Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2010, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.02.2010, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.200 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1.739 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 1.500. Verð í lausasölu er 500 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Haraldur Bjarnason, blaðamaður (hlutast.) hb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Þá grétu himn arn ir Ég fór að velta því fyr ir mér ný lega hversu marg ar frétt ir hafa eig in­ lega ver ið sagð ar og rit að ar um krepp una; or sak ir henn ar og af leið ing ar frá fæð ing ar degi hruns ins 6. októ ber 2008. Ég ætla ekki að reyna að slá tölu á þann fjölda, en veit að þær skipta hrika lega mörg um þús und um ef allt er talið. Síð an þá eru nefni lega 500 dag ar liðn ir og hvort sem við trú um því eða ekki þá er enn líf á Ís landi, flest ir við svip aða heilsu, enn renn ur vatn nið ur í móti og enn snjó ar til fjalla, þrátt fyr ir að vetr ar hörk ur séu á líka litl ar hér og á Vetr ar ólymp íu leik un um í Kanada. Í sjálfu sér hef ur því ekki allt breyst þótt kjör flestra verði vænt an lega aldrei þau sömu og þau voru 2007. Kannski bara eins gott því mis skipt ing in í sam fé lag inu var úr hófi. En hvaða á hrif hef ur sí bylja nei kvæðra frétta um af glöp og græðgi út rás ar vík­ inga, banka eig enda og auð jöfra á sál ar heill fólks? Per sónu lega held ég að á hrif in séu mik il og smám sam an sé ver ið með mark viss um hætti að slæva bar áttu vilja fólks sem sit ur agn dofa þeg ar það hlust ar og les um öll ó sköp­ in. Hjá unga fólk inu hef ur þetta fyrst og fremst þau á hrif að hafi ein hvern tím ann ver ið á hugi fyr ir að fylgj ast með þjóð líf inu með lestri frétta, hlust­ un og á horfi, þá er búið að slökkva þann á huga nú. Fyr ir yngstu börn in hef ur sí bylja nei kvæðni að sama skapi af leit ar af­ leið ing ar. Þótt þau séu kannski ekki mik ið fyr ir fram an sjón varp ið að fylgj­ ast með frétt um sjón varps stöðv anna, þá eru þau ein hvers stað ar í grennd­ inni og smám sam an sí ast þetta inn. Eitt hvað barn ið spurði ein fald lega: „ Hvaða kona er eig in lega þessi Kreppa sem all ir eru að tala um?“ Ann að barn heyrði ég spyrja: „Af hverju sagði Geir Haar de eig in lega Guð blessi Ís land, er hann prest ur?“ Ég má til með að segja ykk ur frá litlu at viki sem ég varð vitni að í lið­ inni viku og und ir strik ar hversu vel börn eru að fylgj ast með. Þannig var að í fjöl skyldu konu minn ar féll frá í hárri elli ágæt kona södd líf daga. Hún hafði lif að mann sinn í nokk ur ár, en þau hjón höfðu alla tíð ver ið sér lega sam rýmd og því sakn aði hún lífs föru naut ar síns. Fjöl skyld an fór við út för gömlu fræn kunn ar og með fékk að fara átta ára stúlka sem þekkt hafði hana vel. Þetta var fyrsta út för in sem barn ið fékk að vera við og eðli lega þurft um við að út skýra margt fyr ir henni. Á á gæta lík ræðu prests ins hlust aði barn­ ið af andakt og drakk í sig ævi á grip gömlu fræn kunn ar. Líð ur svo og bíð­ ur, en að lok inni erfi drykkju var hald ið heim á leið. All ir voru frek ar hljóð­ ir í bíln um en úti slær nokkrum regn drop um á bíl glugg ana, fín um úða. Þá heyr ist í barn inu: „ Pabbi og mamma, sjá iði, nú var hún frænka mín að hitta Óla mann inn sinn aft ur. Sjá ið bara gleði tár in sem falla af himn um. Nú eru þau aft ur glöð.