Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1992, Blaðsíða 12
SUMARÁÆTLUN HERJÓLFS
AáA — Frá Vmútv. Frá Þorth.
/ Æk \ Alla daga rwma mánudaga og laugardaga .. ... kl. 07:30 kl. 12:30
\ llf / Mánudaga og laugardaga kl. 14:00
\/U\/ AUKAFERDIR: Föatudaga og aurmudaga ... kl. 17:00 kl. 21:00
AUK ÞES8 f JÚNf OG JÚU: Rmmtudaga ... kl. 17:00 kl. 21:00
Fjölskyldufargjöld, hópfargjöld, afsláttarkort. Simi: 12800.
Leiguflug um land allt
LEIGUFLUG VALS ANDERSEN
Vinnumiðlun skráir daglega:
Vilja vita raunverulegt
atvinnuástand i bænum
•og miðla vinnu til þeirra sem ganga um atvinnulausir.
Vinnumiðlun Vestmannaeyja
mun frá og með næsta mánudegi
skrá atvinnuleysi daglega í stað einu
sinni í viku eins og tíðkast hefur til
þessa. Var þetta gert að beiðni út-
hlutunarnefndar atvinnuleysisbóta
og samþykkti bæjarráð hana á mán-
udaginn.
Elsa Valgeirsdóttir formaður
Verkakvennafélagsins Snótar, sem
á sæti í úthlutunarnefndinni, segir að
með þessu sé verið að taka upp ný
vinnubrögð. „Við viljum að Vinnu-
miðlun standi undir nafni með því að
fá upplýsingar hjá atvinnurekendum
hvar vantar fólk og koma þeim til
fólks sem vantar atvinnu. Allt þetta
ár hafa um 70 manns verið á atvinnu-
leysisskrá en einhvers staðar er
brotalöm því flestir er ekki allir
skólakrakkar fengu vinnu í vor,“
sagði Elsa.
En hver er þessi brotalöm? „Með
því að skrá daglega erum við að gera
störf Vinnumiðlunar skilvirkari.
Þetta ástand er nýtt fyrir okkur hér í
Vestmannaeyjum og vonandi leiða
breytt vinnubrögð til þess að fleiri fái
vinnu. Það er fyrst og fremst tilgang-
ur okkar með því að láta fólk skrá sig
daglega," sagði Elsa Valgeirsdóttir
formaður Snótar.
• Þórhallur Guðjónsson verkstjórí hjá bænum og hans menn eru
þessa dagana að leggja lokahönd á endurbyggingu Hásteinsvallar. í
gær var verið að ganga frá stöllum í kringum völlinn og ennþá bíða
þeir eftir nokkrum fermetrum af torfi sem var væntanlegt í dag.
Björn Guð-
munds-
son lótinn
í gærmorgun lést Björn Guð-
mundsson, fyrrum kaupmaðurog
útvegsbóndi hér í Eyjum.
Björn fæddist að Hjalia 24.
júní 1915 og ólst upp sem Eyja-
peyi, oft við þröngan kost. En
dugnaður var Bimi í blóð borin
og hann komst í góðar álnir
seinna á sínu æviskeiði, en starfs-
vettvangur hans var kaup-
mennska og útgerð.
Fyrir nokkrum árum fluttist
Björn til Reykjavíkur, en hugur
hans var alltaf bundinn Eyjum og
hingað lágu leiðir hans oft. Þegar
hann lést var hann einmitt stadd-
ur á sinni ástkæru Eyju, til að
vera viðstaddur aðalfund ísfélags
Vestmannaeyja, fyrirtækis sem
hann stýrði sem stjórnarformað-
ur í fjölda ára.
Með Birni er genginn maður
með sterkan persónuleika, mað-
ur sem við á Fréttum eigum
margt að þakka, og minnumst
með söknuði.
Allt stefnir í glæsi-
legan Hásteinsvöll
Eins og bæjarþúar hafa eflaust
tckið eftir. hafa framkvæmdir við
Hástcinsvöllinn staðið yfir af mikl-
urn krafti undanfarnar vikur. Það er
ekki annað hægt að segja en að
vandað hafi veriö til verksins. úrvals
cfni var notaö til uppfyllingar í
völlinn. aðeins notað hágæðatorf í
tvrfingu og verkinu stjórnað af
fróðustu fræöingum eftir kúnstar-
innar reglum.
Nú er svo komið að framkvæmd-
um þessum fersenn að Ijúka. tyrfing
er langt kornin. og þegar henni lýkur
á ttðeins eftir að girða umhverfis
völlinn.
