Akureyri - 19.06.2014, Blaðsíða 6
6 23. tölublað 4. árgangur 19. júní 2014
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem
sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í
blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-
póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.
LOF OG LAST VIKUNNAR
LAST fær bæjarstjórinn á Akureyri fyrir að
láta það hafa eftir sér í fjölmiðlum að engar
líkur séu á að Bíladagar verði bannaðir, segir
í bréfi frá „óánægðum íbúa“ til blaðsins.
Bréfritari segir að þegar nýr meirihluti var
kynntur í síðustu viku hafi verið tekið fram
að Eiríkur Björn Björgvinsson ætti að verða
sýnilegri. „Gott mál, en nú mætti hann mín
vegna verða mjög sýnilegur sem talsmaður
þess að banna þessa hátíð. Ég er ekki bara
svefnlaus núna vegna látanna á Bíladögum,
heldur líka brjálaður,“ skrifar bæjarbúinn.
LOF fær Listasafnið á Akureyri fyrir
einkar áhugaverða sýningu, segir í bréfi
til blaðsins frá „listelskandi Eyrarpúka“.
„Hvet alla til að sjá Portrait sýninguna, hún
er fyrir alla aldurshópa og hver og einn,
þótt við séum ólík, ætti að geta fundið
sér ögrandi efni á sýningunni sem breytir
augnablikinu lítið eitt. Frábær sýning,“
skrifar sá listelski...
LOF fær Haukur Tryggvason, vert á
Græna hattinum, en síðast um helgina var
boðið upp á frábæra dagskrá, segir kona
sem hringdi í blaðið. Hún var sérlega hrifin
af hljómsveitinni Dimmu sem Mývetn-
ingurinn Stebbi Jak syngur í. „Frábærir
tónleikar og Haukur frábær að flytja inn
svo mikla menningu í bæinn. Ekki veitir
af nú þegar Tónlistarskólinn á Akureyri er
nánast hættur að taka við nýjum nemend-
um og Leikfélag Akureyrar í andaslitrun-
um, segir konan...
Hundaeigendur fá LAST vikunnar þar
sem þeir gera allt of mikið af því að láta
hunda sína ganga lausa innan bæjar,
sem þó er bannað. Þetta segir kona sem
hringdi í blaðið. „Ég er rosalega hrædd við
hunda og get hvorki farið út að ganga né
hjóla, það eru lausir hundar út um allt. Ég
þurfti að fara stóran krók í dag, sá bæði
lausan labrador og schaeffer, hundar ættu
aldrei að vera lausir innan bæjamarkanna,
ekkki síst vegna barnanna, það er bannað.
Þetta kæruleysi hundaeigenda er helsti
gallinn á Akureyringum, næst á eftir því
hve fáir nenna að gefa stefnuljós,“ segir
konan...
AKUREYRI VIKUBLAÐ 23. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014
ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is.
AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193.
RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri.
UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING
14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND
Dekkjaspól
er typpatog!
Hinu árvissa rifrildi Akureyringa er lokið. Bíladög-um. Og eins og oft áður hefur gætt í þeirri umræðu
ýmissa grasa. Þar koma saman fordómar, hagsmunir,
stéttaskipting, menningarmunur og menningarárekstr-
ar, góð rök og vond rök, andvökur, skemmtanagleði,
djamm sem fer úr böndum, hegðun sem fer úr bönd-
um og lengi mætti áfram telja. En þegar allt kemur
til alls er tiltölulega einfalt að taka í eitt skipti fyrir
öll ákvörðun til að sætta bæjarbúa. Leyfa meirihluta
fólksins að ráða. Standa fyrir könnun meðal bæjarbúa
á vegum bæjarins þar sem svörin yrðu stefnumarkandi í
eitt skipti fyrir öll. Ef meirihluti bæjarbúa vill Bíladaga
áfram verður svo að vera. Ef minnihlutinn vill að hætt
verði við hátíðina verður að bregðast við því.
