Skessuhorn


Skessuhorn - 03.03.2010, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 03.03.2010, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS Guð bjart ur Hann es son þing­ mað ur Sam fylk ing ar inn ar í Norð­ vest ur kjör dæmi hef ur ver ið í gríð­ ar lega krefj andi störf um á veg um þings og þjóð ar frá síð ustu kosn­ ing um. Hann er for mað ur fjár­ laga nefnd ar sem fjall að hef ur með­ al ann ars um vand ræða mál ið Ices­ a ve, sem reynd ar enn hef ur ekki ver ið end an lega til lykta leitt eins og al þjóð veit. For mennska í fjár­ laga nefnd Al þing is hef ur trú lega aldrei ver ið jafn krefj andi og nú á tím um mik ils sam drátt ar og nið ur­ skurð ar hjá hin u op in bera. Því hef­ ur reynt mik ið á Guð bjart að und­ an förnu og mun gera enn frek ar á næstu mán uð um, hvað varð ar úr­ lausn í sjáv ar út vegs mál um þjóð ar­ inn ar. Gamli skóla stjór inn af Skag­ an um er nefni lega í einu enn sátta­ semj ara hlut verk inu í því sem talið er eitt erf ið asta úr lausn ar efni næstu miss era. Hann er for mað ur starfs­ hóps um end ur skoð un á lög um um fisk veiði stjórn un sem deilt hef ur ver ið um lengi. Sam kvæmt stjórn­ ar sátt mála eiga til lög ur um lausn ir í þeim mála flokki að liggja fyr ir 1. sept em ber næst kom andi. Snýst um að fyrsta grein lag anna sé virt Guð bjart ur seg ir að við fangs­ efni starfs hóps ins, end ur skoð un ar­ nefnd ar inn ar um fisk veiði stjórn un­ ar kerf ið, snú ist fyrst og fremst um að ná sátt um kerf ið og gera þær breyt ing ar á því sem að il ar inn an grein ar inn ar geti unað við til fram­ tíð ar. „Við höf um tek ið þá á kvörð un að á fram verði afla marks kerfi, sem er í sjálfu sér stór á kvörð un. Inn an starfs hóps ins er góð ur sam hljóm­ ur og all ir sam mála um sjálf bær ar veið ar, hag kvæmni, efl ingu at vinnu og byggð ar í land inu og að há­ marka fram legð ina úr grein inni til hags bóta fyr ir ís lenska þjóð. Verk­ efni starfs hóps ins er í raun og veru að tryggja að fram fylgt sé á kvæð um 1. grein ar laga um stjórn fisk veiða. Þar er skýr um stöf um sagt að nytja­ stofn ar séu sam eign ís lensku þjóð­ ar inn ar og jafn framt að út hlut un veiði heim ilda mynd i ekki eign ar­ rétt og ó aft ur kall an legt for ræði ein­ stakra að ila yfir veiði heim ild um. Eign ar hald, fram sal, veð setn­ ing ar og leiga á kvóta eru þau at­ riði sem fyrst og fremst hafa skap­ að ó á nægju með kvóta kerf ið og líka það að ein staka menn hafa geng ið út úr grein inni með fúlg ur fjár og skil ið skuld irn ar eft ir í fyr ir tækj un­ um. Sog að með því fjár magn út úr grein inni án þess að bera nokkra á byrgð á þeim sam fé lags legu af­ leið ing um sem fylgja í kjöl far ið.