Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2010, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 24.03.2010, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 24. MARS kom inn á stað inn og hef ur ratað frá stóru hryll ings búð inni. Pét ur sýn­ ir hon um brauðtert ur, skúffukök­ ur og gos drykki sem eru á eld hús­ borð inu og seg ir Magn úsi Reyni að bíða bara þang að til ferm ing ar­ fræðsl unni ljúki. „Þú færð þér bara kransæða kítti og nunnupiss eða svart bauna seyð með okk ur,“ seg­ ir hann og bend ir á brauðtert urn ar, Mixflösku og kaffi könnu. Við hin­ ir erum sam mála um að Pét ur viti hvað hann er að gera með því að færa ferm ing ar fræðsl una heim til barn anna. Mat ur inn er aldrei langt frá hon um þótt hann beri það ekki utan á sér. Jarð ar fjör en ekki jarð ar för Pét ur hef ur aldrei þótt vera prests leg ur og því ligg ur bein ast við að spyrja hann hvern ig standi á því að þessi baldni sveita pilt ur hafi orð ið prest ur. „Í mennta skóla var ég á móti kirkju og kristni. Ég var til dæm is á mál fundi með Helga Hóse assyni niðri í MR, þar sem ég lagði til að kirkj an og allt henn­ ar pakk yrði lagt nið ur. Hún var nú reynd ar felld sú til laga. Ég fór svo í guð fræði deild ina til að sann­ fær ast enn frek ar um þetta og stað­ festa þessa skoð un mína. Eig in lega til að rífa kirkj una nið ur inn an frá. Ég ætl aði að sýna fram á að þetta væri inn an tómt kjaftæði og rugl. Síð an á öðru ári í guð fræði deild­ inni sner ist þetta við hjá mér og ég sann færð ist um hið gagn stæða. Þá eig in lega af djöfl að ist mað ur hvort sem ég varð krist inn, trú að ur, frels­ að ur eða hvað mað ur kall ar þetta. Ég man eft ir því fyrst í guð fræði­ deild inni að þeg ar guð fræði nem­ ar voru að kynna fyr ir okk ur krist­ in dóm inn, þá stökk ég að borð inu hjá þeim og sagði þetta rugl og vit­ leysu. Svo þeg ar ég var á öðru ári fór ég út um land í nám skynn ing ar og þá var ég hin um meg in við borð ið. Þá komu krakk ar og sögðu: „Kirkj­ an er hund leið in leg,“ þá sagði ég já og hvað vilj ið þið gera. Þá upp götv­ uðu þau að það var ekki hægt að ríf­ ast við mig um þetta því ég hafði ver ið beggja vegna borðs ins. Þess vegna vil ég hafa þetta öðru vísi. Að­ al synd in hef ur í huga margra ver­ ið að vera fynd inn. Mörg um finnst að fyndni eigi ekki heima í kirkju. Ég tala um jarð ar fjör en ekki jarð­ ar för. Af því að mað ur get ur sagt skemmti sögu af dauða karl in um eða dauðu kerl ing unni. Mað ur á að reyna að byggja upp þá sem eft­ ir lifa. Ekki að ýta á sorg ina held­ ur gleð ina og benda á þetta fagn­ að ar er indi sem kristni dóm ur inn er. Auð vit að á þetta ekki við þeg ar ein­ hver deyr ung ur eða í slysi en þeg­ ar ein hver deyr sadd ur líf daga þá á þetta mjög vel við,“ seg ir Pét ur. Æsku lýðs full trúi á elli heim il inu Grund Ó háði söfn uð ur inn er fyrsti og eini söfn uð ur Pét urs. „Ég var orð­ inn æsku lýðs full trúi á elli heim il inu Grund áður en ég vígð ist. Þegar ég út skrif að ist úr guð fræði deild inni fyr ir ald ar fjórð ungi þá lagði ég mig inn á elli heim il ið Grund og er bara orð inn einn af heim il is mönn um þar. Tvisvar verð ur gam all mað­ ur barn og sum ir ganga í barn dóm og það er hlut verk æsku lýðs full­ trú ans að halda gaml ingj un um við. Ég kem þarna inn í morg un stund­ ir, þar er söng ur og gleði, ég les úr dag blöð un um og það er skanka­ skak, svart bauna seyði, og hvers­ dags hvítvín í þessu æsku lýðs starfi,“ sem sagt: leik fimi, kaffi og vatns­ drykkja, sam kvæmt pétrísku orða­ bók inni. „Ég er í fjórð ungs starfi á Grund og þrem ur fjórðu hjá Ó háð­ um.“ Þarf að sinna sjálfs for­ ræð is svipt ingu Pét ur seg ir þessa ný yrða smíði sína hafa byrj að í mennta skóla. „ Pabbi var auð vit að ís lensku kenn ari og gerði kröf ur um að ég tal aði og skrif aði rétta ís lensku. Þetta leiddi ef laust af því enda öll mín ný yrði byggð á ís lensku. Ég er stöðugt að bæta við fyr ir 32. út gáf una af orða­ bók inni og nýjasta orð ið er malasía. Það er kerl ing in sem er á al þingi, stjórn ar þar og síar þá út sem mala of lengi. Pétríska er eina föð ur mál­ ið í heim in um. Hitt allt er móð ur­ mál,“ seg ir Pét ur. Hann seg ist ekki vera í mikl um tengsl um við sína heima sveit leng ur. „Eft ir að mamma dó og pabbi fór á dvalvarheimilið í Borg ar nesi hef ur fækk að ferð un­ um þarna upp í sveit ina en ég reyni að fara alltaf á haustin í slát ur tíð. Þá fer ég upp að Kópa reykj um og tek slát ur með heima fólki. Það er ó missandi hvert haust. Við systk­ in in erum öll orð in mal biks börn í dag og það er því mið ur ekk ert hjá okk ur að gera þarna upp frá leng­ ur.“ Pétri er ekki til set unn ar boð­ ið og far ið er að reka á eft ir hon­ um. „Ég er með eina sjálfs for ræð­ is svipt ingu á eft ir og má ekki mæta seinna en fimm í fimm,“ seg ir Pét­ ur Þor steins son og dríf ur sig af stað svo brúð hjón in þurfi ekki að bíða eft ir hon um. Um leið og hann fer til kynn ir hann blaða manni að yf ir­ höfn hans sé í af töku her berg inu. hb Pét ur og Kút ur (Magn ús Reyn ir Jóns son) ræð ast við yfir svart bauna seyði. Und ir lok ferm ing ar fræðsl unn ar tóku svo krakk arn ir lag ið við und ir leik prests ins. Einka núm er ið á bíln um. „Sko sjáðu til ég var með einka núm er ið Ó háð ur en svo skipti ég um bíl tík og núm era plöt urn ar pössuðu ekki á þenn an svo ég pant aði nýj- ar. Það er eitt hvert stafang ur hjá þeim á Hraun inu því ég fékk plöt ur sem á stóð Há- óð ur. Ég var ekk ert að leið rétta það. Þetta er jafn gott svona.“ St yr m ir 20 10 - 69 9 39 62 Engin forsala! Aldurstakmark 18 ár. Laugardaginn 27. mars. „KLASSÍK“ þannig er það bara! Húsið opnar klukkan kl. 23:00 Aðgangseyrir 2.500 kr. SÁLARBALL

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.