Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Side 8
8 Fimmtudagurinn 23. febrúar Í995 Konur í stjórn unarstöðum Konur í stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu eru mun færri en karlar. Það er alveg sema hvert er litið. Sérstaklega ó þetta við einkageirann. Það heyrir til undantekninga að sjó þar konur við stjórnvölinn eða ó óhrifastöðum. Ef við lítum okkur næst, hér í Eyjum, eru mjög fóar konur í óbyrgðarmiklum stjórnunarstöðum. Helst er þær að finna í hinum opinbera geira en það endurspeglar í raun og veru óstandið eins og það er í dag. I nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir skrifstofu jafnréttismóla ó launum karla og kvenna í fjórum einkafyrirtækjum og fjórum ríkis- fyrirtækjum, kom í Ijós að töluverður munur er ó launum kynjanna, körlum í hag, og vex munurinn með aukinni menntun. Ekki er munur ó launum karla og kvenna sem ekkert nóm hafa stundað að loknum grunnskóla en konur með framhaldsskóla- menntun eru með 78% af launum karla. Hvernig stendur ó því að konur eru svo fóar sem raun ber vitni í óhrifastöðum í þjóðfélaginu og hvers vegna þessi launamunur ó milli kynjanna? Hvað stendur konum fyrir þrifum? Hvernig er að vera kona í stjórnunarstöðu? Er þetta togstreita milli heimilis og vinnu? Hver eru viðhorf þessara kvenna sem völdu að feta framabrautina? FRETTIR ræddu við nokkrar konur í Eyjum í stjórn- unarstöðum og lögðu fyrir þær m.a. þessar spurningar. Þorsteinn Gunnarsson Guóbjörg Karlsdóttir, fulltrúi Tryggingamiöstöðvarinnar: Konur hafa meiri þolinmæði **#*?■' t Guðbjörg Karls- dóttir er fulltrúi Tryggingamið- stöðvarinnar og sér um allan daglegan rekst- ur umboðs- skrifstofunnar í Eyjum. Hún hól störf á skrifstofu '— Bátaábyrgðar- félagsins 1978 í hálfu starfi, en þá var félagið umboðsaðili TM. 1. nóvember 1990 tók Guðbjörg við fulltrúastarfinu og var í hálfu starfi til að byrja með en tók að fullu við rekstrinum 1. janúar 1991 og vinn- ur nú allan daginn. Auk Guðbjarg- ar er Drífa Kristjánsdóttir í fullu starfí á skrifstofunni. l>eir sem til Guðbjargar þekkja, fá strax þá til- fínningu að vera velkomnir á skrifstofu hennar. Reyndar cr það þannig hjá hcnni að hún situr ckki inni á þar til gerðum kontór fyrir framkvæmdastjórann, heldur cr frammi í afgreiðslunni hjá Drífu við sitt skrifborð. „Mér fínnst miklu þægilegra að vera þarna frammi og í tengslum við fólkið,” segir Guðbjörg þegar hún er spurð um þetta. Og hún játar því að þetta sé dæmigert fyrir kvenfólk í stjórn- unarstörfum, að vera ekkert að setja sig á hærri hest en þörf krefur. Guðbjörg segist bera fulla ábyrgð á rekstri skrifstofunnar og tekur allar ákvarðanir er henni viðkoma. Sem kona í stjómunarstarfi hjá trygginga- fyrirtæki, segir Guðbjörg að sér finnist fólk ef til vill eiga auðveldara með að ræða ýmisleg málefni við sig. „Eg held að fólk spyrji mig miklu frekar, eins og t.d. það sem viðkemur almennum tryggingabótum, en ef ég væri karlmaður. Fólk er ef til vill óhræddara að koma til mín. Ég held að fólk beri alls ekki minni virðingu fyrir starfinu sem slíku þrátt fyrir að kona gegni því. Ég hef sjaldan lent í fólki sem hefur verið með yfirgang, en því er ekki að neita að það hefur komið fyrir. Þá hef ég gripið til þess ráðs að vísa viðkomandi til aðalskrif- stofunnar í Reykjavík.” Guðbjörg segist vera mjög ánægð í sínu starfí. En vinnudagurinn geti verið langur og oft púsluspil að sam- ræma heimili og vinnu. Maður hennar, Haraldur Oskarsson, rekur einnig fyrirtæki (Net hf.) og eiga þau tvo stráka. Annar er kominn á unglingsárin en hinn er á ellefta ári. „Þetta