Akureyri


Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 1

Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 1
23. tölublað 4. árgangur 19. júní 2014 VI KU BL AÐ BÍ L DS HÖF ÐA 1 2 - 110 RE YK JAVÍK - SÍMI: 577 1515 - WWW.SKORRI.IS TUDOR RAFGEYMAR Skeljungur hf - Oddeyrarskála – 600 Akureyri – Sími: 444 3160 MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI Velkomin til Húsavíkur! 4. Landsmót UMFÍ 50+ Þingeyjarsveit NORÐURÞING Skráning: umfi.is Skráðu þig, þitt fyrirtæki eða hóp til leiks á www.ganga.is Húsavík 20.–22. júní 2014 Missa sjómenn Ríkisútvarpið? Að óbreyttu missa íslenskir sjómenn, Íslendingar víða erlendis og allnokkrir íbúar á strjálbýlum svæðum aðgang að gervihnattaútsendingum Ríkisútvarps- ins í haust og þar með allan aðgang að dagskrárefni. Í svörum Ríkisútvarpsins vegna fyrirspurna Akureyri Vikublaðs um málið kemur fram að í apríl árið 2007 hófust útsendingar á Sjónvarpinu, Rás 1 og Rás 2 um gervihnött. Sam- kvæmt fjarskiptaáætlun ríkisstjórnar- innar 2005-2010 var ákveðið að dreifa þessum útsendingum um gervihnött til að dagskrá sjónvarps og hljóðvarps RÚV næðu til sjófarenda og íbúa strjál- býlli svæða. Fjarskiptasjóður samdi við norska gervihnattafyrirtækið Tel- enor um að annast dreifinguna um gervihnöttinn Thor en þá sköpuðust samhliða tækifæri fyrir Íslendinga erlendis til að fylgjast með dagskrá RÚV. Í lögum um Ríkisútvarpið og í þjónustusamningi er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið dreifi efni til alls lands- ins og næstu miða en þar ekki gert sér- staklega ráð fyrir dreifingu erlendis né langt á haf út. Samningur Fjarskiptasjóðs við Tel- enor var upphaflega gerður til þriggja ára og hefur í kjölfar þess verið fram- lengdur þrisvar um eitt ár í senn. Í apríl 2013 var fullnýttur sá heildarsamnings- tími sem útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir og hefur náðst að halda þjónust- unni áfram á grundvelli viðaukasamn- ings sem ríkið hefur gert við Telenor tímabundið. „Ríkið hefur ekki enn samið um áframhaldandi dreifingu og því myndi þjónustan falla niður í sept- ember að óbreyttu,“ segir í svörum Rík- isútvarpsins. Samkvæmt svörum Rúv hefur einnig áhrif að opinber framlög hafi verið skor- in mikið niður að undanförnu.“Við vitum til þess að málið sé til skoðunar í ráðu- neytunum og okkar von er að góð lausn finnist,“ segir skrifstofustjóri Ríkisút- varpsins, Margrét Magnúsdóttir. -BÞ FÁTT SETUR STERKARI svip á sérstöðu Akureyrar á sautjánda júní en þegar nýstúdentar marsera í miðbænum að loknum útskriftarfagnaði. Myndin er tekin um miðnætti í fyrrakvöld. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.