Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Side 2
Hnignun
og fall á
Sundbakka
Aðeins fáeinir steinsteyptir veggir og grunnar standa eftir á svæðinu uppaf Sundbakka og vitna um atvinnulíf, sem
stóð frá 1907 og framá kreppuár.
Mikið umleikis
á Stöðinni
Viðey var tvískipt; annarsveg-
ar Búið og hinsvegar Stöðin.
Beztu árin voru 1910 og árin tvö
þar á eftir. Þá litu menn svo
stórt á byggðina í Viðey, að árið
1909 var sótt um kaupstaðar-
réttindi, sem raunar fengust
ekki. Sími var kominn þangað
og vatni var dælt í steinsteyptan
vatnsgeymi. Sameinaða gufu-
skipafélagið hafði þar móttöku
og afhendingu á vörum; sömu-
leiðis var þar umhleðsla á vör-
um út á land. Stakkstæðin rúm-
uðu 1200 skippund af fiski í einu
og eftirfarandi mannvirki eru
komin upp og heyra til Stöðinni:
Verkamannabústaður,
Kontórhús og íbúð faktors,
sölubúð, smíðahús, mótor-
hús við suðurbrunn með
mótor og pumpu og mót-
orhús einnig við norður-
brunn, kolageymsluhús
Marinens (þ.e. Hins kon-
unglega danska flota),
pakkhús frá Sameinaða
gufuskipafélaginu, salthús
undir 1200 tonn, hús undir
blautfisk, steyptur vatns-
geymir að rúmtaki 150
tonn, hús undir verkaðan
fisk, fiskþvottahús með
mótor og pumpu, lýsishús
fyrir lýsisvinnslu, vatns-
leiðslur um stöðina, haf-
skipabryggja, bátabryggja,
steinolíu-hafskipabryggja,
steinolíu-geymsluhús, ból-
virki og „planeringar“ und-
ir kol, vegir um eyjuna, viti
í Geldinganesi, þrjú íbúð-
arhús, bryggja á Kleppi,
vatnsbátur, kolabarkur,
mótorbátur til vöru- og
mannflutninga, gufuketill
með „rammbúkka“, járn-
brautir og ýmsir stærri og
smærri bátar.
Á árunum 1910—13 var að
jafnaði ein skipakoma á dag í
Viðey allan ársins hring og mest
fóru 60 þúsund tonn um Viðeyj-
arbryggjur á einu ári. Á blóma-
skeiðinu töldust 86 manns eiga
heimili í Viðey, en yfir vetrar-
mánuðina og til vertíðarloka gat
orðið miklu fleira fólk, var talið
240 þegar flest var.
Atvinnulífið á Stöðinni í Við-
ey gekk á meðan Thor Jensen
hafði sín árvökulu augu á öllum
hlutum — og meðan hann
nennti að una við sameignina
með Aage Möller. En sölukerfið
var svo rotið, að það var von-
laust. Eitthvert „saltfisk-synd-
íkat“ á Spáni keypti fiskinn og
fengust 6 krónur fyrir hvert
skippund. Sjálfur var Kaup-
mannahafnarforstjórinn „um-
boðsmaður" fyrir Syndíkatið og
átti sem slíkur að fá heilar tvær
krónur í sinn hlut. Annar um-
boðsmaður í Barcelona átti að fá
krónu og króna fór til bankanna
í vaxtakostnað. Þá voru sumsé
tvær krónur eftir handa þeim
sem öfluðu verðmætanna og
gerðu úr þeim söluhæfa vöru.
Thor Jensen sagði upp stöðu
sinni hjá Milljónarfélaginu í
árslok 1912 og „hafði ég þá gefið
upp alla von um að fá nokkurn
tíma eyri af þeim eignum, sem
ég hafði látið af hendi við fé-
lagsstofnunina", eins og hann
segir. Eftir það virðist engin
lífsbjargarvon hafa verið fyrir
félagið; í ársbyrjun 1914 var það
stöðvað og maður settur til að
ráðstafa eignum þess og skuld-
um. Handelsbanken í Kaup-
mannahöfn tók Sundbakkann og
drjúga sneið austanvert á eynni
uppí skuld, en að öðru leyti
komst Viðey aftur í eigu Eggerts
Briem.
Áður en skilið er að fullu við
Thor Jensen og þennan þátt
hans í íslenzkri atvinnuupp-
byggingu, er vert að hugleiða
þau orð, sem Thor lét falla á
gamalsaldri, — svo sem uppúr
eins manns hljóði — en sýna vel
hversu óvenjulegan mann ís-
lenzka þjóðin átti þar sem Thor
Jensen var:
„Mikið happ tel ég það
hafa verið fyrir þjóðina, að
svo illa gekk fyrir Milljón,
því að hefðu draumar Dana
um þetta félag rætzt og
nánari fjármálatengsl
komizt á með dansk-
íslenzkum viðskiptum og
dönsku áhrifin haldizt eins
og ætlazt var til, þá hefði
örðugra reynzt að skilja við
Dani en raun varð á árið