Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Qupperneq 9
p Fimmtudagurinn 23. febrúar Hjálmfríður Sveinsdóttir, skólastjóri Bamaskólans: Togstreita vinnu og heimilis Hjálmfríður Svcinsdóttir hefur verið skólastjóri Barnaskólans í átta ár. Nokkur ár þar á undan var hún yfirkennari skólans. Hún hefur einnig átt sæti í jafnréttis- nefnd bæjarins og segir að hclstu ástæður þess að konur séu færri í ábyrgðarstöðum séu barneignir og ábyrgðarkennd fyrir heimilinu. Hjálmfríður telur að hún fái að njóta sannmælis sem kona í sínu stjómunarstarfi. Reyndar sé skólastjórastarfið þess eðlis að lítið sé um yfirborganir og starfið borgað samkvæmt töxtum. Ekkert sé til sem heitir bitlingar eða hlunnindi. Þar af leiðandi sé það ef til vill minna eftirsóknarvert. Hún telur að ekki sé endilega samasemmerki á milli þess að stjómunarstíll fari eftir kynjum. Það sé fyrst og fremst einstaklings- bundið og fari eftir persónuleika hvers stjómanda fyrir sig. „Það sem stendur konum aðallega fyrir þrifum að fara í stjómunarstörf tengist heimilishaldi og bameignum. Flest ábyrgóarstörf miðast við heildagsstarf. Konur með lítil böm vilji frekar minnka við sig og vera í hlutastarfi. Einnig spilar inn í skortur á dagvistarstofnunum. „Eg hef alltaf verið í mikilli vinnu, sem kennari, yfirkennari og skólastjóri. Eg kannast vel við þessa togstreitu á milli vinnu og heimilis. Ef það hefur verið strembinn dagur í skólanum, geymir maður heimilið þegar heim er komið og frestar ýmsu. Þá er maður ekki lík- legur til átaka á heimilinu.” En kannast Hjálmfríður vió það viðhorf að hún sem skóla- stjóri, sem þurfi að skila löngum vinnudegi, vanræki heimili og böm? „Já, það getur verið. En það er spuming hvort það sé bara kvenfólk sem finni fyrir því eða fólk í stjóm- unarstöðum yfirleitt. Fólk með lág laun þarf að vinna mikið til að ná endum saman og mikil vinna bitnar alltaf á bömunum.” En hvað þarf að gera og hverju að breyta í þjóðfélaginu til að breyta þessu hlutfalli kynjanna í stjómunar- og ábyrgðarstöðum? „Konur þurfa meiri hvatningu. Þær hafa ekki verið nógu duglegar að hvetja kynsystur sínar. Einnig þurfa aðrir að ýta við konum. Því miður er ennþá ríkjandi þetta fyrirvinnuhugtak í þjóðfélaginu, að karlmenn séu fyrirvinna. Þess vegna er meira litið til karlmanna. Þegar ég var yfirkenn- ari, og síðar sem skólastjóri, kíkti ég eftir fjarvistum kvenna og karla í kennslustarfinu, að undanskildu bameignafríi. Eg komst að því að veikindaforföll eru niinni hjá konum, þrátt fyrir að þær séu oftar heima hjá veikum bömum en karlar. Miðað við það em konur alls ekki síðri starfs- kraftar og ég gat blásið á þá staðhæfingu að konur væru meira frá starfi vegna veikinda og veikra bama. Svo þurfum við konur að læra að ná okkur í hærri laun. Þessi miklu munur á launum kvenna og karla í stjómunarstörfum byggist á því að karlmenn eru duglegri að ota sínum tota,” sagði Hjálmfríður. Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri: Ef viö stelpumar fengjum að ráða Olöf Jóna Þórarinsdóttir, aöstoöarsparisjóósstjóri: Konur hafa alla burði til að gegna ábyrgðarstöðu Ólöf Jóna Wrarinsdóttir hefur verið aðstoðarsparisjóðsstjóri í 4 ár. Alls hefur hún unnið hjá Sparisjóði Vcstmannaeyja í 12 ár, fyrst í 80% starfi en lengst af í fullu starfi. Vinnudagarnir hjá Ólöfu eru oft langir og ábyrgðin mikil og lítil orka afgangs þegar hcim er komið til fjölskyldunnar. En hvernig fer hún að