Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2011, Síða 24

Skessuhorn - 21.09.2011, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER Starf frjó tækn is læt ur kannski ekki mik ið yfir sér, en að öðr um störf um ó löst uð um má leiða gild rök fyr­ ir því að það sé eitt af und ir stöðu­ störf um í kúa bú skap á Ís landi und­ an farna ára tugi, eða allt síð an far ið var að vinna mark visst að kyn bót um mjólk ur kúa í land inu. Magn ús Agn­ ars son hef ur starf að sem frjó tækn ir hjá Bún að ar sam bandi Vest ur lands síð an 1981. Blaða mað ur Skessu­ horns hitti Magn ús einn rign ing ar­ dag í sept em ber byrj un og fékk að fylgja hon um til starfa sinna. Í byrj­ un vinnu dags fer Magn ús yfir pant­ an ir á sím svar an um og legg ur lín­ urn ar fyr ir dags rúnt inn. Ferð dags­ ins hefst í fjós inu á Hvann eyri, það­ an lá leið in að Geita bergi í Svína­ dal, Skálpa stöð um í Lund ar reykja­ dal, Ás garði í Reyk holts dal, Stein­ um í Staf holtstung um og end að á Leið ólfs stöð um í Láx ár dal í Döl­ um. Stopp ið á hverj um stað er ekki langt en þó gefst tími til að spjalla við bænd ur um dag inn og veg inn, veð ur horf ur, göng ur og það sem máli skipt ir um fram ann að á líð andi stund í lífi bænda. Á leið inni á milli staða gefst tími til spjalls um starf­ ið, á huga mál in og lífs hlaup ið. Rúm lega 60 sinn um kring um jörð ina „Ætli mað ur geti ekki sagt að meg in hluti starfs ins fari fram und­ ir stýri, með al keyrsl an yfir árið eru ná lægt níu tíu þús und kíló metr ar,“ seg ir Magn ús. Við mæl andi fer að reikna í hug an um að mið að við þá ár skeyrslu og þrjá tíu ára starf hafi Magn ús ekið ná lægt þrem ur millj­ ón um kíló metra í starfi sínu. Það jafn gild ir því að hann hafi ekið rúm lega 60 sinn um um hverf is jörð­ ina á sín um starfs ferli sem frjó tækn­ ir. „ Þetta eru svona sjö og upp í tólf bæir sem ég fer á dag lega,“ seg­ ir Magn ús. „Vinnu dag ur inn get ur far ið upp í fjórt án tíma en það heyr­ ir til und an tekn inga sem bet ur fer. Þetta get ur ver ið ótta legt slark yfir vetr ar tím ann og kannski merki legt að aldrei hafi neitt al var legt kom ið upp á mið að við all an þenn an þvæl­ ing. Það má gera ráð fyr ir því að ég eyði um 80 pró sent um af mín um vinnu tíma und ir stýri.“ Mál kunn ug ur flest um Eins og fram hef ur kom ið er Magn ús mik ið á ferð inni í tengsl­ um við starf sitt. „Þeg ar ró legt er í sæð ing un um hef ég grip ið í ýmis störf fyr ir Bún að ar sam band ið,“ seg ir Magn ús. „Að al lega hef ur það ver ið í lamba mati hjá fjár bænd um og við jarð vegs sýna tök ur. Ætli ég hafi ekki kom ið á flesta bæi á svæð­ inu á löng um starfs ferli og sé mál­ kunn ug ur átta af hverj um tíu þeirra sem búa í dreif býl inu og tel mig láns sam an af því. Und an tekn ing ar­ laust er það prýð is fólk sem bygg ir sveit ir hér á Vest ur landi.“ Með al þeirra sem þekkja til starfa frjó tækna hafa þeir feng ið á sig hin ýmsu við ur nefni í gegn um tíð ina. Að spurð ur seg ir Magn ús að hann hafi heyrt um marg ar nafn gift­ ir sem hann og starfs bræð ur hans hafi feng ið að heyra. „Eðli starfs ins býð ur nátt úru lega upp á allskyns hnyttna ný yrða smíði. Töskutuddi, þarfa naut og keppi naut, eru með­ al þeirra sem ég hef heyrt sem haf­ andi er eft ir og það eru mörg fleiri en flest þeirra langt frá því að telj­ ast prent hæf,“ seg ir hann og skelli­ hlær. Líf væn legt í land bún aði á Vest ur landi Á löng um starfs ferli sem frjó­ tækn ir og bóndi hef ur Magn ús haft góða yf ir sýn varð andi þró un í land­ bún aði. Fækk un og stækk un búa hef ur haft mikl ar breyt ing ar í för með sér og gert bú skap iðn vædd­ ari og kostn að ar sam ari en áður var. Magn ús er á því að land bún­ að ur á Ís landi standi traust um fót­ um og líf væn legra sé í grein inni nú en oft áður. „Efna hag ur bænda ræðst reynd ar tals vert af því hvern­ ig þeir eru til komn ir inn í stétt ina,“ seg ir Magn ús. „Þeir sem hafa tek­ ið yfir rekst ur frá for eldr um standa held ég flest ir bet ur að vígi í bar átt­ unni en þeir sem eru að koma nýir inn í grein ina og þurfa að kaupa allt frá grunni. Kraf an um fjár fest­ ing ar vegna end ur nýj un ar á tækj­ um og öðru tengdu bú rekstri hef­ ur stöðugt auk ist á und an förn um árum og vaxta kostn að ur hjá þeim bænd um sem hafa lagt mik ið und ir er gíf ur leg ur.