Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2011, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 12.10.2011, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER Fleiri innbrot í sumarbústaði LBD: Í nógu hefur verið að snúast hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum síðustu vikurnar við að sinna tilkynningum um innbrot í sumarbústaði. Í liðinni viku komu inn á borð lögreglu sex mál er vörðuðu innbrot í fimm sumarbústaði, þrjú hús í Skorradal og tvö í Ölveri. Þessi mál voru tilkynnt í kjölfar þess að brotist hafði verið inn í aðra bústæði á þessum svæðum fyrir skömmu. Að sögn lögreglunnar má flokka innbrotin í tvennt. Í sumum bústöðum voru eingöngu unnin skemmdarverk og það töluverð, en í öðrum var farið inn til að nema á brott verðmæt heimilistæki og flatskjái þar sem þeir voru, ásamt því að taka með sér drykkjarföng eins og bjór og áfengi. Ómar Jónsson varðstjóri í Borgarnesi sagði að málin væru til rannsóknar. Í vikunni urðu fjögur umferðaróhöpp í umdæminu, þar af eitt þar sem minniháttar meiðsli urðu á fólki. Sjö voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og einn ökumaður reyndist ölvaður við aksturinn. -þá Nýir eigendur BM Vallár LANDIÐ: Arion banki hefur undirritað sölusamning um BM Vallá ehf. sem var í eigu Eignabjargs ehf., dótturfélags bankans. Kaupandi er BMV Holding ehf. félag í eigu erlendra og íslenskra fjárfesta. Hluthafar BMV Holding eru Norcem á Íslandi ehf., Björgun ehf., Jarðefnaiðnaður ehf., Suðurhraun ehf., Hlér ehf., Harðbakur ehf. og Suðurverk hf. „Markmið nýrra eigenda BM Vallár er að viðhalda leiðandi stöðu félagsins á íslenskum byggingamarkaði,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að í kjölfar kynningar á félaginu hafi verið kallað eftir tilboðum frá áhugasömum fjárfestum og á þeim grundvelli var ákveðið að ganga til viðræðna við fyrrgreinda aðila, sem áttu hagstæðasta tilboðið.“ Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. -mm Góður árangur í sorpflokkun GRUNDARFJ: Á síðasta fundi bæjarráðs Grundarfjarðar var lagt fram yfirlit um árangur aukinnar sorpflokkunar fyrstu tvo mánuðina frá því flokkun hófst. Fram kom að árangur flokkunarinnar er mjög góður. Í grænu tunnuna fór 20% af sorpi, í brúnu tunnuna 35% og í gráu tunnuna 45%. Bæjarráð fagnar hversu góðar undirtektir sorpflokkun hefur fengið hjá íbúum Grundarfjarðar. Í grænu tunnuna fer endurvinnanlegur úrgangur: pappír, plast og málmur. Í brúnu tunnuna fer lífrænn úrgangur og í gráu tunnuna heimilissorp sem ekki er endurvinnanlegt. -þá Vilja keltneskt fræðasetur AKRANES: Á síðasta fundi Akranesstofu kynnti Tómas Guðmundsson verkefnastjóri drög að skipulagsskrá fræðaseturs um keltnesk fræði, sem hugmyndin er að stofnað verði á Akranesi. Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að fræðasetrið verið stofnað og verkefnastjóri vinni skipulagsskrána frekar fyrir næsta fund til endanlegrar afgreiðslu. Einn stjórnarmaður, Þorgeir Jósefsson, hafði efasemdir um nafn á fræðasetrinu. Á fundinum lagði Tómas einnig fram til kynningar nýjan kynningar­ og ímyndarbækling sem m.a. er ætlaður gestum og ferðafólki og verður dreift á upplýsingamiðstöðvar víða um land. -þá Gistinóttum fjölgar hér minnst VESTURLAND: Gistinóttum á hótelum landsins í ágústmánuði fjölgaði um 14% milli