Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2010, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 17.02.2010, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR „Á bernsku heim ili mínu á Ísa­ firði snérist allt um slor og í þrótt­ ir. Pabbi var skip stjóri og bræð ur mín ir fjór ir all ir á kafi í í þrótt um og mamma hélt þessu öllu sam an, var og er enn kjöl fest an í fjöl skyld unni. Við krakk arn ir vor um mik ið í úti­ leikj um og þar var vin sæl asti leik­ ur inn sem við köll uð um „að reka pílu,“ sem var elt inga­ og felu leik­ ur. Svo var fjar an líka vin sæll leik­ vang ur og þang að sótti ég efni í lít il lista verk sem ég var að gera í garð­ in um heima. Í þau not aði ég líka neta tross ur og drasl sem ég sótti í skúr inn til pabba. Ég hef alltaf ver­ ið rosa lega mik ið tengd sjón um, var stund um að vinna með skól an um og öll sum ur sem ung ling ur í frysti­ hús inu. Á tíma bili var ég að spá í að fara í fisk vinnslu skól ann, sem var vin sælt nám á þess um tíma, en svo varð gull smíð in ofan á.“ Þannig seg ir frá Dýrfinna Torfa dótt ir, sem ný lega var til nefnd bæj ar lista mað ur Akra ness. Framund an hjá Dýr finnu eru einmitt sýn ing ar, í Hönnunar­ mið stöð inni í Garða bæ í næsta mán uði og síð an tvær sýn ing ar á Norð ur lönd un um í sum ar, gull­ og skart gripa sýn ing í Kaup manna höfn og síð an sýn ing in „Smyc ken så in i Nor den“ á Skáni í Sví þjóð. Af nægu er því að taka og hent ar henni vel enda eng in logn molla í kring um lista mann inn Dýr finnu. Kynnt ist fyrsta kveng ull smiðn um Dýrfinna seg ir að í upp vext in­ um hafi á hugi henn ar á list sköp­ un víða leg ið. „Ég fór í tón list­ ar skól ann til Ragn ars H. Ragn ar og lærði á pí anó. Það var ekki pí­ anó heima en ná granna fólk ið átti pí anó og þar fékk ég að æfa mig. Þetta var á heim ili Sig ríð ar Ás­ geirs dótt ur og Jóns Valdi mars son­ ar, sem var bróð ir Hanni bals. Sig­ ríð ur var fyrsti kveng ull smið ur­ inn á Ís landi, reynd ar hætt að starfa þeg ar þetta var, en hún átti enn þá flest tæk in sem hún not aði við gull­ smíð arn ar. Þau vöktu for vitni mína og ég fór að spyrja hana út í fag ið. Þarna kvikn aði á hugi minn á gull­ smíð inni.“ Þeg ar Dýrfinna var í fjórða bekk gagn fræð skól ans, veikt ist hún, fékk löm un í and litsvöðva. „Ég var und­ ir lækn is hendi í Reykja vík um tíma og veik ind in urðu til þess að ég lauk gagn fræða nám inu í Haga skól an­ um. Ég var hjá frænku minni í bæn­ um og náði bata, en fékk ör lít il ein­ kenni af og til al veg þang að til ég varð 24 ára göm ul. Kom sér vel að vera dreif býl is mann eskja Ég á kvað að fara í Iðn skól ann á Ísa firði sem þá var und ir stjórn Åge Steins, verk fræð ings og mik ils Alla­ balla. Åge var frá bær skóla stjóri og kon an hans Anna, sem var norsk og kenndi dönsku við skól ann. Það blund aði í mér að fara í gull­ smíð ina og ég fór í sér stak ar ferð­ ir til Reykja vík ur að skoða mögu­ leik ana á námi hjá meist ara. Erfitt reynd ist að kom ast í nám, það gekk ekki neitt. Svo var það fyr ir til vilj un sem ég rakst á aug lýs ingu í Morg­ un blað inu þar sem norsk ur gull­ smíða meist ari aug lýsti eft ir nema frá Ís landi. Ég fékk Önnu Steins, dönsku kennar ann minn góða til að hjálpa mér með um sókn til meist­ ar ans sem var í Leira í Valdres, 400 manna sam fé lagi rétt hjá Jöt un­ heim um í Nor egi. Það voru 15 Ís­ lend ing ar sem sóttu um auk mín, lang flest ir frá Reykja vík en líka frá Ak ur eyri. Nú kom það sér vel fyr­ ir mig að vera dreibýl istútta. Knut Fossen Helle gull smíða meist ari á kvað að velja mig, vegna þess að ég kom úr litlu sam fé lagi og hann taldi mest ar lík ur á að ég myndi halda þetta út í fásinn inu.