Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2008, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 19.03.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS Það er ým is legt framund an hjá Skipa vík í Stykk is hólmi en fyr ir­ tæk ið und ir rit aði á dög un um samn­ ing við Stykk is hólms bæ um 51 lóð í Vík ur hverfi sem tel ur um 6 hekt­ ara lands. Í hverf inu verða byggð minni og stærri ein býl is hús, rað­ hús og par hús sem verða hönn uð jafn óð um og kaup end ur gera vart við sig þar sem þeir munu geta haft á hrif á sín ar eign ir. Tryggja sér lóð ir til næstu ára „Við fáum út hlut að 51 lóð sem er þó á fanga skipt í fjóra á fanga. Með þessu erum við bún ir að tryggja okk ur lóð ir til að byggja á næstu árin,“ seg ir Sæv ar Harð ar son fram kvæmda stjóri Skipa vík ur en að hans mati hef ur upp á síðkast­ ið ver ið skort ur á nægi legu fram­ boði lóða fyr ir þær húsa gerð ir sem þeir hafa haft á huga á að byggja. Skipa vík greið ir Stykk is hólms bæ gatna gerð ar gjöld skv. gjald skrá eft­ ir stærð hús anna á hverri lóð og að auki 15 millj ón ir fyr ir að gang inn að öllu svæð inu. Fyr ir spurn ir hafa þeg ar borist varð andi svæð ið bæði frá að il um inn an­ og ut an bæj ar en Sæv ar reikn ar með að svæð ið verði aug lýst form lega með vor inu. Hver á fangi tek ur rúm lega eitt ár og er á ætl að að fyrsta á fanga verði lok ið í lok árs 2009 en hér er ver­ ið að horfa lengra fram í tím ann en 1­2 ár og á ætl að að verk efn ið í heild taki allt að sjö ár. „Við telj um okk ur geta byggt hag kvæm ar með því að hafa að gang að fjölda lóða á sama svæði,“ seg ir Sæv ar og bæt ir við að um út hlut un lóða muni eng ar regl­ ur gilda held ur fyrst ur kem ur fyrst­ ur fær. Þarna er ver ið að selja fólki sem er að minnka við sig og einnig fólki af höf uð borg ar svæð inu. „Það er ekki síst sá hóp ur sem við horf­ um til. Fólk sem vill minnka við sig og kom ast í ró legra um hverfi og fólk af höf uð borg ar svæð inu sem von andi átt ar sig á því hve gott er að búa úti á landi,“ seg ir Sæv ar um mark hóp inn fyr ir lóð irn ar í Vík ur­ hverf inu. Sæv ar seg ir ljóst að Stykk is hólms­ bær hefði ekki far ið í fram kvæmd ir á hverf inu ef fyr ir komu lag ið hefði ekki ver ið haft með þeim hætti sem á kveð ið var því fólk hefði byggt á bestu lóð un um og hin ar orð ið eft­ ir. „Við erum skyldug ir til að klára hús in að utan en svo er sam komu­ lag um á hvaða bygg ing ar stigi hús­ um er skil að eft ir það. Mið að við fyrstu tvo á fang ana þá eru lóð irn ar sem bær inn mun út hluta ekki síð­ ur spenn andi en þær sem eru á okk­ ar veg um í fyrstu tveim ur á föng­ un um því flott ustu lóð irn ar eru á síð ustu tveim ur á föng un um,“ seg­ ir Sæv ar og bæt ir við að Skipa vík muni ekki fá á fanga þrjú og fjög­ ur ef fyr ir tæk ið ljúki ekki hin um tveim ur. Á fangi eitt verð ur aug­ lýst ur fjót lega og Skipa vík verð ur með til lög ur að hús um til bygg ing­ ar á því svæði. Fólk get ur svo kom­ ið með ósk ir um breyt ing ar á hús­ gerð um, allt sé opið í því sam hengi seg ir Sæv ar. Auk in um svif á næst unni Í dag eru um 50 manns í vinnu hjá Skipa vík í bygg inga fram kvæmd um, stór iðju, skipa smíði, skútu smíði og versl un fyr ir tæk is ins. Ef á ætl an ir fyr ir tæk is ins ganga eft ir mun starfs­ mönn um fjölga úr 50 í dag í allt að 80­90 starfs menn á næsta ári og að eft ir 2­3 ár verði þar af um 30­40 manns bara í tengsl um við skút una. Á næst unni verð ur því aug lýst eft­ ir iðn að ar mönn um í öll um grein­ um og sér hæfðu starfs fólki þar sem fjöl breytt starf semi er í gangi inn an fyr ir tæk is ins og helst þetta í hend ur við auk ið fram boð af hús næði. Að spurð ur um hvað sé nú í gangi hjá fyr ir tæk inu seg ir Sæv ar: „ Helstu verk efn in sem eru í gangi núna er bygg ing tveggja ein býl is­ húsa við Hjalla tanga, tvö skip eru í slipp og ver ið er að ljúka við tvö frí­ stunda hús í Arn ar borg á næst unni en það eru síð ustu tvö hús in af tíu í fyrri á fanga.