“ Ég get al veg við ur kennt að þarna vökn aði mér um aug un af ein lægni barns ins. Jafn framt fór ég að hugsa að það er ekk ert und ar legt við að börn­ in haldi að Geir Haar de sé prest ur og Kreppa sé ljót kerl ing sem hræð ir meira en Grýla sjálf. Þau eru góð ir hlust end ur. Af þess um sök um held ég að all ir uppalend ur þurfi að vera með vit að ir um hvað börn hlusta á alla daga. Gef um þeim frið frá sí bylju nei kvæðra frétta. Gef um sjálf um okk ur líka frí frá slíku, þær geta til lengd ar ver ið mann skemm andi. Því legg ég til að við­ skipta f rétt ir verði fram veg is sett ar í sér staka frétta tíma, rétt eins og í þrótt­ irn ar. Þá skora ég á Rík is út varp ið, sjón varp allra lands manna, að auka til muna frétt ir af hinu já kvæða og mann lega sem þrátt fyr ir allt er að ger ast allt í kring um okk ur, bara að leit að sé eft ir því. Sér stak lega skora ég á RUV að taka frétt ir Magn ús ar Hlyns á Suð ur landi og Gísla Ein ars son ar á Vest­ ur landi öðr um frétta mönn um til fyr ir mynd ar. Þeir eru fund vís ir á hið já­ kvæða og mann lega í sveit um og bæj um lands ins, eitt hvað sem seint verð­ ur sagt um marga kollega þeirra hvort held ur þeir starfa á RUV eða öðr um sjón varps stöðv um. Guð blessi Ís land. Magn ús Magn ús son. Leiðari „Ég var að hugsa um að selja klæð- skera verk stæð ið í byrj un árs ins þar sem að stæð ur hjá mér breytt ust og mað ur inn minn var að hefja nám í Reykja vík. Það komu eng ar fyr ir spurn- ir um verk stæð ið eft ir að ég aug lýsti það til sölu en hins veg ar brá svo við að fólk hóp að ist til mín með verk efni og það hef ur ver ið fullt að gera síð an,“ seg ir Eva Lára Vil hjálms dótt ir klæð- skera meist ari í Borg ar nesi. Hún kveðst því hætt við að selja verk- stæð ið og sér fram á næg verk efni á næst unni. „Fólk er að taka til í skáp un- um sín um og hef ur upp götv að að nú get ur það lát ið breyta fatn aði þannig að hann nýt ist á fram. Ég vona bara að það verði nóg að gera á fram,“ sagði Eva Lára. hb Lands sam tök land eig enda á Ís­ landi skora á Al þingi og rík is stjórn að breyta lög um um þjóð lend ur þannig að þar verði sett inn ó tíma­ bund ið heim ild ar á kvæði um end ur­ upp töku mála komi fram ný sönn­ un ar gögn í þjóð lendu mál um sem lok ið er með dóm um. Þetta var sam þykkt sam hljóða á að al fundi sam tak anna í Reykja vík sl. fimmtu­ dag. Vís að er til þess að um 16.000 skjöl liggi ó rann sök uð í Árna stofn­ un og á Lands bóka safni og þar kunni að vera sönn un ar gögn um eign ar hald á landi sem dæmd hafi ver ið þjóð lenda. Ekk ert á kvæði sé í þjóð lendulög um sem heim ili end­ ur upp töku mála ef slík sönn un ar­ gögn komi í leit irn ar. Lið lega hálft land ið hef ur nú ver­ ið tek ið til með ferð ar í Ó byggða­ nefnd vegna þjóð lendu mála. Fjár­ mála ráð herra hef ur lýst yfir að rík­ ið muni ekki birta næstu kröfu gerð sína fyrr en árið 2012. For mað ur Lands sam taka land eig enda seg ir að með sama á fram haldi verði þjóð­ lendu yf ir ferð inni ekki lok ið á land­ inu öllu fyrr en eft ir 10­12 ár. Fram kom í skýrslu stjórn ar á að­ al fund in um að Ó byggða nefnd hefði ein göngu leit að til Þjóð skjala safns­ ins eft ir