Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Blaðsíða 14
Liðsöfnun
bæði með
góðu og illu
4. hluti. Ásgeir Jakobsson tók saman.
Kallað úr
konungsgarði
Þórður kakali hlýtur að hafa
hatað þennan konung sinn, sem
þannig lék sér að honum í raun-
um hans, sárum harmi og þörf
til hefndar, þar til konungur
þarf að nota Þórð til að koma
föðurlandi hans undir sig.
Þórði getur ekki hafa verið
það neitt tilhlökkunarefni, að
vita það, þegar hann leggur sig
allan fram í baráttunni til
hefnda og til að reisa við merki
ættar sinnar, að hann hefur ekki
fyrr unnið sigur á Kolbeini og
reist merkið, að kallað er úr
konungsgarði og hann minntur
á, að sigurinn sé ekki hans né
hans ættar, heldur Hákonar
konungs, þar sem Þórður sé
hirðmaður hans.
Hirðmaður í þennan tíma
hlaut mikið ámæli af því að
svíkja konung sinn; það voru al-
gerlega ófyrirgefanleg drottins
svik og konungsmönnum var
skylt að drepa þann mann, ef
þeir komust í færi við hann. Og
Hákon átti í handraðanum ein-
mitt hirðmann til þess, þar sem
var Gissur Þorvaldsson, sem nú
var geymdur úti hjá konungi á
sama hátt og Þórður áður og í
sama skyni, þar til séð yrði
hvernig Þórði reiddi af og
reyndist kóngi sínum.
Hákon hefur treyst Þórði illa
til annars en drepa Kolbein og
Þórður var ekki í vafa um að
tækist honum það og stingi þá
við fótum í konungsþjónustunni,
þá yrði Gissur sendur á hann og
sú sendiför yrði Gissur sízt
óljúfari en sú sem hann fór að
konungsboði í Reykholt 1241.
Nú hefur það eflaust ekki
staðið Þórði kakala fyrir svefni,
þótt hann ætti í vændum, þegar
hann hefði sigrað Kolbein, að
taka upp baráttu við Gissur; það
gæti miklu heldur hafa verið
honum ánægjuleg tilhugsun, en
hitt kann að hafa staðið honum
fyrir svefni nótt og nótt, að
hann veit sig vera að vinna meir
fyrir Hákon konung en sjálfan
sig og sína ætt og sigurinn á
frænda sínum geti reynzt sér
skammvinnur. Sigurvegarinn
yrði þessi kóngur, sem hann
hataði.
Það kann að hafa legið nokk-
uð margslungin merking í þeim
orðum Þórðar í ræðu hans í
Haga, þegar hann jafnar saman
dauðanum og sigrinum „og er
þar góður hvor upp kemur".
Frá Haga fór Þórður norður
til Hrafnseyrar. Sonur Stein-
unnar og Odds Álasonar var
Hrafn og hann og Svarthöfði
voru farnir, þegar Þórður kom
til Hrafnseyrar til brúðkaups
norður í Hjarðardal. Þórður
sendi „þegar um nóttina mann
norður í Hjarðardal að þeir
Hrafn og Svarthöfði skyldu
koma til móts við hann á Sönd-
um en Bárður Þorkelsson, sem
kallaður var Sanda-Bárður, bjó
þá á Söndum. Þeir komu strax
og þeim barst orðsendingin og
þeir gengu á tal allir saman
Þórður, Sanda-Bárður og þeir
Hrafn og Svarthöfði. Þórður
sagði þeim sína ráðagerð, að
hann vildi koma fram hefndum
á Kolbeini og rétta hlut sinnar
ættar."
Hrafn Oddsson
kemur til sögu
Það vafðist ekki fyrir Svart-
höfða Dufgussyni að svara:
Hann sagði sér þá í hug „er
Sturla bróðir þinn var drepinn
frá oss, en vér allir hraktir og
skammaðir, að vér myndum
fegnir verða, ef nokkur vildi
þess réttar reka. Skaltu og eigi
bænastað þurfa, slíkt er vér
megum veita þér.“
Sanda-Bárður sagði það ráð
taka, sem þeir gerðu Eyrar-
menn, „hefur mér það lengi vel
gefizt.“
„Þórður spyr: „Hver er sá
hinn ungi maður? Því leggur þú
ekki til?““
Hann kvaðst Hrafn heita og
vera Oddsson. Þórður kvaðst
hafa heyrt hans getið „eða viltu
nokkuð vera í ferðum með oss?“
Hrafn sagðist vera ungur og
lítt til ferða fallinn, hann var þá
sextán vetra er Þórður kom í
Vestfjörðu, og „hefi ég eigi í
ferðum verið með höfðingjum
hér til.“
Þórður sagði Hrafni ærna
nauðsyn að vera mótgangsmað-
ur Kolbeins fyrir sakir dráps
móðurbræðra hans og „létust
þar engir menn jafngöfgir fyrir
utan þá Sighvat, föður minn og
sonu hans, sem þeir Sveinbjörn
og Krákur."
