Akureyri


Akureyri - 26.06.2014, Blaðsíða 4

Akureyri - 26.06.2014, Blaðsíða 4
4 24. tölublað 4. árgangur 26. júní 2014 Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla Vandræði í veitingageira Veitingageirinn sker sig frá annarri atvinnustarfsemi á Norðurlandi hvað varðar vandamál og brot á launþegum, segir Björn Snæ- björnsson, formaður Einingar-Iðju. Sem dæmi hafa atvinnurekendur reynt að láta ungmenni í sumar- störfum vinna frítt til prufu, nokkr- ar ábendingar um slíkt hafa komið upp í sumar. „Ég vil ekki segja hvort þetta séu stærri eða minni fyrirtæki, en það er víða sem atvinnurekendur í veitingageiranum reyna að koma sér hjá því að borga fólki laun. Þess vegna stöndum við þessa dagana fyrir sérstakri kynningu á réttind- um launafólks,“ segir Björn. Formaður Einingar-Iðju telur að of mikil ævintýramennska einkenni a.m.k. hluta ferðaþjónustunnar hér á landi. Atvinnurekendur undirbúi ekki hlutina sem skyldi þegar þeir ákveði að stofna ný fyrirtæki. „Það er ábyrgð að hafa fólk í vinnu, oft er það ekki vegna ásetnings sem hlutir eru ekki í lagi heldur er kunnáttu- leysi um að kenna. Þetta er kapp- hlaup um kúnnana og mér finnst of auðvelt að stofna fyrirtæki og fara út í bissness. Sérstaklega gleymist að horfa til réttinda starfsmanna, það er of algengt að menn telji það sem dæmi aukaatriði að standa skil á launum.“ Björn segist þó hafa tilfinningu fyrir því að svartar greiðslur séu heldur á útleið í ferðaþjónustunni sem sé fagnaðefni. Enda séu vanda- málin mörg þar sem fólk í svartri vinnu hafi staðið uppi slyppt og snautt eftir áföll. „Við vitum nokk- ur dæmi um þetta og þess vegna er mikilvægt að fólk sé meðvitað um mikilvægi þess að greiða skatta og skyldur.“ Björn segir að fjöldi vandamála í ferðaþjónustu sé mun meiri en nemi umfangi greinarinnar, það er fjölda allra starfa. „Mér finnst þeir hjá Ríkisskattstjóra hálfsof- andi, þeir þyrftu meira fjármagn til að sinna auknu eftirliti. Miðað við ávinninginn sem er í boði að upp- ræta svartar greiðslur, finnst mér sem hvatinn fyrir auknu eftirliti ætti að vera fyrir hendi.“ -BÞ Beint flug hafið Flugfélagið Greenland Express stefndi að því hefja millilandaflug um Akureyri í gær. Samkvæmt til- kynningu verður flogið á sunnudög- um og miðvikudögum. Heimahöfn félagsins er í Álaborg og þess vegna verður flogið þaðan til Kaupmanna- hafnar og áfram til Akureyrar. Flugvélin sem nýtt verður er nýuppgerð Fokker 100. Vélin tekur 100 manns í sæti. Félagið hefur yfir tveimur flugvélum að ráða og getur því tekið að sér leiguflug fyrir fyrir- tæki, ferðaskrifstofur eða Starfsmannafélög. „Ef áhugi er fyrir fótboltaferð til Englands eða skíðaferð til Frakklands í vetur þá eru lausnirnar hjá okkur.“ Greenland Express bindur mikl- ar vonir við Akureyri sem fram- tíðaráfangastað, segir í tilkynningu. Bókanir eru á vefsíðunni green- landexpress.com Frekari upplýsingar má finna á fésbókarsíðu félagsins .facebook. com/GreenlandExpress Þeir sem vilja fá nánari upplýs- ingar geta notað netfangið:sales@ greenlandexpress.dk a HJÓLAR HRINGINN Mikil hjólakeppni stendur nú yfir þar sem hjólaður er hringurinn í kring- um landið í þágu góðra áheita. Gunnar Svanbergsson, Akureyringur og sjúkraþjálfari, er einn norðlenskra fulltrúa í keppninni. Stefnt var að því að Gunnar hjólaði í gegnum Akureyri í gær um svipað leyti og blaðið fór í prentun. Gunnar hvetur fólk til að heita á lið í keppninni til styrktar tækjum á bæklunardeild LSH. „Þetta verða 40-50 lið. Við stefnum á að rubba hringnum af á tveimur sólarhringum. Já, við ætlum að vinna þetta, nei það verður ekkert sofið,“ segir Gunnar léttur í samtali við Akureyri Vikublað. Um tíu eru í hans liði og alltaf verður einhver úr liðinu á fullu á hjóli. Bílar fylgja hjólreiðaköppunum með mat og annað. Vegalengdin er alls tæpir 1400 kílómetrar. „ Já ég hlakka til, ég hef ekki farið hringinn á hjóli áður.“ Gunnar er 49 ára gamall og mælir mjög með hreyfingu. Hann segist vera í fínu formi, hafi mikið notað fjallahjól en götuhjólreiðar séu nýlegt sport há honum. „Þetta er frábær leið fyrir okkur gömlu,“ segir Gunnar sem m.a. hefur fjallað um mikilvægi hreyfinar í þáttum á Rás 2. -BÞ Átta hættir vegna óánægju Átta starfsmenn hafa hætt störf- um á sömu deildinni á öldr- unarheimilkinu Hlíð á Akureyri vegna vandamála í samskiptum við forstöðumann. Þetta staðhæf- ir Fréttablaðið. Halldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir í Fréttablaðinu að forstöðumaðurinn hafi þrátt fyrir þetta fullt traust til starfa. Áður hefur Akureyri vikublað fjallað um ýfingarnar á Hlíð og við- brögð við undirskriftalista þar sem lýst var vantrausti á forstöðumann- inn. Þá eru sumir starfsmenn afar ósáttir við að undirskriftalisti hafi verið látinn hverfa og telja starfs- menn sem blaðið hefur rætt við að taka þurfi vandann fastari tökum. -BÞ BJÖRN SNÆBJÖRNSSON, formaður Einingar-Iðju MÉR FINNST RIGNINGIN góð, sungu börn og fullorðnir á afar vel heppnaðri sólstöðugleði um helgina þegar Akureyrarlaugin var opin fram til klukkan tvö á laugardagsmorgun. Fjöldi gesta nýtti sér tækifærið og var góður rómur gerður að fram- kvæmdinni. Rigning breytti því ekki að fjöldi fólks söng og dansaði, plötusnúður keyrði áfram stuðdagskrá, fríar pylsur, ís og drykkir voru í boði og skemmtiatriði. Vonast er til að framhald verði á. BÞ

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.