“ Á fullu á Ak ur eyri Dýrfinna var í um þrjú ár í Valdres en bauðst þá að námi loknu vinna hjá Pétri Breið fjörð gull smiði á Ak ur eyri. „Ég kunni samt á gæt­ lega við mig í Nor egi en fannst á gætt að koma heim til Ís lands. Mér fannst nám ið full ein hæft en meist ari minn lagði mikla á herslu á víra virki. Við smíð uð um á þess­ um tíma m.a. víra virki fyr ir Sonju þá ver andi prinsessu og nú ver andi drottn ingu. Ég hafði ver ið vel virk í í þrótt um, var mik ið í hand bolta og hafði gam an að skíða fyr ir vest­ an, þótt ég keppti ekk ert á skíð un­ um. Með an ég var í Nor egi spil­ aði ég hand bolta með lið inu Leira í Valdres og þeg ar ég kom til Ak ur­ eyr ar spil aði ég með Þór. Ég þótti mjög skot föst og það varð til þess að ég var beð in að taka þátt í spjót kast­ skeppni. Ung menna fé lags mót var framund an og það voru KA­menn sem vant aði spjót kast ara til að fylla upp í lið ið og ég sló til. Spjót kast­ ið virt ist henta mér það vel að eft ir þetta var ég val in í lands lið í frjáls­ um, fór með al ann ars með því í æf­ inga ferð ir til Banda ríkj anna og Ítal­ íu. Ég æfði gríð ar lega mik ið þeg­ ar ég var á Ak ur eyri, var á hlaup um úti um all an bæ, þannig að ég held að fólk hafi hald ið að ég væri gjör­ sam lega að fara með mig. Eitt hvað komst ég á verð launa palla í keppn­ um, bæði hér heima og í út lönd um en ég hef ekk ert hald ið því til haga og það er allt gleymt og graf ið.“ Sum ar ver tíð á út hafs rækju Dýrfinna var tæp þrjú ár á Ak­ ur eyri, frá ‘77­’80. Frá höf uð­ stað Norð ur lands fór hún aft ur til náms í Nor egi, nán ar tiltek ið til Kongs berg. „Ég á kvað að skella mér í sjón fræð ing inn, optik, lauk því námi og bætti svo síð ar við mig rétt ind um til sjón mæl inga. Ég kom heim aft ur vor ið 1981 og skellti mér þá beint á sjó inn. Pabbi var þá skip stjóri á Von inni frá Kefla vík sem tek in var á leigu fyr ir vest an. Ég var bæði há seti og mat sveinn og við vor um á út hafs rækju þetta sum­ ar og það var mik ið um að vera og fjörugt. En strák arn ir á skip inu hættu af ein hverj um á stæð um að hafa með sér „blá ar spól ur“ til að horfa á í frí stund um eft ir að ég kom um borð. Það hefði svo sem ekk ert trufl að mig en pabbi tók eft ir þessu og hafði gam an af. Um haust ið tók ég svo á leigu hús næði rétt við Silf ur torg ið á Ísa­ firði og opn aði þar bæði gull smíða­ verk stæði og gler augna versl un. Fyr ir tæk ið skírði ég Gullauga. Eft­ ir nokk ur ár við Silf ur göt una keypti ég svo hús næði við Hafn ar stræti gegnt Stjórnýslu hús inu. Ég tók lán fyr ir öllu og það furð uðu sig sjálf­ sagt ýms ir á því að ég skyldi ráð­ ast í þetta.“ Kynnt ust á krata fundi Dýrfinna seg ist ekki hafa fest ráð sitt fyrr en hún var orð in þrí­ tug. „Ég var samt búin að fá eitt bón orð, meira að segja eitt áður en ég varð nítján ára, en mér fannst ekk ert liggja á. Fað ir minn var það sem við köll um fyr ir vest­ an eð al krati og það kom fyr ir að ég fór á fundi hjá flokkn um. Það var svo þeg ar krat arn ir stóðu fyr­ ir funda röð sem hét að mig minn­ ir „á rauðu ljósi“ sem ég sá í fyrsta skipti mann sem ég hreyfst af og kol féll fyr ir. Þetta var Guð jón Brjáns son sem reynd ar var stadd­ ur þarna af slysni, hann var þarna veð ur teppt ur mér til happs. Hon­ um þóttu þetta merki leg ar karl ar sem þarna voru á ferð, Sig hvat ur, Kar vel og Jón Bald vin. Ríf lega ári seinna flutti Guð jón vest ur og við byrj um að búa sam an. Hann gerð ist fé lags mála stjóri Ísa fjarð­ ar bæj ar um tíma, var svo sam hliða að starfa hjá svæðis út varpi RÚV. Þetta er fjör ug ur karl, eitt árið var hann t.d. á sjó, bæði á djúp rækju og skaki. Hann skellti sér svo í nám vest ur um haf, fór að stúd­ era stjórn un heil brigð is stofn ana. Hlut irn ir at vik uð ust svo þannig að hann tók við starfi fram kvæmda­ stjóra Heil brigð is stofn un ar inn ar á Ísa firði og eft ir að hafa starf að við það í rúm sjö ár, á kvað hann að sækja um hérna á Akra nesi. Ég sagð ist myndi vera til bú in að flytja ef hann fengi starf ið þótt Ísa fjörð­ ur ætti sterk ítök í mér.