Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Side 15
Fimmtudagurinn 23. febrúar 1995 IÞROTTIR Úrslitakeppniri í 2. deild karla: IBV byriar af krafti - Unnu Þórsara sannfærandi 28-22. ÍBV hóf úrslitakeppnina í 2. deild með krafti á mánudaginn með því að bera sigurorð af Þórsurum frá Akureyri, 28-22. Þórsarar hafa oft reynst IBV erfiðir en í þcssum leik var aldrei spurning hvort liðið væri betra. Eyjamenn voru betri á öllum sviðum og unnu sann- færandi sigur og virðist liðið vera að komast í mjög gott form á réttum tíma. Leikurinn var í jámum til aó byrja með en í stööunni 5-4 skoruðu Eyjamenn fimm mörk í röð og gerðu þar með út um leikinn. Staðan í hálfleik var 14-8. Ekki fylgdu Eyjastrákamir eftir ágætis fyrri hálfleik því Þórsurum tókst aó minnka muninn í þrjú mörk á tíma- bili. En þá tóku Eyjamenn aftur vió sér, aðallega vegna einstaklingsfram- taks Zoltans Belanyi, og í lokin var sigurinn aðeins sex mörk, 28-22. Leikurinn lofar góðu fyrir áfram- hald úrslitakeppninnar. Leikmennim- ir eru að komast í feikna form, léku vörnina mjög vel framan af og sók- narleikurinn var ágætur. Þetta er ungt og léttleikandi lið sem á svo sann- arlega framtíðina fyrir sér. Samt hefur maður á tilfinningunni að það sé svolítið brothætt og megi ekki við miklu mótlæti. Komist strákamir yfir þann þröskuld eru þeir til alls vísir. Zoltan Belanyi fór á kostum hjá IBV, skoraði 12 mörk og var yfir- burðamaður á vellinum. Gunnar Berg átti ágætis spretti og þá er mikill styrkur að hafa fengió Magnús Arngrímsson í sóknarleikinn, þrátt fyrir að hann hafi lítið fengið að spreyta sig að þessu sinni. Haraldur Hannesson var sem klettur í vöminni ásamt Erling Richardssyni. „Þrír síðustu leikimir okkar lofa góðu og þetta er allt upp á við hjá okkur. Við erum að slípa leikkerfin og þau eru að verða beittari. Við áttum 10 mínútna slæman kafla í þessum leik en annars var þetta bara mjög gott. Ég er sjálfur að komast í gott form. Við ætlum að reyna allt til að komast upp í 1. deild,” sagði Zoltan Belanyi, leikmaðurÍBV. Gangur leiksins: 2-0,4-3,9-4,13- 6, 14-8, 16-9, 17-14, 22-16, 24-18, 26-19, 28-22. Mörk ÍBV: Zoltan Belanyi 1214, Gunnar Berg Viktorsson 5, Erlingur Richardsson 3, Arnar Richardsson 2, Daði Pálsson 2, Magnús Arngrímsson 2, Davíð Hallgrímsson 1 og Arnar Pétursson 1. Jón Bragi varði 8 skot. Var sigur ÍBV gegn Þór sannfærandi að mati Magnúsar? „Við förumupp í 1. deild" „Já, þaö er öruggt að ÍBv fer upp í 1. deild. Þeir eru að toppa formið núna á meðan önnur lið eru á niöurleið. ÍBV nær kannski ckki efsta sætinu en alla vcga 2. sæti. En þeir mega passa sig á því að vanmeta ekki and- stæðinga sína. Þetta eru allt erfiðir leikir í úrslitakeppninni og hvert stig mjög dýrmætt,“ sagöi Magnús Bragason, sem er gífurlegur áhugamaður um handbolta. Tippkeppni Þórs/Týs/Frétta Vinstri menn stela senunni Vinstri bræðingurinn stal senunni um síóustu helgi og náói 12 réttum. Liðið skipa Allaballamir Guómundur Jensson og HöröurÞórðarson. Hafði Hörður á orði að Guðmundur væri í sambandi þama uppi við framliðin ættingja og þess vegna væri hann í þessu rosalega fonni þessadagana. I>ess má geta að í 4. umferð vann Ásgeir