Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 16
II ÉTT 5 3 Frétta- og auglýsingasími: 96-13310 [Fríheim- send- inga' ^ny þjónusta SímiII567 Rútuferðir - GM Skoðunarferðir-Veisluferðir-Grillferðir- íþróttahópferðir. Sjónvarp og vídeó. Ódýr og góð þjónusta. FERDASKRtíSIOFA REYKJAVÍKUR Umboðsmaöur í Eyjum: GÍSLI MAGNÚSSON Brekastíg 11 sími 98-11909 • / mánaða A aðfaranótt laugardagsins fór Drangavík loksins á sjó en þá voru fullir þrír mánuðir frá því hún stoppaði. Nánast sama áhöfn er á Drangavík og var búið að tjúka ölluni launagreiðslum áður en haldið var á sjóinn. Magnús Ríkharðsson, skipstjóri, er mjög ámegður með að vera farinn að vinna aftur og segir að það gildi fyrir alla um borð. Eins og margoft hefur komið fram í blaöinu eignaðist íslands- banki hf. Drangavík á nauö- ungaruppboði í júlí sl. Þá fóru í hönd átök milli bankans og Sigurðar Inga Ingólfssonar, út- gerðarmanns, sem er í raun ekki lokiö ennþá en unt miðjan nóvent- ber komst báturinn loks í hendur íslandsbanka. Fyrsta skref bankans var að auglýsa bátinn til sölu og sýndu nokkrir áhuga á að kaupa hann. Það var ekki fyrr en í þessum mánuði að Ijóst var að Vinnslu- stöðín hreppti hnossið og t síðustu viku var loksins gengi frá kaup- unum. Meðal annars þurfti að klára launamál áhaínarinnar vegna upp- sagnarfrests og deilur um veið- arfæri skipsins og var gengtð frá þessu um leið og skrifað var undir. „Viö fórum út á aðfaranótt laug- ardagsins og crum eiginlega búnir að vera t brælu síðan vió komum út. Við byrjuðum á því að fara vcstur að Snæfellsncsi og náðum tveimur tvcggja tonna holum fyrir bræluna og núna erum við að htfa fyrsta holiö í Grindavíkurdýpi,” sagði Magnús. Sama áhöln verður á Drangavík að tvcimur undanskildum og er almenn ánægja ríkjandi unt borð að sögn Magnúsar. „Við erum búnir að vera stopp í fulla þrjá mánuöi og því eru nienn ánægðir með að vera komnir loks á sjó aftur og byrjaðir aö vinna,” sagöi Magnús. Sjólaxverksmiðjan Gustur hefur verið stopp frá 13. desember sl.: Framtíð fyrirtækisins ræðst á næstu dögum -Þróunarstarfió miklu dýrara en viö gerðum ráó fyrir. Höfum náð tökum á framleióslunni en nú vantar fjármagn, segir Gísli Erlingsson, framkvæmdastjóri. „Fyrirtækið hefur verið stopp frá 13. desember og ástæðan fyrir því er tvíþætt. Annars vegar höfum við verið að afla nýrra markaða fyrir framleiðsluna og hinsvegar höfum við verið að leita að fjármagni,” sagði Gísli Erlingsson, fram- kvæmdastjóri sjólaxverksmiðj- unnar Gusts. Tekist hefur að afla markaða fyrir sjólaxinn en spurn- ing hvort verðið er fullnægjandi. Ennþá er óljóst hvort tekst að útvega fjármagn. Hvort það tekst ræðst í þessari eða næstu viku og á mcðan hangir framtíð Gusts í lausu lofti. Mikið ríður á að farsæl lausn fáist á málum Gusts því þar höfðu um 20 manns atvinnu. „Markaðsmálin líta nokkuð vel út. Við höfum verið í viðræðum vió þrjá aðila og lofa þær góðu. Þar eru menn aó athuga hvort þeir geti borgað það verð sem við þurfum að fá. Hráefnið er söltuð ufsaflök sem við kaupum. Við höfum ekki pláss eða aðstöðu til að flaka og salta sjálf og þess vegna urðum við að fara út í að kaupa flökin. Eitt vandamálið hefur verið að losna við afskurðinn sem er um 15%. Okkur hefur ekki tekist að gera okkur pening úr afskurðinum en nú erum við í samningaviðræðum við tvo sem hafa sýnt áhuga á að kaupa hann,” sagði Gísli. Astæðan fyrir því að fjármagn skortir er að þróunarkostnaður fór langt fram úr því sem reiknaó var með. „Hann varð miklu dýrari en við gerðum ráð fyrir. Viö erum búin að leggja tugi milljóna í þetta en lítið fengið á móti. Framtíð fyrirtækisins ræðst