Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Qupperneq 1
Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur áeinum stað. HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garöavcgi 15 - sfmi 1115 1 þar sem fagmennirnir versla. 20. árgangur Vestmannaeyjum 9. september 1993 36. tölublað Sími: 98 - 13310 Myndriti: 98 - 11293 Verð: 100 kr. Gæfa Ve tekin með ólögleg veiðarfæri Á mánudaginn var Gæfa VE staðin að veiðum með ólögleg veiðarfæri. Ahöfnin á Gæfu, sem er á neta- veiðum, fékk mælingarmenn af varðskipi í heimsókn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu reyndust neta- möskvarnir fimm og hálf tomma en eiga að vera sex tommur. Gæfan var færð til hafnar og var aflinn, rúm tvö tonn, og veiðarfæri gerð upptæk. Ekki var búió að taka málið fyrir þegar rætt var við lögreglu á þriðjudaginn. og annar brotnaði á hendi Eigend askipti á Við félagarnir Karben sf. sem hefur rekið Við félagarnir og skcmmtistaðinn Höfðann undanfarin ár, hefur hætt starfsemi vegna rekstrar- örðugleika. Samkeppnin í skemmti- og veitingabransinn í Eyjum hefur harnað mjög siðustu mánuðina eftir að nokkrir veitingastaðir voru opnaðir hér með stuttu millibili og fóru Við félagarnir illa út ur þeirri samkeppni. Karben sf. leigði reksturinn af Bræðraborg, sem á húsnæðið og tæki sem því fylgja. Að sögn Rafns Páls- sonar, eins af eigendum Bræðra- borgar, bar þetta brátt að og tóku þeir bræður við rekstrinum 1. september sl. „Það var um lítið annaö að velja en taka þetta sjálfir til að byrja með. Ef hins vegar ábyrgur aðili hefur áhuga á aó leigja reksturinn gæti það vel komið til greina. En framtíðin verður að leiða það í ljós hvemig þetta þróast," sagði Rafn að endingu. eitt þeirra losnaði. Lenti það í höfði manns sem var í lest bátsins og slasaðist hann mjög alvarlega. Að sögn lögreglu var maóurinn stráx fluttur á sjúkrahúsið hér. Reyndist hann höfuðkúpubrotinn og var strax lluttur á sjúkrahús í Reykjavík með sjúkraflugvél. Maðurinn er færeyskur og er líðan hans eftir atvikum. Seinna slysió varð í Vinnslu- stöðinni. Þar lenti maður með aðra höndina vélsög og sagði iögreglan að hann hafi skaddast illa á fingrum. Bensínþjófn- aður við Flugstöðina Nokkuð er um að hensíni sé stolið af bílum sem standa við Flug- stöðina, sérstaklcga um hclgar. Á mánudagsmorguninn var til- kynnt um bensínþjófnað af þremur bílum sem stóðu við fiugstöðina um helgina. Lögreglan sagði að ekki væri vitað hvað miklu magni var stolió og önnur verðmæti höfðu ekki horfið. Vill lögreglan beina því til fólks, sem skilur bíla sína eftir vió flugstöðina, að losa úr þeim öll verðmæti og ólæst bensínlok bjóða hættunni heint. Á föstudaginn slasaðist maður um borð í bát þegar hann fékk piast- kar í höfuðið og á sunnudaginn meiddist annar á hendi þegar hann lenti í vélsög. Unnið var við að taka tóm plastkör um borð í línubátinn Byr VE þegar Sigurður VE kom með fyrstu loðnuna á þessari vertíð á sunnudaginn. Sigurður var með fullermi, um 1400 tonn, og fór loðnan í bræðslu í FES. Á myndinni má sjá tvo úr áhöfn skipsins, Hauk og Kristján. Guðmundur Enn ein aOIor ríkisvaldsins að Vestniannaeyinguni: Skattstofan á Hellu? - Hátt í 8000 manns leita aðstoðar Skattstofunnar í Eyjum á hverju ári. Fjármálaráðuneytið er að skoða þær hugmyndir að leggja niður Skattstofu Vestmannaeyja. Samkvæmt tillögunum á Skatt- stofa Suðurlands sem staðsett er á Hellu, að taka við sem skattstofa Eyjamanna. Er þetta enn ein aðför ríkisvaldsins að Vest- mannaeyingum því nú þegar hafa Eyjamenn misst á skömmum tíma Bifreiðaeftirlitið, prófdómara í ökukennslu og sitjum uppi með farand hérðaðsdómara. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur mótmælt harðlcga þessum hugmyndum og leggur áherslu á nauðsyn þess að skattstofa verði starfrækt í Eyjum. Ingi Tómas Bjömsson skattstjóri, sagði í samtali við Fréttir að ákvörðunar um framtíð skatt- stofunnar sé að vænta um helgina, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Hugmyndir ráðuneytisins voru að skattstofumar í Eyjum og á Siglu- firði færu undir niðurskurðarhnífinn, en nú hefur verið hætt við þau áform á Siglufirði og að sögn Ámá Johnsen alþingismanns, segist hann vera sæmilega bjartsýnn á að ráðu- neyti hætti einnig við við að leggja niöur skattstofuna í Eyjum. Rekstur skattstofunnar í Eyjum kostaði á síðasta ári samkvæmt heimildum blaðsins um 11 milljónir krónur og er vandséð hver spam- aðurinn verður með niðurlagningu stofunnar. Guómundur Þ.B. Ólafs- son bæjarfulltrúi lagði fram tillögu í bæjarráði þar sem þessu er mótmælt og var hún samþykkt samhljóða. Guðmundur s'egir að landfræðileg sérstaða Vestmannaeyja sé öllum ljós og á hverju ári leiti stór hópur bæjarbúa aðstoóar skattstofunnar við að telja fram til skatts. Að sögn Áma Johnsens heimsækja á milli 6000-8000 manns skattstofuna á hverju ári sem sýni glögglega nauðsyn hennar. Eyjamenn séu með hæstu meóaltekjur á landinu og inn- heimtuhlutfall þ?.; sé það næst hæsta á landinu, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða félög. Hann segir að engin rök séu fyrir því að loka stofunni því það hafi engan spamaó í för með sér. Hann hafi mótmælt þessu harðlega, nú síðast á fundi hjá fjárlaganefnd. „Kerfislega séð er þetta framkvæmanlegt en ekki spamaðarlega," sagði Ámi. Tvö vinnuslys: Maður höfuðkúpubrotnaði i----------------i Nýr bátur Björgunar- féiagsins -Sjá bls. 2 i_____!___________i Eyjamaður atvinnumaður í ballskák -Sjá bls. 8 ■i r* i r* SSSft* 1 ivnuw****®0”' >ama£s J L. Sættir í Hauga- deilunni? -Sjábls. 10 l_____:_________ jKostaði 6 millj. j að koma fyrir sturtubotni -Sjá bls. 9 FJÖLSKYLDU- TRYGGING TRYGGINGA FASTEIGNA- MIÐSTÖÐIN HF. TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR 0G SPRAUTUN: Flötum 20-Sími 11535 VIÐGERÐIR 0G SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 13235 FAX 13331 BRÚAR BILJÐ Aæílun Herjólfs 1993 Fagranesið munvera í siglinqum milli lands og Eyja meðan Herjolfur er í Noregi og hefur siglingar eftir helgi. Brottfaratími skipsins: Frá Eyjum alla daga kl 8:15 Frá Porlákshöfn kl. 12:30.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.