Hrafn sagði, að það skyldi
ekki hvorttveggja vera, að hann
gæti lítið lið veitt Þórði og Þórð-
ur þyrfti að ganga eftir því litla
liði, sem hann gæti veitt honum.
Þórður varð þessu feginn, því
hann sagðist vita frændastyrk
Hrafns mikinn.
Alltaf slapp
hann úr höndum
óvina sinna
Með þessum hætti hefst sagan
af Hrafni Oddssyni, en af hon-
um er mest sagan af öllum ís-
lenzkum mönnum á síðara hluta
13du aldar. Hrafn var hermaður
mikill og vitmaður. Honum var
um það líkt farið og Sturlu
Þórðarsyni, að það var sama
hversu óvænlega horfði fyrir
honum, alltaf slapp Hrafn úr
höndum óvina sinna, þótt hann
biði ósigur í orustu, og þeir ættu
enga heitari ósk en drepa hann.
Hrafn gekk vel fram í orustum
og hlífði sér ekki, hann var allt-
af framar í fylkingu en Sturla,
en var oftast á bak og burt, þeg-
ar óvinir hans höfðu unnið sigur
og fóru að aflífa þá, sem þeir
náðu til.
Það horfði óvænlegast fyrir
Hrafni vorið eftir Flugumýrar-
brennu.
Þá þurfti hann að ná sáttum
við Gissur og það var ákveðinn
með þeim fundur í Laugardal
syðra og svo segir frá í Islend-
ingasögu Sturlu:
„Voru áður grið seld.
Skyldu hvorir koma með
tólfta mann, en Gissur kom
með fjóra tugi manna.
Þótti Andrési Sæmunds-
syni (hann var meðal-
göngumaður) Gissur þá eigi
trúlegur og Þórði syni
hans. Þeir voru þar báðir
með Hrafni. Settust menn
niður og töluðu úti, og var
Gissur þess harðari í tal-
inu, er þeir höfðu lengur
talað. Þá gekk að Hrafni
Teitur Álason og mælti við
hann eintal, bað hann öllu
því játa, er Gissur beiddi
hann — kvað honum eigi
annað duga mundu, þar
sem þá var komið. Og svo
gerði Hrafn. Sór þá Hrafn
Gissuri eiða, að hann skyldi
aldrei honum í móti vera og
aldrei veita brennu-
mönnum í mót honum.
Skildu þeir við það.
Reið Hrafn vestur til
sveita skírdagsnótt og
langafrjádag, allt hið efra
um fjöll frá Skarði og kom
vestur í Dali að páskum.
Gissur sagði svo sjálfur
síðan, að hann kvaðst eigi
vita, hvað Hrafni hafði
hlíft á þeim fundi, því að
hann kvaðst einráðið hafa
áður fyrir sér að meiða
hann að nokkru, blinda eða
gelda.“
Það sýnist nú hafa reynzt
heldur lítið hald í eiðum á Sturl-
ungaöldinni og það er ekki að
orðlengja það, að um mitt
sumar var Hrafn kominn af stað
með liðsafnað ásamt Eyjólfi
ofsa, aðal-brennuvarginum, og
þeir ætluðu að fara að Gissuri,
en hann slapp þannig, að þeir
höfðu sent njósnarmann á und-
an sér og hann flutti þeim ranga
fregn um ferðir Gissurar. Giss-
ur var hinn þriðji höfðingi á
Sturlungaöld, sem var ódrep-
andi, eins og kunnugt er. Hrafn
lifði Gissur og alla sína höfuð-
óvini og varð hirðstjóri yfir öllu
landinu og riddari að nafnbót og
titlaður hérra Hrafn.
Hrafn hafði ætlað utan með
Svarthöfða um sumarið 1242, en
varð afturreka ásamt þeim
Dufgussonum, sem áður segir.
Þótt hann væri aðeins 16 vetra
þegar fundum hans og Þórðar
bar saman, en hann verður þó
meðal þeirra manna í liði Þórð-
ar, sem hann treysti bezt og
Hrafns er jafnan við getið, þeg-
ar mest er raunin.
Þótti mönnum
hann stirt
tala í fyrstu
Þórður fór að loknu erindi
sínu á Söndum norður í
Hjarðardal og kom þar áður en
menn fóru frá brúðkaupinu.
„Voru þar allir hinir beztu menn
fyrir vestan ísafjörð." Talaði
Þórður þá langt erindi. „Hafði
hann upphaf á sínu máli, að
hann krafði þar alla menn lið-
veizlu og uppstöðu svo skjótrar,
að allir skyldu komnir í Saurbæ
á Allraheilagramessu".