ára, voru nú 217.600. Útlendingar voru 86% þeirra sem nýttu gistingu hótela í mánuðinum. Athygli vekur hversu aukningu gistinátta er misskipt milli landshluta. Mest var aukningin 21% á Norðurlandi, 17% á Suðurnesjum, 15% á höfuðborgarsvæðinu, 12% á Suðurlandi, 9% á Austurlandi en einungis 2% á samanlögðu svæði Vestfjarða og Vesturlands í ágústmánuði. Þegar tölur um gistinætur fyrstu átta mánuði ársins eru skoðaðar kemur í ljós að aukningin er einnig minnst hér á vestanverðu landinu, eða 5%, en á landinu öllu 12,4% sem skiptist þannig að útlendingum fjölgaði um 11% og Íslendingum um 20% samanborið við fyrra ár. -mm Kvótamarkaður með mjólk LANDIÐ: Næsti kvótamarkaður í mjólk verður haldinn 1. nóvember næstkomandi. Þeir bændur sem óska eftir að kaupa eða selja greiðslumark á markaðnum skulu skila inn til Matvælastofnunar tilboðum í lokuðu umslagi þar sem tilgreina skal nafn og kennitölu tilboðsaðila, heimili og lögbýlisnúmer, netfang ef það er fyrir hendi og það magn og verð greiðslumarks sem boðið er til sölu eða leitað er eftir kaupum á. Tilboðin skulu hafa borist til Matvælastofnunar eigi síðar en þann 25. október þegar markaður er haldinn 1. nóvember. Nánari upplýsingar um kvótamarkaðinn er að finna á heimasíðunni mast. is -mm Einn vill Garðakaffi AKRANES: Nýlega var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur Garðakaffis á Safnasvæðinu á Akranesi þar sem núverandi rekstrarsamningur er að renna út. Ein umsókn barst og var hún frá núverandi rekstraraðilum. Var hún lögð fram til kynningar á fundi Akranesstofu í vikunni. Tómasi Guðmundssyni verkefnastjóra Akranesstofu var falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund. Það eru Guðni H. Haraldsson og Marie Ann Butler sem hafa starfrækt Garðakaffi síðustu árin. -þá Sunn an hvass viðri gekk yfir vest an vert land ið að far­ arnótt sl. laug ar dags og þá um morg un inn. Björg un ar­ fé lag Akra ness var kall að út til að stoð ar við að festa smá báta sem tekn ir voru að losna frá bryggju í Akra nes­ höfn, en vind ur stóð þá beint inn í höfn ina. Gekk það verk fljótt og vel. Eitt hvað var um fok á lausa mun um í bæn um, með al ann ars fauk trampólín og fleira smá legt við hús. Veð ur gekk síð an nið ur og var orð ið skap legt um há deg­ is bil á laug ar dag. mm/ Ljósm. ki. El kem Ís land, sem rek ur Járn­ blendi verk smiðj una á Grund ar­ tanga, hef ur hætt tíma bund ið fram­ leiðslu á dýr ari málm in um, ma gn í­ um kís il járni, og er þess ar vik urn­ ar ein göngu í hefð bund inni fram­ leiðslu. Ein ar Þor steins son for stjóri seg ir á stæð ur þessa vera ó ró leik ann á Evr ópu mark aði. Bíla fram leið end­ ur og aðr ir sem nýti dýr ari málm­ inn í sína fram leiðslu hafi hægt á fram leiðslu þar sem þeir ótt ist sam­ drátt í sölu. „Við sáum ekki á stæðu til að halda á fram að fram leiða inn á lag­ er vöru sem selst ekki eins og er, en stand ard málm ur inn selst og erum við enn þá á lif andi mark aði. Við erum í raun ekk ert ó van ir sveifl­ um á mörk uðum, en von um að þetta jafni sig aft ur. Hvað það tek­ ur lang an tíma veit eng inn,“ seg ir Ein ar. Hann seg ist þó ekki sjá nein­ ar stór kost leg ar breyt ing ar á næst­ unni þessu sam fara, rekst ur inn sé í góðu jafn vægi, enda bætti fyr ir tæk­ ið kjör starfs manna vel í samn ing­ un um