Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 4
Rmmtudagurinn 23. febrúar 1995 Sœlkerí vikunnar - Jóna Sigríður Bragðsterkur og góður Chili pottréttur Helga Tryggvadóttir skoraói á vinkonu sína, Jónu Sigríði Guðmundsdóttur, sem sælkera vik- unnar. Jóna býður upp á bragðsterkan Chili rétt sem er mjög vinsæll. „Ég þakka Helgu, úr hinum stórkostlega ‘66 árgangi, fyrir áskor- unina. Vonandi verður hún ekki fyrir vonbrigðum með Chili pottrcttinn scm ég ætla að bjóða upp á. CHILI POTTRÉTTUR: 600 gr. nautagúllas Olía til steikingar 1 laukur 5 hvítlauksrif 1 dós Hunt’s Mexican Chunky 2 tsk chilipipar !/2 tsk hvítur pipar Zi tsk svartur pipar 2 tsk salt 1 tsk Oregano 3 msk eplaedik 1 dós Hunt’s chilibaunir Kjöt, laukur og hvítlaukur er brúnað á pönnu í olíunni. Færið í pott og bætið öllu út í nema chilibaunum. Sjóóið í IZ2 klst. Bætið chilibaunum (án safa) út í og sjóðið í 10 mín. Tíldagrjón, frönsk smábrauð og gott rauðvín er ómissandi með þessum rétti. Ég ætla að skora á Hrund Oskars- dóttur sem sælkera næstu viku. Ég treysti henni mjög vel til þess að koma með einhvem spennandi rétt því hún er mikill sælkerakokkur og á morga gómsæta rétti í pokahominu. Verði ykkur að góðu!” Það er oft mikill gálgahúmor á milli skipvera á loðnu- flotanum og togaraflotanum. Ein sagan, og hún er dag- sönn, segir af loðnusjómanni sem aldrei hafði komið nálægt nokkru veiðarfæri nema loðnunót. Fyrir jól fór þessi loðnusjómaður í afleysingatúr á ónefndan togara. Svo kom að því að áhöfnin var kölluð upp á dekk og farið að gera að aflanum sem náðist í halinu. Loðnusjómaðurinn hafði aldrei lent í aðgerð fyrr en vildi sem minnst láta á því bera. Hann fylgdist bara með þvi hvernig hinir karl- arnir gerðu og hófst svo handa. Töluvert af ufsa kom í þetta hal og sá loðnusjómaðurinn að kollegar hans stungu einum eða tveimur puttum upp í ufsann til að auðvelda sér vinnubrögðin þegar þeir voru að gera að. Gekk allt að óskum til að byrja með hjá okkar manni. En siðan heyrðist þetta líka skaðræðisvein, áhöfnin rauk öll upp til handa og fóta, einhver hlaut að vera í stórhættu! Þegar málið var athugað kom í Ijós að loðnusjómaðurinn góði, hafði stungið putta upp í steinbít sem hann var að gera að, og hafði steinbíturinn bitið svona hressilega í! Atvinna Oskum eftir starfs- krafti í sal, helst vönum, til afleysinga. Upplýsingar í síma 13317 eða á staðnum. VEITINGAHÚSI Eyjamaður vikunnar: Olafur Einarsson7 skipstjóri á Kap VE: Ætlar að rætast úr loðnuvertíðinni Loðnuvertíðin er að komast í fullan Versti matur? Lambanýru eru það gang eftír rólega byrjun. Frysting er viöbjóóslegasta sem ég hef smakk- hafin af fullum krafti og virðist sem að. hún eigi að bjarga þjóðarhag. Kap Uppáhaldstónlist? Allt þetta Ve landaði 640 tonnum í frystingu á hefðbundna dægurlagapopp. mánudaginn og svo 700 tonnum á Uppóhalds íþróttamaður? Mér er þriðjudaginn. Alls hefur báturinn efst í huga Boggi kúlusmiður, fengið tæp fjögur þúsund tonn þaö sundgarpur. sem af cr vertíóinni. Skipstjórí á Hvaða stjórnmálamanni/konu Kap VE er Ólafur Einarsson. Hann hefur þú mestar mætur á? byrjaði 15 ára tii sjós en hóf aó leysa Úlfari Steíndórssyni, bæjarfulltrúa af sem skipstjóri á Kap aðeins 24 ára Kvennalistans. gamail. Sem skipstjóri hefur hann Hvert er eftirlætissjónvarpsefnið verið á níunda ár. „Það var eins og þitt? íþróttir og fréttir. þaólægi ljóstfyrirallatiðaðégfæri Hvaða sjónvarpsefni er leiðinle- til sjós. Ég varalinnupp viðþettaog gast? Sápumar eru alveg var að sniglast þetja á bryggjunum skelfilegar. sem peyi,” sagði Ólafur, sem sýnir Uppáhaldsleikari? Hallgrímur Eyjamönnum á sér B-hliðina. Tryggvason, áhugaleikari. Uppáhaidskvikmynd? Ég á enga Fullt nafn? Ólafur Ágúst Einars- slíka. son. " Uppáhaldsbók? Bankabókin eftir Fæðingardagur og ár? 1. júlí loónuvertíö. 