“ Nýt ing ar rétt ur í stað eign færslu á kvóta Guð bjart ur seg ir að ekki verði horft fram hjá mein bug um í nú­ ver andi fisk veiði stjórn un ar kerfi sem felist að al lega í fram an töldu að fyrsta grein lag anna sé ekki virt. „Það er ekki hægt að horfa til fram­ tíð ar með ó breytt kerfi og stöðug­ ar deil ur um það. Við ger um okk­ ur grein fyr ir að sjáv ar út veg ur, eins og aðr ar at vinnu grein ar, þarf að búa við ör uggt starfs um hverfi, þarf að geta horft til lengri tíma, fjár fest og byggt upp og nýtt bestu mark­ aði með sjáv ar af urð ir. Þannig þurfa fyr ir tæki að hafa nýt ing ar rétt á auð­ lind inni til lengri tíma, en setja þarf skýr ar regl ur um hvern ig hon um er deilt út og hvaða regl ur eiga að gilda um með ferð þessa rétt ar. Við höf um horft til a.m.k. 15 ­ 20 ára samn inga um nýt ing ar rétt, jafn vel lengri tíma,“ seg ir Guð bjart ur. Að spurð ur seg ir hann að ver ið sá að skoða ýmsa mögu leika. Guð­ bjart ur seg ir þess virði að skoða bet ur hug mynd ir sem kom ið hafa fram frá nokkrum að il um, m.a. frá full trúa Sam taka fisk vinnslu stöðva inni í starfs hópn um. Hún bygg ir á því að fisk veiði heim ild irn ar verði skil greind ar sem nýt ing ar rétt ur og í því sam bandi sett ar skýr ar regl ur til að mynda varð andi heim ild ir við veð setn ing ar og fram sal. „ Þetta er einmitt það sem hug­ ur fólks í nefnd inni stend ur til, að þetta verði nýt ing ar rétt ur sem út­ hlut að verði til langs tíma, allt að 20 ára í senn. En við þessa end ur­ skoð un þurf um við líka að horfa til þess að sveigj an leik inn í kerf­ inu hald ist, en jafn framt horft til byggða mála eins og fisk veiði lög­ gjöf in seg ir til um.“ Inn köll un og end ur út­ hlut un, en ekki fyrn ing Guð bjart ur seg ir að mesti ótti út­ gerð ar manna í sam bandi við end ur­ skoð un á fisk veiði stjórn un ar kerf inu sé sá að rífa eigi kvót ann af þeim og skilja þá eft ir með skuld irn ar. Eða að breyt ing ar á lög un um auki á lög­ ur á út gerð ina sem hún geti ekki stað ið und ir. Á fundi um sjáv ar út­ vegs mál á Snæ fells nesi á dög un um veitti blaða mað ur Skessu horns því at hygli að Guð bjart ur nefndi þar ekki svo kall aða fyrn ing ar leið sem allt hef ur sett í loft upp í her búð um út gerð ar manna. „Það er hinn mesti mis skiln ing­ ur að rík is stjórn in eða stjórn ar­ flokk arn ir ætli að rífa kvóta af út­ gerð um og skilja þær eft ir í skuld­ um. Og það er alls ekki svo að við vilj um auka á lög ur á út gerð ina um­ fram aðra. Þessi at vinnu grein þarf að búa við svip uð starfs skil yrði og aðr ar at vinnu grein ar. Eðli legt er að þjóð in fái sitt nýt ing ar gjald, sem kæmi í stað veiði leyfagjalds. Í dag fá bank arn ir af nota gjald ið af auð­ lind inni í formi vaxta greiðslna af kvóta skuld um. Finna þarf leið sem rík ir meiri sátt um í þjóð fé lag inu, þannig að ekki þurfi stöðugt að vera að karpa um þessi mál.“ Reynt að gæta rétt læt is Guð bjart ur tal ar um að út gerð in yrði lát in greiða nýt ing ar gjald fyr­ ir auð lind ina, svip að og er far ið að gera í öðr um grein um, svo sem raf­ orku geir an um. En er þá ekki um leið ver ið að leggja á lög ur á þau fyr ir tæki sem nú þeg ar eiga nóg með að standa und ir rekstri og fjár­ fest ing um? Og síð an er það einnig spurn ing in, við inn köll un og end­ ur út hlut un kvóta eru þeir sem eiga kvóta fyr ir ör ygg ir um að fá út hlut­ uðum sam svar andi nýt ing ar rétti? „Þær hug