Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Page 8
í upphafi var myndin
— Síðari hluti
Chantal Akerman.
Marguerite Duras.
Móðir og samband
við móður er það sem
tengir myndir kvenna
ÞaÖ ósýnilega
Chantal Akerman er ein af
þeim. Hún byrjar að taka þar
sem aðrir hætta. Myndir hennar
eru þetta bælda í kvikmyndum,
þessi ósýnilegi „hinn“ sem birt-
ist þegar myndavélin er sett
niður milli kafla, í greinaskilum,
út á spássíur klassískrar frá-
sagnar. Þannig skapar hún sitt
eigið rúm og sinn eigin tíma út
frá sínum persónulega sjónar-
hóli (eða sjónarlægð því Chantal
er mjög lág vexti og setur
myndavélina alltaf í sína augn-
hæð og er það orðinn hluti af
hennar stíl). Hún hefur algjör-
lega hafnað fimleikum í mynda-
töku og notar kyrrstæðan
myndramma beint andspænis
myndefninu eða beina lateral
(hliðar) hreyfingu. Akerman er
alltaf í ákveðinni fjarlægð, per-
sónur yfirleitt í fullri stærð inn-
an myndar. Hún horfir á tímann
líða eins og Henri Bergson á
sykurinn bráðna. Hún horfir á
fólk hrærast í þessum tíma við
athafnir sínar, verk sín, án þess
að hlutast þar til um, hún vísar
burt tímaeyðum (ellipses) í frá-
sögn, er ekki hrædd við endur-
Úr Jeanne Dielman eftir Chantal Akerman.
Eftir
Kristínu
Jóhannesdóttur
kvikmyndahöfund
tekninguna, né lengdina, né
línubilið.
Jeanne Dielman lýsir lífi hús-
freyju nokkurrar í Bruxelles í 3
daga, horfir á hana skræla kart-
öflur, vaska upp, þjóna undir
karlmönnum, gegna öllum
venjulegum verkum húsmóður;
allt í „raunverulegri" tímalengd
og með þessum augum séð verða
merkingarlaus verkin að merk-
ingu heils verks. Innihaldið er
ekki lengur upptalningin úr lífi
konunnar, heldur upplifun.
Þessi auðn og þetta tóm hvers-
dagsleika þeirra sem heima
sitja kemur til skila heildar-
mynd úr lífi konu.
Þessi verk eru upplifuð í þögn,
eini textinn eru hrörleg sam-
talsbrot milli mæðgina, þar sem
móðirin hörfar stöðugt undan
spurningum sonar síns, stendur
dofin gagnvart matarinnkaupa-
sífri nágrannakonu, leiðir við-
skiptavini þegjandi til rekkju.
Hún er múruð inni í þögn ein-
angrunar, reyrð niður í fásinni
hefðbundinna og taktfastra
handverka, heft í málleysi hinna
afskiptu. I Jeanne Dielman
verður þögnin ekki bara þögn
heldur hrópandi sem færir
okkur heim allan sanninn um
veru konunnar, í samleik sínum
við mynd.
Að heiman
Stóriðjubákn kvikmyndanna
með natúralisma og raunsæi að
máttarstólpum hefur komið sér
upp áhættulausu stöðnuðu kerfi
myndar og máls, þar sem leitast
er við að viðhalda skynsemis-
hugmyndafræði hins vestræna
heims. Því liggur það í augum
uppi þegar farið er að velta fyrir
sér kvikmyndamálinu til að
koma áleiðis nýjum hugmynd-
um, nýrri sýn, að önnur tengsl
eru endurhugsuð milli myndar
og tónbands.
Þannig hafnar Chantal Ak-
erman einnig öllum „eðlilegum"
viðhorfum í þessu tilliti í mynd
sinni News from Home (1976)
sem hún myndar í New York og
er sýn, angistarfull skynjun
ungrar belgískrar konu (hennar
sjálfrar) af borginni, þar sem
myndavélinni er hjólað um
Avenues og Streets, frá Man-
hattan yfir í Harlem, sett niður
á brautarpöllum, inn í subway-
vögnum og látin ganga stöðugt,
hvergi kvikar augað né hlífir
nokkrum. Inn á þessa mynd les
Chantal sjálf þindarlaust,
áherslulausri, eintóna rödd bréf
frá aldraðri móður sinni, öll
bréfin eins, þar sem hún óttast
um hagi dóttur sinnar í stór-
borginni, kvartar yfir að heyra
aldrei frá henni, sendir henni
fáeina dollaraseðla fyrir frí-
merkjum, segir fréttir af heilsu-
fari ættingja, annríki föður og
svo framvegis. í þessari mynd
komumst við að því að bréf
mæðra eru þau sömu hvort