Þorvaldsson múrari þaö afrek aö vera meö 0 rétta á scðlinum. Ekki hefur verið minnst á þaö í þessum dálki cn hann víldi endi- lega koma því á framfæri. Þá vekur athygli hve sigurvegaramir í haustleiknum, Reynistaóarfeógamir Helgi og Huginn, eru neðarlega. Eru þeir víst á barmí taugaáfalls og hafa leitaö scrfræðiaðstoðar. Skorið um síöustu helgi var mjög hátt víðast þvar en staóan er þessi: A-riðill: Tveirmeð öllu 40, Ásinn 37, Nautin úr Borgey og Undir bláhimni 36, Síminn til Einars, Leicestcr og Cole 34, Anfield 33, Dögg fyrir sólu 32, Stígandi 31, Blýteinar 30, UMFKD 30 og Fúll á móti 28. B-riðiIl: Speglamir 43, Markús og Kittý 41, Bumbumar 39, Háramir og Vinir Ottðs 37, Mariner og Man. Utd. 36, Tvistamir 35, Sparibaukamir 34, Bræðumir 33, Silli og Valdi hf. 31, Hundaómannahellir27 ogEnginn 23. C-riðill: Vinstri bræðingurinn 42, Ratarnir 40, Slagvatnspungarnir 39, t Pörupiltar og Babar fílakonungur 38, Spilafíklar 37, Wembley Kings 36,' Bæjarins bestu 35, Stærðfræðingamir, Klapparar og BG og Ingibjörg 34, Dóra Ben gengió 32 og Snillingarnir frá Hvanneyri 29. D-riðilI:Austurbæjargengið 39, Baddi á stöóinni 37, ER 36, Klaki og Tveir á toppnum 35, Sentele, Þorskhausar og Munda 34, Reynistaður, Top Gun og Jó Jó 33, Tannhjólahundamir 32 og Ljónið og strúturinn 26. I bikarkeppninni áttust vió Úlfar „forsetí“ Steíndórsson og Einar kenn- ari Friðþjófsson. Úlfar vann létt 9-6 og hafói á orði aó þetta hefði verið eins og að sitja hjá. Þá vann Ólafur Guömundsspn hann Björgvin Eyjóifs- son 10-9. Ólafur keppir til úrslita í bíkarkeppninni vió 'Ulfar eða Ólöfu Margréti kennara. „Hún er miklu l z verðugri andstæðingur en Einar,“ L . sagði forsetinn. Og svo er opið fyrir Reynistaðafeðgarnir lluginn og tippara í Týsheimilinu á laugardaginn. Helgi Lása spá í leiki helgarinnar. IBV lenti í 5. sæti / Arsmiðahappdrættið Eftir leik kvennaliða ÍBV og FH á sunnudaginn var dregið í ársmiða- happdrætti handknattleiksráðs kvenna. Vinningurinn, 10 þúsund króna vömúttekt í Prýði, kom á miða númer 35. Aðalfundur Óðins Aðalfundur Ungmennafélagsins Óðins var haldinn 16. febrúar sl. í skýrslu formanns kom fram að góður árangur var í frjálsum íþróttum á síðasta ári. Alls voru sett 46 Vestmannaeyjamet. M.a. sló Helga Eggertsdóttir 24ra ára gamalt met í 100 m hlaupi. Ámý Hreiðarsdóttir setti tvö Evrópumet í öldungaflokki og þrjú Islandsmet. Ámý fór til Aþenu á síðasta ári og tók þátt í Evrópumeist- aramóti öldunga og lenti í 5. sæti. Á fundinum var Friðriksbikarinn afhentur. Hann gáfu hjónin Magnea Sjöberg og Friðrik Jesson og hlýtur hann efnilegasti frjálsíþróttamaður ársins. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, 12 ára, hlaut bikarinn að þessu sinni. Hann byrjaði síðasta ár vel. Á íslandsmótinu innanhúss varð hann í 3. sæti í 50 m hlaupi, hljóþ á sama tíma og fyrsti maður. Á Goggamóti í Mosfellsbæ setti Gunnar eitt Goggamet og hlaut þrenn verðlaun. Hann var stigahæsti einstaklingur á Vestmannaeyjamótinu utanhúss. Alls setti Gunnar Heiðar 6 Vest- mannaeyjamet og jafnaöi eitt. Félagið sá um kvennahlaup og lýóveldishlaup ásamt hefðbundnum mótum. I haust var Gámamót og þökkum við Gámavinum og öðrum velunnurum