mynd ir sem kom ið hafa fram eru allt frá því að inn kalla all­ an kvót ann strax og end ur út hluta hon um til sömu að ila með nýt ing­ ar rétti og gjaldi. Gjald ið fyr ir inn­ köll un ina yrði í sam ræmi við sann­ an leg út gjöld út gerða til kvóta­ kaupa og sann gjarnt mats verð. Nýt ing ar gjald ið mið að ist síð an við að greiða til baka kostn að inn við inn köll un ina. Þannig væri reynt að gæta fyllsta rétt læt is gagn vart þeim fyr ir tækj um sem byggt hefðu sig upp með kaup um á afla heim ild um. Önn ur leið er að inn kalla og end­ ur út hluta til sömu að ila afla heim­ ild um til langs tíma, tíma sem gæfi svig rúm til að greiða nið ur skuld­ ir grein ar inn ar vegna kvóta kaupa. Ýms ar aðr ar út færsl ur hafa ver­ ið nefnd ar en sam starfs hóp ur inn er að láta skoða hvort og hvern­ ig er hægt að kom ast út úr nú ver­ andi formi „eign ar rétt ar“ yfir í nýt­ ing ar rétt án þess að skaða þau fyr­ ir tæki sem stund að hafa veið ar og vinnslu.“ Upp úr á takaf ar veg in um Í starfs hópi um end ur skoð un fisk­ veiði stjórn un ar kerf is ins eiga sæti 20 manns, full trú ar frá hags muna­ að il um í sjáv ar út veg in um, stjórn­ mála flokk um, um hverf is ráðu neyti, sveit ar fé lög um o.fl. Með al ann arra er full trúi frá eig end um sjáv ar jarða í þess um starfs hópi. Að sögn Guð­ bjarts hef ur starfs hóp ur inn hald­ ið sjö fundi, en reynd ar hef ur vant­ að full trúa frá LÍÚ á fjóra síð ustu fundi. „Mark mið þessa starfs hóps er eins og ég segi að ná sátt eða greina á grein ing inn og koma með til­ lög ur til úr bóta. Það hef ur trufl­ að störf nefnd ar inn ar að full trú­ ar LÍÚ hafa ekki mætt á fjóra síð­ ustu fundi, vegna ó á nægju sinn ar með að gerð ir sjáv ar út vegs ráð herra, að al lega aukn ingu skötuselskvóta. Vissu lega hafa við brögð LÍÚ for­ yst unn ar vald ið mér von brigð um. Það olli erf ið leik um þeg ar vinn an var ný lega haf in að þá efndi LÍÚ til á róð urs stríðs þar sem með al ann ars því var hót að að flot inn sigldi all ur í land. Ég skil ekki enn til efn ið til slíkra hót ana. Það voru á kvæði í stjórn ar sátt­ mála rík is stjórn ar inn ar um „brýn ar að gerð ir“ sem heim il uðu sjáv ar út­ vegs ráð herra að grípa til þeirra að­ gerða sem hann taldi nauð syn leg­ ar sam hliða störf um end ur skoð un­ ar hóps ins. Full trú ar LÍÚ hafa ekki vilj að beygja sig und ir það og telja að all ar breyt ing ar eigi að fjalla um og á kvarða inni í nefnd inni. Ég vona að sátt ná ist við for ystu út­ gerð ar manna og að þeir komi að borð inu að nýju. Víð tæk sátt um sjáv ar út vegs kerf ið næst ekki nema all ir séu með.