“ Af þess um tíu hús um eru sex í eigu fé laga sam taka og þrjú í eigu ein stak linga. Reikn að er með að byrja á seinni á fanga í Arn ar borg á næst unni og eru þeg ar farn ar fjór­ ar lóð ir af þeim tíu sem í boði verða þar. Þá munu fram kvæmd ir hefj ast á í búð ar hús næði við Mó holt eft­ ir um það bil tvær vik ur en gatna­ gerð lýk ur vænt an lega í maí. Við Mó holt er Skipa vík með lóð ir fyr ir átta í búð ir; tvö ein býl is hús og þrjú par hús og eru þeg ar komn ir kaup­ end ur að tveim ur par hús um. Skipa­ vík sótti um all ar sex lóð irn ar sem í boði voru við Mó holt ið en gáfu þá sjöttu eft ir (sem er fyr ir fjórða par­ hús ið á svæð inu) þar sem ann að fyr ir tæki sótti um þá lóð. Skipa vík á ætl ar að ljúka bygg ingu allra hús­ anna við Mó holt ið á þessu ári, en það fer eft ir því hvern ig sala geng­ ur á þeim hús um sem ó seld eru en þau verða aug lýst á næst unni. Vík inga skip ið sjó sett í maí Vík inga skip ið eða skút an sem hef ur ver ið í smíði sl. tvö og hálft ár verð ur sjó sett í lok maí. Á stefnu­ skránni er að fara með skip ið á sýn­ ingu þar sem kann að verð ur með við brögð en skip ið hef ur vak ið mikla at hygli og verð ur þetta ein­ tak sýnt og not að til mark aðs setn­ ing ar. Í júní verð ur skip inu siglt til Skotlands og á fram nið ur Evr ópu í fram haldi af því en þar er búið að fast setja á kveðna við komu staði þar sem að il ar hafa sýnt á huga á því að koma og skoða það. Ef von ir Skipa vík ur manna um við tök ur ganga eft ir þá reikna for­ svars menn fyr ir tæk is ins með á fram­ haldi á næstu smíði und ir lok árs­ ins og eru þeg ar farn ir að huga að því. Stefn an er að reyna að kom­ ast í fram leiðslu á þrem ur skip um á ári, það væri lyk il staða. Að spurð ur hvort þess ar á ætl an ir séu raun hæf ar seg ir Sæv ar: „Já, ég er al veg sann­ færð ur um það. Við ger um okk ur þó eng ar vænt ing ar það kem ur bara í ljós hvern ig þetta verð ur.“ Að baki smíði á skút unni liggja um 17­18.000 vinnu stund ir eða 10 mann ár í vinnu en hún er um 16 metra löng. Jafn vel er reikn að með að frek ari eft ir spurn verði eft­ ir stærri skip um en þessu eða allt að 22­23 metra löng um. Þrjár ká et ur eru í skút unni með öll um þæg ind­ um og verð ur skip ið allt hið glæsi­ leg asta á að líta. Skút an verð ur sjó­ sett í maí ef á ætl an ir ganga eft­ ir og verða henni gerð nán ari skil í Skessu horni í tengsl um við sjó setn­ ing una á samt því að á fram verð­ ur fylgst með hvern ig geng ur að mark aðs setja skút una á al þjóð leg­ um vett vangi. Nán ari upp lýs ing ar um skút­ una og aðr ar fram kvæmd ir á veg­ um Skipa vík ur má finna á heima­ síðu fyr ir tæk is ins www.skipavik.is og verð ur fróð legt að fylgj ast með hvort að á ætl an ir fyr ir tæk is ins fyr ir næstu ár munu ganga eft ir. íhs Stykk is hólms bær og Skipa vík semja um Vík ur hverfi Vík ur hverfi ligg ur aust an Borg­ ar braut ar í Stykk is hólmi og tel ur hverf ið í heild um 78 lóð ir fyr ir allt að 90 í búð ir. Þar af hef ur Skipa vík nú yfir að ráða 51 lóð og Stykk is­ hólms bær 17 sam kvæmt samn ingi sem Stykk is hólms bær og Skipa vík und ir rit uðu á dög un um um út hlut­ un lóða í Vík ur hverfi. Ramma samn ing ur um 51 lóð Samn ing ur Stykk is hólms bæj­ ar og Skipa vík ur tek ur til 51 lóð­ ar og er svæð inu skipt í fjóra á fanga þar sem Skipa vík fær út hlut að átta lóð um í fyrsta á fanga, 12 í öðr um, 16 í þriðja og 15 í fjórða á fanga. Deiliskipu lagn ingu á svæð inu er lok ið og unn ið er að gatna gerð og frá veitu en það er Stykk is hólms­ bær sem sér um gatna gerð