Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1992, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1992, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 25. júni 1992 - FRÉTTIR Sumar- og blóma- stúlka Vestmannaeyja Nú ríðum við á vaðið í kynningu á tveimur stúlkum af fimm sem taka þátt í keppninni, Sumar- og blómastúlka Vestmannaeyja 1992. Það eru þær Dögg Lára Sigurgeirsdóttir og Eva Sveinsdóttir sem við kynnum í þessu blaði. Keppnin verður á Höfðanum laugardaginn 4. júlí nk. og verður vandað til hennar á allan hátt, bæði í mat og drykk og Eiríkur blómasali mun skreyta salinn blómum bæði hátt og lágt. Stúlkunum standa til boða myndarleg verðlaun og verður nánar greint frá þeim í næstu viku. Vill fá kærasta með sætan rass # Kristín Eva Sveinsdóttir. Nafn:Kristín Eva Sveinsdóttir Fæðingardagur/ár:13.08.74 Háralitur/augnlitur: Brúnt hár og blá augu Hæð/Þyngd: 170 cm, 58 kg Atvinna/nám: Ég er hálfnuð með FÍV og vinn í ísfélaginu í sumar. Helstu áhugamál: Fótbolti, böll og íþróttir almennt. Hjúskaparstaða: Ég er alveg alein ,en ég stefni á að gera eitthvað í málinu fljótlega. Hvers vegna tekur þú þátt í keppn- inni Sumar og blómastúlkan 1992: Aðallega til að gera eitthvað nýtt, þetta verður líka góð tilbreyting frá fótboltanum. Hefðir þú tekið þátt í keppninni ef þú hefðir þurft að koma fram á sundbokNEEEEIlIII!!!!, er allt of feimin til þess. Hvaða kostum er maðurínn sem þú heillast af, búinn: Hann er heiðarleg- ur, skemmtilegur, sætur, gæjalega vaxinn og með sætan rass! Hann verður líka að vera sæmilega gáfað- ur. Ef kærastinn þinn segði við þig: „ Annaðhvort hættirðu í fótbolta eða við hættum saman“, hvað myndir þú segja: „Ef þú vilt ekki að ég sé í fótbolta getur þú fundið þér ein- hverja aðra“. Hver er tilgangur lífsins: Að skemmta sér og stofna fjölskyldu. Hvað stefnir þú á á næstu árum: Það er frekar óákveðið, mig langar að fara út til Ameríku í eitt ár sem au-pair. Ég hef líka verið að pæla í að læra hárgreiðslu og það getur vel verið að ég geri það síðar. Mig langar líka til að prufa að búa ein- hvers staðar annars staðar, annað hvort í Reykjavík eða í útlöndum. Hvað þykir þér vænst um í lífinu: Mér þykir mest vænt um fjölskyld- una mína. Ætla að verða rik Nafn:Dögg Lára Sigurgeirsdóttir Fæðingardagur/ár: 15.10.74 Háralitur/augnlitur:Ljóst hár og blá augu Hæð/Þyngd:171 cm, 59 kg Atvinna/nám:Ég er rúmlega hálfnuð með FÍV og vinn í ísfé]aginu í sumar. Helstu áhugamál: Iþróttir og skemmtanir. Hjúskaparstaða: Ég á kærasta sem er á Siglufirði í sumar, en hann kemur heim á Þjóðhátíð og verður hérna í' vetur. Hvers vegna tekur þú þátt í keppn- inni Sumar- og blómastúlkan 1992: Af því að Daddi suðaði svo mikið í mér. Auk þess er spennandi að gera eitthvað nýtt, gaman að keppa í einhverju öðru en fótbolta. Hefðir þú tekið þátt í keppninni ef þú hefðir þurft að koma fram á sundbol:Nei, alls ekki, ekki að ræða það. Hvaða kostum er maðurinn sem þú heillast af, búinn:Hann er gáfaður, hress, skilningsríkur og gott að tala við hann. Auk þess verður hann að vera svolítið sætur og stæltur. Ef kærastinn þinn segði við þig: „Annaðhvort hættirðu í fótbolta eða við hættum saman“, hvað myndir þú gera: Ég myndi segja honum að ég yrði svo feit og ljót ef ég væri ekki í íbróttum Sumar- og blómastúlkan 1992: Styrktaraðilar Að venju hafa FRÉTTIR fengið fyrírtæki hér í bæ til aðstoðar við Sumar- og blómastúlkukeppnina. Fyrst skal nefna tískuverslunina Adam og Evu sem leggur til fatnað á stúlkumar og er Bjami Ólafur óþreytandi í að útvega verðlaun til handa stelpunum. ímynd hársnyrtistofa sér um að greiða stúlkunum og Snyrtistofa Ágústu um snyrtingu. Eiríkur í Eyjablóm skreytir salinn, keppniskvöldið og sér til þess að stúlkumar fái nóg af blómum. Svo má ekki gleyma þeim félögum á Höfðanum, þeir munu bjóða það besta í mat og drykk og era staðráðnir í að gera stúlkunum og gestum, kvöldið óglevmanlegt. og reyna þannig að sannfæra hann, ef hann gæfi sig ekki þá væri hann ekki rétti maðurinn fyrir mig. Hver er tilgangur lífsins: Að skemmta mér, eignast góða vini, koma sér vel fyrir og verða rík. Þegar ég er búin að skemmta mér nóg vil ég stofna fjölskyldu. Hvað stefnir þú á á næstu árum: Fyrst að klára FÍV, mig langar að taka mér frí eftir stúdentinn og fara á flakk (annaðhvort ein eða með góðri vinkonu). Eftir það stefni ég á lögfræði í háskólanum. Hvað þykir þér vænst um í lífinu: Fjölskylduna mína og kisuna mína, hana Loppu. • Ilógg I.ára Sigurgeirsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.