Akureyri - 26.06.2014, Qupperneq 12
12 24. tölublað 4. árgangur 26. júní 2014
Þetta mál var
þaggað í hel
Erling Ingvason tannlæknir frambjóðandi og fyrrum sjómaður er áhugamaður um þjóðmál,
kvótann, helmingaskiptareglur, góð stjórnmál og vond. Hann ræðir skoðanir sínar og reynslu
tæpitungulaust í viðtali. Greinir m.a. frá því sem gerðist á sjónum eftir að kvótinn komst á. „Þá
hófst þetta yfirgengilega brottkast,“ segir hann. Sjómenn sem vitnuðu um máttu þola atvinnu-
missi og talsmenn útgerðarmanna sögðu þá ljúga. „Þetta mál var þaggað í hel.“
Erling, í mínum huga ertu tann-
læknirinn sem enginn þekkti í
tengslum við þjóðmálaumræðu en
skömmu eftir hrun steigstu fram
á ritvöllinn og hefur æ síðan sagt
skoðun þína tæpitungulaust og
kannski má segja með vaxandi
þunga. Hvað olli þessari breytingu?
„Þar kemur eitt og annað til,
maður gengur á sínum vegi og held-
ur að allt sé eins og best verður á
kosið, svolítið eins og Birtíngur
Voltaires. Maður klárar sitt nám,
eignast fjölskyldu og mæðist í
mörgu, reynir að “vinna mikið og
vera rosa hress” eins og minni kyn-
slóð karlmanna var innprentað
sbr. spurningarnar tvær; “ertu ekki
hress?” og “er ekki nóg að gera?”
Rétta svarið við þeim er; “jú, ég er
alveg eldhress og það er brjálað að
gera”. Þú kannast við þetta.
Grímulaus lygi
Það gerist kannski á svipuðum
tíma að sprungur koma fram í
glansmynd þessa fullkomna heims
og það fór að myndast ögn meiri
tími í lífi mínu til að setjast niður,
horfa til baka, gaumgæfa og pæla
í samhengi hlutanna. Eitt hafði til
dæmis angrað mig alla tíð, þegar ég
var ungur maður var ég töluvert til
sjós á tíu ára tímabili frá 1981-1990
en kvótakerfi var innleitt í sjávarút-
vegi á miðju tímabilinu. Það hefur
verið sagt æ síðan að “umgengnin
um auðlindina” hafi batnað mikið
með tilkomu þess. Ég, hins vegar,
var þarna og sá með eigin augum að
þetta var grímulaus lygi. Brottkast
á fiski var nær óþekkt fyrir tíma
kvótans en varð alveg hreint voða-
legt með tilkomu hans.
Eitthvað svipað gerðist þegar
bankarnir voru einkavæddir og
strákar fengu að kasta fjöreggi
þjóðarinnar á milli sín eftirlitslaust
...og misstu það náttúrulega. Þá var
öllu snúið á hvolf, hvítt sagt svart
og svart hvítt. Eins myndi ég vilja
nefna meðferðina á vini mínum,
Grími Björnssyni, jarðfræðingi, í
sambandi við skýrsluna hans um
Kárahnjúka, hann var þaggað-
ur niður, það var fyrir neðan allar
hellur. Eins vildi ég nefna stuðn-
inginn við innrásina í Írak og margt
fleira. Það kom semsagt að því að
mér ofbauð og í stað þess að bölva í
hljóði þá steig ég bara fram þó mér
sjálfum finnist það hafa verið með
afar hógværum hætti. Ég ætla ekki
að fara að liggja á skoðunum mín-
um af þeirri einu ástæðu að einhver
kynni að stökkva upp á nef sér.“
Staða fjórflokksins enn of sterk
Þú hefur boðið þig fram fyrir
Dögun, bæði til Alþingis og eins
fyrir bæjarstjórnarkosningar á Ak-
ureyri nýverið. Dögun hefur ekki
hlotið nægt brautargengi til að fá
fulltrúa. Hver er þín skýring á því?
Ertu að berja höfðinu við steininn?
ERLING INGVASON TANNLÆKNIR OG FRAMBJÓÐANDI.
Við höfðum 300 þúsunda króna “budget” fyrir kosn-
ingarnar hér á Akureyri. Það er sama upphæð og hver
verktaki var að leggja í kosningasjóð Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir kosningarnar 2006, það er ójafn leikur.