“ Magn ús tel ur þó að af komu­ mögu leik ar bænda á Vest ur landi séu al mennt góð ir. „Í kring um alda­ mót in fækk aði búum tals vert mik­ ið en þeir sem eft ir stóðu virð ast standa traust um fót um þrátt fyr ir mik inn og sí vax andi vaxta kostn að. Það er gleði legt til þess að vita að á Vest ur landi hef ur orð ið tals verð ný lið un í stétt inni. Ungt og dug­ legt fólk hef ur ver ið að byrja bú­ skap í aukn um mæli og mað ur sér varla orð ið gam alt fólk sem hef ur varla heilsu til að vera að standa í bú skap hér í lands hlut an um.“ Þró un in vinn ur á móti sjálfri sér Talið berst að þró un í land bún­ aði. Að spurð ur seg ist Magn ús oft hafa velt því fyr ir sér hvort þörf sé á öll um þeim mikla og stór virka véla kosti sem bænd ur hafi fjár fest í á síð ustu árum. „Ég hef velt fyr­ ir mér hvort sá mikli og dýri véla­ kost ur sem ver ið er að fjár festa í sé að skila sér í vasa bænda. Bænd ur eru að fjár festa fyr ir allt upp í millj­ óna tugi á ári hverju til að halda í við þró un ina, en hvort það skil ar fleiri krón um í þeirra vasa en þeirra sem fara sér hæg ar skal ég ekki segja. Ég held hins veg ar að þró un­ in sé far in að vinna svo lít ið á móti sjálfri sér í land bún aði og reynd ar á mjög mörg um svið um í sam fé lag­ inu. Kraf an á alla þessa skrif finnsku í kring um alla skap aða hluti er eitt dæm ið. Mað ur ger ir varla nokkurn skap að an hlut nú orð ið án þess að það sé marg skráð ein hvers stað­ ar. Mig grun ar að öll þessi upp lýs­ inga söfn un alls stað ar sé ekki mik ið nýtt í mörg um til fell um svo mað ur get ur ekki ann að en haft uppi efa­ semd ir varð andi það.“ Ekki nærst reglu lega í þrjá tíu ár Magn ús seg ist á heild ina lit ið mjög á nægð ur með starf sitt. En eng in er rós án þyrna eins og seg­ ir ein hvers stað ar. „Ef það er eitt­ hvað sem ég get fund ið að starf inu þá er það helst að mér hef ur þótt slæmt að mað ur hef ur eng an fast an mat ar tíma. Það er nú einu sinni ein af frum þörf um manns ins að nær­ ast og þessi þvæl ing ur býð ur sjald­ an upp á slíkt. Þeg ar mað ur er fleiri klukku tíma á þvæl ingi, oft á tíð um í alls kon ar færð og kannski svang ur í þokka bót þá reyn ir það oft á sál­ ar tetr ið. Ég tók stund um með mér eitt hvað að narta í á leið inni, en að borða kald an mat und ir stýri er bara hund leið in legt og ég hætti fljót lega að nenna því. Það má því kannski segja að ég hafi ekki borð að reglu­ lega í þrjá tíu ár;“ seg ir Magn ús og glott ir. Piss að í beinni Að spurð ur um spaugi leg at vik eða upp á kom ur í starf inu svar ar hann því til að það sem standi hon um efst í huga sé að í ný tísku fjós um sé allt orð ið fullt af eft ir lits mynda vél­ um og það hafi tek ið hann tíma að venj ast því. „Það vill oft ar en ekki brenna við að þeg ar mað ur kem ur á bæi eft ir lang an akst ur er mað ur oft al veg kom inn í spreng og þá er oft fyrsta verk ið að finna sér ein hvern stað að létta á sér. Þar sem yf ir­ leitt eru ekki kló sett í fjós um verð ur flór inn oft fyr ir val inu. Það var hins veg ar frek ar vand ræða legt þeg ar ég stóð í mak ind um mín um í einu af nýju fjós un um og létti á mér í flór­ inn og gerði mér grein fyr ir því að ég stóð beint und ir einni slíkri. Það má segja að fram að þeim tíma að ég gerði mér grein fyr ir því hafi ég sjálf sagt oft ar en ég vil vita ver ið að pissa í beinni út send ingu. Eina sögu heyrði ég af fé laga mín um að norð­ an sem lenti í slíku. Þeg ar hann kom einu sinn sem oft ar í eitt af þess um nýju fjós um var þar eng inn mætt ur til að stoð ar svo hann á kvað að nota tæki fær ið og létta á sér með an hann biði. Þar sem hann stóð í flór n um og létti á sér, kom ung ur dreng ur út í fjós og heils aði. „ Komdu sæll vin­ ur,“ sagði fé lag inn. „Ætl ar þú að að­ stoða mig í dag?