Akureyri


Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 12

Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 12
12 23. tölublað 4. árgangur 19. júní 2014 AÐSEND GREIN SIGURÐUR MÁR STEINÞÓRSSON Af hverju er hún ekki bara í fötum? Hvað er klám? Hvað er klámvæð- ing? Klámvæðing er alls staðar í kringum okkur, hvort sem við átt- um okkur á því eða ekki. Í íslenskri orðabók stendur að klám sé; „mál- far, mynd, eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi, fræðslu eða þess háttar. Klámmynd, klámrit, klámsaga, klámsýning, klámvísa, dýraklám og barnaklám.“ Í dag eru konur oft niðurlægðar í klámmyndböndum og oft kallaðar niðrandi nöfnum. Þetta er ekki þró- un sem hægt er að vera stoltur af. Sumt fólk heldur að klám og kyn- líf sé það sama og ef tveir einstak- lingar ætla að stunda kynlíf saman og annar aðilinn vill stunda „venju- legt“ kynlíf en hinn gróft kynlíf sem hann hefur séð í klámmyndbönd- um fer það alls ekki vel saman. Ef við skoðum sögu kláms þá er mjög erfitt að segja til um hvenær það hófst og hvar. Fyrstu heimildir um klám sem við vitum um má rekja aftur til ársins 1524 í Róm. Það er hins vegar ekkert líkt nútíma klámi. Klám hefur þróast mjög hratt og hefur það orðið grófara og grófara með árunum. Í dag er ég ekki viss um að málaðar myndir af nöktum konum væri kallað klám. Kannski bara list. Klám er orðið svo spillt og brenglað. Ungir krakkar eða ung- lingar rugla oft saman kynlífi og klámi. Klám á sér engan samastað í venjulegu kynlífi. Við fórum úr því að mála myndir af nöktum konum í það að 372 manns leita að klámi á hverri sekúndu í heiminum! Þetta finnst mér ótrúleg staðreynd. Ég tók nokkur viðtöl við nem- endur og starfsfólk í Giljaskóla og var það mjög áhugavert. Það var áberandi hvað strákarnir voru fúsari til þess að viðurkenna að þeir horfi á klám, eða hafa séð klám. Þó sögðust ekki allir strákarnir gera það. Stelpurnar sögðust flestar ekki horfa á klám en nokkrar sögð- ust hafa séð klám. Ef við skoðum rannsóknir sem hafa verið gerðar, aðallega í Bandaríkjunum, sjá- um við að um 70% unglingsstráka horfa á klám. Ég held að þetta mál sé mjög viðkvæmt og ekki allir þori að tjá sig um málið. Ég varð var við það þegar ég tók viðtölin við nem- endur. Það vissu allir hvað klám var eða höfðu heyrt um það en flestir nemenda höfðu ekki hugmynd um hvað klámvæðing var. Mjög margir sögðust hafa heyrt orðið en ekki vitað hvað það væri eða hvað það þýddi. Þegar ég leitaði í orðbók var klámvæðing ekki í bókinni. Klám- væðing er í rauninni þannig að það er verið að troða klámi inn í allt sem við gerum og okkar daglega líf. Tökum dæmi: það er verið að auglýsa gleraugu og stelpan sem er í auglýsingunni er með gleraugu, vissulega, en aðeins í G-streng og brjóstahaldara! Af hverju er hún ekki bara í fötum? Á netinu stóð að skilgreiningin á klámvæðingu væri þessi; „klámvæðing er hug- tak sem vísar til ýmissa breytinga á fjölmiðlum, einkum með tilkomu alþjóðlegra sjónvarpsstöðva og internetsins, sem urðu undir lok 20.aldar og fólu í sér aukið aðgengi að klámi um leið og þær gerðu það erfitt eða ómögulegt að framfylgja takmörkunum eða banni á sölu þess.“ Hvort sem þið gerið ykk- ur grein fyrir því eða ekki þá er klámvæðing alls staðar í kringum okkur. Tónlistarmyndbönd, auglýs- ingar, kvikmyndir og fleira. Samt var það nú nokkuð áhugavert að þegar ég útskýrði fyrir krökkunum hvað klámvæðing var virtust þau öll átta sig á því hvað það var. En nú að starfsfólkinu. Annar starfs- maðurinn sem ég ræddi við talaði mikið um hvað klám hefði breyst mikið og hversu gróft og brenglað það væri nú ef miðað væri við þegar hann var á sínum yngri árum. Hann tók það fram að hann hefði aldrei verið mikið í „klámbrans- anum.