af því hvort okkur tekst að fá inn nýtt fjármagn eða ekki. Þá er ég ekki að tala um lánsfé heldur peninga í formi styrkja eða áhættufjármagns. Það hefur gengið illa að sannfæra menn um að þetta sé nýsköpun í atvinnumálum sem sér 20 manns fyrir atvinnu. Síðast en ekki síst erum vió að fullvinna sjávarafurðir sem ætti að vera mönnum umhugs- unarefni á tímum minnkandi kvóta.” Gísli segir að ekki sjái ennþá fyrir endann á því hvort síðasta tilraun þeirra til aö fá inn nýtt fjármagn beri árangur. „Við höfum rætt við ráðherra og þingmenn sem við höldum aó geti komið að málinu. Þau mál eru í vinnslu og skýrast í þessari eða næstu viku. Hvort fjármagnið fæst eða ekki ræður af eða á um framtíðina. Við höfum sýnt og sannað að við getum framleitt sjólax í því magni og gæðum sem markaðurinn krefst, én við höfum ofkeyrt okkur fjárhagslega,” sagði Gísii að lokum. Rannsaka loðnu og þykkvalúru Nemendur Framhaldsskólans eru þessa dagana að undirbúa sig undir hugmyndasamkeppni ungs fólks í vísindum. Hún nær til alls landsins og fara sigurvegararnir til Newcastle í keppni á vegum ESB. Um er að ræða tvö verkefni, hrygningu loðnunnar og að finna nýjar leiðir til að veiða þykkvalúru. Tveir nemendur, Reynir Hjálmarsson og Jóhann Örn Friðsteinsson önnum kafnir við að rannsóknir á loðnu í Rannsóknasetrinu. Rækjutogarinn ^Andvari VE iitisi Rækjutogarinn Andvari VE Ienti í kolvitlausu veðri þegar hann leitaði vars á sunnudaginn. Var hann á veiðum á Dohrnbanka þegar veðrið skail á og á leiðinni í land missti hann út gúmbjörg- unarbát og slöngubátur kastaðist niður á dekk og skemmdist. Pétur Sveinsson, skipstjóri, vildi ekki gera míkið úrþessu þegarrætt var víó hann en hann viðurkenndi þó að vcðrið hefói verið kolvitlaust. Veðurhæð var inik.il og stóð vind- hraöamælirinn í 60 til 70 hnútum og mest fór hann í yfir 80 hnúta sem eru 12 vindstig eða meira og telst þaö fárviöri. „Þetta er mjög erfitt svæði, einkuni vcgna þcss hvað langt er í land og í norðan og norðaustan áttum er veðriö á hlið á iandlciöinni. Þaö spáði mikillí ísingu á Dohrnbanka og Græn- landssundi og þvi þorði ég ekki annað en aö leíta vars,” sagöi Pctur. Þcssi veöurhamur cr ekkert eins- dæmi á Vestfjaróamióum en sem bctur fer losnuöu þeir viö ísingu. „Við fengum tvær ansi myndar- legar skvettur á okkur og þá l'óru bátamirafstaö. Slöngubáturinn féll ofan á dckk og skemmdist og utan- borðsmótorinn á honum fór í sjóinn. Gúmmíbátur, sem var uppi á brú slitnaði úr festingum og kast- aðist yfir i stjör og þaðan í sjóinn. Hann hékk í bandinu og tókst okkur að ná honum um borð aftur. Aórar skemmdir urðu ekki og komum vió inn á Dýrafjörð á aöfaranótt sunnudagsins,” sagði Pétur sem var á leið tíl ísafjarðarað ná í nýjan björgunarbát. Allskonar sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjólmur Bergsteinsson s: 12943, vs: 985-34136 semirenMiki Teikna og smíða: Sólstofur, útihurðir, glugga, utan- hússklæðningar, bakviðgerðir og mótauppsláttur. - Ágúst Hreggviðsson, s; 12170. A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Heimagötu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30, miðvikudaga kl. 20:30 (móttaka nýliða kl. 20:00), fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 23:30 og laugardaga, fjölskyldufundir kl. 20:30. Athugið símatima okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn. Raflagnaþjónusta Nýlagnir-Breytingar-ViðhaJd - Heimilistækjaviðgerðir Sveinn Hauksson Kirkjubæjarbraut 8 Sími 12882, boðtæki 984-6112 Ökuþjónustan Steffy Bíll fyrir sérstök tækifæri! Sími 98-12619 & 985-29453

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.