“ Um margt lík sam fé lög Það var árið 2001 sem Dýrfinna og Guð jón fluttu á Akra nes. Sam­ an hef ur þeim ekki auðn ast að eign ast barn en Guð jón á syn ina Brján sem er fram kvæmda stjóri Sól steina í Kópa vogi og Hall sem nú er í námi. Þeir hafa alist upp að veru lega leyti hjá þeim og eru nán ir þeim báð um og sam skipt­ in eru mik il og nú er kom ið lít ið barna barn, Sig rún Sól sem fædd­ ist hér á Akra nesi. Dýrfinna seg­ ir að Ísa fjörð ur og Akra nes séu um margt lík sam fé lög, en samt sé líka margt ó líkt með Ís firð ing um og Ak ur nes ing um. „Það er ná lægð in við fólk ið sem ég kann svo vel við og er svip uð á báð um stöð un um. Að þessu leyti eru stað irn ir lík ir og það kom mér kannski svo lít ið á ó vart að hérna á Skag an um virð ist fólk jafn vel vita meira hvert um ann að en fyr ir vest an. Mér finnst ró legra hérna og svei mér þá ef ég hef ekki ró ast eft ir að ég kom hing að á Akra nes. Ég held að Ís firð ing ar hafi það fram yfir Skagamenn að þeir eru fram kvæmda sam ari, eru meira til­ bún ir að taka þátt í sam fé lag inu, drífa í hlut un um og vera sjálf­ um sér nóg ir. Akra nes finnst mér stund um vera eins og hálf gerð­ ur svefn bær, en samt er hér mjög góð ur kjarni sem til bú inn er að taka til hend inni. Ég held að nær­ vera Reykja vík ur hafi þarna mik­ il á hrif. Hér eru góð ir skól ar og í þrótta mann virk in eru frá bær og við þurf um ekki að fara til Reykja­ vík ur til að finna góða veit inga­ staði, kaffi hús og fyr ir taks versl­ an ir. Þetta þurf um við að hafa í huga ef við ætl um að við halda öfl­ ugu sam fé lagi.“ Akra nes á marga mögu leika Að spurð seg ir Dýrfinna að efna hags hrun ið hafi bitn að tals­ vert á starf sem inni hjá sér, fólk sé ekki að kaupa gull­ og skart gripi í sama mæli og fyr ir hrun. „Hins veg ar er ég mark aðs lega mun bet­ ur sett hér en fyr ir vest an. Ég fæ tölu verð við skipti af höf uð borg­ ar svæð inu hing að á Skag ann sem létt ir róð ur inn. Ég er einnig að selja í Reykja vík tals vert mik ið, m.a. í hót el versl un um, í sér versl­ un um og í Frí höfn inni á Kefla vík­ ur flug velli. Ég sé heil mikla mögu leika hérna á Skag an um. Ég er mjög hrif inn af Safna svæð inu, þar sem ég var reynd ar með starf semi um tíma. Það sam ræmd ist hins veg­ ar ekki vel að vera þar, vinn an reynd ist slitna of mik ið í sund ur og verða glopp ótt inn an um gest­ ina. Breið in er líka í miklu upp­ á haldi hjá mér. Brim ið sem leik­ ur þar um hef ur sína töfra sem ferða mað ur inn á ó víða mögu leika að fanga inn an bæj ar marka. Við eig um fjöl mörg úti lista verk sem vekja þyrfti meiri at hygli á. Gamli vit inn býð ur upp á geta orð ið að­ drátt ar afl og kannski væri ekki svo vit laust fyr ir Har ald Stur laugs son að tengja hann á ein hvern hátt Haf meyj unni sem hann var að eign ast. Har ald ur er einmitt að gera hér góða hluti og mér finnst til dæm is stór kost leg sýn ing in hjá hon um, Í þrótt ir í 100 ár. Ég er sann færð um að Akra nes á góða mögu leika á að laða til sín fólk á fram.“ þá Þá kom sér vel að vera dreif býl istútta Dýrfinna Torfa dótt ir var ný lega til nefnd bæj ar lista mað ur Akra ness Dýrfinna á gull- og skar gripa verktæð inu sínu á Still holt inu á Akra nesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.