Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Blaðsíða 10
 •: >:•>:• Wá : Fimmtudagurinn 9. september 1993 Laiulnytjaneínd: Sættir í Haugadeilunni? Líkur eru á að sættir séu í sjón- máli í deilunni um beit á Haugasvæðinu. Stefán Geir Gunnarsson, formaður landnytja- ncfndar, hefur lagt fram sáttartillögu sem núverandi rétt- hafar beitar á svæðinu hafa samþykkt fyrir sitti leyti. Ekki cr þó samstaða innan nefndarinnar, einn var á móti og annar gerði fyrirvara við eitt atriði hennar. Tillagan gerir ráð fyrir að rétt- hafar fái að halda afmörkuðu svæði á Haugunum og í stað beitar- iandsins sem þeir missa, fá þeir að bcita fé sínu í Sæfeilinu. í megindráttum er tillaga Stefáns Geirs, sem hann lagði fram á fundi landnytjanefndar 30. ágúst sl., sú að öll beit búfjár verði bönnuð á Hauga- svæðinu utan skika sem rétthafamir, Friðrik Ásmundsson og Sveinn Hjör- leifsson, fá að halda. Hafa þeir girt skikann af og notað til vetrargjafar og sauðburóar. I staðinn fái þeir af- markað svæði til beitar í Sæfelli sem verður girt á kostnað bæjarins og afsali sér um leið þeim rétti sem þeir hafa til þessa haft á Haugasvæðinu utan skikans. Fram kemur að tillagan sé samin eftir vettvangskönnun Stefáiis Geirs með Ólafi Olafssyni, bæjartækni- fræðingi og Elíasi Baldvinssyni, forstöðumanni Áhaldahússins og fyrir liggi samþykki og stuðningur Friðriks og Sveins. Ágúst Bergsson lét bóka mótmæli við sáttartillögunni. „Eg mótmæli lausn á deilu um fjárbeit á Hauga- svæðinu, vegna þess að beit í Sæfelli hefur alltaf verið almenningsbeit á haustin. Með þessari lausn er mjög gengið á þá hefð,“ lét Ágúst bóka. Bjami Sighvatsson, frá Asi, sagóist samþykkja lausnina en lét bóka eftir- farandi: „Samþykki lausnina en mótmæli að opinbert fé sé notað til að girða fyrir hobbý-bændur.“ Stefán Geir átti síðasta orðið í bókunum á fundinum. „Tel þetta einu færu leiðina í þessari deilu. Tillaga mín var samin í framhaldi af ítar- legum viðræðum við alla aðila í þessu máli og samþykki ég því þessa tillögu," sagði Stefán Geir í bókun sinni. Tillagan kom inn á borð bæjarráðs á mánudaginn og var samþykkt af fulltrúum sjálfstæðismanna en Ragnar Oskarsson gerði fyrirvara og vísaði til bókana Ágústs og Bjama. Húsum í miðbænum fækkar Nýlokið er við að rífa hús ísfélagsins við Hilmisgötu og hreinsa í burtu grunn lögreglustöðvarinnar sem brann um árið. Hluti af svæðinu verður notað undir bílastæði. Mikil hreinsun er af húsum sem horfið hafa undanfarið en á móti kcmur að miðbærinn er að verða nokkuð tómlegur, vantar tilfinnanlcga ný hús í stað þeirra sem hafa horfíð. Tilboð opnuð í vegagerð á Heimaey: Eyjamenn úr leik -huggun að hugsanlega verður ráðist í meiri framkvæmdir vegna lágra tilboða. Allar líkur eru á að lagning slit- lags á þjóðvegi á Heimaey lendi í höndum fyrirtækja af fasta- landinu. Tiiboðin voru opnuð á mánudaginn og skiluðu 13 fyrir- tæki inn tilboðum, þar af komu tvö frá Eyjum. Það lægsta kom frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða og var upp á 21,6 milljón króna en tilboðin héðan voru upp á rúmar 34 milljónir og 39,2 milljónir. