Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Side 16
Ljósmyndin, þessi
undragripur, sem
franska rithöfundinum
Marcel Proust fannst
jafn unaðsieg og koss,
kemur okkur stöðugt á
óvart.
þögul, vottar hún eitthvað sem
hefur gerst í liðinni tíð. Ljós-
myndin er horfið augnablik.
Úr þátíö
1 nútíð
Við gleymum því oft að það er
ekki svo ýkja langt síðan að
ljósmyndavélin var fundin upp.
Þó að listamaðurinn og hugvits-
maðurinn Leonardo da Vinci
hafi rutt brautina á 16. öld með
uppgötvun sinni „La camera
obscura" til að auðvelda lands-
lagsmálverkið, var það ekki fyrr
en öldum síðar, árið 1822, að
fransmaðurinn Nicéphore
Niépce gerði hana að raunveru-
leika.
Uppgötvun ljósmyndarinnar
vakti mikinn úlfaþyt á þeim
góðu tímum og miklar umræður
spunnust í kringum hana, meðal
annars um listrænt gildi henn-
ar. Þessar deilur virðast fjar-
stæðukenndar í dag þó eflaust
hafi verið grundvöllur fyrir
þeim þá. En þó að ótrúlegt megi
virðast eimir enn dálítið eftir af
þessum deilum hjá einstaka að-
ilum. Einnig yfirsést mörgum
áhrifamáttur ljósmyndarinnar
á aðrar listir.
Tækniþjóðfélög nútímans eru
búin að gera okkur að algjörum
ljósmyndaneytendum. Áhuginn
fyrir ljósmyndinni hefur aldrei
verið meiri og aldrei hafa bið-
raðirnar verið lengri fyrir fram-
an sýningarnar hér í París. Það
má segja að Ijósmyndavélin sé
orðin skriffæri tuttugustu ald-
arinnar.
Frétta-, heimilda-,
tízku- og list-
rænar ljósmyndir
Víst er að við köllum „ljós-
myndun" hinn volduga og ört
vaxandi iðnað sem framleiðir
vélar, filmur og annað slíkt sem
notað er til ljósmyndunar. Við
tölum einnig um „ljósmyndara“
þegar við auðkennum iðju at-
vinnumanna jafnt sem áhuga-
manna. Þó að ljósmyndavélin sé
öllum aðgengileg og tæknileg
framleiðsla ljósmyndanna sé
mjög lík, (án þess að tala um
sérhæfða þekkingu,) samanber
auglýsingu Kodak „Ytið á takk-
ann, við sjáum um afganginn",
— þá er ekki þar með sagt að
allar ljósmyndir séu gerðar með
sama hugarfari.
Frétta- og heimildaljósmynd-
un er fyrst og fremst ætlað það
hlutverk að miðla upplýsingum
um tiltekna frétt eða atburð til
áhorfandans — endurspegla lið-
inn atburð á sem raunveru-
legastan hátt. Sumir frétta- og
heimildaljósmyndarar hafa sér-
staklega næmt auga fyrir
myndbyggingu og meðferð fyrir-
myndar, og teköt þannig oft að
Valentino 1978. Eftir Deborah Turbeviile.
Laufey Helgadóttir
París, höfuðborg Ijósmynda-
listarinnar. Þannig hefjast fiest-
ar greinar í Parísarpressunni um
„Le Mois de la Photo“, ljós-
myndamánuöinn, sem stendur
nú sem hæst. Nafn hátíðarinnar
er rangnefni, vegna þess að í
raun og veru spannar hún þrjá
mánuði, nóvember, desember og
janúar.
Þessi Ijósmyndamánuður er
annar sinnar tegundar í París,
hinn fyrri var haldinn árið 1980
og vakti svo mikla athygli, að
ráðist var í að halda hann annað
hvert ár upp frá því. Fjöldi sýn-
inganna hefur þrefaldast frá síð-
ustu hátíð. Öll söfn borgarinnar
og einkagallerí eru undirlögð
Ijósmyndum. Áttatíu Ijósmynda-
sýningar á sjötiu mismunandi
stöðum. Allar greinar Ijósmynd-
arinnar eru sýndar, allt frá
gömlum heimildarmyndum frá
19. öld fram til þess allra nýj-
asta, þ.e.a.s. þess sem er.að ger-
ast í Ijósmyndun i dag. Einnig
hafa verið skipulagðir umræðu-
fundir vítt og breitt um borgina,
þar á meðal í Sorbonne-háskól-
anum, um sögu, stöðu og framtíð
Ijósmyndarinnar.
Það er Parísarborg sem
stendur að baki þessari veiga-
miklu hátíð og skrifar Chirac
borgarstjóri inngang i katalóg-
inn, sem gefinn var út í tilefni
viðburðarins.
Persóna 1970. Myndröð um hégóma eftir Duane Michals.
Leyndardómar
ljósmyndarinnar
Ljósmyndin, þessi undragrip-
ur, sem franska rithöfundinum
Marcel Proust fannst jafn un-
aðsleg og koss, kemur okkur
stöðugt á óvart. Hún er hvort
tveggja í senn, full af yfirnátt-
úrulegum leyndardómum og
opinskáum skírskotunum. Með
uppgötvun ljósmyndavélarinnar
tókst manninum loksins að láta
hinn aldagamla draum sinn
rætast, að stöðva tímann.
Ljósmyndin hefur löngum
haft það orð á sér að vera sú
listgrein eftirmynda, sem stæði
næst raunveruleikanum. Ljós-
myndin er í eðli sínu „súrreal-
ísk“, vegna þess að sá „veru-
leiki“ sem hún opinberar er
aldrei hinn sami og sá sem við
upplifum eða sjáum. Hinn 83
ára gamli ljósmyndari Brassai,
sá sem Henry Miller kallaði
„Auga Parísar" endurtekur sí-
fellt þegar hann ráðleggur ung-
um ljósmyndurum: „Reynið að
vera eins hlutlægir og þið getið,
þið verðið hvort sem er alltaf of
huglægir."
Ljósmyndin, þessi nálægi
áþreifanlegi hlutur, takmarkað-
ur í tíma og rúmi er líka minn-
ing um fjarveru. Kyrrstæð og
Ljósmyndahátíð í París