Skessuhorn


Skessuhorn - 26.05.2010, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 26.05.2010, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ Hvað er helsta kosn- inga mál ið í þínu sveit ar fé lagi? (Spurt í Borg ar nesi) Magn ús Ingi Inga son: Að koma fyr ir tækj un um á rétt­ an kjöl. Ekki þessi enda lausu gjald þrot. Svo mætti lækka raf­ magns kostn að fyr ir garð yrkju­ bænd ur. Anna Dröfn Sig ur jóns dótt ir: Fræðslu mál in. Þau hafa ver ið svo um deild. Helga Hall dórs dótt ir: At vinnu mál in og fræðslu mál in. Það er búið að vera mik il um­ ræða um þessi mál í sveit ar fé­ lag inu síð asta árið. Finn björn Ó lafs son: Skóla mál in og fjár hags mál in. Sveit ar fé lag ið þarf að hag ræða. Spurning vikunnar Á kjör skrá í Borg ar byggð eru 2.491 í bú ar, 1.237 kon ur og 1.254 karl ar. Sveit ar fé lag ið er það næst­ fjöl menn asta á Vest ur landi og með land stærri sveit ar fé lög um hér á landi. Við síð ustu sveit ar stjórn­ ar kosn ing ar buðu þrír list ar fram krafta sína og fengu þeir all ir þrjá menn kjörna. Nú hafa þær breyt­ ing ar orð ið að Borg ar list inn býð­ ur ekki fram en A ­ listi Svarta list­ ans er nýtt stjórn mála afl í sveit ar fé­ lag inu. Auk Svarta list ans eru í boði B listi Fram sókn ar flokks, D listi Sjálf stæð is flokks, S listi Sam fylk­ ing ar og V listi Vinstri hreyf ing ar­ inn ar græns fram boðs. Tveir síð­ ast nefndu flokk arn ir hafa í þrenn­ um kosn ing um síð an 1998 ver ið að il ar að Borg ar list an um. Höld um haus og stönd­ um vörð um þjón ust una „Við verð um að halda haus í fjár­ mál un um og standa vörð um þá þjón ustu þætti sem nauð syn leg ir eru til að sam fé lag ið okk ar blóm­ stri, sér stak lega grunn þjón ust una,“ seg ir Ragn ar Frank Krist jáns son odd viti V­ lista, Vinstri hreyf ing­ ar inn ar græns fram boðs í Borg ar­ byggð. Ragn ar seg ir kosn inga bar átt una hafa ver ið frem ur ró lega og yf ir­ veg aða. „Það virð ist vera margt líkt með stefnu mál um fram boð anna. Fram boðs fund irn ir hafa ver ið mál­ efna leg ir og á gæt ir,“ seg ir Ragn­ ar. Að spurð ur hverju hann spái um nið ur stöð ur kosn ing anna seg ir Ragn ar. „Ég tel mjög raun hæft að við fáum tvo menn kjörna og mér finnst lík legt að hver flokk ur um sig fái tvo full trúa. Spurn ing in er hvar ní undi mað ur inn lend ir, hvort að Svarti list inn komi inn manni í sveit ar stjórn ina.“ Ætl um að taka á kveð in á mál um „Kosn ing arn ar núna snú ast fyrst og fremst um fjár mál sveit ar fé lags­ ins. Hvern ig við get um minnk að skuld irn ar og var ið grunn þjón ust­ una,“ seg ir Geir laug Jó hanns dótt ir odd viti S­ lista, Sam fylk ing ar inn ar í Borg ar byggð sem nú býð ur fram sér lista í sveit ar fé lag inu, en sam­ fylk ing ar fólk tók þátt í Borg ar list­ an um á samt VG og ó háð um fyr ir síð ustu kosn ing ar. Að spurð um kosn inga bar átt una núna seg ir Geir laug að sum fram­ boð in virð ist ekki vera til bú in að horfast í augu við stöð una eins og hún er og forð ist að ræða um stóru mál in sem eru fjár mál sveit ar fé lags­ ins. „Mér finnst tíma bært að fólk tali um það sem skipt ir máli.“ Geir laug seg ir erfitt að spá fyr­ ir um kosn inga úr slit in en hún ótt­ ist svo lít ið ó breytta stöðu, það er að Sjálf stæð is flokk ur inn og Fram sókn­ ar flokk ur inn haldi meiri hlut an um og sömu ó á sætt an legu vinnu brögð­ in verði við lýði og á fram hald andi úr ræða leysi í fjár mála stjórn. „Sam­ fylk ing in þarf mik inn stuðn ing til að kom ast til á hrifa. Ég hvet fólk til að meta vand lega hvaða fram boði það treyst ir best til að taka á kveð ið á mál um í Borg ar byggð næstu fjög­ ur árin,“ seg ir Geir laug. Öðru vísi kosn inga bar átta „Það er mjög erfitt að spá fyr ir um úr slit kosn ing anna. Ég hef fulla trú á því að við höld um okk ar þrem­ ur mönn um. Ég hef trú á því að VG fái tvo menn og bæði Sam fylk ing og sjálf stæð is menn fái líka þá tölu. Ég hef það á til finn ing unni að sjálf­ stæð is menn hafi helst mögu leika á þriðja mann in um, en það sem gæti sett þar strik í reikn ing inn er Svarti list inn. Þar er ungt fólk sem mér sýn ist að taki mest frá Sjálf stæð is­ flokkn um,“ seg ir Sig ríð ur Bjarna­ dótt ir odd viti B­ lista Fram sókn ar­ flokks ins í Borg ar