Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2011, Qupperneq 23

Skessuhorn - 14.09.2011, Qupperneq 23
23MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER Borg ar nes er kaup tún í al fara­ leið. Bær inn er stað sett ur við þjóð­ veg 1 og um hann fer mik ill fjöldi fólks á öll um tím um árs og stund­ um er haft á orði að Borg ar nes sé „ stærsta vega sjoppa lands ins“ og er það ekki fjarri sanni. Frá því að brú ar gerð yfir Borg ar fjörð lauk árið 1981 hef ur svæð ið við nyrðri brú ar sporð inn, Brú ar torg ið, þró ast yfir í það að verða mið kjarni sam fé­ lags ins og hverf ist hann þar í kring­ um þrjár bens ín stöðv ar og versl un­ ar kjarna. Á svæð inu er leit ast við að veita ferða löng um jafnt sem í bú um sveita og bæj ar þjón ustu. Með til­ færslu póst af greiðslu á svæð ið nú í sum ar má segja að flutn ingi þjón­ ustu starf semi á svæð ið hafi lok ið. Þetta svæði er um leið and lit Borg­ ar fjarð ar hér aðs út á við. Á þessu víð áttu mikla þjón ustu­ svæði er hægt að finna ansi margt sem hug ur inn kann að girn ast. Þó er þar til finn an leg vönt un á a.m.k. tvennu sem hef ur mik ið að segja um góða mann vist; gróðri og skjóli. Við Brú ar torg eru þús und­ ir fer metra af mal biki, steypu og grasi grón um um ferð ar eyj um sem í síð asta tölu blaði Skessu horns var hamp að sem „græn um svæð um“. Í Borg ar nesi get ur stund um gu­ stað og þá er þessi mið kjarni bæj ar­ ins „hí býli vind anna“ og fátt heft ir för. Á rúm lega 70 þús und fer metra, sam felldu svæði sem sam anstend­ ur af lóð um um hverf is versl un­ ar hús á brú ar sporð in um, lóð um bens ín stöðva, lóð Hyrnu torgs og ó byggðri lóð hand an Borg ar braut­ ar auk húsa þyrp ing ar þar sunn an við, er varla til ein hrísla ef und­ an eru skil in nokk ur tré og nokkr ir runn ar á og við lóð banka bygg ing ar sem er und an tekn ing in sem sann­ ar regl una. Um hverf ið er út af fyr ir sig snyrti legt en jafn framt ber ang­ urs legt og kulda legt. Það er þekkt stað reynd að mann­ líf þrífst bet ur í skjóli hærri gróð urs og er nóg að horfa til einka garða í Borg ar nesi og vin sælla sum ar­ bú staða svæða í birkikjarr lend um Borg ar fjarð ar í því sam bandi. Í og við Skalla gríms garð fara marg ir af stærri sam fé lags við burð um bæj­ ar ins fram og ekki af á stæðu lausu. Gróð ur hef ur ekki síð ur á hrif á upp lif un og á sýnd og má í því sam­ bandi nefna staði eins og Reyk holt, Húsa fell og Skorra dal. Gott dæmi um fal leg an frá gang bíla stæða og um hverf is við stærri bygg ing ar er að finna í Laug ar daln um í Reykja­ vík, á bíla stæð um við Drottn ing­ ar braut á Ak ur eyri og víða í Mos­ fells bæ þar sem trjá gróð ur og lægri runn ar brydda mal bik ið, gæða svæð in skjóli og auka vídd um­ hverf is ins. Nær tæk ast er kannski að geta bíla stæða við í þrótta mið stöð­ ina í Borg ar nesi og lóð ar við starfs­ stöð Vega gerð ar inn ar í Borg ar nesi, en þar hef ur vel ver ið hug að að nán asta um hverfi og prýð ir fal leg­ ur gróð ur að komu og svæði með­ fram þjóð vegi. Á jafn vin sæl um við komu stað og mið kjarni