Það er afar óheppilegt að lítill bær eins og Akureyri
nötri og skjálfi á hverju ári vegna Bíladaga. Margir
íbúar segjast ekki fá svefnfrið. Blaðið veit dæmi um að
börn hafi ekki sofið tvær nætur í röð vegna hávaða frá
reykspólandi bílum. Lögreglan hefur aldrei fengið ann-
að eins af kvörtunum. Margir foreldrar eru ekki bara
svefnlausir á næturnar heldur hafa einnig áhyggjur
af börnum sínum vegna stóraukins hraðaksturs þessa
helgi. Það er þó rétt sem sumir aðdáendur Bíladaga
halda fram að það magnar andúðina að hluti ráðandi
elítu í bænum telur bílasport ekki fínt sport, jafnvel
ómenningu. Þess vegna mætir hátíðin meiri fordóm-
um en ella. En að rífast um þetta árum saman gengur
ekki. Fyrri kannanir hafa mælt að hátíðin er mjög
umdeild og hefur verið lengi. Þessi bæjarhátíð hefur
í huga bæjarbúa allt annað og neikvæðara yfirbragð
en aðrar bæjarhátíðir. Það eru léleg rök að réttlæta
umsátursástand íbúanna með því að kaupmenn og
hagsmunaaðilar fái peninga í kassann. Dytti einhverj-
um í hug að réttlæta árlega vændishátíð með því einu
að hún myndi skila peningum í kassann? Þá er ótalið
ímyndartjón Akureyrar. Reyndar er óskiljanlegt, eins
spéhrædd og bæjaryfirvöld eru oft ef upp kemur gagn-
rýni á ákvarðanir bæjarins, að þau bregðist ekki harðar
við en raun ber vitni.
En fátt er svo bölvað að ekki megi líka hafa gaman
að því. Björn Ingólfsson hagyrðingur las á netinu að
einhverjum fyndist það síst ógáfulegra ef 70 manns
kæmu saman í Lystigarðinum og toguðu samtímis
í öll 70 typpin sín, en að 70 bílaáhugamenn reyndu
samtímis við heimsmet í spóli. Björn svaraði þessum
samanburði með vísu:
Séu málin sett á vog
sjálfsagt miklu fegra
en dekkjaspól er typpatog
og talsvert skemmtilegra.
Björn Þorláksson
Úthlutun úr Háskólasjóði KEA
Halldór Jóhannsson framkvæmda-
stjóri KEA og Stefán B. Sigurðsson
rektor Háskólans á Akureyri, afhentu
um helgina styrki úr Háskólasjóði
KEA við athöfn sem fram fór á Sól-
borg, húsnæði Háskólans á Akureyri
við Norðurslóð.
Að þessu sinni voru veittir átta
rannsóknastyrkir en fimmtán um-
sóknir bárust sjóðnum. Við úthlutun úr
sjóðnum er horft til þess að verkefnin
tengist starfsemi skólans. Einnig hlutu
þrír nemar viðurkenningu fyrir góðan
námsárangur við brautskráningu úr
háskólanum, sem fram fór í dag. Þetta
er í tólfta sinn sem úthlutað er úr Há-
skólasjóði KEA og var heildarupphæð
styrkja 4,1 mkr.
Eftirtalin rannsóknaverkefni fengu
styrk úr Háskólasjóði KEA:
» Vaxandi áhugi og áhrif ríkja í Asíu á
málefnum heimskautanna: Sjónarhorn
frá Íslandi. Rannsóknamiðstöð
ferðamála - Kr. 400.000,-
» Viðhorf, kunnátta og vilji Íslendinga
til að aðlagast loftslagsbreytingum
Rannsóknamiðstöð Háskólans á
Akureyri – Eva Halapi Kr. 600.000.-
» Ráðstefna um nýtingu loðnu.
Viðskipta- og raunvísindasvið - Hörður
Sævaldsson Kr. 400.000.-
» Hvers vegna eru útlendingar svona
ánægðir hér ? Hug- og félagsvísindasvið
- Markus Meckl Kr. 400.000.-
» Hugleikur - samræður til náms.
Miðstöð skólaþróunar og kennaradeild
- Sólveig Zophoníasdóttir Kr 300.000.-
» Norðurslóðir á 21. öld. Hug- og
félagsvísindasvið - Rachael Lorna
Johnstone Kr 200.000.-
» Vaðlaheiðargöng - samfélagsáhrif.
Rannsóknamiðstöð Háskólans á
Akureyri - Hjalti Jóhannesson Kr
1.000.000.-
» Auðlindasetur. Viðskipta- og
raunvísindasvið - Ögmundur Knútsson.
Kr 700.000.-
Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir
góðan námsárangur:
» Viðskipta- og raunvísindasvið: Baldur
Ingi Karlsson. Kr. 50.000,-
» Heilbrigðisvísindasvið: Guðlaug Ásta
Gunnarsdóttir. Kr. 50.000,-
» Hug- og félagsvísindasvið: Heiðar
Ríkharðsson. Kr. 50.000,-
ÞAÐ GERIST MARGT á , og sumt fer öðruvísi en ætlað er. Völundur