1961. Hvað gerir þú í frístundum Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. þínum? Fyrir utan það að vera au Fjölskylduhagir? Giftur Höllu pair hjá Höllu þá dúlla ég í golfi á Svavars, kvenskörungí miklum. Við sumrin. eigum fjögur börn, Sindra, Daða, Hvað metur þú mest í fari Einar Gauta og Svövu Töru. annarra? Mátulega jákvæðni og Farartæki? Ford Explorer árgerð léttlyndi. ‘92. Hvað fer mest í taugarnar á þér í Menntun og starf? Gagnfræða- fari annarra? Fýlupúkar. skóiinn og tvö stig í Stýrimanna- Hvernig fínnst þér best að slappa skólanum. Er skipstjóri á Kap VE. af? Fyrir framan sjónvarpið með Laun? Þokkaleg ef vel gengur. tæmar upp í loft. Hclsti galli? Helst til geðvondur ef Fallegasti staður sem þú hefur illa gengur. komið á? í kringum Eyjamar á fall- Helsti kostur? Þú verður aó spyrja egum degi séóar utan af sjó. Höllu að því. Hvað myndir þú gera í Eyjura ef Uppáhaldsmatur? þú yrði ullsráður í einn dag? Ég Enginn sérstakur. myndi malbika Goðahraunið. Það er ekki fært nema stórum bílum og jeppum. Sem betur fer á ég jeppa og kemst því heim. Uppáhalds félag sem þú hefur starfað með? Golfklúbbur Vest- mannaeyja. Hvað ertu hræddastur við? Að missa heilsuna. Hvernig líst þér á loðnuvertíðina? Bara þokkalega. Þaó ætlar að rætast úr henni. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðin: - Loðna? Mikil vinna og miklir peningar. - Vélstjórar? Sofandi á bekknum. - Hm ‘95? Spenna. Eitthvað að lokum? Ég skora á stjómvöld að endurskoða fiskveiðistjórnina með tilliti til þess hvort taka ætti upp sóknarmarkið. Spumingin er, verður nokkuð drepiö meira heldur en gert er í dag ? Skemmtanalrfið í Eyjum: Kóngurinn Bubbi mœtturi :m 1 Þar sem ítarleg úttekt er á skemmt- Eftir því sem heimildir skemmtanafík- anabransanum í blaðinu í dag á bls. 11 ils blaðsins hemia stendur jafnvel til á er pistill vikunnar í styttra Iagi. skemmtistöðu bæjarins að hafa þennan Það er ekki úr vegi að byrja yfir-fer- háttinn á í framtíðinni. 300 kr. er ekki ðina á Mánabar að þessu sinni. Þar var mikill peningur og er hugsaður til að met aðsókn. frá fimmtudegi til sun- borga trúbadorinn. nudags og vissi Jón Óli varla hvað hann Um helgina er nóg um að vera. hét eftir helgina. Á Calypso verður hljómsveitin Kex. Á Höfðanum var stórsveitin Bong. Húnvarþareinnigumþarsíðustuhelgi Aðsóknin olli bæði hljómsveit og og sló í gegn. Kex hefur gert garðinn Rabba skemmtanastjóra ntiklum von- frægan á Gauk á Stöng í vetur. brigðum. Um 80 manns komu á A HB Pöbb mætir sjálfur kóngurinn föstudaginn en aðeins um 20 á laug- Bubbi Morthens um helgina. Hann ardaginn og var bara ansi golt partý á skemmtir bæjarbúum fimmtudags- svæðinu. og föstudagskvöld (ekki laugardag). Á Lundanum var líklega besta helgin Eyjamenn ættu ekki að láta þetta síðan staðurinn opnaði undir þessu cinstaka tækifæri fram hjá sér fara. nafni. Halli Reynis sá um fjörið og náði Á Mánabar býður upp á afslappaða upp miklu fjöri, sérstaklega á lau- stemmningu á vægu verði. gardaginn þegar allt var troðfullt. Á Lundanum verður nóg um að vera Á Calypso lék Sóldögg og að þessu en ekki komið á hreint hver myndi sjá sinni var selt inn á mjög vægu verði eða urn fjörið. 300 kr. Það mæltist misjafnlega fyrir. Ný-lína af vítamínum og bætiefnum! i Opið í hádeg- ) inu og á laugar- dögum Apótek Vestmannaeyja 10% kynningarafsláttur NYFÆDDIR VESTMANNAEYINGAR Drengur Þann 21. febrúar sl. eignuðust Svandís Geirsdóttir og Ingi Grétarsson dreng. Hann vó 11 merkur og var 50 sm. Ljósmóðir: Guðný Bjarnadóttir. Stúlka Þann 18. febrúar sl. cignuðust Svava Vilborg Ólafsdóttir og Gísli A. Kristjánsson stúlku. Hún vó 18 merkur og var 54 sm. Ljósmóðir: Björg Ingimundardóttir. Drengur Þann 26. desem- ber sl. eignuðust Elísabct S. Jónsdóttir og Rene Jensen dreng, sem fæddist í Danmörku. Hann vó 13 merkur og var 48 sm.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.