Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 13
19. júní 2014 23. tölublað 4. árgangur 13
Flugdagurinn
á Akureyri
Árlegur Flugdagur Flugsafns Ís-
lands verður haldinn á Akureyrar-
flugvelli laugardaginn kl: 14:00
– 16:00. Svæðið verður opnað kl:
13:00. Að vanda verðu nóg af flug-
vélum af öllum stærðum og gerðum
og verður flestum þeirra flogið á
sýningunni. Sýnd verða ýmiskon-
ar flugatriði og listflug. Þyrla frá
Landhelgisgæslunni kemur í heim-
sókn og sýnir björgun og fleira.
Margir af reyndustu listflugmönn-
um landsins munu sýna listir sýn-
ar á laugardaginn. Skralli trúður
verður á svæðinu og vill örugglega
fá að fljúga.
Í tengslum við Flugdaginn
verður opnuð sýning í Flugsafn-
inu í tilefni af því að 70 ár eru liðin
frá stofnun flugfélagsins Loftleiða,
sem síðan sameinaðist Icelandair.
Einnig verður þess minnst að 50
ár eru liðin frá því að Canadair
CL-44 flugvélar Loftleiða voru
teknar í notkun og voru stærstu
farþegarvélar í millilandaflugi á
þeim tíma.
Í tengslum við Flugdaginn verð-
ur haldið Íslandsmeistaramót í
listflugi og fer það fram á föstudags-
kvöldinu 20. júní kl: 18:00. Þangað
eru allir einnig velkomnir. a
AÐSEND GREIN SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
Hver er réttur barns?
Undanfarnar vikur hefur í fjölmiðl-
um verið skrifað um ákveðið barna-
verndarmál og sýnist sitt hverjum
um hvers vegna slík mál eru gerð
að fjölmiðlamáli. Mín skoðun er sú
að þegar einstaklingur upplifir að
kerfið hefur brotið á honum, er leið
í fjölmiðla oft eina leiðin til þess
að hrópa á hjálp, þess vegna varð
þetta mál að fjölmiðlamáli, hvort
sem fólki líkar betur eða verr.
Átta ára gömul stelpa er tekin af
heimili móður sinnar ásamt bróð-
ur sínum á 15. ári og send í fóstur
í annað bæjarfélag þar sem þau
þekkja engan, einum mánuði áður
en skólaári lýkur og þau eiga að
fara í nýjan skóla, drengurinn ný-
lega greindur með einhverfu.
Börnin tvö eru tekin af heimili
elskandi móður – móður með geðræn
vandamál. Að mati hlutlauss aðila
sem hafði rætt við börnin, prófess-
ors í sálfræði, er samband móður-
innar og barnanna náið og mat sér-
fræðingsins að það ætti ekki að taka
börnin frá henni, bæði börnin voru
staðföst í að þau vildu hvergi annars
stadar vera en heima hjá móður. Þau
óttuðust að þurfa að flytja frá henni.
Það var einnig mat geðlæknis sem
hefur haft móðurina til meðferð-
ar sl. ár vegna hennar sjúkdóms.
Barnaverndarnefnd hefur valdið og
dómskerfið tekur slaginn með þeim
og álit hámenntaðs og virts fagfólks
hefur ekkert að segja.
AÐ STRJÚKA HEIM TIL MÖMMU
Fyrir rúmlega mánuði féll dóm-
ur um að börnin skyldu send í
nýtt umhverfi. Þrem dögum síðar
strauk drengurinn frá fósturheim-
ilinu og heim til móður sinnar. Það
þykir fréttnæmt þegar 14 ára börn
strjúka að heima og auglýst er eftir
þeim. Í þessu tilviki strauk 14 ára
unglingurinn heim til móður sinnar
svo maður veltir fyrir sér hvort hon-
um líði ekki bara vel þar?
Móðirin á ekki við áfengis- eða
vímuefnavanda að stríða og börn-
unum stendur ekki ógn af henni. Í
dómi héraðsdóms kemur fram að
ekki sé um ofbeldi að ræða af hendi
móðurinnar. Börnin hafa mætt illa í
skólann og stundum verið illa und-
ir búin, það er rétt. Auk þess sem að
drengurinn er nýlega greindur með
einhverfu, sem gæti ef vel er að gáð
haft áhrif á mætingu hans í skóla.