Borg ar ness er væri full á stæða til að auka skjól og bæta á sýnd með mark vissri upp bygg ingu gróð ur belta, trjáraða, trjá þyrp­ inga og runna beða. Tölu vert er um grasi grón ar um ferð ar eyj ar sem myndu vel rúma slíkt. Stór mal biks­ flæmi mætti einnig brjóta upp með gróð ur svæð um en til þess þyrfti að end ur skoða hönn un þeirra. Þetta á t.d. við um mal biks flæm ið í kring­ um Bón usversl un ina, Hyrnu torg ið og víð ar. Vissu lega þarf að standa vel að mál um og fylgja eft ir með um hirðu, eink um fyrstu árin þar til runna gróð ur lok ar beð um og tré kom ast á legg. Huga þyrfti vel að teg unda vali og sam setn ing um með til liti til veð urs og vinda. Á móti kem ur að minna þarf að slá og mann líf ið nýt ur góðs af. Tengt þessu þá legg ég til að skoð uð verði upp bygg ing á al­ menn ings garði á þessu svæði, svæði þar sem hægt væri að borða ís inn á góð viðr is dög um og flat maga í sól­ inni, stað ur þar sem lún ir ferða­ lang ar gætu kom ist í snert ingu við eitt hvað ann að en mal bik. Nær­ tæk ast væri að nýta til þess það sem eft ir er af gamla tjald stæð inu. Með bættu að gengi að því svæði frá Brú­ ar torgi væri kom ið þar kjör ið svæði sem bæði býð ur upp á skjól, fal­ leg ar gaml ar garð hleðsl ur og fal­ legt út sýni. Gamla tjald stæð ið er líka í nán um tengsl um við mennta­ og menn ing ar hús ið Hjálma klett og sem fal leg ur al menn ings garð­ ur gæti það kom ið að not um fyr ir starf semi þess húss. Kostn að ar hlið in við upp bygg­ ingu gróð ur svæða á Brú ar torgi er mál sem herm ir ekki ein göngu upp á sveit ar fé lag ið, held ur líka upp á fyr ir tæk in sem á svæð inu starfa. Þessi grein er held ur ekki rit­ uð í þeim til gangi að gera Brú ar­ torgs svæð ið að skóg ar reit og helst í gær, held ur til þess að vekja fólk til um hugs un ar um að þarna megi á næstu árum byggja upp gróð ur og skjól, gera svæð ið að lað andi og fá ferða langa til að staldra leng ur við. Það mætti hugsa sér að vinna að því í mörg um á föng um og vanda frek ar til þess sem gert yrði. Ég skora á sveit ar fé lag ið Borg­ ar byggð, rekstr ar að ila þjón ustu fyr­ ir tækja og ein stak linga til að taka þetta mál til skoð un ar og hvet íbúa til að velta fyr ir sér um hverf inu í næstu út rétt inga ferð um mið kjarna bæj ar ins við Brú ar torg. Vant ar ekki eitt hvað? Jó hann es B. Jóns son Land nýt ing ar fræð ing ur og garð yrkju mað ur Íbúi í Borg ar nesi Um síð ustu helgi var rétt að á ein um sjö stöð um á Vest ur landi og framund an rek ur svo hver rétt in aðra. Með fylgj­ andi mynd ir voru tekn ar í Ljár skóga­ rétt í Döl um og Fljótstungu rétt í Hvít­ ár síðu og tala þær sínu máli. Ljósm. bae og mm Opið bréf til ráða manna Borg ar byggð ar og rekstr ar að ila þjón ustu fyr ir tækja við Brú ar torg í Borg ar nesi Pennagrein Mal bik ið ræð ur ríkj um við bens ín stöðv arn ar í Borg ar nesi. Nýjasta græna svæði bæj ar ins. Hér gæti ver ið hlý legra heim að líta. Mynd ar leg ur trjá gróð ur við starfs stöð Vega gerð ar inn ar. Göng ur og rétt ir

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.