Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2010, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 03.11.2010, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER Laust starf umsjónarmanns útibús Lyfju hf. í Búðardal Við leitum að metnaðarfullum og skipulögðum starfsmanni til að hafa umsjón með lyfjaútibúi Lyfju í Búðardal. Starfs- og ábyrgðarsvið Starfið felst í daglegri umsjón með lyfjaútibúinu, ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra. Um er að ræða starf frá kl. 13 - 17 virka daga. Hæfniskröfur Lyfjatæknir eða reynsla úr apóteki er kostur. Reynsla af verslunar- og þjónustustörfum er skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember. Nánari upplýsingar veita Hallur Guðjónsson, starfsmannastjóri Lyfju hf. í síma 530-3800, hallur@lyfja.is og Þórhildur Sch. Thorsteinsson, lyfsali Lyfju Borgarnesi í síma 437-1168, thorhildur@lyfja.is Sækja má um starfið á heimasíðu okkar www.lyfja.is Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt sem konur til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu. Hunda- og kattaeigendur Fimmtudaginn 11. nóvember n.k., fer fram hunda- og kattahreinsun í fyrrum þjónustumiðstöð bæjarins að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Samkvæmt hollustuháttareglugerð nr. 941/2002, 15. kafla, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýrið árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda 4 mánaða og eldri og nýgotnar tíkur og 3 – 4 vikna hvolpar skulu spóluormahreinsaðir sérstaklega skv. leiðbeiningum dýralæknis. Einnig er skylt að ormahreinsa alla ketti 4 mánaða og eldri. Hundahreinsun verður frá kl. 17:00 – 19:00 og kattahreinsun frá 19:30 – 21:00. Héraðsdýralæknir Borgarfjarðar- og Mýrarsýslu, Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. Ormahreinsun hunda er innifalinn í leyfisgjgjaldi, en dýralæknir býður einnig upp á smáveirusóttarbólusetningu á 4.000 kr., ófrjósemissprautu á 3.500 kr. og örmerkingu hunda og katta á 3.000 kr. Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra nálgast skráningagögn á staðnum. Ormahreinsun á ketti kostar 2.000 kr., ófrjósemissprauta 2.500 kr. og sprauta gegn kattarfári 3.000 kr. Upplýsingar um samþykktir um hunda- og kattahald á Akranesi er að finna á vef Akraneskaupstaðar. Ath. greiða þarf með peningum. Nánari upplýsingar veita dýraeftirlitsmaður í síma 898 9478 eða dýralæknir í síma 892 3230. Framkvæmdastofa Akraneskaupstaðar Opinn dagur á DAB! Hinn árlegi basar á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi verður haldinn laugardaginn 6. nóvember 2010. Húsið opnað kl. 15:00 og verða munirnir til sýnis milli kl. 15:00 og 16:00. Sala hefst stundvíslega kl.16:00. Einungis verða til sölu á basarnum munir sem heimilisfólk á DAB hefur unnið. Kaffisala verður á staðnum kl. 15:00 – 17:30. Ágóði af kaffisölu rennur í ferðasjóð heimilisfólks. Nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar koma í heimsókn og leika listir sínar á hljóðfærin. Allir hjartanlega velkomnir. SJÓNGLERIÐ GLERAUGNAVERSLUN 20 ára afmæli 1990 – 2010 Í tilefni 20 ára afmælis okkar verður 20% afsláttur af öllum glerjum og umgjörðum fram til jóla. Opið virka daga 10-18. Laugardaga 11-13. Skólabraut 25 • Akranesi • Sími 431 1619 • sjonglerid@simnet.is www.skessuhorn.is Ertu áskrifandi? S: 433 5500 Þriðja blús- og jazzhá tíð in á Akra nesi Blús­ og djass fé lag Akra ness stend ur fyr ir blús­ og djass há tíð á Akra nesi um næstu helgi. Fé lag­ ið var stofn að árið 2008 og er eitt af helstu verk efn um fé lags ins að standa að slík um há tíð um. Að sögn Ástu Hrann ar Jóns dótt ur stjórn ar­ manns hef ur und ir bún ing ur há tíð­ ar inn ar geng ið vel. „Okk ar mark­ mið er að koma lista mönn um á Akra nesi á fram færi um leið og við fáum til okk ar þekkt ari lista menn á þessu sviði. Dag skrá in í ár ber þess ræki legt vitni.“ Há tíð in í ár er hald in á Gamla Kaup fé lag inu bæði föstu dags­ og laug ar dags kvöld. Á föstu deg in­ um koma fram hljóm sveit irn ar Jimi Hendrix project frá Akra nesi, Klass art frá Sand gerði og Dúnd ur­ frétt ir. Á laug ar deg in um koma fram hljóm sveit irn ar Magn ús og Fer leg­ heit og einnig stíg ur á svið sjálf ur KK, eða Krist ján Krist jáns son tón­ list ar mað ur. Að lokn um tón leik un­ um bæði kvöld in verða dans leik­ ir. Hljóm sveit in Boogies leik ur á föstu deg in um og Bjart mar og Berg­ risarn ir leika á laug ar deg in um. Há tíð in í ár er hluti Vöku daga. Ásta Hrönn seg ir í mik ið ráð ist með há tíð sem þess ari þar sem hefð fyr ir slíkri há tíð sé ekki til stað ar en tím inn vinni með fé lags mönn um. „ Þetta er kostn að ar samt fram tak sem stend ur og fell ur með á huga al menn ings að sækja slíka tón leika. Við höf um einnig not ið vel vilja fyr­ ir tækja og stofn ana á Akra nesi og víð ar og við von um að svo verði á fram. Hér er allt til stað ar til þess að halda svona há tíð. Góð ir lista­ menn, rót gró inn tón list ar á hugi, að lað andi Kaup fé lag og því eng in á stæða fyr ir Skaga menn að horfa til Reykja vík ur þeg ar blús­ og djass­ tón list er ann ars veg ar.“ mm Hljóm sveit in Fer leg heit er með al þeirra sem stíga á stokk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.