“ Dreng ur inn svar­ aði að bragði, „Nei, mamma er al­ veg að koma, hún ætl aði bara að klára að horfa á þig pissa.“ Bú skap ur inn alltaf heill að Magn ús hef ur alltaf haft mik inn á huga á bú skap. Árið 1976 á kváðu hann og eig in kona hans, Guð laug Ein ars dótt ir, að láta draum inn ræt­ ast og festu kaup á jörð inni Efri Múla í Saur bæ í Döl um og bjuggu þar til árs ins 1996 að þau flutt ust að Lamba nesi í sömu sveit. Árið 1980 byrj aði hann að starfa við sæð ing­ ar með fram bú skapn um. „Þeg­ ar ég byrj aði var svæð ið ekki stórt, en þeg ar Dal irn ir, Skarðs­ og Fells­ strönd in bætt ust við fór þó fljót lega að banka á dyrn ar að þetta væri far­ ið að taka full mik inn tíma frá bú­ skapn um, því það er nú einu sinni þannig að verk in gera sig ekki sjálf. Það varð ofan á að halda sig við sæð inga starf ið og gefa bú skap inn upp á bát inn. Árið 1999 brugð um við búi og flutt umst í Borg ar fjörð­ inn. Eft ir á að hyggja held ég þó að hefði vinnu að stað an ver ið betri og húsa kost ur ekki far inn að kalla á end ur nýj un hefði ég hald ið mig við bú skap inn og lát ið sæð ing arn ar frá mér, því ég hef ekki unn ið nein störf sem mér lík ar bet ur en bú skap ur­ inn. Ætli verð trygg ing in hafi ekki haft úr slita á hrif á þá á kvörð un okk­ ar að bregða búi en verð bólg an á átt unda og fram á ní unda ára tug inn gerði það að verk um það var ekki nokk ur brú í því að standa í mikl­ um fram kvæmd um fjár mögn uð um með lán um. Mér þótti það mið ur því ég veit eng in störf skemmti legri en við bú skap,“ seg ir Magn ús. Á huga mál in „Ætli það sé ekki helst hesta­ mennska og nátt úr lega börn in mín og barna börn,“ seg ir Magn ús að­ spurð ur um á huga mál in hans. Þeg­ ar geng ið er á hann kem ur þó fleira upp úr dúrn um í þeim efn um því hann er mik ill söng mað ur, var með­ al ann ars einn af stofn end um Skag­ firsku söngsveit ar inn ar sem stofn­ uð var af Skag firð ing um bú sett um í Reykja vík á sín um tíma. Þeg ar þau hjón flutt ust frá Reykja vík og vest­ ur í Dali og hófu þar bú skap tók við starf í kirkjukórn um og blönd­ uð um kór á Fells strönd inni. „Ein­ hvern tím ann vor um við sveit ung­ arn ir að velta fyr ir okk ur leik hús­ ferð til Reykja vík ur. Eitt hvað gekk erf ið lega að finna tíma sem hent aði öll um til ferð ar inn ar svo úr varð á end an um að það var stofn að leik fé­ lag í sveit inni sem ég starf aði með í nokk ur ár.“ Síð an þau hjón in flutt­ ust svo í Borg ar fjörð hef ur Magn ús svo sung ið með karla kórn um Söng­ bræðr um. Þau Magn ús og Guð laug eiga þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu, sem eru reynd ar allt full orð ið fólk í dag. „ Yngsti strák ur inn okk ar býr á Staf holts veggj um og hef ur ver­ ið að byggja þar upp fyr ir hrossa­ rækt og sauð fjár bú. Eldri strák ur­ inn býr í Reykja vík. Stelp an okk ar sem er elst býr svo á Ak ur eyri. Þau hafa gef ið okk ur sex barna börn, sex stelp ur og það eru dýr grip irn ir,“ seg ir Magn ús að lok um. ksb Veit ekk ert skemmti legra en bú skap seg ir Magn ús Agn ars son sem hef ur starf að sem frjó tækn ir í þrjá ára tugi Magn ús ver löng um stund um und ir stýri í starfi sínu en gera má ráð fyr ir að hann hafi ekið vega lengd sem sam svar ar því að aka um sex tíu sinn um um hverf is jörð ina. Vinnu að stað an get ur ver ið mis­ mun andi. Hér ger ir Magn ús dropann klár an. Magn ús ger ir sig klár an að koma drop an um á rétt an stað en fum laus og ör ugg vinnu brögð eru nauð syn leg eigi kýr in að halda. Svo þarf að þreifa vand­ lega eft ir því að píp an sé á rétt um stað í leg inu áður en sæð is­ skammt in um er spraut að.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.