Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Side 10
Úr Stefnumóti Önnu eftir Ehantal Akerman.
Úr Malou eftir Jeannie Meerapfel.
hver sem betur getur (lífinu)),
en þar er stór kafli um M. Duras
þar sem hann fléttar hennar
kvikmyndahugsun (hug-mynd)
inn í söguþráð myndarinnar.
Þar er meðal annars sýnd
myndin „Vörubíllinn" („Le Cam-
ion“) á ráðstefnu nokkurri og
Godard (alias J. Dutronc) les
upp yfirlýsingu M. Duras þar
sem hún segist gera kvikmyndir
vegna þess eins að hún hafi ekki
kraft til að gera ekki neitt og
ekki af neinni annarri ástæðu og
segir hann nákvæmlega sama
máli gegna um sig.
En þar ræðst Godard ásamt
Duras ekki eingöngu gegn post-
ulum hugmyndafræði, dogma og
innblásins boðskapar í kvik-
myndum og krefst þess réttar að
fá að gera kvikmynd, kvikmynd-
arinnar vegna, heldur hreyfir
hann þar við grundvallarþætti í
kvikmyndum kvenna og það er
einhver frumkraftur sem virðist
hafa á sér tvístefnueinkenni,
þær tala um dauða vegna ómæl-
isflæði lífs sem engan farveg
finnur. M. Duras segist ekki
hafa orku til að gera neitt, en
hún hefur styrkleika til að
brjóta allar brýr að baki sér og
fara þangað sem enginn hafði
hætt sér.
Handan dauða,
framan við líf!
Gagnrýnandi hjá Le Monde
sagði um kvikmyndir þýskra
kvenna að þar væri allt vaðandi
upp í þreytandi „subjectiviteti"
og ekki væru þær til að auka á
bjartsýni því dauðinn væri eina
svarið í þeim myndum. Ekki er
það í fyrsta skipti sem súpa yf-
irborðsmennsku gagnrýnanda
hefur flætt út. Reyndar er dauð-
inn snar þáttur í myndum
kvenna yfirleitt og er því áhuga-
vert að athuga það nánar, því
það virðist standa í samhengi
við áðurnefndan frumkraft og er
vísbending til dýpri greiningar.
Helma Sanders Brahms er ein
af þekktustu kvenhöfundum
þýskra kvikmynda. I mynd sinni
Deutschland, bleiche Mutter,
(Þýskaland, nábleika móðir)
1979, rekur hún sögu foreldra
sinna og axlar í því tilliti ör-
10
lagakápu móður sinnar og talar
í fyrstu persónu eintölu þar sem
hún gengur ein í gegnum sögu
Þýskalands (eiginmaðurinn er
eilíflega og endalaust sendur í
stríð) með dóttur sína á herðun-
um og silfurhnífapörin í tösku
um skóglendi og víðáttur og
aldrei er hún bjartsýnni heldur
en þegar búið er að sprengja allt
ofan af þeim, hún harkar af sér
örbirgð, sprengjuárásir, aðskiln-
að, nauðgun og eftir stríð byggir
hún upp stein fyrir stein úr
eyðileggingunni. Og það er að-
eins þá, þgar friður er kominn á,
Adenauer hefur plokkað haka-
krossinn af sínum mönnum, bú-
ið er að renna lífinu í fast mót,
konan lokuð aftur inni, þá fyrst
brestur hún, lamast öðrum meg-
in í andliti og ber upp frá því
blæju fyrir helming andlits eins
og gyðja hefndarinnar er syrgir
að hálfu. Þessi nýi heimur sem
byggður var upp var heldur ekki
sniðinn að hennar stærð og
vænghafið var múrað inni og
það er hún sem fær að bera
sjúkdómseinkenni undirlægju
þessarar kynslóðar sem lynti við
. Hitlerismann.
