Akureyri


Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 2

Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 2
2 23. tölublað 4. árgangur 19. júní 2014 ÓTRAUÐUR ÁFRAM MEÐ OLÍU FRÁ COMMA 5 LÍ TR A R 20 L ÍT RA R 20 5 LÍ TR A R TransFlow SD 15W-40 TransFlow SD 15W-40 TransFlow ML 10W-30 TransFlow ML 10W-30 3.490 kr. 11.900 kr. 3.490 kr. 12.900 kr. TransFlow SD 15W-40 109.900 kr. með vsk. 25% afsláttur* Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Sími: 535 9000 *TILBOÐ GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST EX PO - w w w .e xp o. is Hraðamyndavél úr sögunni í heilt ár Eitt af því sem þarf að skoða bet- ur ef haldið verður áfram með Bíladaga á Akureyri eru auknar aðgerðir til að halda ökuhraða í bænum niðri. Þetta er mat Daníels Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns á Akureyri. Færanleg myndavél sem mælir ökuhraða hefur verið úr leik í heilt ár eftir að brotist var inn í bíl og myndavélin skemmd hjá lögreglu á Akureyri í fyrrasumar. Daníel segist hafa rætt við innan- ríkisráðuneytið um að fá búnað í stað vélarinnar ónýtu en það vanti pening. Einnig hafi orðið þreifingar milli lögreglu og einkaaðila um búnað til bragarbótar. Ljóst sé að eftir að vélin var skemmd sé minna hraðaeftirlit en ella á Akureyri og í nágrenni, það sé ekki gott. Fjöldi fólks hafði að lokinni síð- ustu helgi samband símleiðis eða í gegnum netið við ritstjórn Akur- eyrar vikublaðs og kvartaði undan svefnleysi vegna hávaða. Íbúar, t.d. við götur eins og Þingvallastræti, segja það „brot á mannréttindum íbúa“ að dæmi séu um að ung börn hafi ekki sofið neitt tvær nætur í röt vegna hávaða af völdum inngjafar hjá ökumönnum bíla, spólandi og vælandi. Daníel Guðjónsson segir erfitt að banna svona hátíðir, menn hafi lagt ýmislegt á sig til að bæta umgjörðina, ekki síst með því að færa viðburði burt úr bænum og hafa sérstakt tjaldstæði fyrir bíla- áhugamenn. „Eftir stendur hins vegar að framkoma ökumanna í bænum er ekki nógu góð en það eru ekki endilega keppendur sjálfir sem eru þar að verki.“ Engin alvarleg afbrot voru framin um helgina á Akureyri. Gróflega áætlað voru 24 kærð- ir fyrir of hraðan akstur, sjö fyrir spól, fjögur fíkniefnamál komu upp, sex ölvunarakstrar og tveir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. „Við lögðum áherslu á að halda miðbæjarlífinu í skorðum og vorum með sérsveit í því, það tókst. Þetta er fyrst og fremst ónæði af hraðakstri og inngjöfum sem fylgir mikill hávaði, það er verkefni sem þarf að taka á. En allt kostar pen- inga. Til dæmis að fjölga hraða- hindrunum og koma í veg fyrir að hægt sé að skrensa í beygjum. Það er til búnaður til þess, en kostar fé að fá hann,“ segir Daníel, en lög- regla fær enga aukafjárveitingu á helgum sem þessum heldur verð- ur að taka kostnað af hefðbundnu rekstrarfé. Bannað er að hafast nokkuð að sem veldur ónæði eða raskar næt- urró manna. Á virkum dögum skal halda næturró frá kl. 24.00 til 07.00. Um helgar og á helgidögum skal halda næturró frá kl. 24.00 til kl. 08.00, segir í lögreglusamþykkt Ak- ureyrar. -BÞ Grisjað með skógarhöggsvél Hafin er grisjun með skógarhöggsvél í skógarreit Skógræktarfélags Ey- firðinga á Miðhálsstöðum í Öxnadal. Þar er að verki Kristján Már Magn- ússon skógverktaki með vélina sem hann keypti til landsins í vet- ur. Mikið er um kræklótt og marg- stofna lerki- og furutré í skóginum og gjarnan sverar hliðargreinar á furunni sem vélin nær ekki að skera af í einni atrennu. Líklegt er að fara þurfi fyrir vélinni með keðjusög til að ná upp góðum afköstum. Þetta