Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1992, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1992, Blaðsíða 7
FRÉTTIR - fimmtudaginn 25. júní 1992 Fimmtqn árq Eyjastúlka n siglingu a Caiu q Amazonfflióti: Þarna voru menn tilbúnir að drepa fyrir einn silf urhring sem kostar 1000 krónur Að fá tækifæri til að sigla niður Amozonfljót er ævintvri sem fáum býöst og fyrir 15 ára Eyjastelpu hlýtur það að vera stórkostlegt ævintýri. Þetta tækifæri bauðst Aldísi Gunnarsdóttur sem fór með pabba sínum, Gunnari Eggertssyni, á víkingaskipinu Gaiu niður fljótiö og suður með strönd Suður-Ameríku til Ríó. Þar með lauk siglingu Gaiu sem lagði upp frá Noregi 17. maí á síðasta ári. Upphaflega átti Gaia að sigla yfir Norður-Atlantshafið til Ameríku í kjölfar Leifs Eiríkssonar og átti ferðinni að Ijúka í Washington. Þegar þangað var komið var ákveðið að halda áfram til Ríó i Brasilíu á umhverfisrráðstefnuna miklu, sem þar var haldin. Gunnar ákvað að halda áfram með Gaiu og var það til þess að Aldísi bauðst þetta tækifæri. # Gaia á siglingu niður Amazon fljótið. • Aldís Gunnarsdóttir Aldís sagði við FRÉTTIR að pabbi sinn hefði nefnt ferðalagið við sig þegar hann hringdi til hennar á 2. í jólum. Þá var hann staddur ein- hvers staðar í Karabískahafinu. Hún var strax ákveðin í að slá til og hófst ferðalagið 10. apríl og þar með hófst tæplega tveggja mánaða ævintýri. Frá íslandi flaug hún til Noregs til móts við Dag Sæviksen, sem var að taka við skipstjórn á Gaiu, en Ragn- ar Thorset var að fara í frí. Frá Noregi flugu þau til Parísar, þaðan til Ríó og frá Ríó til Manaos, borgar inn í miðri Brasilíu við upptök Ama- zon. Viðbrigðin voru mikil þegar hún steig út úr flugvélinni í Manaos. „Þegar ég fór frá íslandi var hiti neðan við frostmark, en þegar ég kom til Manaos einum og hálfum sólarhring síðar var 40 stiga hiti og ég var ennþá í kuldagallanum sem ég var í þegar ég fór frá íslandi," sagði Aldís. En það var fleira sem hafði mikil áhrif á Aldísi því Manaos er ein af fátækustu borgum Brasilíu og þar sá hún fyrstu götubörnin sem fóru um í hópum. Enginn tók á móti þeim á flugvell- inum en á því var eðlileg skýring. „Pabbi hélt að við kæmum ekki fyrr en daginn eftir og var sofandi þegar við komum.“ En allt bjargaðist og þau fundu Gaiu þar sem hún lá í höfninni. Næstu dagar fóru í bið í heldur óskemmtilegri borg að áliti Aldísar. „Þetta er mjög léleg borg og skítug og lítið að skoða. Þar er mikið af götubörnum sem ráfa um í hópum. Og þarna eru menn tilbúnir að drepa fyrir silfurhring sem kostar 1000 krónur íslenskar.“ Eftir fimm daga bið var lagt niður Amazon fljótið og tók siglingin tíu daga til borgarinnar Belemi. Sigling- in var mjög þægileg. „Þetta var besti hluti leiðarinnar því Gaia ruggaði ekkert, en það var lítið að sjá nema fljótið og frumskóginn á bökkunum. Svo voru það pyrenafiskarnir sem eru litlir, en stórhættulegar kjötætur sem ráðast á menn ef þeir komast í tæri við þá.