Það er í lok Mikjálsmessu (29.
sept.) að Þórður er í Hjarðar-
holti. Glöggt er, að hann hefur
ætlað að bregða hart við, þegar
hann vill hafa náð saman liði til
herferðar 1. nóvember (Allra-
heilagramessu) og annað hitt,
að hann vílar ekki fyrir sér,
enda gat það komið Kolbeini á
óvart, að hefja hernaðinn komið
langt á haust og allra veðra von
og því áhættusamt að leggja í
langferðir um heiðar og fjöll
með mikinn liðsafnað.
„En er Þórður hafði lokið
ræðu sinni, þóttust menn það
finna, að hann myndi vitugur
maður, þegar er hann fengi
stillt sig fyrir ofsa.“
En nokkuð þótti mönnum
hann stirt tala í fyrstu, en þess
að djarfari og snjallari var hann
í málinu, er hann hafði fleira
mælt og fjölmennara var.
„Þeir menn svöruðu í fyrst-
unni, er í eiðum höfðu bundizt
með Kolbeini um haustið, —
Kölluðu sér eigi sóma að fara að
Kolbeini, meðan hann gerði eng-
in afbrigði við þá, og kváðu eigi
þurfa um það að leita, að þeir
myndu standa upp með Þórði, en
kváðust vilja vera vinir hans í
öðrum hlutum."
Þórður reiddist þessum svör-
um ákaflega og kvaðst krefjast
þess, að menn á Vestfjörðum
væru annað hvort með sér eða
móti og ekki ætla sér minna, ef
hann kæmi aftur úr sinni ferð
lifandi, en „skrifta yður að
maklegleikum, er nú láta sér
verst fara.“
Bændur sögðu hann eiga nógu
mörgum illt að launa, þó að
hann heitaðist ekki við þá.
Þórður sagði, að þeir þyrftu
ekki að minna sig á harma sína
og sló þá í heitan með þeim og
kváðust bændur eigi mundu
blotna við það.
Fór Þórður þá á Sanda um
kvöldið, en daginn eftir bauð
Bárður honum bú sitt. Þórður
tók við búinu. Þótti þetta geysi-
stórmannlegt af Bárði.
„Litlu síðar sendi Þórður
menn sína út í fjörðu að kveðja
menn upp, en sjálfur fór hann
norður til Önundarfjarðar og
fékk þar fátt eitt af mönnum og
þaðan fór hann inn til ísafjarð-
ar og fékk þar nær enga menn.
En Isfirðingar, vinir Kolbeins,
gerðu honum njósn."
Þórður hefur líklega goldið
Órækju frænda síns um norðan-
verða Vestfirði, því að Órækja
hafði verið illa þokkaður, en líka
hefur það komið til, að Kolbeinn
hafði af hyggindum sínum sett
niður sína menn víða við ísa-
fjörð og auk þess bundið marga
í eiðum við sig sem fyrr segir.
Kolbeinn hefur vitað sem varð,
að þarna væri margur honum
ótryggur, ef ekki væri vel um
hnútana búið.
í héraði og ríki Hrafnseyrar-
manna í Arnarfirði héldu engir
eiðar, þar var einhuga Sturl-
ungalið og eins á Barða-
ströndinni, þar sem Gísli í Bæ
var fyrirmaður.
Gestasveit til
að sjá um liðs-
heimtu með hörðu
Þórður hefur viljað láta
sverfa til stáls í liðsbóninni.
Skapið hefur greinilega hlaupið
með hann í gönur þarna í
Hjarðarholti, en í raun dugði
honum ekki annað en snöggt
áhlaup með offorsi. Hann hafði
engan tíma til að vinna menn til
fylgis við sig með lagi og hægð.
Kolbeinn hefði ekki gefið honum
næði til þess. Þá er það og, að
Þórður gerir sér ljóst að honum
dugir ekki annað en menn séu
með honum og honum myndi lít-
ið gagnast hálfvolgir menn,
hann fengi aldrei lið að fjöl-
menni til móts við Kolbein, sem
gat sótt sér liðsafla í tvo fjöl-
mennustu landshlutana, Norð-
ur- og Suðurland og átti einnig
marga stuðningsmenn á Vestur-
landi. Þórður hefur ætlað sér að
hafa einvalalið, það litla sem
hann fengi af mönnum. Hann
reynir því ekki að dekstra menn,
heldur fá úr því skorið, hverjir
séu með honum og hverjir ekki.
Þórður varð þó að slaka á kröf-
unum í þessu efni og leggja
áherzlu á höfðatöluna ásamt
tryggum kjarna.
Margir Isfirðingar og Önfirð-
ingar veittu síðar Þórði gott lið,
ekki sízt í Flóabardaga.
Þórður fór norður til Stein-
grímsfjarðar í Kallaðarnes. Þar
bjó frændi hans Ásgrímur Berg-
þórsson, sem víða kemur við
sögu með Sturlungum. Ásgrím-
ur brást Þórði um liðsemdina,
sagðist sitja svo nærri Kolbeini
að hann gæti ekki gert sig beran
að fjandskap við hann. Bændur í
14