Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1992, Blaðsíða 8
Fimmtudaginn 25. júni 1992 - FRÉTTIR
• Stella sendir bestu kveðjur til allra Eyjabúa, með von um að allir séu hressir
að vanda.
FRÉTTIR efst
á listanum
Kæri ritstjóri,
Það næst besta sem ég veit, búandi,
í útlandinu, er á mánudagsmorgn-
um, þegar pósturinn kemurr
með FRÉTTIR alla leið frá Eyjum -
mínum heimabæ.
Ég er heimavinnandi með 5 börn
á aldrinum 2ja til 12 ára, hef mikinn
áhuga á tímaritum og blöðum á
þremur tungumálum og geri mikið
að því að lesa - þegar ég annars fæ
tíma til.
FRÉTTIR eru efst á lista mínum
fyrir góð tímarit. Allt er lesið, sjó og
fiskifréttir, auglýsingar stórar og
smáar, atvinnutilboð, húsasölur,
Garrasögur, matseðill Tangans fyrir
vikuna, dánartilkynningar, allar
. íþróttagreinar (þó ég sé ekki nein
sportsmanneskja sjálf) og með öll-
um þessum góðu fréttum fylgja
ávallt margar og góðar myndir af
hinu(m) og þessu(m) og það finnst
öllum gaman að sjá, ekki síst heim-
afólki sem býr utanlands. Það er
punkturinn yfir i-ið þegar við sjáum
mynd af einhverjum sem við þekkj-
um eða könnumst við, þekkjum
þetta hús og þess háttar.
Ég sendi fyrirfram þakkir og bið
um bestu kveöju til allra Eyjabúa,
með von um að allir séu hressir að
vanda.
Lifið hcil !!
Með kveðju,
Stclla G. Heimbúrgvr
Danmörk
Okeypis
golfkennsla
Golfklúbbur Vestmannaeyja mun á næstunni gangast
fyrir ókeypis kennslu í golfi fyrir unglinga, 10-15 ára.
Kennslan hefst annan þriöjudag, 7. júlí og verður síöan
framvegis á þriðjudögum í sumarfrá kl. 13:00 -15:00.
Leiðbeinandi verður Þorsteinn Hallgrímsson.
Golfklúbbur Vestmannaeyja
FRETTIR kynna
6. flokk Týs og Þórs.
Núna er Shellmót Knattspyrnufélagsins Týs að hefjast í níunda sinn. Það er því vel við hæfi að
FRÉTTIR standa fyrir kynningu á 6. flokkum Týs og Þórs í blaðinu í dag. í þessum flokkum
er núna sem ávallt mikill fjöldi stráka sem æfir reglulega, samanlagt ca. 60 manns hjá
félögunum tveimur. Mjög vel er gert við þessa stráka, og er óhætt að fullyrða að grunnþjálfun
yngstu piltanna hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Flestir piltanna æfa tvisvar á dag, á
morgnana með sínum flokki, en eftir hádegi mæta þeir í knattspymuskóla síns félags og
hamast þar í ca. tvo tíma í viðbót. Þessar æfingar fara allar fram við ákjósanlegar aðstæður á
grasvöllum félaganna, undir tryggri leiðsögn vanra manna. Það má því vera ljóst að þessir
peyjar hafa alla möguleika á því að þroska sig sem fótboltamenn og nota þá hæfileika sem þeim
eru gefnir, í botn. Týr og Þór virðast að þessu sinni vera tiltölulega svipuð að getu. í
Vestmannaeyjamótinu hafa verið leiknir tveir leikir og hafa úrslit orðið:
A-lið Týr - Þór : 5 - 7
Týr - Þór : 4 - 3
B-lið Týr - Þór : 0 - 3
Týr - Þór: 4 - 0
Eins og sést af þessum tölum ríkir mikið jafnræði með liðunum, og bæði virðast þokkalega
sterk. Það gæti því verið skemmtilegt að fylgjast með þessum tveimur liðum, bera þau saman,
og jafnvel reyna að gera sér í hugarlund hver árangurinn yrði ef liðin léku undir merkjum ÍBV.
• 6. ilokKur Þórs
ALLIR sem nota
Ijósritunarvélar þurfa á Ijós-
ritunarpappír að halda.
Við eigum úrvalsljósritunar-
pappír, í 8 litum
6. flokkur Týs