Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Blaðsíða 15
Golfklúbbur Vestmannaeyja: Fyrsta mótið á 18 holu velli Tvö golfmót fóru fram um helgina, eitt fyrir karlana og annað fyrir konurnar. Karlamótið verður skráð á spjöld sögunnar því það var fyrsta mótið sem fram fór á nýjum 18 holu velli Golfklúbbsins, þótt óformlegt væri. Bossalinomótið hét það og sigur- vegari án forgjafar var Sigurjón Pálsson en Sævar Guðjónsson sigraði með forgjöf. Maria Gall- andmótið hét það hjá konunum og var keppt í tveimur flokkum, lág og há forgjöf. Sjöfn Guójónsdóttir sigraði í keppni meö lága forgjöf á 66 höggum. Sigurbjörg Guðnadóttir varð í 2. sæti á 71 höggi nettó og Jakobína Guðlaugsdóttir í 3. sæti á 74 höggum nettó. I keppni með háa for- gjöf sigraði Elsa Valgeirsdóttir á 74 höggum nettó, Fríða Dóra Jóhanns- dóttir varð í 2. sæti með 75 högg nettó og Gunnhildur Ólafsdóttir í 3. sæti á 81 höggi nettó. Bossalinomótið hjá körlunum bar þess merki að nú var í fyrsta skipti í sögu Golfklúbbsins leikið á 18 holu velli, en nýju holumar sem verið er að leggja lokahönd á eiga samt enn töluvert í land með að verða almenni- lega keppnishæfar. En nú var látið slag standa til að prófa nýju holumar og aö sögn Kristjáns Ölafssonar, framkvæmdastjóra G.V., var mikil á- nægja með nýja völlinn. Blaðamaður tekur undir þau orð eftir að hafa skoðað völlinn í vikunni að hann er hreint frábær. Sérstaklega er 15. holan skemmtileg en þegar búið er að slá af palli, er ómögulegt að sjá hvar kúlan lendir því klettar birgja sýna og holan liggur alveg við þverhníptan klettinn. Þess á geta að Júlíus Hall- grímsson sló t.d. tvisvar í röð upphafshöggið á 15. holu út í sjó. „Það spillti ekki fyrirað Guðni Gríms skyldi fara holu í höggi. Eg heyrði r. Iþróttasporið 1-0 fyrir Hlyn Knattspymumaðurinn Hlynur Stefánsson sem lék með ÍBV hér áður fyrr en gerir nú garðinn frægan í Svíþjóð, hefur verió í fréttunum síðustu daga. Hann gat ekki gefið kost á sér í landsliðið þar sem hann og kona hans, Unnur Sigmarsdóttir, áttu von á bami. Unnur fæddi síðan í gærmorgun myndarlegan dreng sem varhvorki meira né minnaen 19 merkur og 53 sm. Afi litla drengsins, Sigmar Pálmason, sagði að hann væru efni í sterkan og góðan línumann og Hlynur hefói náð forystunni fyrir Island með þessu skoti, 1-0. Fréttir óska þeim hjónum til hamingju, en þetta er þriðja bam þeirra. Töpuðu fyrir Selfossi Strákamir í meistaraflokki ÍBV tóku þátt í hraömóti í handbolta á Selfossi um helgina. Þeir unnu HK og B-lið Seifyssinga meó eins marks mun en töpuðu fyrir A-liði Selfyssinga mcð Fimm marka mun. ÍBVliðiðtvístrast IBV liðió í fótbolta er nú farið að tvístrast því skólar em byrjaðir. Anton Bjöm Markússon, Rútur Snorrason og Ingi Sigurðsson em famir til Reykjavíkur ásamt þjálfaranum, Jóhannesi Atlasyni sem er íþróttakennari. Strákamir æfa með Fram hjá Asgeiri Sigurvinssyni og Jóhannes veróur með aðra löppina í Eyjum þar til Islandsmótið er á enda. Friðrik Friðriksson aðstoðarþjálfari mun sjá um æfingar í Eyjum þegar Jóhannes er ekki til staðar. Knattspyrnumenn í frjálsum Liðsmenn ÍBV scm hafa staðið í ströngu í fótboltanum í sumar og æft og spilað nær dagiega síðan í nóvember sl., brugðu út af vananum á æfingu í síðustu viku og fóru í keppni í frjálsum íþróttum. Skipt var í nokkur lið og keppt í aflraunagreinum eins og spjótkasti, kúluvarpi og öðrum óhefðbundnum. Knattspyrnuráðsmcnn fengu einnig að fljóta með og uppgötvaðist alveg nýr stfll í spjótkasti þegar Eggert Garðarsson knattspyrnuráðsmaður þeytti spjótinu tugi sentímetra. Spjótið hringsnerist