veittan stuðning. Malarvöllurinn í Löngulág er æfingasvæði félagsins í frjálsum íþróttum á sumrin og er nú orðin þörf á endurbótum á vellinum. Á þessu ári erengin fjárveiting ætluð til viðhalds á vellinum og er það miður. Næsta verkefni félagsins er Vestmannaeyjamót innanhúss. Það verður 26. febrúar nk. í íþróttahúsinu ogeröllumopið. Stjórn UMFÓ Dregið í bikarnum Búið er að draga í bikarkeppni sumarsins í fótboltanum. B-lið IBV (U-23) fær B-lið FH í heimsókn. Framherjar fá B-lió Skagamanna og Smástund fær Reyni Sandgerði. ÍBV stelpumar drógust á móti ÍA á úti- velli. Þá var dregið í riðlana í 4. deild og þeir eru þannig: Framherjar eru með Víking Ól., Hamri, Víkverja, Ármanni, GG, TBR, ÚMFA og Létti. Smástund er með Emi, Njarðvík, Gróttu, Hvatberum, B. Bmna, Ökkla, og Reyni S. Daði Pálsson í kröppum dansi í leiknum gegn Þórsurum á mánudaginn sem IBV vann örugglega.___________________Mynd: Ingi Tómas. Nafn: Karl Haraldsson. Félag og flokkur: 6. fl. Þór i handbolta og 5. fl. Þór í fótbolta. Staða: Skytta í handbolta og miðjumaður í fót- bolta. Hvernig hefur gengið í vetur: Ágætlega. Helsti styrkur sem leikmaður: Akveðni. Flest mörk í einum leik: 8 mörk í fótbolta og 10 í handbolta. Eftirminnilegasta atvikið: Þegar við lentum í 3. sæti á Shellmótinu 1993. Hvað dreymdi þig síðast: Að ég væri skip- stjóri. Uppáhalds tölvuleikurinn: NBA game. Hvað hefur þú fyrir stafni í verkfallinu: Ég er bara að leika mér og hef það gott. Hver er sætust: Ekki nein sérstök. Uppáhalds íþróttamaður og lið: AC Milan og Marco Van Basten. Að lokum: Mérfinnst gaman í íþróttum. 5. Þetta er aðeins lakari árangur í fyrra en nú höfðu KR og ÍBV sæta- skipti. Það hefur í för með sér í úrslitakeppninni að fari fram odda- leikur fer hann fram á heimavelli KR í Reykjavík. Úrslitakeppnin hefst í næstu viku. ÍBV stelpurnar unnu FH í Eyjum á sunnudaginn í síðasta leik sínum í deildarkeppninni 32-20. Leikurinn skipti í sjálfu sér engu máli því fyrir hann var það ljóst að stelpurnar myndu hafna í 5. sæti dcildarinnar og leika gegn KR í 8 liða úrslitunum, eins og í fyrra. IBV hóf leikinn með látum og komst fljótlega í 8-3. Staðan í hálfleik var 14-10 en í seinni hálfleik tóku Eyjastúlkur sig á, eins og svp oft áður í vetur. Iris átti stórleik hjá IBV og Andrea og Judit stóðu einnig fyrir sínu. Mörk ÍBV: Judit 8/1, Andrea 8/2, Iris 7, Ingibjörg 6, Asdís 1 og Dögg Lára 1. Vigdís varði 8 skot (1 víti) og Laufey 5. ÍBV hafnaði í 5. sæti með 19 stig. Liðið vann 5 leiki heima, gerði einn jafntefli (gegn Stjörunni) og tapaði 3. Á útivelli vann IBV 4 leiki en tapaði íris átti stórleik gegn FH. Vestmannaeyjamót í frjálsum íþróttum verður haldió sunnudaginn 26. febrúar í íþróttahúsinu kl. 13:30. Keppendur mæti kl. 13:00. Keppnisgreinar eru: • Langstökk án atrennu. • Þrístökk án atrennu. • 40 m hlaup. • Kúluvarp. • Kringlukast. • Hástökk. Keppt verður í öllum aldurshópum karla og kvenna. Skráning stendur yfir til kl. 20 laugardaginn 25. febrúar hjá Árnýju í síma 12082. Keppnisgjald er aóeins 300 kr. Mótið er öllum opið og viljum við hvetja þá sem hafa áhuga til að mæta. Stjórn UMFÓ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.