Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2009, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 22.04.2009, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL Há skóli Ís lands mun bjóða upp á 35 nám skeið á sum arönn og gera nem end um kleift að þreyta hart­ nær 100 próf í haust á samt því að bjóða þeim að stöðu til sjálfs náms og verk efna vinnu. Krist ín Ing ólfs­ dótt ir, rekt or Há skóla Ís lands, hef­ ur unn ið að því und an farn ar vik ur á samt for set um fræða sviða Há skól­ ans, stúd enta ráði og Katrínu Jak­ obs dótt ur mennta mála ráð herra, að tryggja sum ar nám við Há skól­ ann. Mennta mála ráð herra, rekt­ or og Hild ur Björns dótt ir, for mað­ ur Stúd enta ráðs, til kynntu nið ur­ stöðu úr þeirri vinnu á blaða manna­ fundi í Há skóla Ís lands í fyrra­ dag. Mennta mála ráð herra sagði á fund in um að Há skóli Ís lands fengi auka fjár veit ingu á samt Lána sjóði ís lenskra náms manna til að standa und ir þeim kostn aði sem hlýst af þess ari auknu þjón ustu Há skól ans. Á ætl að ur kostn að ur vegna sum ar­ náms Há skól ans og prófa á hans veg um er um 50 millj ón ir króna. mm Það hlýt ur að heyra til und an­ tekn inga, ef það er ekki eins dæmi, að ís lenskt öku tæki hafi ver ið fært til skoð un ar í 850 metra hæð yfir sjó. Það gerð ist engu að síð ur síð­ ast lið inn fimmtu dag þeg ar Krist­ ján Björns son, skoð un ar mað ur hjá Frum herja í Borg ar nesi, fór með fé lög um í björg un ar sveit inni Ok í Borg ar firði upp að toppi Ok jök­ uls til að skoða Hagglund snjó bíl sveit ar inn ar. Eins og gef ur að skilja hent ar það ekki skoð un ar stöðv um Frum herja að fá belta tæki eins og þetta inn á gólf til sín. Tók Krist ján því á kvörð un um að styrkja björg­ un ar sveit ina með því að fram kvæma skoð un ina í frí tíma sín um. Snjó­ bíll in var flutt ur á vöru bíl upp að snjó rönd jök uls ins það an sem ekið var um og not ið um leið út sýn is­ ins yfir hér að ið. „Það er ör ugg lega eins dæmi að sam bæri leg há fjalla­ skoð un hafi ver ið gerð á öku tæki hér á landi. Það eru til regl ur um að skoða megi t.d. búkoll ur í mal­ ar grifj um og slökkvi bíla á slökkvi­ stöðv um. Að sama skapi þyrfti að heim ila að belta tæki björg un ar­ sveita megi skoða á vörslu stað. Vona ég að heim ild verði gef in til þess í fram tíð inni,“ sagði Snorri Jó­ hann es son for mað ur Oks í sam tali við Skessu horn. Snorri tók með­ fylgj andi mynd ir í ferð inni. mm Kæri les andi! Það er merki legt vor ið. Það er eins og ég fái ein hvern tor kenni leg an fiðr ing og spennu í all an lík amann þeg ar snjóa leys ir og mal bik ið kem ur í ljós. Síð stlið in ár hef ur þessi fiðr ing ur hlað ist upp og hef ég reynt að fá út rás fyr ir hann á ýms an hátt. Hef ur það hing að til reynt tals vert á þol rif konu minn­ ar, ekki eins og þið eruð að hugsa samt, held ur hef ég reynt að liggja þetta úr mér einn og sér, eða fund­ ið mér ekk ert að gera. Sýni leg ein kenni eru þannig að ég hef star að út um glugg ann, hlust að, ver ið al gjör lega ut an gátta ef ég hef ver ið að fara eitt hvað og glápt á eft ir sum um sem ég mæti á förn um vegi, konu minni til mik ils ama. Nei, nei, ég er ekki að horfa eft ir kven fólki, það kann ég svo eng inn taki eft ir, held ur eru það mót or hjól in sem ég er svona ber­ skjald að ur fyr ir. Á vor in koma þau í ljós eitt af öðru. Þarna þeysa menn og kon ur í all ar átt ir, dust andi ryk­ ið af sjálfu sér og far ar skjót um eft­ ir vetr ar stöð una. Það glamp ar á króm og syng ur í plasti þeg ar þau renna fram hjá mér, í öll um stærð­ um og gerð um. Og nú hugs ið þið; „ja, þetta er nú bara grái fiðr ing ur­ inn sem er að brjót ast út hjá kall­ in um, horf ir eft ir stelp um og mót­ or hjól um.