfélagslegan boðskap, ekki bara kurteisisreglur og etíkettur þótt um slíkt verði líka að skrifa. Hann sé „íhaldsskurfur“ hvað varði heldig- haldið sjálft, fari í kirkju til að upp- lifa heilaga eða eðlilsólíka stund öðrum stundum. En má samt ekki segja að pönk- inu myndi vaxa ásmegin í presta- stétt á Akureyrin ef Davíð Þór kæmi norður? „Jú, ég yrði pönkari í prestastétt á Akureyri ef ég fæ þetta starf, en það yrði vegna þess að ég spila í pönkhljómsveit utan vinnunnar en ekki vegna þess að sú hljómsveit eigi neitt erindi í kirkjustarfi.“ SKÝRIST Á NÆSTU VIKUM Umsækjendur um stöðuna eru sem fyrr segir átta en staðan nær til Glerárprestakalls, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Emb- ættið veitist frá 1. september 2014 og eru umsækjendur í stafrófsröð: » Cand. theol. Davíð Þór Jónsson » Cand. theil. Elín Salóme Guðmundsdóttir » Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir » Mag. theol. Halla Rut Stefánsdóttir » Séra Jón Ómar Gunnarsson » Cand. theol. Oddur Bjarni Þorkelsson » Séra Sunna Dóra Möller » Mag. theol. Viðar Stefánsson Biskup Íslands skipar á næstu vikum í embættið að fenginni um- sögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk pró- fasts í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæmi. -BÞ Verk Hugleiks Verk Hugleiks á sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri, Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld, eru í einföldum stíl, svo vægt sé til orða tekið. Engin augu, nef, munnar eða útlínur andlits eru á persónunum sem hann teiknar. Þess í stað galdrar hann fólkið fram með einu eða tveimur persónuein- kennum, s.s. gleraugum, höfuðfati eða hári, og leyfir áhorfandanum að fylla í eyðurnar. Teikningin af Ólafi Ragnari Grímssyni gæti til dæmis ekki verið af neinum öðrum en af Ólafi Ragnari Grímssyni, þó hún samanstandi einungis af þremur pennastrikum; tveimur fyrir sitt- hvort gleraugað og einu fyrir hinn auðþekkjanlega hársveip forsetans. Þessi mínímalíski stíll ber ekki vott um leti listamannsins. Þvert á móti eru teikningarnar útpældar og viðfangsefnin vandlega greind niður í sín allra mikilvægustu ein- kenni. Þetta eru skopmyndir í sínu hreinasta og tærasta formi þar sem listamaðurinn leggur áherslu á hið ýkta og auðþekkjanlega en ekki með því að stækka það fram úr hófi heldur með því að taka allt annað burt. Ef eitt atriði er einkennandi fyrir verk Hugleiks, hvort sem um ræðir leikrit hans, teiknimynda- sögur eða sjónvarpsefni, er það óviðjafnanlegt skopskynið og í verkum hans á sýningunni er fram- setningin óneitanlega kómísk – Jón Gnarr er til dæmis táknaður með skotthúfu á höfðinu sem vísar í áhuga borgarstjórans fyrrverandi á því að klæða sig í kvenmannsföt. Tónlistarfólkinu Mr. Silla og Baldri í Skálmöld er stillt upp með forseta Íslands og borgarstjóra Reykjavík- ur og háttsettir embættismenn þar lagðir að jöfnu við tónlistarfólk úr hálfgerðum „költ“ hljómsveitum. Óttar Proppé, pönksöngvari og al- þingismaður, fellur þó svolítið á milli hópa og getur jafnvel talist einhvers konar tengiliður þeirra á milli. Verk Hugleiks Dagssonar eru til sýnis ásamt verkum 70 annarra listamanna á sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri, Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld, sem stendur til 17. ágúst. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-17 og er aðgangur ókeypis. TEXTI Listasafnið á Akureyri. BÆÐI RÓTTÆKUR OG íhaldssamur í senn, segir Davíð Þór Jónsson sem sótt hefur um stöðu prests á Akureyri. Einar Bragi. ÓLAFUR RAGNAR OG Baldur í Skálmöld eru m.a. myndgerðir í verkum Hugleiks.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.