Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Page 6
Árið 1906 kom út skáldsagan Halla eftir óþekktan höfund sem nefndi sig Jón
Trausta. Ekki þarf að hafa mörg orð um það, að sagan fékk góða dóma og var
frábærlega vel tekið. Þá fyrst áræddi höfundurinn að draga af sér huliðshjálm-
inn og stíga fram í dagsljósið.
Karlssonur
vinnur
konungsríki
Sigurður Sigurmundsson í Hvltár-
holti skrifar um Guðmund Magnús-
son skáld — Jón Trausta
Fyrri hluti.
„Þeir munu lýðir löndum ráða,
er útskaga áður byggðu.“ Svo seg-
ir í Darraðarljóðum Njálu. Fram
eftir öllum öldum hefur jafnan
verið þröngt um jarðnæði á ís-
landi og byggðin teygt sig jafnt út
á ystu annes sem inn til dala og
heiða eins og fornar rústir bera
Ijósast vitni. Afleiðingin varð ein-
att sú, að ungt fólk, sem hugðist
hefja búskap, neyddist til að hola
sér niður í húsmennsku við þröng-
an kost. Þannig var ástatt um það
leyti sem 19. öldin hóf göngu sína.
En um 1820 hófst hér á norður-
hveli góðæristímabil um 40 ára
skeið, sem stóð fram um 1860. Þá
var það, að húsmennskufólkið
norðan- og austanlands, aðþrengt
á ofsetnum jörðum, tók að freista
gæfunnar og leita sér bólfestu inn
til fjalla og heiða fremur en að
flýja land. Þar með hófst saga
heiðabýlanna á Jökulsdalsheiði,
sem nú eru aftur komin í eyði, en
eru þó sérstakur kapítuli í land-
námssögu íslands.
Um 1860 fór aftur að harðna í
ári og þar með tók að þjarma að
öllum landslýð en þó sér í lagi að
heiðabúunum í lífsbaráttu
þeirra. Náttúruöflin á Islandi
eru þekkt að því, að þegar ein
plágan er riðin yfir er jafnan
von á annarri. Hér fór og svo,
því að árið 1875 hófst í Dyngju-
fjöllum eldgos með miklum
feiknum. Gífurleg aska féll yfir
byggðir Austurlands og alla leið
til Noregs og Svíþjóðar. Urðu
þar efri Jökuldalur og heiða-
byggðin verst úti. Varð að yfir-
gefa fjölda býla um lengri eða
skemmri tíma. Ofan á þetta
bættist svo harðindatímabilið
frá 1880—90, þegar hinn hvíti
floti, hafísinn, sigldi að og lok-
aði hverri höfn hálfhring um
landið frá Berufirði að austan
og allt vestur að Horni. Fastast
svarf þá að fólkinu austanlands
og norðan. Upp úr því hófust
Ameríkuferðir. En þótt þær
yrðu mikil blóðtaka fyrir þjóð-
ina og þá einkum fyrir áður-
nefnd héruð, er það þó stað-
reynd, að meðal þeirra sem eftir
urðu hófst skjótari framþróun
en víðast annars staðar, bæði í
verklegum en þó einkum i
skáldskap og andlegum efnum.