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 35,1 milljón króna og er tilboð Ræktunarsambandsins ekki nema 61,6% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta tilboðið hljóðaði upp á 31,7 milljónir sem er 90,4% af kostnaðaráætlun, þriðja lægsta var 92,2% af kostnaóaráætlun, eitt var upp á 92,9 og eitt upp 95,7%. Vest- mannaeyjabær og Öeiri buðu 34,1 milljón sem er 97,2% af kostnaðará- ætlun og Einar og Guðjón og Vélaleiga Þórðar buðu 39,2 milljónir sem er 111,7%. Samkvæmt þessum tölum viróast Eyjamenn því eiga litla sem enga möguleika á að fá verkið. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segir að nú eigi eftir að fara yfir til- boðin og kanna hvort þeir lægstu ætli að standa við sín tilboð. A þeirri vinnu ab ljúka í vikunni að sögn Guójóns, og fljótlega eftir helgi liggur fyrir hver fær verkið. Guðjón sagði það viss vonbrigöi hvað möguleikar Eyjamanna eru litlir en hann segir aó við ramman reip sé að draga því verktakar upp á landi hafi yfir aö ráða mjög öflugum tækja- búnaði sem ekki er fyrir hendi hér. „Það sem ég sé í stöðunni er að menn hér reyni að semja við fyrirtækið sem fær verkið. Það gæti t.d. verið hag- kvæmt fyrir verktakann að semja við eigendur vörubíla hér í stað þess að borga ferðir og uppihald manna sem hingað kæmu,“ sagði Guðjón. Ef lægsta tilboði yrði tekið hefði það einn kost í för með sér því þeir peningar sem eftir verða nýtast í aðrar vegaframkvæmdir í Vest- mannaeyjum. Skattskráin: Laun prestanna ofreiknuð -mistökin voru skattsins. Bjarni Karlsson, sóknar- prestur Landakirkju, vill koma því á framfæri að laun sem honum og konu hans, séra Jónu Hrönn Bolladóttur, voru ætluð í síðasta blaði séu langt frá raunveruleikanum. Hann segir að mistök hafí verið gerð við útreikning á sköttum þeirra en nú hafí þeim borist leiðrétt- ing ásamt afsökunarbeiðni frá skattinum. í FRÉTTUM í síðustu viku var greint frá launum þeirra hjóna og voru þau reiknuð út samkvæmt skattskránni 1993. Samkvæmt henni voru mánaðarlaun Bjama 225.888 krónur og laun Jónu Hrannar 95.624 krónur. Þetta segir Bjami að sé langt frá því að vera rétt enda brá honum í brún þegar hann fékk skattseðilinn í hendur en þar stóð að þau hjón væru stórskuldug við skattinn. Nú hafa þau fengið leiðréttingu mála sinna og hió rétta er að Bjami hafði 180 þúsund í mánaðarlaun á síóasta ári og Jóna Hrönn 65 þúsund. Mismunurinn liggur í að öll aukalaun skrifast á Bjama og Jóna Hrönn var í fæðingarorlofi. FRETTUM er bæði ljúft og skilt að koma þessari leiðréttingu á framfæri en nú verður staðar- numið í birtingu á launum að þessu sinni. Vegna þessarar athugasemdar og eins vegna athugasemdar Grétars Þorgils- sonar í síðasta blaði skal tekið fram að alfarið er stuðst við upp- lýsingar í skattskránni sem var lögð fram um mánaðarmótin júlí- ágúst. Þar eru aðeins birtar upplýsingar sem miðast við heildarlaun og eins kemur ekki fram hvort um áætlun er að ræða eða ekki. Þessa fyrirvara verður að hafa í huga þegar gluggað er í skattskrána. Annað sem rétt er að komi fram, er að öll vinnsla og út- reikningar eru í höndum manns sem ekki starfar á FRÉTTUM