“ Mögu leik ar að kom ast inn í kerf ið Eitt af því sem hef ur ver ið gagn­ rýnt við nú ver andi fisk veiði stjórn­ un ar kerfi, er að ill mögu legt sé að kom ast inn í grein ina. Og nú upp á síðkast ið þeg ar leigu mark að ur á kvóta er gjör sam lega fros inn, þá sé á stand ið ó við un andi. Guð bjart­ ur seg ir að verð á kvóta hafi gjör­ sam lega far ið út bönd um á tíma­ bili, þeg ar þorsk kíló ið var kom ið yfir 4000 krón ur og leigu verð ið var í sam ræmi við það, mjög hátt. „Hug mynd ir eru með al ann­ ars um að koma á fót sjálf stæð um leigu mark aði með kvóta, mark­ aði sem stýr ist ekki ein göngu af af­ gangsveiði heim ild um út gerð ar inn­ ar, eins og er í dag. Inn á þenn an mark að kæmu þær veiði heim ild ir sem ekki eru nýtt ar af út gerð um, svo sem vegna þess að skip eru frá veið­ um eða fyr ir tæki hætta starf semi. Finna þarf út hve mikl ar afla heim­ ild ir þyrftu að vera á slík um leigu­ mark aði til að um eðli legt mark aðs­ verð verði að ræða. Jafn framt þyrfti að á kveða hve stór hluti afla heim­ ilda á hverjum tíma mættu fara í byggða kvóta, til frí stunda veiða og strand veiða, en sjálf um finnst mér eðli legt að nýt ing ar gjald verði tek ið fyr ir þenn an kvóta einnig.“ Veiði ráð gjöf sjó manns ins Guð bjart ur er spurð ur út í þá gagn rýni sem kom ið hef ur fram á störf Haf rann sókn ar stofn un ar, svo sem á ráð stefn unni í Ó lafs vík á dög­ un um. Þar kom fram það sem oft hef ur ver ið nefnt þeg ar efa semd ir um gagn semi rann sókna Hafró ber á góma, að rann sókna skip in séu sí­ fellt að toga á sömu svæð un um þótt fisk ur inn noti bæði sporð og ugga til að færa sig til. „Það er með rann sókn ir Hafró eins og all ar aðr ar rann sókn ir að menn verða að beita vís inda leg um að ferð um í sín um rann sókn um til að fá sem best an sam an burð frá ári til árs. Þetta hef ur Haf rann sókn ar­ stofn un gert en jafn framt reynt að bæta við rann sókn um og skoð að svæði utan fastra rann sókna svæða. En kannski hef ur Hafró ekki ver­ ið að nýta sér haf fræði sjó manns ins nægj an lega. Skipa á ráð gef andi hóp út gerð ar manna og sjó manna varð­ andi veiði ráð gjöf og nýt ingu sjáv­ ar auð linda og á stand í líf ríki sjáv­ ar. Þannig mætti nýta mun bet ur afla dag bæk ur og önn ur slík gögn sem og reynslu og þekk ingu þeirra sem best þekkja til á hverj um stað. Slík ráð gjöf kæmi til við bót ar og til mót væg is við ráð gjöf Haf rann sókn­ ar stofn un ar.“ Gleym um ekki að sjáv­ ar út veg ur er meira en út gerð „Um ræð an um fisk veiði stjórn­ un ina og eign ar hald og nýt ing­ ar rétt auð lind ar inn ar hef ur ver­ ið hvað há vær ust á liðn um árum og þar verð ur að ná betri sátt. En við meg um aldrei gleyma að fisk­ veið ar og vinnsla sjáv ar afla er mik­ il væg asta at vinnu grein þjóð ar inn­ ar og þar eru í húfi hags mun ir fisk­ vinnslu fólks, íbúa sjáv ar byggða og raun ar þjóð ar inn ar allr ar. Hér er um að ræða verð mæta mat væla­ fram leiðslu. Þess vegna ber okk­ ur að vanda okk ar vinnu og gæta heild ar hags muna, en ekki að eins hags muna út gerð ar og kvóta eig­ enda,“ seg ir Guð bjart ur að lok um. þá Meg in á grein ing ur inn er um eign ar hald sjáv ar auð lind anna Spjall að við Guð bjart Hann es son al þing is mann og for mann starfs hóps um end ur skoð un um fisk veiði stjórn un ar kerf ið Guð bjart ur Hann es son al þing is mað ur hef ur und an far ið ver ið í sátta semj ara hlut verki í einu erf ið asta úr lausn ar efni þjóð ar­ inn ar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.