núna í sum ar. „Ég taldi það rétt og við erum stolt af því,“ seg­ ir Ein ar. Vegna sam drátt ar í sölu á dýr­ ari málm in um sem fram leidd ur er á Grund ar tanga þurfti að fækka um þrjá starfs menn hjá El kem Ís­ landi ný lega, en þar eru engu að síð ur 205 starfs menn og er vinnu­ stað ur inn í hópi fimm stærstu fyr­ ir tækja á Vest ur landi. Að spurð ur um reynsl una af kaup um Kín verja í móð ur fé lagi El kem Ís landi í Nor­ egi sagði Ein ar að það hefði ná­ kvæm lega eng in á hrif haft. Meira að segja hefðu enn þá eng ar breyt­ ing ar ver ið gerð ar á stjórn fé lags ins í Nor egi. „Ég get ekki ann að séð en Kín verjarn ir hafi kom ið þarna inn eins og hver ann ar fjár fest ir og eig andi. Það eru marg ir sem ótt ast Kín verj ana, sem ég skil ekki. Við ger um það ekki,“ seg ir Ein ar Þor­ steins son. þá Fram kvæmd um við end ur smíði gömlu Norð tungu brú ar inn ar yfir Þverá í Þver ár hlíð er senn lok ið, en unn ið hef ur ver ið að smíð inni síð an um miðj an á gúst. Ráð gert er að brú in verði vígð með form leg­ um hætti í lok þessa mán að ar. Brú­ in þyk ir hafa mik ið sögu legt gildi en hún er fyrsta hengi brú in sem reist var af Ís lend ing um í lok þar­ síð ustu ald ar. Tek in var á kvörð un um bygg ingu brú ar inn ar á Al þingi árið 1897. Á fjár lög um þess árs voru ætl að ar fjórt án krón ur í kostn­ að við að reisa brúna sem þætti lík­ lega ekki mik ið á verð lagi dags ins í dag. Leit ast hef ur ver ið við að end­ ur byggja brúna í því sem næst upp­ runa legri mynd en með al ann ars voru und ir stöð ur und ir brú ar stólpa steypt ar sem lík ast ar upp runa legri stein hleðslu. Það er Vega gerð in sem stend ur straum af kostn aði við end ur bæt urn ar. Brú in var form lega tek in í notk­ un árið 1898 og þótti mik il sam­ göngu bót um þar síð ustu alda mót en Þverá legg ur ekki yfir vetr ar tím­ ann og þótti áin tor fær yf ir ferð ar fyrr á tím um. Búið hafði ver ið að byggja brú yfir Kljá foss á Hvítá og lá leið land pósta um Hvítá, Þverá og yfir Grjót háls í Norð ur ár dal inn og það an norð ur í land. Var horft til þess að sú leið væri þjóð leið þó það leið ar val hafi lát ið und an fljót­ lega í upp hafi tutt ug ustu ald ar með lagn ingu veg ar um Norð ur ár dal. Magn ús Skúla son bóndi í Norð­ tungu seg ir brúna ekki hafa neitt praktískt nota gildi. „Það er fyrst og fremst sögu legt gildi og merki­ leg ar minj ar sem réðu því að haf ist var handa við end ur smíði brú ar inn­ ar. Brú in er minn is varði um flutn­ inga og ferð ir fólks fyrr á tíð um og þó hún láti ekki mik ið yfir sér í dag var hún mik il sam göngu bót á sín­ um tíma,“ seg ir Magn ús og bæt ir við að þó hann bú ist ekki við mikl­ um ferða manna straumi í tengsl um við end ur nýj un brú ar inn ar séu all ir vel komn ir sem vilji berja þetta stór­ virki fyrri tíma aug um. ksb End ur gerð gömlu Norð tungu- brú ar inn ar senn lok ið Leit ast hef ur ver ið við að varð veita upp runa lega mynd brú ar inn ar eins og kost ur er. Vinnu hóp ur Vega gerð ar inn ar gaf sér tíma til að stilla sér upp fyr ir mynda töku þeg ar blaða mað ur Skessu horns var á ferð inni í vik unni sem leið. Ó ró inn í Evr ópu far inn að bíta í járn blendi verk smiðj unni Þurftu að huga að bát um í Akra nes höfn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.