því að sam- ræma mikla vinnu og hcimilis- hald? „Þetta fer saman ef hlutimir em skipulagðir og allir á heimilinu em samtaka. Ég skal alveg viðurkenna að þetta hefur reynst mér erfitt á köflum. Starf mitt er tímafrekt og oftar en ekki tek ég það með mér heim. Einnig tek ég hlutina mikið inn á mig. Ég vona að þetta sé ekki einkennandi fyrir konur en mér segir svo hugur að svo sé. Það er öðruvísi með konur en karla. Þær eru mannlegri, ef svo mætti að orði komast. Karlmenn virðast geta brynjað sig bctur gagn- vart vinnunni þegar heim er komið.” Þegar Ólöfu bauðst stöðuhækkunin í Sparisjóðnum fyrir rúmum fjómm ámm síðan, fékk hún umhugsunar- frest til að bera þetta undir fjöl- skylduna. „Karl- maóur hefði ef- laust stokkið á þetta, kannski borið þetta undir konuna, en karl- maður hefði átt auðveldara með að segja strax já. Mín fyrsta hugsun var heimilið og hvaða áhrif þetta myndi hafa á það. Karlmaðurinn er reyndar fyrirvinnan í hugum fiestra.” En hvers vegna em svo fáar konur í áhrifastöóum og þessi mikli launa- munur kynjanna? „Konur hafa látið bjóða sér lægri laun hingað til, en ég held aó þetta sé að breytast. Þá held ég að þetta sé ákveðin minnimáttarkennd hjá konum. Með almennri umræðu í þjóðfélaginu finnst mér þetta hafa verið að breytast að undanfömu. Konur hafa boðið upp á þetta sjálfar, að þær eigi að vera með lægri laun því karlinn sé fyrirvinnan. Það þykir sjálfsagt að karlinn sé betur launaóur. Bíóleikur Frétta og Bíósins Fimmtudag kl. 9: Mask með Jim Carrey. Sýnd í síðasta sinn. Sunnudag kl. 9: Stargate (Stjörnuhliðið) með Kurt Russel. Spurningin: Nefnið einn annan aðalleikara en Kurt Russel í Stargate. Svörin er að finna á símsvara Bíósins 12123. Svörum skal skilað í bréfalúgu Frétta eða í miðasölu Bíósins I klst. fyrir sýningu. Vinningshafar síðustu viku eru: Skapti Ólafsson Kirkjubæjarbraut 6 og Magnús Þór Jónsson Faxastíg 14. En mér finnst viðhorfið vera að breytast til batnaðar.” Ólöf segist ekki hafa fundið fyrir því viðhorfi að hún sé að vanrækja böm og fjölskyldu vegna aukinnar vinnu sem fylgir mikilli ábyrgð á vinnustað. Hins vegar hafi hún verið spurð a<y því hvemig hún nenni þessu. „Ég get alveg sagt að ég myndi vilja vera meira heima hjá mér. Ég segi ekki að vera eingöngu heima en að vinnudagurinn væri styttri. Tog- streitan milli heimilis og vinnu getur verið erfið, sérstaklega þegar ég var að byrja sem aðstoðarsparisjóðsstjóri. Mér fannst ég vanrækja heimilió. Þegar kom góður þurrkur fannst mér að nú ætti að ég vera að hengja úti á snúru. Þetta er ekki vandamál í dag því ég reyni að skipuleggja starf mitt vel. En það hefur háð mér- að vilja ekki gleyma starfinu þegar heim er komið. Sérstaklega voru þetta mikil viðbrigöi til að byrja með.” Ólöf segist vera mjög ánægð í sínu starfi. Hún sé alltaf að læra eitthvað nýtt. Henni finnst fólk ávallt hafa tekið sér vel og segist aldrei hafa fundið fyrir karlrembingi í starfinu, eins og hún kemst að orói. En hvað þarf að breytast í þjóðfélaginu til að fá fleiri konur í ábyrgðarstörf og að hækka laun þeirra til jafns við karla? „Breytt hugarfar, bæði karla og kvenna. A síðari árum hefur breyting- in orðið sú að kvenfólk verður að vinna úti, að öllu jöfnu, og því er þeirra starf alveg jafn mikilvægt og karla og þetta verða karlmenn að muna. Konur hafa alla burði og getu til aó gegna ábyrgðarstöðu ef þær hafa sjálfstraust og trú á sjálfri sér og eftir þessu verða þær að