Það fcr ekki á milli mála ;tö völlur
þessi á eftir að vcrða hinn glæsileg-
asti þegar fram í sækir. Grashreiöan
cr nú þegar orðin slétt sem stofugólf
og er farin að taka svo vel viö sér. aö
þcgar hefur þurft að slá völlinn einu
sinni. Aðstaða fyrir áhorfendur hef-
ur verið cndurbætt talsvert. sérstak-
lega við austurcndann þar sem tyrft
hefur vcrið í stalla. líkt og í noröur-
endanum. Nýr hóll stendur stoltur
viö suð-vestur horniö og bíöur eftir
að þungavigtarspekingarnir finni sér
nýja þúfu til að tylla sér á. Ef vitr-
ingunum tekst að virkja sitt
umdeilda en skemmtilega tungutak
á hólnum nýja. er ekki að sjá að það
vcröi nokkuö því til fyrirstööu aö
völlurinn veröi sama Ijónagryfjan og
fyrir breytingar. Þess má aö lokum
til gamans geta að í rigningunum um
daginn. þegar allir aörir vellir bæjar-
ins fóru á flot. reyndi verulega á afr-
ennsliskerfi vallarins. og skemmst er
frá því aö segja. aö hann stóöst próf-
iö meö prvöi. Vatniö rann beint niö-
ur úr honum án þess aö safnast neins
staðar fyrir.
Þaö má því væntanlga telja fullv-
íst aö vallarstæöi þetta veröi bylting
í aðstööumálum knattspyrnumanna
bæjarins, sem hafa þurft aö vaða
drulluna upp aö ökklum sfðustu
keppnistímabil ef dropaði eitthvað
úr lofti.
En hvaö kostuöu nú öll herleg-
heitin? Guöjón Hjörleifsson bæjar-
stjóri sagöi í stuttu samtali viö
FRÉTTIR aö endanlegar tölur um
kostnaö lægju ekki fyrir, en Ijóst
væri aö hann færi eitthvað fram úr
áætlun. "Megin ástæöan fyrir því er
sú aö viö ákváðum aö taka meira
efni upp úr honum en áætlaö var. og
þ.a.l. setja meira ofan í liann aftur.
Rúmmetrarnir uröu 15000 en áætl
Þorskurinn:
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifelagsins voru, um síðustu mán-
aðarmót, kotnin 8.046 tonn af þorski
á land í Vestmannaeyjum.
Yfirstandandi fiskveiðiár hófst
þann 1. september sl. og frá þeim
tíma og fram að áramótum var
þorskafli Eyjaflotans 2.547 tonn.
Samkvæmt þessu var búið að veiða
10.593 tonn af þorskkvóta Eyja-
unin hljóðaði upp á aðeins 7000. Við
tókum fljótt þá stefnu að gera verkið
eins vel og kostur var, jafnvcl þótt
kostnaðurinn yrði citthvað meiri en
til stóð. Til dæmis var framkvæmt
mun mcira umhverfis völlinn en til
stóð miðað við upphaflegar áætlan-
ir. og vandað gcysilega til allrar
vinnu.
Ég held að það sc ekkert því til
fyrirstöðu að þetta verði einn glæsi-
legasti völlur landsins. og það cina
sem ég hef áhyggjur af, er að hann
brenni í þurrkatíð, því vatnið renn-
ur beint í gegnum hann. Það kemur
því til með að þurfa að vökva hann
reglulega", sagði okkar ágæti bæjar-
stjóri. Guðjón Hjörleifsson. að
lokum.
LGH
manna sem er um 18.000 tonn. Um
síðustu mánaðarmót átti því enn
eftir að veiða rúm 7.000 tonn af
þorski á yfirstandandi fiskveiðiári
sem lýkur 31. ágúst nk. Ekki er vitað
um þorskaflann frá mánaðarmótum,
en ólíklegt er að takist að ná þessum
7.000 tonnum á þremur mánuðum,
sem er þó ekki að öllu leyti slæmt því
færa má 20% milli ára.
7000 tonn óveidd?
HAMBORGARAR I
BRAUÐI49 KR. STK.
MATSEÐILL
VIKUNNAR
MÁNUDAG 29. júní
LASAGNE
•
ÞRIÐJUDAG 30. júní
Djúpsteiktur fiskur
•
MIÐVIKUDAG 1. júlí
ítalskur kjötréttur
FIMMTUDAG 2. júlí
FISKBOLLUR
FÖSTUDAG 3- júlí
KJÚKLINGAR
Sértilboð á
grillmat
Grillsneiðar
Svínarif og
Lambarif.
Grillaðir
kjúklingar
á föstudag.
Munið að
panta í
síma 11050.
*