í loftinu eins og þyrluspaði og hefúr myndband af kasttækninni verið send til Frjálsíþróttasamband íslands til frekari rannsókna. Hins vegar var það Yngvi Borgþórsson sem fékk fagurfræðiverðlaunin fyrir einstaklega frumlcgan stfl í flestum greinunum og spyrja menn sig hvort hann sé ekki á rangri hillu í knatt- spyrnunni. Sigurvegararnir var lið Martins Eyjólfssonar sem sést hér að ofan og kom það fáum á óvart því einn liðsmaðurinn, Steingrímur Jóhannesson, var marg- faldur Islandsmeistari í frjálsum íþróttum á unglingsárunum. Sigurliðió frá vinstri: Tryggvi, Steingrímur, Hermann, Martin og Sigurður. læti út á velli og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég sá Guðna í loftköstum eins og fljúgandi furðu- hlut, svo mikið fagnaði hann,“ sagði Kristján. 24 þátttakendur voru í Bossalinomótinu og sigraði Sigurjón Pálsson án forgjafar á 76 höggum. Haraldur Júlíusson varð í 2. sæti á 77 höggum og Ragnar Guðmundsson í 3. sæti á 78 höggum. I keppni með forgjöf sigraði Sævar Guðjónsson á 69 höggum nettó, Sigurjón varð í 2. sæti á 70 höggum nettó og Sigurður Þór Sveinsson varð í 3. sæti á 71 höggi nettó, eftir flókna útreikninga því tveir aðrir voru með sama skor og hann. Að sögn Kristjáns verður fyrsta opinbera mótið á 18 holu velli haldið um mitt næsta sumar en það veltur á veðurfari í haust og vetur hvenær það verður nákvæmlega. Stöðva- mótið í golfí Stöðvamótið í golfi verður haldið um helgina og er búist við mikilli þátttöku. Þegar hafa um fimm þátttakendur skráð sig frá fasta- landinu. Mótið hefst kl. 08:00 n.k. laugar- dagsmorgun og er það ósk frá Golfklúbbnum að þeir sem hyggjast taka þátt í mótinu, geri það við fyrsta tækifæri. Sigurjón Pálsson á einni af nýju holunum sem kcppt var á í fyrsta skipti um hclgina. Sigurjón sigraði Bossalinomótið án forgjafar. I>ess má geta að Sigurjón hannaði nýja golfvöllinn og þckkir því grcinilega til til aðstæðna. Kolbrún Ingólfsdóttir, Ásta Finnbogadóttir, Sigríður Krsdóttir og Jakobína Guðlaugsdóttir voru meðal þcirra 15 kvcnna sem tóku þátt í María Gallandmótinu um hclgina. Getraunadeildin: Þór Akureyri-ÍBV 1-1: Mjög mikilvægt stig IBV náði mikilvægu stigi í Get- raunadeildinni sl. laugardag á Akureyri. Lokatölur leiksins urðu 1-1 og þóttu þau úrslit sanngjörn, þótt okkar menn hefðu hæglega getað stolið sigrinum í lokin. Eftir fjörugan fyrri hálfleik voru það Þórsarar sem náðu forystunni í seinni hálfleik þegar vamarmenn IBV sváfu á verðinum. Eftir markið sóttu Eyjamenn stíft að marki heima- manna og Anton Bjöm Markússon jafnaði metin. Leikurinn þótti opinn og skemmtilegur og mikið um mark- tækifæri. Jóhannes Atlason, þjálfari IBV, gerði tvær breytingar á liði ÍBV fyrir leikinn. Bjami Sveinbjömsson og Yngvi Borgþórsson komu inn í liðið í stað Inga Sigurðssonar og Hermanns Hreiðarssonar. Ingi kom síðan inn á í seinni hálfleik og hleypti miklum krafti í leik liðsins. ÍBV er nú með 13 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, þremur stigum á eftir Fylki sem er í næsta sæti fyrir ofan. Næsti leikur IBV er n.k. laugardag 23 dagar í Lundaballið Elliðaeyingar á Hásteinsvelli. Þá koma íslands- hvattir til að styðja við bakið á okkur meistarar ÍA í heimsókn og hefst mönnum gegn besta knattspymuliði leikurinn kl. 14:00. Eyjamenn eru landsins, fyrr og síðar. ÍBV mætir íslands- og bikarmeisturum Skagamanna í mikilvægum leik n.k. laugardag. I»á veitir ekki af dyggum stuðningi áhorfenda. Á myn- dinni sjást nokkrir dyggir stuðningsmcnn á leik IBV og Vals fyrir skömmu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.