Mætti þar nefna fyrst norska
atvinnuvegi og verslun, sem
blómgaðist á Seyðisfirði og víð-
ar fyrir austan, einnig prent-
smiðjur og bókaútgáfu í kjölfar-
ið. Slíkur vöxtur hljóp í skáld-
skap og bókmenntir norðaustan-
lands um aldamótin síðustu, að
enginn kostur er þess hér að
nefna skáld þau öll, sem þá
komu fram. En hér skal þess
geta, að Valdimar Erlendsson
læknir frá Ási i Kelduhverfi
segir í æviminningum sínum:
„Einu sinni kom heldur fátæk-
lega klæddur, fölleitur og
grannleitur unglingur heim að
Asi. Þarna var kominn Guð-
mundur Magnússon skáld, sem
seinna tók sér skáldanafnið „Jón
Trausti". Hann dvaldi hjá okkur
í tvo daga og ræddi við pabba
um skáldskap og bókmenntir
langt fram á nætur og sagði fað-
ir minn, að hann hefði eldlegan
áhuga á menntun og skáldskap,
og ætti sjálfsagt eftir að verða
merkur maður og skáld.“ Hér er
oss sýnd í svipsýn mynd af hinu
verðandi skáldi. Um það sama
skáld segir H.L. í bók sinni
„Túninu heima“. „Jón Trausti",
Guðmundur Magnússon frá
Hrauntanga í Öxarfjarðarheiði,
stendur mér fyrir hugskotssjón-
um sem einn mestur undramað-
ur að verið hafi í íslenskri
sagnasmíð fyrr og síðar. Allir
vetur mínir heima eru tengdir
minningunni um nafn þessa
manns og verk hans.“
Barn hallœrisins
Guðmundur Magnússon fædd-
ist á Rifi á Melrakkasléttu,
nyrsta bæ á landinu, þ. 12/2
1873. Hann var ekki höfðingjum
borinn, foreldrar hans fátækl-
ingar í húsmennsku, Magnús
Magnússon frá Daðastöðum í
Núpasveit og Guðbjörg Guð-
mundsdóttir frá Sigurðarstöð-
um á Sléttu, kona að sögn glæsi-
leg og stórgáfuð. í maí um vorið
1873 fluttust þau að heiðarbýl-
inu Hrauntanga í Öxarfjarðar-
heiði og bjuggu þau þar næstu
ár við mikla fátækt. Þar missir
svo Guðmundur föður sinn árið
1877 fimm vetra gamall. Eftir
þetta barðist Guðbjörg við sára
fátækt og skort í tvö ár með
börnin en síðasta og versta úr-
ræðið var að leita á náðir sveit-
arinnar. Kom hún þá Guðmundi
litla fyrir á Skinnalóni þar sem
hann dvaldi næstu fimm árin.
Það má með sanni segja um
hann eins og sagt var um nafna
hans Guðmund á Sandi, að hann
var barn hallærisins. Um þær
mundir dundi yfir eitt mesta
harðæri, sem gengið hefur yfir
ísland á síðustu tímum — fell-
isvorið mikla 1882. Þá var
drengurinn 9 ára. Svo vel vill nú
til að um það vitna hans eigin
orð í greininni „Vorharðindi",
byggð á minningum bernskunn-
ar. |
Þegar hér var komið fór að
rofa til og birta af nýjum degi í
ævi drengsins. Móðir hans var
nú gift í annað sinn og farin að
búa á harðbýlli jörð við sjóinn;
Núpskötlu við Rauðanúp. Þang-
að fer hann 10 ára gamall og
dvelur þar fram yfir fermingar-
aldur. Þarna líður bernska hins
verðandi skálds, annarsvegar er
hörð lífsbarátta við fátækt og
skort þar sem tryllt náttúruöfl
geisa, hins vegar draumar og
hugsjónir þar sem hugurinn
leitar á fjarlægar slóðir úr
þröngum heimahögum. Hann
segir á einum stað: „Minnis-
stæðust af öllu sem ég sá í Kötlu
eru haustbrimin þar. Aldrei hef-
ur neitt þvílíkt borið fyrir mig.
Að lýsa berserksgangi brimsins
er mér um megn. Þá falla orðin
máttlaus til jarðar sem væng-
brotnir smáfuglar, en myndirn-
ar standa ógleymanlega skýrar
fyrir mér ennþá eftir 25 ár og
brimgnýrinn ómar mér enn í
hlustum." Það er því mjög að
vonum, að mæta oft brimi og
brotsjóum, stormi og hafróti í
kvæðum og sögum skáldsins.
í ritgerð eftir Stefán Einars-
son segir svo: Og að hinum
langa vetri loknum kemur vorið
og sumarið, sem breytti Slétt-
unni í „nóttlausa veraldar ver-
öld“, eins og best sést í kvæðinu
„Sólhvörf á Sléttu".
Hugurinn dvaldi
við sögur og
skáldskap
Eftir ferminguna lá ekki ann-
að fyrir Guðmundi en að fara í
6