I einni af alfyrstu myndum
Chantal Akerman, stuttræmu
nokkurri, sýnir hún kafla úr lífi
stúlku er býr í stórblokkaút-
hverfi, þar sem hún kemur
heim, gerir stórhreingerningu
þar til flæðir yfir allt, sýður
spaghetti í stórum stíl, burstar
skóna af svo mikilli atorku að
sköflungar og læri fá sína um-
ferð; lífsþorsti og kraftur henn-
ar er svo mikill að hann fer heil-
an hring í þessu litla eldhúsi í
þessari risavöxnu blokk á 23.
hæð og lendir á henni aftur með
ægiafli; hún plástrar sig inni,
skrúfar frá gasinu með blóm-
vönd í hendi ... í nafni lífsins.
Ulrike Ottinger er eins og
Helma Sanders Bramhs af Berl-
ínarskólanum og er höfundur
Bildnis einer Trinkerin. Mynd
um auðuga konu, sem ákveður
að fara til Berlínar og drekkja
sér í áfengi. Þar hittir hún flæk-
ingskonu, sem slæst í förina og
út í þá helgöngu leggja þær upp
með orku sem haldið gæti uppi
sjö himnum, en vegna þess
hversu lágt var undir loft alls
staðar, snerist hún upp í sjálfs-
eyðingu.
Örvænting þessara kvenhöf-
unda er afl sem verður jákvætt
þegar það er sett fram frjálst og
í formgerð sem er óháð, ný og
breytt. Jákvæð örvænting er
sterkasta vopnið gegn öllu valdi.
Við komum enn aftur að sömu
uppsprettunni og virðist sem úr
henni liggi aðalinntakið í mynd-
ir kvenna. Það er drifkraftur
kvikmyndanna, tími og rúm sem
innihald, efni, kjarni verks. Sú
skipulagning, sá farvegur sem
tíma og rúmi hefur verið eytt í
hingað til er ekki frá konum
kominn og hefur þar af leiðandi
ekki endilega neina merkingu
fyrir þær. Þær eru því í mynd-
um sínum að höggva niður
þennan óendanleika tímans sem
þær eru nauðbeygðar til að upp-
lifa, þær eru að stokka upp
þessa eintóna tilveru sína til að
skýla tóminu, hvarfi merkingar-
innar, þ.e.a.s. dauðanum. Jeanne
Dielmann hólfar niður daginn í
mismunandi verkefni, Anna í
Les Rendez-Vous d’Anna
(Stefnumót Önnu, Ch. Aker-
man) ferðast um endalaust og
þessar ferðir sem eiga sér
hvorki brottfararstund né
komutíma og sem ekki er farið í
vegna ferðarinnar heldur vegna
þess einmitt að Anna er ein af
þeim veglausu sem enga stöðu
hafa, engan stað eiga. Hún
staldrar við til að rjúfa þennan
líðanda, til að gefa tímanum
takt, rýminu dýptarlínur. Það
eru skil, markalína milli Önnu
og umhverfis sem hún verður að
draga, svo þorstinn eftir öðru
megi verða til, það er að segja
lífinu er gefinn möguleiki á að
birtast.
Tíminn og móðirin
Duras sagði í tilefni myndar
sinnar, Nathalie Granger (1972):
„Það sem ég sé framar öðru, á
undan myndinni, er húsið. Ég sé
það með hvelfdum veggjum,
mjög þykkum, geymi sem inni-
heldur vökva og hindrar, aðskil-
ur, heftir flæði vökvans. Horn
veggjanna afmarka geyminn,
loka honum. Það er nauðsyn,
annars hryndi veggurinn og það
sem verður að gerast flyti út.“
Sú mynd var upphafið að ein-
hverju nýju, aldrei hafði verið
kvikmyndað á þennan hátt.
Tvær konur í húsi, lifa vanda-
mál stúlkubarns sem hefur verið
rekin úr skóla fyrir ofsafengna
skapsmuni. I útvarpinu er skýrt
frá flótta tveggja afbrotaungl-
inga í héraðinu. Kyrrstaða
myndar og þau skýru mörk milli
þessa lokaða heims og þess sem
utan er gerði mögulegt að birta
þau firn tilfinninga, ofsann og
streymi það er frá þessum kon-
um stafar.