er, má segja, fyrsta meiri háttar grisjunarverkefnið sem Kristján tekur að sér með nýju vél- inni. Hann reiknar með að vera á Miðhálsstöðum næstu þrjár vikurn- ar eða svo og líka í Kjarnaskógi en síðan tekur við verkefni hjá Skóg- rækt ríkisins í Vaglaskógi þar sem nokkrir reitir verða grisjaðir. Skógurinn á Miðhálsstöðum þótti lengi vel ekki björgulegur og trén þóttu stækka hægt. Snjó- og vindálag ásamt þurru og grýttu landi olli því að trén áttu erfitt upp- dráttar enda sést það á þeim mörg- um. Mikið er um margstofna og kræklótt tré, bæði síberíulerki og stafafuru. Síðustu tvo áratugi hefur skógurinn hins vegar tekið vel við sér og trén orðið beinvaxnari. Mik- ið er líka um sjálfsáin tré, meðal annars af áðurnefndum tegundum, lerki og furu. Ingólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir að nokkra daga taki að koma sér upp réttu vinnu- lagi svo afköstin verði viðunandi. Reiknar hann með að starfsmenn Skógræktarfélagsins muni fara á undan vélinni og búa í haginn, meðal annars með því að saga af neðstu og sverustu greinarnar. Við- arstaflinn verður sendur til Elkem á Grundartanga. Skógræktarfélag Eyfirð- inga segir það hvalreka að fá skógarhöggsvélina til grisjunar. a Enginn myndi sætta sig við tveggja ára bið eftir íþróttum Dæmi eru um að börn á Akureyri hafi þurft að bíða tvö ár eftir að fá inni í Tónlistarskólanum á Ak- ureyri. Kennari skólans segir stöð- una gjörsamlega óviðunandi og ber stöðuna saman við íþróttaáherslur. Á annað hundrað börnum verður synjað um skólavist í haust. „Hvað gerist ef enginn nemandi er tekinn inn í ákveðinni grein, t.d. strengjadeild, í tvö ár eins og gerst hefur? Það er álit margra að besti árangurinn í tónlistarkennsu ná- ist með því að þau byrji á réttum aldri. Suzuki trúði því að öll börn gætu lært á hljóðfæri og náð frá- bærum árangri ef þau byrjuðu nógu snemma. Þegar enginn nýr nemandi er tekinn inn myndast gat svo erfitt eða útilokað er að halda t.d. hljóm- sveitarstarfsemi í réttum farvegi,“ segir Michael Jón Clarke, kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. „Það er einnig eðlilegt að nemend- ur úr nágrannabæjum sæki í aukn- um mæli listræna starfsemi hingað og lífsnauðsynlegt að hún verði til staðar. Það hefur sífellt verið vegið að starfsemi Tónlistarskólans með niðurskurðarhníf á lofti í mörg ár, jafnvel á “góðæristímabilinu”. Það er eins og sumir ráðmenn líti á tónlist- arkennslu sem einhvert tómstunda- dútl frekar en alvöru nám,“ segir Michael Jón Clarke. Hann segir löngu tímabært að þeir sem ráði á Akureyri kynni sér söguna af alvöru og geri sér ljóst að tónlist er jafn nauðsynleg börnunum okkar og íþróttir. Tíma niðurskurðar verði að linna. „Það sættir sig enginn við að börn þeirra þurfi að bíða í tvö ár eftir að komast í að æfa íþróttir, það sama gildir um tónlist.“ Á ruv.is er haft eftir Hjörleifi Erni Jónssyni, skólastjóra Tónlist- arskólans, að 110 börn séu á biðlista nú og lítil von til að þau komist að. Beinn niðurskurður til skólans eftir hrun nemi um 23 milljónum króna. Í vetur þurfi enn að skera niður um nær heilt stöðugildi. Afar leiðinlegt sé að þurfa að synja svo mörgum um skólavist. Skýringin hefur ekki verið rakin til hærri rekstrarkostnaðar Tónlist- arskólans á Akureyri eftir flutn- inginn í Hof en bæjarfulltrúar sem blaðið ræddi við segja að það verði skoðað. a VINSTRA MEGIN ER Ingólfur Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Eyfirðinga, og til hægri Kristján Már Magnússon skógverktaki, sá sem á og rekur vélina. Mynd PH

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.