Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2008, Qupperneq 30

Skessuhorn - 26.11.2008, Qupperneq 30
SJÁÐU FEGURÐ ÞÍNA Kristín Ómarsdóttir VIÐVÖRUN – Í ÞESSUM LJÓÐUM ER FJALLAÐ UM FEGURÐINA! Sjáðu fegurð þína staðfestir að Kristín Ómarsdóttir er í fremstu röð íslenskra ljóð- skálda og hefur þar sérstöðu. Kristín hefur hlotið fjölda við- urkenninga fyrir ritstörf sín, ma.a tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna sem og Leikritaverðlauna Norður- landaráðs. 68 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-15-0 Leiðb.verð: 2.880 kr. Kilja Fræði og bækur almenns efnis ELÍAS B. HALLDÓRSSON Málverk/Svartlist Ritstj.: Sigurlaugur Elíasson, Gyrðir Elíasson og Nökkvi Elíasson Bókin um Elías B. Halldórs- son er yfirgripsmikið verk sem unnendur listar hans munu telja happafeng. Mjög víða var leitað fanga við eftir- tökur og ljósmyndun lista- verka Elíasar og ítrustu kröfur gerðar við vinnslu bókarinn- ar svo hún mætti verða sann- ur vitnisburður um fjölhæfan og margslungin listamann. 240 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-06-8 Leiðb.verð: 9.900 kr. GUÐMUNDUR ÁRMANN SIGURJÓNSSON Úr myndsmiðju / Shaping Ritstj.: Aðalsteinn S. Sigfússon og Kristján Kristjánsson Í þessari bók er gerð ítar- leg grein fyrir listamanns- ferli Guðmundar Ármanns. Shauna Laurel Jones, Hannes Sigurðsson og Kristján Kristj- ánsson eru höfundar texta. Bókina prýða um 100 mynd- ir af fjölbreyttum listaverkum Guðmundar Ármanns. 128 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-04-4 Leiðb.verð: 6.990 kr. KRISTÍN RÓS Meistari í nærmynd Kristín Rós Hákonardóttir Kristín Rós hóf kornung að æfa sund með Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík árið 1982 og lauk keppnisferlinum tutt- ugu og tveimur árum síð- ar. Þá hafði hún sett sam- tals sextíu heimsmet og níu Ólympíumet! Kristín Rós á að baki feril sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi. Henni hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir afrek sín, bæði á Íslandi og á heimsvísu. Bókin veitir innsýn í líf og hugsanagang þessarar einstöku afrekskonu sem af einurð og æðruleysi hefur náð svo glæsilegum árangri. Kristín Rós er einn merkasti íþróttamaður sem Ísland hefur alið. 96 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-05-1 Leiðb.verð: 2.280 kr. Kilja SAMSPIL Benedikt Líndal Myndir: Friðþjófur Helgason Í bókinni leiða saman hesta sína tveir afburðamenn, þeir Benedikt Líndal tamn- ingameistari og Friðþjófur Helgason ljósmyndari. Þeir eiga að baki farsælt samstarf enda hafa áður komið úr smiðju þeirra kennslumynd- irnar Frumtamning og Þjálf- un. SAMSPIL er lokakaflinn í þeim þríleik. Hér er á ferð einstök bók sem sameinar fræðslu, hugleiðingar og hreina upplifun. Bókin er einnig til á ensku. 144 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-01-3 Leiðb.verð: 4.990 kr. Saga, ættfræði og héraðslýsingar ÁRBÓK AKURNESINGA 2008 8. árgangur Ritstj.: Kristján Kristjánsson Árbók Akurnesinga 2008 hefur að geyma viðtöl og greinar um fjölbreytt efni sem tengist Skaganum og íbúum hans. Bókin er prýdd fjölda mynda. Áskriftarverð kr. 3.600. 208 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-9772-5-4 Leiðb.verð: 4.490 kr. Kilja BARÁTTUFÓLK Bragi Þórðarson Löngum hefur búið baráttu- fólk á Skaganum! Í Baráttu- fólki er brugðið upp sex svip- myndum af þekktum Akur- nesingum: Þórði Þ. Þórðar- syni, Svöfu Þóleifsdóttur, sr. Jóni M. Guðjónssyni, Herdísi Ólafsdóttur, Árna Böðvars- syni og Hafsteini Jóhanns- syni. Baráttufólk er 16. bók Braga Þórðarsonar. 228 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-14-3 Leiðb.verð: 4.980 kr. Ævisögur og endurminningar Í HÚSI AFA MÍNS Finnbogi Hermannsson Það er ýmislegt sem skýtur ungum dreng skelk í bringu. Má þar nefna kerlingar á Njálsgötunni sem bíða færis bakvið gardínur að ausa skömmum yfir krakka og ketti, ljósameðferð í Austur- bæjarskólanum – þeirra nemenda vel að merkja sem þykja full væskilslegir á að líta – og svo óttann við garnaflækjuna. En hún getur hlotist af því að kyngja hinu alræmda péká-tyggjói eða þá sveskjusteinum. Bernskuminningar Finn- boga Hermannson frá Reykjavík eftirstríðsáranna hljóta að vekja ljúfsárar hug- renningar hjá fólki sem man tímana tvenna. Hversdags- legustu athafnir lifna við og öðlast merkingu fyrir galdur tungumálsins. 182 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-17-4 Leiðb.verð: 4.680 kr. Í þessari óvenjulegu bók er lesendum veitt innsýn í líf og hugsanagang einstakrar afrekskonu sem af einurð og æðruleysi hefur náð svo glæsilegum árangri. Kristín Rós er ungu fólki hvarvetna hvatning og fyrirmynd. P0 8. 07 .8 81 ·P re nt sm ið ja n O D D I

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.