ar fram­ kvæmd ir vegna hvers á fanga. Á ætl­ að er að gatna gerð ar fram kvæmd­ ir vegna fyrsta á fanga hefj ist í sum­ ar og að Skipa vík geti haf ið fram­ kvæmd ir á svæð inu í sum ar eða haust. Þessi samn ing ur Stykk is hólms­ bæj ar við Skipa vík trygg ir bæj ar fé­ lag ið fyr ir fjár fest ingu sinni. „Við tryggj um okk ur fyr ir því að þeg­ ar við af hend um hvern á fanga þá fáum við gatna gerð ar gjöld in greidd og erum því ekki að fara út í kostn­ að ar sam ar fram kvæmd ir án þess að fá nokk uð fyr ir,“ seg ir Erla Frið­ riks dótt ir bæj ar stjóri í Stykk is­ hólmi. Erla nefn ir einnig að þessi að ferð tryggi að allt hverf ið bygg­ ist upp en ekki bara bestu lóð irn­ ar. Að spurð hvort hægt hefði ver­ ið að velja aðra leið við út hlut un lóða í hverf inu seg ir Erla: „Auð vit­ að hefði það ver ið hægt en þetta var sú leið sem bæj ar stjórn tel ur besta fyr ir bæj ar fé lag ið,“ en samn ing ur Stykk is hólms bæj ar og Skipa vík ur var sam þykkt ur sam hljóða í bæj ar­ stjórn 27. febr ú ar sl. Gott fram boð lóða í bæn um „Það er ekki tak mark að fram boð af lóð um inn an bæj ar fé lags ins. Enn eru nokkr ar lóð ir laus ar í Hjalla­ tanga og auk þess eru laus ar lóð­ ir inn á milli vítt og breitt um bæ­ inn. En eins og þessi fram kvæmd er lögð upp þá verða all ar lóð irn ar á svæð inu byggð ar sem er stór kost­ ur fyr ir bæj ar fé lag ið,“ seg ir Erla og nefn ir að ekki verði eyð ur í götu­ mynd inni á svæð inu. Hún nefn ir einnig að til þess að fá næsta á fanga út hlut að þurfi fyr ir tæk ið að klára 2/3 hluta hús anna full frá geng in að utan með frá geng inni lóð og fram­ kvæmd ir við rest þurfi að vera hafn­ ar að 1/3 hluta. Fyr ir tæk ið greiði einnig auka gjald fyr ir hverja lóð en ef önn ur leið hefði ver ið val in þá hefðu lóð irn ar við sjáv ar síð una alltaf ver ið dýr ari held ur en á öðr­ um stöð um á svæð inu. Það er því ekki fyrr en í á fanga þrjú og fjög ur sem Skipa vík fær gul rót ina fyr ir að byggja allt hverf­ ið upp því þar eru flott ustu lóð irn­ ar að margra mati en samn ing ur inn kveð ur á um að ef þeir ekki standa sig og klára ekki fram kvæmd ir inn­ an við eig andi tímara mma þá falli samn ing ur inn úr gildi. „Það var í raun fyr ir hvatn ingu Skipa vík ur að svæð ið var deiliskipu­ lagt því þeir sáu tæki færi í því að byggja svæð ið upp og treystu sér til að fara í fram kvæmd ir á öllu svæð­ inu,“ seg ir Erla og nefn ir að Skipa­ vík sé að auka um svif og bæta við fólki og vanti því jafn vel í búð ar hús­ næði fyr ir það starfs fólk sem bæt ist við á næst unni. Flott ar lóð ir við golf völl inn Sá hluti hverf is ins sem Stykk­ is hólms bær hef ur yfir að ráða og verð ur til al mennr ar út hlut un­ ar ligg ur næst golf vell in um á móti suð vestri. Þeim lóð um sem þar liggja verð ur út hlut að skv. regl um Stykk is hólms bæj ar um lóða út hlut­ un og verð ur hluti þeirra að öll um lík ind um aug lýst ur nú í vor þeg­ ar tíma þætt ir varð andi gatna gerð liggja fyr ir. Hluti svæð is ins verð­ ur aug lýst ur í einu og verð ur ekki far ið út í kostn að og fram kvæmd ir við gatna gerð nema um sókn ir liggi fyr ir um á kveð inn lág marks fjölda lóða. Mið að við að sókn á höf uð­ borg ar svæð inu í lóð ir sem liggja með fram og ná lægt golf völl um má þó gera ráð fyr ir að tals verð eft ir­ spurn verði eft ir lóð um með út sýni yfir Vík ur völl í Stykk is hólmi með eina flott ustu par þrjú holu á land­ inu í göngu færi. íhs Frá und ir rit un samn ings um Vík ur hverfi. Frá vinstri talið Sig ur jón Jóns son, Erla Frið riks dótt ir og Sæv ar Harð ar son. Stór huga Skipa vík ur menn í Stykk is hólmi Skipa vík hef ur feng ið út hlut að sex hekt ara svæði með 51 lóð í Vík ur hverfi í Stykk is hólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.