“ Ja, ég get nú sagt ykk­ ur það, að þá er sá grái bú inn að hrjá mig frá því ég var á ung lings­ ár um, svo ekki get ég tek ið und­ ir þessa skýr ingu. Þessi fiðr ing ur fannst ekki hjá mér upp úr síð ustu alda mót um, en síð ustu fjög ur ár hef ur hann svo ver ið fjári slæm ur. Þang að til í nú í vor. Ég var byrj að­ ur að finna fyrstu ein kenn in, glápti út um glugg ann og allt þetta sem ég hef áður lýst. Kvíða glampi í aug­ um kon unn ar, krakk arn ir farn ir að ó kyrr ast. Þið vit ið að börn finna allt svona á sér. Eins og dýr. En ég fann lækn ingu. Ég hef reynd ar unn ið að þess ari lækn ingu leynt og ljóst síð­ ast lið in þrjú ár. Próf að og mis tek ist, eins og geng ur með til raun ir. Og nú skal op in bera sann leik ann. Eitt síð deg ið gekk ég út í bíl skúr inn minn, teymdi ný upp gerða bif hjól ið mitt út, setti í gang og bauð eig in­ kon unni með í hjóla túr. Og þarna fund um við bæði hvern ig þessi fiðr­ ing ur og spenna hvarf, eins og göm­ ul Honda í bak sýn is spegli! Frels ið, kraft ur inn, upp lifun in á um hverf­ inu, lykt in, allt þetta varð til þess að þessi spenna og fiðr ing ur hvarf. Reynd ar kom ann ars kon ar fiðr ing­ ur, en það er önn ur saga. Við keyrð­ um svo kall að an Borg ar fjarð ar hring þetta síð degi eins og í draumi. Það eina sem held ur manni við raun­ veru leik ann er vega kerf ið. Það er svo lít ið snið ugt vega kerf ið á Ís­ landi og ekki síst í Borg ar firð in um. Við vor um þarna í nokk urs kon ar draumástandi, en vor um samt ekk­ ert hættu leg í um ferð inni. Vega­ kerf ið pass ar al veg uppá það! Það er nefni lega þannig að með ó jöfnu milli bili er hola, mis hæð, lausamöl, mishæð, hola, hola, mis hæð. Nokk­ urn veg inn í þess ari röð. Samt ekki al veg. Þannig að mað ur er ekk ert lengi í draum kenndu á standi í einu. Snið ugt á Ís landi! Og þar sem við erum á leið okk ar um Borg ar fjörð­ inn, hitt um við fyr ir vini og kunn­ ingja sem til heyra fé lags skap sem við hjón in erum með lim ir í. Það er alltaf gott að til heyra ein hverj um fé lags skap. Það er mann skepn unni nauð syn legt. Fé lags skap ur get ur ver ið bæði góð ur og slæm ur. Við hjón in erum í mót or hjóla klúbbi. Hlýt ur það ekki að vera slæm ur fé­ lags skap ur? All ir hafa séð í frétt un­ um mynd ir af ljótu köll un um sem er bann að að koma til lands ins. Úfn ir og skítug ir mót or hjóla töffar­ ar sem geta lamið alla og selja dóp. Í okk ar klúbbi er eng inn sem upp fyll ir þessi skil yrði. Við höf­ um reynd ar einn sem er stund um úf inn og einn sem held ur að hann geti lamið alla. En hann hef ur samt ekki próf að það. Og eng inn okk ar sel ur dóp, held ég. En við höf um tvö sem selja puls ur! Þessi merki fé lags skap ur heit ir Raft ar, Bif hjóla­ fjelag Borg ar fjarð ar. Nú eru skráð ir fé lag ar orðn ir rétt yfir hund rað. Og við erum með heima síðu, www raftar.is, þar sem sjá má hverj ir eru með­ lim ir, og mynd ir frá hin um ýmsu ferð um og upp á kom um sem hald nar hafa ver ið. Og svo er það skemmti­ lega; börn okk ar Rafta eru far in að sækja um inn göngu í klúbb­ inn. Hlýt ur það að vera við ur kenn ing á að þetta sé góð ur fé­ lags skap ur. Nema þau séu jafn for hert og for­ eldr arn ir. En á fram um ferð­ ina nið ur Borg ar fjörð. Er við kom um í Borg­ ar nes, með okk ar fólki úr Röft un um, þá er á kveð ið að fara einn rúnt nið ur í bæ. Það er hluti af svona „OFF ROAD“ æf ingaplani sem við höf um sett upp fyr ir fé lags menn til að þeir fái betri þjálf un við mis jafn ar að stæð ur. Við erum full skiln ings á þeim fram­ kvæmd um sem eiga sér stað í bæn­ um og höf um ekk ert við þær að at­ huga. Reynd ar þökk um við kær lega fyr ir motocross