Akureyri - 26.06.2014, Qupperneq 22
22 24. tölublað 4. árgangur 26. júní 2014
Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og
iðnaðarhurðir eftir málum.
Þær eru léttar og auðveldar í notkun.
Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum
stærðum og gerðum, með eða án glugga.
Einnig fáanlegar með mótordrifi.
Vagnar & þjónusta ehf
Tunguháls 10, 110 Reykjavík
Sími: 5673440, Fax: 5879192
BÍLSKÚRA- OG
IÐNAÐARHURÐIR
Skrímslin koma!
Upp úr tjörninni við Minjasafnið á
Akureyri og garði þess spretta nú
skrímsli sem eiga fætur sínar og
hala að rekja til landakorta sem eru
á sýningunni Land fyrir stafni- Ís-
landskort 1547-1808.
Skrímslin ætla að ganga á land
æi dag, fimmtudaginn 26. júní kl. 20
við Minjasafnstjörnina á Akureyri.
Þar sem sæskrímsli eiga erfitt
með að hreyfa sig á landi verð-
ur þeim hjálpað síðasta spölinn á
Minjasafnið þar sem þau taka sér
nú bólfestu á sýningunni.
Gengið verður í hersingu við
hljómfagra tónlist með dans-
andi hreyfilistafólki , blásurum,
trumbuleikurum og ýmsum smá-
skrímslum.
Þessi skrímslalæti eru unnin í
samstarfi við Skapandi sumarstörf
Akureyrarbæjar, trumbuleikarana
Jón Hauk og Hjört, Volla blásara,
hreyfilistafólkið Camilo, Urði og
Birnu. Anne Balanant sér um tón-
list en Brynhildur Kristins klæðir
skrímsli sem Anna Richards hefur
taumhald á.
Þórarinn Blöndal er yfir-
sæskrímslahönnuður verkanna á
sýningunni.
Brostu framan í skrímslin í dag
kl. 20 á Minjasafninu á Akureyri,
segir í tilkynningu frá Minjasafn-
inu.
Enginn aðgangseyrir.
Fylltur silungur
Þú getur bæði grillað eða ofnsteikt fiskinn, eða hrein-
lega bundið hann með sláturgarni saman og smjörsteikt
á pönnu.
FYLLTUR SILUNGUR FYRIR 2
» 2ja punda silungur
» 3 msk smjör
» 1 laukur, fínsaxaður
» 1 hvítlauksrif, fínsaxað
» 125gr sveppir, sneiddir
» 30gr brauðmylsna
» rifinn börkur af 1 lime
» 3 vorlaukar, saxaðir
» 1 msk söxuð mynta
» 40gr furuhnetur
» 1 msk ólífuolía
Bræddu smjörið í pönnu, steiktu
lauk, hvítlauk og sveppi í 3-4 mín-
útur þar til laukurinn er gullin.
Kryddaðu til með salti og pipar.
Láttu allan vökva renna af
blöndunni í pönnunni. Sveppir eiga
til að gefa frá sér mikinn vökva
þegar þeir eru steiktir ef þeir hafa
ekki nægilegt pláss á pönnunni.
Ef þú vilt stökka steikta sveppi
þá verðurðu að steikja þá á pönnu
þannig að þeir snertist ekki.
Þegar þú ert búin/n að láta
vökvann renna af sveppunum þá
færirðu blönduna í skál, blandar
brauðmylsnu, limeberki, vorlauk,
mynto og furuhnetunum saman við.
Blandaðu vel saman.
Settu fyllinguna innan í fiskinn
og lokaðu honum með tannstöngl-
um eða bittu saman með slátur-
garni. Reyndu að koma allri fyll-
ingunni fyrir.
Vefðu fiskinn inn í álpappír og
steiktu á heitu grilli í 4-5 mínútur
á hvorri hlið.
Berðu fram með nýjum kartöfl-
um og brakandi fersku salati. a
MATARGATIÐ FLEIRI UPPSKRIFTIR Á WWW.ALLSKONAR.IS
Helga Kvam
allskonar.is
Norðlenska
fær gullmerki
Norðlenska hlaut nýverið gullmerki
Jafnlaunaúttektar fyrirtækisins
PricewaterhouseCoopers. „Þetta
eru gleðileg tíðindi og staðfestir að
hjá Norðlenska er jafnrétti kynj-
anna haft að leiðarljósi við launa-
ákvarðanir. Niðurstaðan hvetur
okkur til að vinna áfram með sama
hætti,” segir Jóna Jónsdóttir, starfs-
mannastjóri Norðlenska.
PwC gerði jafnlaunaúttektina
að beiðni Norðlenska. Launagögn
voru greind m.a. með tilliti til
aldurs, starfsaldurs, menntunar og
eðli starfa. Niðurstaðan leiddi í ljós
að óútskýrður launamunur kynj-
anna hjá Norðlenska er einungis
2,7%. Því hlýtur fyrirtækið gull-
merkið, sem áður var nefnt, en til
að hljóta þá viðurkenningu má óút-
skýrður launamunur að hámarki
vera 3,5%. Þess má geta að skv.
könnunum er launamunur kynj-
anna á almennum vinnumarkaði
talsvert meiri.
„Okkur langaði að vita hvort ein-
hver óútskýrður launamunur væri
á milli kynja í fyrirtækinu. Hann
er 2,7% og hallar reyndar á kon-
ur, en munurinn er miklu minni
en gengur og gerist og gæti átt sér
eðlilegar skýringar því það hefur
ekki verið rannsakað. En við erum
mjög ánægð með útkomuna og hún
hvetur okkur áfram - stefnan er sú
að enginn kynbundinn launamunur
sé í fyrirtækinu,” segir Jóna. a