Skessuhorn - 26.11.2008, Síða 29
SVARTIR ENGLAR
Ævar Örn Jósepsson
Kona hverfur sporlaust og
óvenjulega umfangsmikil
lögreglurannsókn fer af stað.
Svartir englar er önnur sagan
eftir Ævar Örn þar sem lög-
reglumennirnir Stefán, Katr-
ín, Guðni og Árni takast á við
flókin sakamál. Eftir bókinni
hafa verið gerðir samnefndir
sjónvarpsþættir sem njóta
mikilla vinsælda.
364 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-12-9
Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja
Þýdd skáldverk
DÆTUR MÁLARANS
Anna - Karin Palm
Þýð.: Hjalti Rögnvaldsson
Systkinin María og Martin
fá sent málverk frá ókunnri
enskri konu. Málverkið er
málað af föður þeirra sem
hvarf sporlaust þegar þau
voru börn. Þau gera sér ferð
til suðurhéraða Englands og
komast strax á snoðir um
ýmislegt um föður sinn.
Hundrað árum áður uxu
úr grasi tvær systur undir
handarjaðri listmálarans föð-
ur síns. Flóknir þræðir rekjast
saman á eftirminnilegan hátt
í þessu margrómaða verki
Önnu-Karin Palm.
330 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-24-2
Leiðb.verð: 2.280 kr. Kilja
LÍFSTÍÐ
Liza Marklund
Þýð.: Anna R. Ingólfsdóttir
Þegar David Lindholm, fær-
asti lögreglumaður Svíþjóðar,
finnst myrtur í rúmi sínu fell-
ur grunur á Júlíu eiginkonu
hans. Fjögurra ára sonur
þeirra er horfinn sporlaust og
er Júlía sterklega grunuð um
að hafa myrt hann líka.
Blaðamaðurinn Annika
Bengtzon rannsakar málið á
sama tíma og hún sjálf liggur
undir grun um að hafa kveikt
í húsinu sínu. Heimur henn-
ar hrynur meðan hún kafar
sífellt dýpra í ofbeldisfulla og
myrka fortíð hins myrta.
397 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-00-6
Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja
STEINSMIÐURINN
Camilla Läckberg
Þýð.: Anna R. Ingólfsdóttir
Humarveiðimaður dregur
lítið stúlkubarn upp úr sjón-
um og í fyrstu er álitið að hún
hafi drukknað fyrir slysni. En
í ljós kemur að hún var myrt.
Hver hefur viljað Söru, sjö
ára gamalli, svo illt? Patrik
Hedström, sem á nýfætt
barn með Ericu, dregst ásamt
félögum sínum á lögreglu-
stöðinni í Tanumshede inn í
flókna morðgátu. Atburðir frá
þriðja áratug 20. aldar fléttast
samtímanum.
Camilla Läckberg er einn
vinsælasti glæpasagnahöf-
undurinn sem gefinn er út
á Íslandi.
444 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-9834-7-7
Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja
Ljóð
BORGARLÍNUR
Ari Trausti Guðmundsson
Í þessari þriðju ljóðabók höf-
undar er það heimshorna-
flakkarinn sem hefur orðið og
miðlar lesendum af upplifun
sinni í fjölmörgum borgum
– allt frá Osló og Auckland
til Ulaanbaatar. Með því að
varpa upp lifandi myndum
sem veita lesandanum inn-
sýn í ólík lífskjör fólks sýnir
Ari Trausti fram á að „hjörtum
mannanna svipar saman“,
hversu ólíkar sem aðstæður
kunna annars að vera.
64 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-9834-9-1
Leiðb.verð: 2.880 kr. Kilja
FIÐRILDI, MYNTA OG
SPÖRFUGLAR LESBÍU
Magnús Sigurðsson
Fiðrildi, mynta og spörfuglar
Lesbíu er óvenjuleg ljóðabók
sem stefnir saman erlendum
tungumálum, þýðingum og
frumortum skáldskap á eftir-
minnilegan hátt. Ástarkveð-
skapur rómversku stórskáld-
anna Katúllusar og Virgils
vaknar hér til lífsins í nýjum
þýðingum sem kallast á við
frumort ljóð höfundar bók-
arinnar með margvíslegum
hætti. Úr verður heilsteypt
verk þar sem ástin, en þó
ekki síst sambandsslit elsk-
enda, leikur stórt hlutverk.
Fyrir þessa fyrstu ljóðabók
sína hlaut Magnús Sigurðsson
Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar árið 2008.
64 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-23-5
Leiðb.verð: 2.880 kr.
FLAUTULEIKUR
ÁLENGDAR
Þýð.: Gyrðir Elíasson
Flautuleikur álengdar er
safn þýddra ljóða eftir sam-
tímahöfunda frá Evrópu og
Norður Ameríku. Mörg þess-
ara skálda eru þekkt og viður-
kennd, bæði í heimalöndum
sínum og utan þeirra, en fæst
þeirra hafa þó verið þýdd á
íslensku áður.
155 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-9834-8-4
Leiðb.verð: 2.880 kr. Kilja
blómstrandi
bókaforlag