braut ina sem Borg­ ar byggð lét gera svo rausn ar lega í Kjart ans göt unni. En þeg ar neð ar í bæ inn kom, þá hafði ver ið unn­ ið að við gerð um á hol um í göt um þar. Altso, þá erum við ekki leng ur í motocross braut inni, held ur á mal­ bik uð um göt um. En þá hef ur ver ið not uð ol íu möl til fyll ing ar í hol urn­ ar. Og þetta, gott fólk, má alls ekki gera! Þarna skap ast gíf ur leg hætta fyr ir vél hjól. Þau hrein lega skauta á möl inni sem ligg ur á mal bik inu og láta eng an veg inn að stjórn. P lííís ­ ekki gera svona aft ur! En við slupp um með skrekk­ inn og héld um til baka. Síð asta stopp í þess ari ferð var á plan­ inu við Mennta skóla Borg ar fjarð­ ar. Þann 9. maí ætla Raft ar að halda sína ár legu bif hjóla sýn ingu í húsi Mennta skólanns. Þar verða nokk­ ur hjóla um boð sem sýna vör ur, á samt nokkrum mót or hjóla klúbb­ um (góðu gæj un um), og að sjálf­ sögðu verða hjól Raft anna til sýn­ is. Und ir bún ing ur hef ur stað ið í nokkra mán uði og var nokk ur kvíði í okk ur Röft um vegna á stands ins í þjóð fé lag inu. En, það er skemmst frá því að segja að við tök ur hafa ver ið frá bær ar, hvar sem við höf um bor ið nið ur, s.s. í aug lýs inga sölu. Get um við ekki ann að en glaðst og trú að því að þessi ár legi at burð ur, sem byrj aði 2001 (og var þá sett ur upp með 2ja vikna fyr ir vara), haldi sín um stað um ó kom in ár. Þetta verð ur aug lýst ræki lega þeg ar nær dreg ur, en merk ið þetta samt inn á daga talið. Við hjón in héld um svo heim á leið á „með al inu“, ég al veg slak ur og laus við fiðr ing inn. Ég hvet alla sem eru með ein hvern fiðr ing, gul­ an eða grá an, að prufa þessa að ferð. Fáið ykk ur mót or hjól, finn ið góð an fé lags skap og njót ið lífs ins. Ég óska þér gleði legs sum ars. Jak ob „fiðr ing ur“ Guð munds son Raft ur # 12 Að al fund ur Sam bands borg­ fir skra kvenna, SBK, var hald­ inn í Fossa túni 16. apr íl síð ast lið­ inn. Í máli Val gerð ar Björns dótt­ ur for manns kom fram að kven­ fé lags kon ur á sam bands svæð inu gáfu tvær millj ón ir og sjö hund­ ruð þús und krón ur til menn ing­ ar­ og líkn ar mála á síð asta ári svo mörg hafa dags verk in ver ið. Að­ ild ar fé lög SBK er ell efu en sam­ bands svæð ið er Mýra­ og Borg ar­ fjarð ar sýsla. Í máli Val gerð ar kom fram að í þess um ell efu fé lög um væru 216 fé lags kon ur skráð ar og í fé lög un um hefðu ver ið haldn ir 41 fé lags fund ur á síð asta ári. Val gerð­ ur sagði að á ný væri auk in að sókn í að ganga í kven fé lög in en á tíma bili hefði dreg ið úr að sókn í þau. Hún hvatti kon ur til að standa sam an, hlúa að fjöl skyld um sín um og hvor að annarri. Oft hefði ver ið þörf en nú væri nauð syn. Yfir þrjá tíu kon ur víðs veg ar úr Mýra­ og Borg ar fjarð ar sýslu sóttu þing ið en í kven fé lög um lands­ ins eru starf andi ríf lega sjö þús und kon ur í dag. Stjórn SBK skipa fimm kon ur. Val gerð ur Björns dótt ir á Stein um er for mað ur, Hall dóra Ingi mund ar­ dótt ir í Braut ar tungu er með stjórn­ andi, Ás dís Geir dal á Hvann eyri er gjald keri, Þur íð ur Guð munds dótt ir á Sáms stöð um er rit ari og Heiðrún Svein björns dótt ir á Eystra­Mið felli er með stjórn andi. bgk Og þá er ekk ert ann að en líma nýj an skoð un ar miða á tæk ið. Skoð un ar mað ur hátt uppi Krist ján bú inn að taka út öku tæk ið. Frá að al fundi SBK. Val gerð ur Björns dótt ir í ræðu stól. Kven fé lags kon ur gáfu tæp ar þrjár millj ón ir Krist ín Ing ólfs dótt ir rekt or Há skóla Ís lands, Katrín Jak obs dótt ir mennta­ mála ráð herra og Hild ur Björns dótt ir for mað ur Stúd enta ráðs HÍ. Há skóli Ís lands býð ur sum ar nám Pennagrein Fiðr ing ur inn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.