Orð Duras verður því að líta á
í öðru ljósi en út frá móðurlífs-
symbolisma einum og sjá þar
þessa grundvallarþörf konunnar
að upplifa aðskilnað við móður-
líkamann sem á sér í rauninni
aldrei stað þar sem konan er
framhald móðurinnar, þeirra
líkami er hinn sami; því verður
að skapa þessi skil og höndla
sjálfa sig, eigin sjálfsímynd í
gegnum móður.
I News from Home er það
landfræðileg fjarlægð sem gerir
Chantal kleift að ná til móður
sinnar og móðurinnar í sér,
þessa ómuna móður, og hennar
eigið rými og tími verða til, þar
sem ekkert er lengur höggvið
niður, andardráttur innan
myndar á sér ekki önnur tak-
mörk en þau sem 12 mínútna
kvikmyndaspóla gefur. Þar flýt-
ur eitthvað sem aldrei ætlar að
taka enda.
Jeanine Meerapfel, þýsk, gaf
út mynd sína Malou á þessu ári
um unga gifta konu sem nær
ekki að raða brotunum saman í
eina mynd og finnur gliðna und-
ir fótum sér, ímynd mæðra
okkar hefur liðast sundur en
ennþá veit konan ekki hver
framtíðin er. Móðir hennar
hafði gifst ríkum gyðingi og
gerði strangheiðarlega tilraun
til að aðlaga sig að nýjum heimi
en þegar þau verða að flýja úr
landi í stríðinu skrikar henni
fótur þegar hún missir einnig
þannig sjónar af uppruna sínum
og hún gerist drykkjusjúklingur
og deyr í Argentínu snauð og
örvasa. Dóttir hennar tekur það
til bragðs í sjálfsleit sinni að
þræða götur móður sinnar, bæði
landfræðilega og aftur í tímann
— til upphafsins og eins og
Helma Sanders Brahms í Þýska-
land, náföla móðir, nær Meer-
apfel því með að streyma um
farveg móðurinnar, verða móð-
irin og þá getur hún á endanum
hafið sína eigin göngu.
Kona
Móðir og samband við móður
er það þema sem tengir myndir
kvenna; sýnilega eða dulið er
hún miðpunktur sem allar línur
liggja til og frá. Hún er eina
tilvitnunin sem við eigum utan
ómuna manngerða (Archetype),
annað er ekki okkar. Hún er
fyrir okkur veglausar eina at-
hvarfið, eina eylandið í öllu
þessu hafróti, rótfesta sem kem-
ur í staðinn fyrir allar aðrar —
móðirin er það eina sem við til-
heyrum. Það er í Stefnumót
Önnu sem ein jákvæðasta kven-
ímynd síðari tíma hefur birst.
Þar er að finna eina fallegustu
formgerð á sambandi móður og
dóttur undir sæng í ókunnu
rúmi á 2. flokks hóteli í grennd
við járnbrautarstöð þar sem
Anna getur loksins talað og seg-
ir þá allt og móðirin hlustar og
lofar henni að vera til eins og
mæður einar geta gert.
Anna er þessi kona framtíðar-
innar sem dregur upp nýjar
dýptarlínur, kona sem öðlast
kraft og ró með því að kasta
fyrir borð viðteknum hefðum.
Hún hefur lagt frá sér vopn
tálsins og vill gerast samherji
mannsins í þessum heimi þar
sem öll gildi eru að gliðna, sem
verður að breyta. Sjálf hefur
hún varpað frá sér hefðum sem
grundvallað hafa mannleg sam-
skipti, hún rýfur þögnina sem
hefur ríkt milli móður og dóttur
og neitar að gegna undantekn-
ingarlaust kynferðishlutverki
gagnvart þeim mönnum sem
hún hittir. Hún er ný, ósveigj-
anleg, án þess að vera fjand-
samleg, laus við alla siðferðis-
klafa og allshugar hlustandi;
birting hennar markar upphaf á
nýju tímabili.
Hér hefur ekki verið um að
ræða reglur að nýjum dogma, né
heldur vörður að fastmótaðri,
óhagganlegri leið, heldur hefur