og er á engan hátt reynt að hafa áhrif á val hans á fólki. Hámeri var það heillin Strákarnir á Guðrúnu VE fengu heldur óvenjulegan feng í netin í síðasta túr. Voru það fimm hámerar sem höfðu fíækst í netunum. Strákarnir á Guðrúnu höfðu ekki lent í því áður að fá hámerar í net, eða önnur veiðar- færi. Guðrún er með netin austur við Ingólfshöfða og hefur rótfískað undan- farið eins og reyndar aðrir nctabátar. í þessum túr voru þeir með 60 tonn sem fengust í fímm lögnum, mest þorsk. Iláskólinn og Vestmannaeyjabær: Viljayfirlýsing um rannsókna- og þróunarstarf Háskóli íslands og Vestmannaeyja- bær hafa undirritað vilja- yfírlýsingu um rannsókna- og þróunarsamstarf þcssara aðila á sviði sjávarútvegs, eins og kom fram í blaðinu fyrir skömmu. Há- skólinn ætlar að koma hér á fót útibúi en veitt hefur verið fé til stofnunar prófessorscmbættis í fískifræði sem tengist aðstöðu í Eyjum og Náttúrugripasafninu. I samstarfinu stýrir stjóm sex manna, þrír frá Vestmannaeyjabæ og þrír frá Háskóla íslands, skipaðir til þriggja ára í senn. Hlutverk stjómar verður, að hafa umsjón með sam- starfinu og móta meginstefnuna á sviði rannsókna og þróunar. Framkvæmdaraðili verður Sjávar- úvegsstofnun Háskóla Islands sem vinnur í nánu samstarfi við fulltrúa frá Eyjum. I viljayfirlýsingunni kemur fram að komið verði upp sameiginlegri að- stöðu með Rannsóknastofnunum atvinnuveganna og Náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Stefnt er að því að leggja stund á langtímarannsóknir á tilteknum sviðum þegar fram í sækir, en einnig er ástæða til að leggja áherslu á afmörkuð verkefni, sem skila skjótum árangri. Fjármögnun verkefnanna verður að öllu jöfnu sótt í innlenda og erlenda rannsókna- og þróunarsjóði. Stefnt er að því að halda árlega sjávarútvegsdag um páskaleytið og verða þar kynntar þær rannsóknir og þau verkefni sem unnið er aó hverju sinni. Fulltrúar í samstarfsnefndinni eru þessir: Guðjón Hjörleifsson. fulltrúi bæjarstjómar. Gísli Gíslason, fulltrúi rannsóknastofnananna í Eyjum. Sighvatur Bjamason, fulltrúi fyrir- , tækja í Eyjum, Gísli Már Gíslason, fulltrúi Líffræðistofnunar H.í. Gísli Pálsson, fulltrúi Sjávarútvegs- stofnunar H.I. og Þorsteinn I. Sigfússon, tilnefndur af Háskólaráði. HJÁLPARSTARF AÐVENTISTA Nú er að hefjast hið árlega söfnunarátak HJÁLPARSTARF AÐVENTISTA hér í Eyjum. Þessi söfnun á sér langa hefð og miðar að því að afia fjár til að lina þjáningar þeirra sem líða vegna vanþróunar, náttúruhamfara og styrjalda. Þar sem það er hægt, er stuðlað að upp- byggingu og endurhæfingu. HJÁLPARSTARFIÐ er framlag aðventista til að vinna gegn afleiðingum styrjalda, þurrka, hungursneyða, náttúru- hamfara og annarra hörmunga sem herja á mannkynið. Þetta hjálparstarf þekkir engin landamæri og starfar fullkomnlega óháð stjómmála- eða trúarskoðunum. Eina markmið starfsins er að hjálpa þar sem neyðin er stærst. Næstu daga er tækifæri þitt til að rétta hjálpandi hönd og styrkja þetta líknarstarf, með frjálsu fjárframlagi, þegar söfnunarfólk okkar bankar uppáhjáþér. Aðventsöfnuðurinn í Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.