“ í Belemi var stutt stopp og næst var haldið út á Suður-Atlantshaf. Viðbrigðin voru mikil, að koma af lygnu fljótinu út á úfið úthaf. „Þegar við komum út frá Belemi byrjaði fjörið. Við vorum tíu daga á leiðinni til Natal sem var næsti viðkomustað- ur. Þetta var versti hluti leiðarinnar, alltaf mikill mótvindur og veltingur. Er Herjólfur alveg hátíð hjá því sem ég kynntist þarna. Ég var sjóveik í fyrstu tvo dagana og gerði lítið annað en sofa.“ En sjóveikin rénaði og eftir tíu daga barning komust þau til Natal. „Það var æðislegt að standa á landi þegar við komum til Natal þar sem við stoppuðum í tvo daga.“ Áfram var haldið og komið við í borgunum Resife og Salvador á leiðinni til Ríó. Þegar þangað var komið var margt heimsfrægt fólk statt þar vegna umhverfisráðstefn- unnar. Var tekið á móti þpim með mikilli viðhöfn. M.a. tók gamla kempan, Roger Moore, sem þekktastur er sem James Bond, á móti skipstjóranum. „Ég sá hann aldrei en Bianca Jagger heilsaði upp á okkur og tók pabbi helling af myndum af okkur saman. Þarna var líka norskur prins og konan hans og karl úr Miami Vice sjónvarpsþátt- um.“ Gaia vakti mikla athygli enda ferð hennar helguð umhverfisvernd í heiminum. Ljósmyndarar og blaða- menn fjölmenntu og voru tekin við- töl við Aldísi á MTV og fleiri sjón- varpsstöðvum. „Ég sá aldrei viðtalið sem tekið var við mig á MTV og veit ekki hvort það hefur nokkurn tím- ann verið sýnt“, sagði Aldís og fannst greinilega ekki mikið til koma að vera í viðtali á einni vinsælustu sjónvarpsstöð í heimi. Þann 8. júní var mikið um að vera, Vigdís Finnbogadóttir forseti kom í heimsókn og Eiður Guðnason um- hverfisráðherra og var farið með þau í stutta siglingu. Fleira heimsfrægt sá Aldís. „Farið var með okkur á tónleika og vissum við ekki fyrr en allir í salnum voru beðnir um að standa upp og þá gekk Sylvía Sví- adrottning í salinn." Ekki snérist allt um umverfisráð- stefnuna hjá Aldísi þá tíu daga sem hún stoppaði þar, en allan tímann var Gaia til sýnis. „Ég fór upp á Sugar love en komst aldrei upp á stóru styttuna af Kristi, skoðaði mig um á ströndinni og keypti mér föt. Allt var morandi af lögregluþjónum. Þeir voru á hverju horni, en götu- börn sáust varla. Maður gerði sér enga grein fyrir því hvað hættulegt er að ganga um Ríó en okkur var bannað að ganga með skartgripi því þeir bjóða hættunni heim.“ En öll ævintýri taka enda og eftir tíu daga fór Aldís frá Ríó. Ekki gekk það þrautalaust því fluginu til Parísar seinkaði um fjóra klukkutíina sem varð til þess að hún missti af flugi til London. „Ég varð að gista eina nótt í París og ekki munaði miklu að ég missti af vélinni því ég svaf yfir mig, en það bjargaðist allt saman og heim kom ég 12. júní.“ En hvað stendur efst í huga Aldís- ‘ar eftir ferðina? „Að ganga um gamla borgarhlutann í Salvador. Þar eru fyrstu húsin sem Portúgalir byggðu í Brasilíu og eru kirkjurnar byggðar að einhverju leyti úr gulli," sagði AldísGunnarsdóttirsem hefur verið góður fulltrúi þjóðar sinnar í Brasilíu. Af Gaiu er það að frétta að ferð hennar lauk í Ríó og verður hún flutt til Noregs þar sem hún fer á safn. Faðir Aldísar, Gunnar Eggertsson stýrimaður á Gaiu, er kominn til landsins og lauk þar með siglingu hans um úthöfin sem staðið hafði í rúmt ár. • Lítíl stúlka í Brazilíu horfir af byrðingi Gaiii.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.