byggð. „Fyrst og fremst snú ast kosn­ ing arn ar núna um fjár mál sveit ar­ fé lags ins, at vinnu mál og fræðslu­ mál. Það eru þess ir þrír meg in­ punkt ar. Mér finnst kosn inga bar­ átt an vera öðru vísi en áður. Hún er frek ar ró leg, það er eins og fólk sé orð ið svo lít ið þreytt á póli tík, enda hef ur arga þras ið bulið í eyr un um á því ansi lengi. Hjá okk ur hef ur ekk­ ert ver ið um skot hríð fram boða á milli eins og stund um hef ur ver ið. Þannig að kosn ing ar bar átt an hef ur far ið fram í frið semd,“ seg ir Sig ríð­ ur Bjarna dótt ir. Vökt um fjór flokka­ skrímslið af vær um blundi „ Þetta var voða lega dauf kosn­ inga bar átta fram an af og það fór ekki að lifna yfir hlut un um fyrr en við birt umst með trompi í síð ustu vik unni fyr ir skila dag. Það var eins og við vekt um fjór flokka skrímslið af vær um blundi,“ seg ir Guð mund­ ur Skúli Hall dórs son odd viti A­ lista Svarta list ans í Borg ar byggð. Hann seg ir kosn inga bar átt una hafa ver ið drengi lega, þó ekki al veg lausa við skít kast. „Fólk ger ir sé samt grein fyr ir að við verð um að vera til bú­ in að vinna sam an eft ir kosn ing ar. Það er al veg ljóst að þess ar kosn­ ing ar snú ast um grund vall ar at riði í sam fé lag inu okk ar, eins og skól­ ana. Þetta eru eng ar lof orða kosn­ ing ar. Við mun um líka fylgja því vel eft ir að á kveðn ir hlut ir verði skýrð­ ir, hvað gerð ist og varð til þess að sveit ar fé lag ið er í svona erf iðri stöðu eins og það er í dag.“ Guð mund ur Skúli seg ir Svarta list ann bjóða fram til að kom ast til á hrifa í sveit ar fé lag inu og starfa að upp bygg ingu. „Við erum að von ast til að koma inn ein um eða tveim­ ur mönn um. Í okk ar huga er al veg ljóst að ef fólk ætl ar að veita fjór­ flokkn um á fram hald andi um boð til að stjórna sveit ar fé lag inu, þá er það mat fólks að það sé til bú ið til að takast á við ó breytta stöðu og það sé allt í lagi að hér ríki á fram stöðn­ un og at vinnu leysi. En við á Svarta list an um erum til bú in að taka þátt í að efla sveit ar fé lag ið og laga stöð­ una frá því sem nú er,“ seg ir Guð­ mund ur Skúli Hall dórs son. Erum með sterk an og sam hent an hóp „Kosn ing arn ar núna snú ast um fjár mál sveit ar fé lags ins og rekst­ ur þess og hvern ig við get um var­ ið fjöl skyldu­ og vel ferð ar mál in í sam fé lag inu. At vinnu mál in eru einnig afar mik il væg, við þurf um að finna leið ir til þess að styðja við og efla at vinnu líf ið með bein um eða ó bein um hætti. Það að í bú ar gangi at vinnu laus ir er al ger lega ó á­ sætt an legt,“ seg ir Björn Bjarki Þor­ steins son odd viti D­ lista Sjálf stæð­ is flokks ins í Borg ar byggð. Hann seg ir það kjör tíma bil sem er að renna sitt skeið hafi að mörgu leyti ver ið mjög sér stakt. „Ég hef set ið í sveit ar stjórn í átta ár og hef upp lif að bæði upp vaxt ar skeið og núna sam drátt ar skeið. Við höf um brugð ist við tekju sam drætti með að gerð um sem ekki eru að fullu komn ar fram en lofa þó góðu varð­ andi rekst ur inn fyrstu mán uði árs­ ins.“ Bjarki seg ir sjálf stæð is menn í Borg ar byggð gera sér grein fyr ir því að erfitt verði að bæta við fylgi frá síð ustu kosn ing um þeg ar flokk­ inn vant aði að eins sex at kvæði upp á að ná fjór um mönn um í sveit­ ar stjórn. „Það er í raun ó mögu­ legt að spá fyr ir um kosn inga úr­ slit in. Við stefn um á að halda okk­ ar hlut, þrem ur mönn um í sveit­ ar stjórn inni. Sú nið ur staða trygg­ ir okk ur von andi stöðu til að hafa á hrif á stjórn un sveit ar fé lags­ ins næsta kjör tíma bil.“ Bjarki seg­ ir kosn inga bar átt una hafa far ið ró­ lega af stað. „Við höf um átt góða fundi með í bú um Borg ar byggð ar. Ég vil hvetja fólk til að nota kosn­ inga rétt inn, þátt taka í kosn ing un­ um í Borg ar byggð verð ur von andi góð,“ seg ir Björn Bjarki. þá Flest ir fram boðs list ar á Vest ur landi eru í Borg ar byggð Oddi vit ar þeirra fimm fram boðs lista sem nú eru í boði í Borg ar byggð. Frá vinstri: Guð mund ur Skúli Hall dórs son Svarta list an­ um, Sig ríð ur Bjarna dótt ir Fram sókn ar flokki, Ragn ar Frank Krist jáns son Vinstri græn um, Geir laug Jó hanns dótt ir Sam fylk ingu og Björn Bjarki Þor steins son Sjálf stæð is flokki. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.