er mjög krefjandi starf. Það koma upp ýmis erfíð mál þar sem ekki eru allir sammála. Ég er mjög gjöm á það að taka vinnuna með mér heim þannig að þetta kemur niður á heimilinu. Þetta er að mínu áliti sam- nefnari fyrir kvenfólk í stjómun- arstörfum. Karlmönnum tekst að brynja sig betur. En þegar mikið er um að vera í netagerðinni hjá Haraldi eins og þessa dagana á miðri loðnu- vertíð, er hann hringjandi út á sjó á kvöldin til að athuga hvemig gengur þannig að þeir eru blessaðir ekki heldur alveg lausir við þetta að taka vinnuna með sér heim.” Blaðamanni verður hugsað til við- tals í sjónvarpi fyrir nokkrum misserum þar sem ung kona fór óvænt inn á þing á miðju kjörtímabili. Hún var spurð hvað yrói um bömin meðan hún væri á þingi. Þingkonan svaraði því til að hún ætti góðan mann sem yrði að sjálfsögðu með bömin og þá myndu foreldrar hennar hjálpa til. Þessi spgming Það er því sérlega erfitt fyrir ungar konur að komast að.” En hafa konur í áhrifastöðum aðrar áherslur í sínu starfi en karlar, að mati Guðbjargar? „Já, konur hafa önnur áhersluatriði og allt annað gildismat. Auk þess hafa konur meiri þolinmæði og við eigum að mörgu leyti auðveldara með aó setja okkur í spor annarra og það er stór kostur.” Guðbjörg segir erfitt að svara þeirri spumingu hvers vegna ekki fleiri konur séu í stjómunar- og ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu en raun ber vitni. Kannski sé kvenfólk einfaldlega hrætt við það að axla slíka •tíSlifc* '-s-- :?? *- Vegur kvenna í Eyjum fer vaxandi. Þessar konur eru í stjórnunarstöðu ábyrgð. Engum blöðum væri um það að fletta að mjög margar hæfar konur væru á vinnumarkaðinum en hjá þeim væri sífellt þessi togstreita á milli vinnu og heimilis. „Eru konur tilbúnar til að fóma heimilinu að ein- hverju leyti fyrir vinnuna? Ég held ekki. En það þarf ekki að vera svoleiðis. Það er hægt að samræma þetta með skipulagningu. En að vera í fullu starfi og halda svo utan um heimilið er fullt starf þannig að lítill tími gefst fyrir annað félagsstarf. Ég læt alla vega heimilið og vinnuna duga,” sagði Guðbjörg að lokum. (karlkyns)fréttamannsins hefði aldrei komið upp á borðið ef viðmælandinn hefði verið karlmaður. Þegar Guðbjörg er spurð að því hvort hún, sem kona á framabraut, hefði fundið fyrirþví að hún vanrækti heimili og böm, svaraði hún því neit- andi. „Dæmið gengur upp í svona litlu bæjarfélagi. Bömin geta alltaf leitað til mín á vinnustað, eða á vinnustað föður þeirra, ef eitthvað kcmur upp á. I svona litlu samfélagi gcta allir hjálpað öllum.” Það er eðli pýramídans í fyrirtækjum að fá stöðuhækkanir og reyna að komast eins ofarlega og hægt er. Guðbjörg segir að á sínum tíma, þegar henni var boðið að taka við skrifstofustjóminni, að hún hafi verið hrædd vió að takast á við þetta mikla starf. Hún tók sér viku um- hugsunarfrest en flestir ef ekki allir karlmenn hefðu þegið starfið án umhugsunar. „Kona með böm og heimili, sem fær slíkt tækifæri, hugsar fyrst hvort þurfí að gera cin- hverjar ráðstafanir því fjölskyldan er alltaf númer eitt. Karlmenn ’stökkva hins vegar á allt sem heitir stöðuhækkun. Auðvitað var þetta töluvert púsluspil til að byrja meó en nú gengur þetta mjög vel fyrir sig,” segir Guðbjörg. Hún segist hafa það á til- finningunni að í mörgum fyrirtækjum sé litið á konur sem ótryggari starfs- krafta en karla. Þar komi tvennt til. Konur kjósi frekar að vera heima þegar böm veikjast og ungar konur eigi eftir að eignast sín böm. „Ef tveir umsækjendur, kona og maður, sækja um stöðu og þau em með svipaða menntun og bakgmnn, er allt of algengt að