gögn um í þjóð lendu mál­ um, aldrei til Árna stofn un ar. Örn Bergs son, for mað ur Lands sam taka land eig enda, sagði ekki boð legt að hafa það til vilj un um háð hvort fólk héldi helg um rétti sín um, eigna­ rétt in um. Þess vegna krefð ust sam­ tök in þess að öll skjöl væru til tæk og að gengi leg lög mönn um land­ eig enda. Þor steinn Magn ús son, lög mað­ ur í fjár mála ráðu neyt inu, mætti á að al fund inn í for föll um Stein­ gríms J. Sig fús son ar fjár mála ráð­ herra. Hann sagði að þeg ar hefðu ver ið kveðn ir upp 45 hér aðs dóm ar vegna þjóð lendu mála og 31 Hæsta­ rétt ar dóm ur. Tug ir mála til við bót­ ar væru nú fyr ir dóm stól um, 33 mál fyr ir hér aðs dóm stól um og 12 mál hjá Hæsta rétti. mm Beita þurfti nýj um klipp um slökkvi- liðs ins í Búð ar dal þeg ar jeppa bif reið valt sl. sunnu dag sunn an við brúna yfir Hauka dalsá. Bíll inn valt tvær velt ur, en var bú inn öfl ugu velti búri sem stóðst á lag ið. Tveir voru í bíln um og var far- þegi flutt ur með sjúkra bíl á sjúkra hús með ein hverja á verka, með al ann ars hand leggs brot og eymsli á hálsi. mm „Hing að til höfð um við að al lega ver ið að fást við texta breyt ing ar inn an samn ings ins sjálfs. Á fund in­ um í síð ustu viku var í fyrsta skipti rætt um launa lið samn ings ins. Ljóst er eft ir þann fund að mik il bar átta er framund an og við eig um eft ir að fara yfir marg ar hraða hindr an­ ir áður en nýr samn ing ur er í höfn. Ég hef gef ið út að við mun um ekki skrifa und ir nýj an samn ing fyrr en á kveðn ir hlut ir hafa ver ið leið rétt­ ir. Við í þessu fé lagi erum ekki vön því að gef ast upp og erum á kveð in í að ná þessu fram,“ seg ir Vil hjálm­ ur Birg is son for mað ur Verka lýðs fé­ lags Akra ness í sam tali við Skessu­ horn. Tíu samn inga fund ir eru nú að baki og seg ir Vil hjálm ur greini legt að mjög þungt verði und ir fæti í að ná fram nýj um samn ingi, en samn­ ing ar hafa ver ið laus ir frá ára mót­ um. Vil hjálm ur seg ir aðal á grein­ ings efn ið núna snú ast um að ná því fram að laun starfs manna Norð ur­ áls verði að jafn aði svip uð og hjá El­ kem og Alc an í Straums vík. Þarna muni í það minnsta á sam bæri leg­ um ein ing um um 10% og í sum um til fell um meira. Vil hjálm ur seg ir að því mið ur sé við það að glíma, að þeg ar upp­ haf leg ur samn ing ur var gerð ur við Norð urál 1998, hafi ver ið samið um of lág laun mið að við launa kjör í öðr um stór iðju ver um í land inu. Síð an sé tví veg is búið að gera kjara­ samn inga en ekki hafi náðst að leið­ rétta mun inn. „Í okk ar huga hef ur stað an ver­ ið þannig hjá fyr ir tækj um í út flutn­ ingi að und an förnu að ó þarfi er að sýna þeim lind kind. Öðru máli gegni um fyr ir tæki sem hafa átti í vök að verj ast í krepp unni, eins og t.d. í bygg inga iðn að in um. Það er sjálf sagt að sýna þeim sem eru í þeirri stöðu skiln ing og að lög un,“ seg ir Vil hjálm ur. Það er mat hans að það geti tek ið þó nokkurn tíma að leysa þann á grein ing sem uppi er við Norð urál, en á næstu samn­ inga fund um verði reynt til þraut ar að ná sam an um nýj an kjara samn­ ing. þá Tregða í samn ing um við Norð urál Mik ið að gera hjá klæð sker an um Land eig end ur vilja mögu leika á end ur upp töku mála Bíl velta við Hauka dalsá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.