“ Hann sagðist aldrei hafa skilið þetta. En þetta er mikið rétt hjá honum. Klám hefur vissulega breyst og það ekkert smáræði. Sum myndbönd sem er hægt að finna á netinu eru rosalega gróf! Og það er mjög auðvelt að finna klám á netinu. Hinn starfsmaðurinn sem ég talaði við sagðist einu sinni hafa verið að undirbúa kennslu og sleg- ið inn í leitarvél þekktri formúlu í stærðfræði. Áður en starfsmaður- inn vissi af var hann kominn inn á klámsíðu. Unglingar í dag þurfa ekki annað en að slá inn í leitarvél- ina í tölvunni og þá finna þeir ná- kvæmlega það sem þeir eru að leita að. Netið er stútfullt af klámi, mörg þúsund klukkutímar af klámmynd- böndum og fleira. Þetta er vissulega áhyggjuefni því að á unglingsár- unum langar þig að kanna hlutina, prófa eitthvað nýtt og spennandi og auðvitað lenda margir krakkar í því að horfa á klám. En af hverju er þá ekki eitthvað gert til að hefta aðgang að klámi? Er klám ólöglegt? Í rauninni er klám ólöglegt ef þú ert undir 18 ára. Misjafnt er eftir löndum hvernig lögin eru. Þú átt ekki að geta horft á klám fyrr en þú ert 18 ára. En það eru til síður sem eru fríar og ekkert aldurstakmark þannig að þetta er frekar snúið dæmi. Þetta er svipað og með fíkni- efni. Þau eru ólögleg en það er varla neitt gert í því ef einn og einn neytir fíkniefna. Það er í rauninni hægt að fara í tölvuna þína og gera stórmál úr því ef þú hefur verið að horfa á klám. En ég held að öllum sé sama. Mér finnst afskaplega ólíklegt að lögreglan fari heim til einhvers og handtaki hann fyrir að hafa horft á klám. Er það klámvæðingunni að kenna að öllum sé sama hvort við horfum á klám? Svo er það annað mál hversu margir eru að horfa á klám. Getur lögreglan handtek- ið mörg þúsundir manna fyrir að horfa á klám? Sumar gerðir af klámi eru hins vegar stranglega bannaðar. Til dæmis barnaklám. En hvað með þá sem búa til klám og dreyfa því, er það ekki ólöglegt? Klámbransinn þénar á bilinu 10 billjón dollara – 14 billjón dollara á ári! Það gera tæplega 1.600 milljarða íslenskra króna! Þetta er engin smá upphæð. Ég held hins vegar að það sé enginn að fara að stöðva klám á næstunni. Klám er orðið svo risastórt og það vita nán- ast allir hvað það er. Kannski vill enginn stoppa þetta, er kannski allt í lagi að klám sé til? Á að leyfa fólki sem vill horfa á klám að gera það? Þetta er allt saman matsatriði. Mér fannst virkilega áhugavert að fræðast um klám og klámvæð- ingu. Það er heldur ekki allt nei- kvætt. Mér finnst fólk meðvitað um það hversu klám er orðið brenglað. Samt sem áður horfa gífurlega margir á klám. Fleiri fyrirlestrar og meiri fræðsla gæti hjálpað ung- lingum að meta hvar mörkin liggja. Ég vona að í framtíðinni verði unglingar meðvitaðir um hversu klám getur verið skaðlegt og að það endurspeglar yfirleitt ekki raunveruleikann. Þetta eru bara leikarar sem mjög oft taka pásu á milli atriða og er klámmyndin svo klippt á milli. Það eru heldur ekki allir með brjóstastærð E og risastór typpi. Enginn er fullkominn, hvorki þegar kemur að persónuleika né líkamsbyggingu og útliti. Greinin er unnin upp úr mál- stofuverkefni sem nemendur 10. bekkjar fluttu munnlega á heimatil- búnu málþingi í Giljaskóla í febrúar. AÐSENT Sigurður Már Steinþórsson ... það er verið að auglýsa gleraugu og stelpan sem er í auglýsingunni er með gleraugu, vissulega, en að- eins í G-streng og brjóstahaldara!

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.