ÞVERBROTNAR REGLUR
Drengurinn fór ekki aftur á fóstur-
heimilið þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir barnaverndarnefndar, hann
stóð með sjálfum sér, þverneit-
aði að fara. Eftir mikinn þrýsting
fékkst það í gegn að drengurinn
færi til náinna ættingja, sem hefði
e.t.v.átt að gerast áður en börn-
in voru send til ókunnugra. Eft-
ir stendur sú hugsun, hvers á níu
ára systir hans að gjalda? Í 33.gr.
barnaverndarlaga stendur: Leitast
skal við að finna systkinum sam-
eiginlegar lausnir í samræmi við
þarfir þeirra og hagsmuni og í 67.gr.
barnaverndarlaga stendur: Ávallt
skal leitast við að finna systkinum
sameiginlegt fósturheimili nema
sérstakar ástæður hamli. Þetta hef-
ur algjörlega verið þverbrotið.
Aðskilnaður frá móður, föður,
bestu vinkonu og öðrum ættingj-
um og nú bróður er staðreynd. Hver
stendur vörð um rétt barnsins í
kerfinu okkar?
ERUM VIÐ EKKI KOMIN LENGRA?
Förum ca. 30 ár aftur í tímann
þegar talið var best fyrir börn sem
lögðust inn á sjúkrahús að foreldr-
ar og ættingjar hefðu sem minnst
samskipti við barnið á meðan
sjúkrahúsdvöl stóð, það var talið
barninu fyrir bestu. Nú vitum við
betur, við vitum að mörg börn sem
lentu í þeirri reynslu eiga ekki góð-
ar minningar frá þeim tíma. Erum
við virkilega ekki komin lengra í
barnaverndarmálum en þetta?
Ég velti fyrir mér, ef þessi um-
rædda móðir hefði verið greind með
MS sjúkdóm eða krabbamein en
ekki geðsjúkdóm, hefði hún fengið
annan stuðning og annað viðmót í
kerfinu? Hvaða aðstoð hefði sú kona
fengið í heilbrigðiskerfinu? Mig
langar að biðja ykkur um að velta
því fyrir ykkur og skoða afstöðu
ykkar til geðrænna vandamála.
Tillaga barnaverndar að sam-
skiptum foreldranna og stelpunn-
ar sl. mánuð eftir að hún var tekin
var þannig að móðir mátti hringja
í dóttur sína á laugardögum í
heimasíma á fósturheimili kl. 10 og
faðir mátti hringja kl. 10.30. Ekki
var ætlast til þess að ömmur, afar,
besta vinkona eða aðrir ættingj-
ar hefðu samband. Þennan mánuð
máttu foreldrar heimsækja dóttur
sína einu sinni í fjórar klukkustund-
ir, áskilið að ekki væri farið með
barnið út fyrir bæinn. Einnig mátti
dóttirin koma einu sinni í heimsókn
á heimili móður og gista. Umgengni
frá kl. 12 á laugardegi til kl. 18 á
sunnudegi, það var nú um sl. helgi
þegar stelpan átti afmæli og hitti
svo á að faðirinn var á sjó. Áskilið
var þó að lausn væri komin í mál
drengsins! Átti stelpan að gjalda
fyrir ef ekki væri komin lausn þar á?
MÓÐIR BUGUÐ AF SORG
Grein þessi er skrifuð af mér sem
sem móður og vinkonu litlu fjöl-
skyldunnar en ekki sem fagaðila og
hún er skrifuð með fullu samþykki
móðurinnar sem er algjörlega
buguð af sorg.
Höfundur er lektor við Háskólann
á Akureyri
AÐSENT
Sigrún Sigurðardóttir
Barnaverndarnefnd hefur valdið
og dómskerfið tekur slaginn með
þeim og álit hámenntaðs og virts
fagfólks hefur ekkert að segja.
EINBEITTING Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI. Völundur