muna,“ sagði Ólöf að lokum. meiru væn þjóðfélagið betra Halldóra Magnúsdóttir hcfur verið skólastjóri Hamarsskólans í 12 ár og stjórnar honum af mikilli rögg- scmi. I>að er aldrei komið að tómum kofanum hjá Halldóru því hún hcfur skoðanir á flcstum hlutum. Hún var fyrst spurð að því hvort það væri mikil togstrcita hjá henni að sinna vinnu og fjölskyldu nægilcga vel? „Þetta er fyrst og fremst togstreita vegna félagslífsins. Ég læt vinnuna ganga fyrir og svo fjölskylduna og ég reyni að gefa henni allan þann tíma sem ég get. En að rækta sjálfan sig og félagslífið situr oftast á hakanum, þó ég hlaupi stöku sinnum niður í lcik- félag. Ég myndi ekki segja að þetta væri árekstur við fjölskyldulífið, enda á ég mjög skilningsríka fjöl- skyldu og eiginmann sem gekk að mér í þessari stjómunarstöðu. Ég var þá búin að móta mitt líf að því leyti.” Aðspurð segir Halldóra að það gangi misvel að skilja starfið eftir á vinnustaðnum þegar heim er komið. Það sé hennar reynsla að ef hún ætlar að fá sér alveg frí frá starfinu verði hún að fara í burtu frá eyjunni. Að öðrum kosti fer hún í gönguferðir og út í náttúmna. „Sem skólastjóri er kennsluskyldan lítil og ég geng því frá því á vinnustaðnum. En það er ýmislegt sem fellur til utan venjulegs vinnutíma eins og fundir og annað. Þetta er ekki 8 til 5 vinna. Fólk þarf stundum að ná í mig utan venjulegs vinnutíma.” Halldóm finnst að sér hafi verið mjög vel tekið sem konu í stjóm- unarstarfi. Hún hafi ekki fundið fyrir neinu öðm en segist kannski hafa verið dugleg að leiöa annað hjá sér. „Þetta er misjafnt eftir stéttum. Þegar ég hef samskipti við ráðamenn em það oftast karlmenn og þeir em mis- jafnir. Ég er ekki karlmaðut'CD hef þann gmn að ég fái ekki aiveg sama viðmót af því ég er kona. Það kemur fyrir að karlmenn reyni að tala niður til manns, en með auknum samskip- tum er það fijótt að breytast.” Ekki segist Halldóra hafa fundið fyrir því viðhorfi að hún vanrækti heimili og fjölskyldu vegna mikillar vinnu. „Það hefur enginn reynt að troða inn á mig neinu samviskubiti. Ég tek mest mark á því fólki sem stendur mér næst og það hefur frekar hvatt mig og stutt við bakið á mér. í mínu starfi þarf ég stundum aó fara til Reykjavíkur og jafnvel utan og þá hefur fjölskyldan ávallt stutt mig. Hún hefur aldrei átalið mig fyrir að vanrækja sig. Þvert á móti sé það hluti af mínu starfi að fylgjast vel með og sækja viðbótarmenntun.” En hvað er hægt að gera til að fjölga konum í stjómunarstöðum og hækka laun þeirra? „Því miður er það oft þannig að konur vantreysta sjálfum sér. Við erum of hlédrægar og teljum að strákamir geti gert þetta betur. Mín reynsla er sú að mér finnst konur undirbúa mál sín mjög vel og fari ekki af stað nema að vel athuguðu máli. Ég held að konur í stjór- nunarstörfum séu lægra launaðar vegna þess að þær eru í stjómun í hjúkrunargeiranum, leikskóla, skól- unum o.s.frv. Þetta em hefðbundin kvennastörf sem hafa verið láglaunuð. Því miður er það þannig í okkar þjóðfélagi að við virðumst ekki vilja borga fyrir að fást við fólk, heldur frekar að sýsla með verðbréf, peninga og dauða hluti. Það segir mest um þjóðfélagið sem við búum í. En ég segi einfaldlega áfram stelpur. Ef við stelpumar fengjum að ráða meiru, væri þjóðfélagið betra. Það besta sem gæti gerst í dag er að kven- fólkið tæki sig á og skipti sér meira af hlutunum,” sagði Halldóra að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.