kynferði skipti sköpum. Sérstaklega ef konan er ung og á eftir að ganga í gegnum sínar bameignir. Hera Einarsdóttir, félagsmálastjóri: Konur vanmeta getu sína sem stjómendur Hera Einarsdóttir er félagsmála- stjóri Vestmannaeyjar. Hún er að fara í ársleyfí á næstunni og tekur við stjórn Sambýlisins. Hera á tvö börn með eiginmanni sínum og segir að hefðbundin sektarkennd komi upp á yfírborðið með reglulegu miliibili því vinnudag- arnir séu oft langir. „Ég vil gera hlutina vel í minni vinnu. Þaó tekur stundum langan tíma og þá verður lítill tími fyrir fjöl- skylduna. Ég hcld að þetta með sektarkenndina sé ekkert öðmvísi hjá karlmönnum, það ereinfaldlega litið öðruvísi á það. En hjá okkur gengur þetta upp af því að þetta er gott sam- spil hjá okkur hjónunum,” segir Hera, aðspurð hvemig sé að vera kona í stjómunarstöóu. Hera álítur það erfiðara fyrir konu að vera í stjómunarstöðu en karl- mann. Konur standi ekki jafnfætis karlmönnum að því leyti að þær þurfa að leggja meira á sig til að sanna sig í starfí. Þar komi ýmislegt til, eins og t.d. það viðhorf að konur séu ótrygg- ari starfskraftur því þær eigi eftir að ganga í gegnum bameignir og þurfa oftar að vera heima hjá veikum bömum. „Skyldur kvenna em tví- bentari. Það er ekki eins sjálfgefíð að þær geti gengið í burtu eins og karl- menn og það er í raun og vem akkilesarhæll kvenna. Þetta endur- ÍBW. W •• 1 Liú speglast einnig í launakjörum. Konur eru lægra launaðar en karl- ar. Þaó er ýmis- legt sem spilar þarinn í en ég er alls ekki að halda því fram að störf | kvenna séu verr metin í launalegu tilliti.” Hera segist ekki hafa orðið fyrir yfirgangi í starfi eða fundið fyrir því viðhorfi að hún vanræki heimilió vegna mikillar vinnu. Hún upplifir það hins vegar sjálf að sinna ekki fjölskyldunni nægilega og heyrir kannski meira þann undirtón að hún hljóti að eiga alveg rosalega yndis- legan mann. „Einnig fínn ég það þannig að þar sem ég er að fara í árs- leyfí, segist fólk skilja mig mjög vel, að ég þurfi nú að hvíla mig. Það er rétt að ég er að skipta um starf því álagið er mjög mikið. Ég hef verið hér í rúm 6 ár og langar að breyta til og vænti þess að það sé minna álag í því starfí sem ég er að fara í.” Hera segir vinnu sína í dag þess eðlis að mikið sé um tmflanir heima. Ef mikið sé að gera í vinnunni lengist vinnudagurinn á skrifstofunni í stað þess að taka hana með sér heim. „Mér tekst annars ágætlega að kúpla mér út úr vinnunni þegar heim er komið. En ef það er eitthvað sérstakt sem hvílir á mér og þarfnast úrlausn- ar kemur það upp í hugann þegar heim er komið.” Spumingunni um ástæðuna fyrir því hvers vegna konur em svo fáar í stjómunarstörfum, segir Hera að þar komi ýmislegt til. Konur hafí fjöl- skylduna fremst í forgangsröðinni. Ef kona er með fjölskyldu og í bameignum, tekur lengri tíma fyrir hana að vinna sig upp á vinnustað. Þá em konur ekki eins áræðnar að sækja um stjómunarstöður og vanmeta sjálfa sig og getu sína til þess að vera stjómendur. En hvað er hægt að gera til að breyta þessu mynstri? „Nú er stórt spurt. Ég held að eftir því sem konur hasli sér völl á víðari vettvangi, muni þetta breytast. Við fáum fleiri fyrirmyndir og j^að er það sem við þurfum að sjá, að konur geti þetta líka. En þetta meó launamuninn hef ég aldrei skilið. Ekki veit ég hvað stýrir því að konur em meó lægri laun en karlar í sambærilegum stöðum. Konur skila ekki af sér síðri störfum. Það er helst að það sé innbyggður mekanismi að karlmenn haldi konum ósjálfrátt niðri launalega,” sagði Hera að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.